Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 18
18
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
Töfrar hnífsins
Hvemig stendur á því að hnífurinn
hefur orðið Finnum svo kært verkfæri
að það vopn er eins og hluti af finnskri
þjóðareál?
Við þeirri spumingu er erfitt að
finna svar en ein ástœðan er eflaust
sú að töframáttur hefur jafnan verið
bundinn jáminu, hnífsegginni sem
hertvaríblóði.
Því má svo ekki gleyma að í Finn-
landi sem annars staðar voru hnífar
auðvitað oftast notaðir í friðsamleg-
um tilgangi, svo sem eins og við út-
skurð í tré eða bein, eða hann var
notaður eins og íshaki á vetrum, t.d.
þegar einhver féll í vök. Hnífurinn var
og er alhliða verkfæri, í senn þjónn
og vopn þess fátæka.
Hnífar hafa reyndar verið notaðir
við hin margvíslegustu tækifæri í
Finnlandi. Til skamms tíma vom t.d.
aldrei hafðar pappirsrúllur á salern-
um finnsku lestanna heldur hékk þar
í spotta furubjálki og reiknað var með
að ferðalangar hefðu hníf á sér til að
tálga spæni sér til buxnabjargar.
Finnski forsætisráðherrann P.E.
Svinhuvud bar jafnan á sér hníf þar
eð hann áleit að hnífur tilheyrði fatn-
aði hins frjálsa manns.
Auðvitað er hnífurinn einnig
manndómsmerki. ógiftar konur í
Karelíu bám jafnan tómt hulstur við
belti sér. Kjarkmikill biðill þurfti
bara aðstingahníf sínum í tómt hulstr-
ið. Fengi hnífurinn að vera þar kyrr
þurfti ekki að orðlengja um endalok
þess bónorðs! 1 fornri þulu er hægt að
fræðast um það gagn sem hafa má af
hnífhumsínum.
Hinir illu I austri
Antti Rannanjðrvi (forfaðir hnífagerðarmannsins) og Antti Isotalo eru frægastir af „hinum illu . Þeir voru
„settir i jám" í orðsins fyllstu merkingu. Þama lótu yfirvöldin þeim i tó 60 kg af hlekkjum. Áriö var 1869.
„Ástin kemur eldsnöggt, eins og
finnskur hnífur,“ sagði rússneska
skáldið Mikhail Bulgakov. Rússar
hafa, eins og svo margir aðrir, löngum
óttast hinn hárbeitta finnska hníf sem
stingur að óvörum og er jafhan
skammt undan þegar til átaka kemur
á meðal Finna. Eða svo hermir þjóð-
sagan.
Taisto Jalamo er finnskur blaða-
maður og rithöfundur. Jalamo hefur
ferðast víða um veröld og næstum alls
staðar, segir hann, er hann spurður
um hnífinn. „Menn hafa spurt mig
eftir hnífiium, jafiit í Færeyjum sem í
Kenya, og auðvitað í Svíþjóð, þar sem
ég bý. Þar gengur nú ekki á öðru en
glópsyrðum um Finnann og hnífinn. “
Puukkon
„Puukkon" er finnska orðið yfir
hnífinn. 1 Rússlandi nota menn orðið
„finka“ yfir verkfærið, eða réttara
sagt þegar menn vara hver annan við
finnska hnífiium. Og eftir því sem
8Ögusagnir herma börðust Finnar
stundum í vetraratríðinu með hnífinn
einanaðvopni.
Taisto Jalamo hefur rannsakað
þessa goðsöcm um Finnatm n? hníf-
inn. Hann skrifaði nýlega grein og þar
segirm.a.:
Hvere konar furðusaga er þetta með
hnífi nn? Eða sky ldi vera eldur að baki
öllum þessum reyk? Auðvitað.
Skreppum til Suðausturbotns í Finn-
landi.
Árið er 1866. Reykský þyrlast upp á
himininn og beret svo yfir víðáttu-
mikla sléttuna. Fólkið í þorpunum
hleypur í felur, leitar skjóls í gripa-
húsum og geymslum.
Það er hrópað yfir sveitina: Þeir illu
koma! „Hájyt tulevát!" Reykskýið
nálgast. Bráðlega sést hvar löng röð
tvíhjóla kerra nálgast. Froðufellandi
hestar draga þessa stríðsvagna. í
hverjum vagni eru tveir eða fleiri
karlmenn sem bölvandi og öskrandi
sveifla svipum og blikandi hnífum.
Þeir eru í fallegum vestum og með
barðastóra hatta og í háum stígvélum
sem þeir gyrða buxumar niður í. Um
mittið hafa þeir breið silfur- eða mess-
ingslegin belti og þar hanga hníf-
slíðrin. Þeir eru bereerkir sem aka
gargandi um sveitir, vissir um að
engir í heiminum séu glæsilegri og
óHo]pcrri pr> Vtpir
Boðflennur í brúðkaupl
Þeir aka upp á hlað stóre bóndabýlis
þar sem brúðkaupsveisla er að hefi-
ast. Fremsti vagninn stefnir í gegnum
hliðið en hestamir spyma við fótum,
trylltir af hræðslu í öllu umstanginu.
Á þessum bæ hefur fólkið ekki flúið
undan bereerkjunum heldur býður þá
velkomna.enda ekkert annað hægt
að gera. Ef við þeim er amast getur
farið illa, manndráp hlotist af,
íkveikja eða skemmdarverk unnin á
húsum, búnaði og fénaði.
„Hinir illu“ þramma inn í spari-
stofu. Foringinn fer fyretur eins og
víkingaforingi aftan úr fomeskju.
Hinir fylgja honum sem hirðmenn.
Þeim er borið öl og brennivín, veislan
heldur áfram. Úti á danspallinum er
stiginn dans. Undir lauftrjám er dúk-
að langborð sem svignar undan kræs-
ingum.
En allt í einu dettur allt í dúnalogn.
Danspxirin rýma pallinn. Einn úr hópi
„hinna illu“ stígur fram, tekur nokk-
ur sérkennileg dansspor, stekkur svo
upp á langborðið þar sem hann sýnir
stoltur vonn sín. tvöfelt slíður með
Jorma Rannanjárvi ar fjórði ættliðurinn i sinni kynslóð sem starfar
við að smíða hnifa. Og einn só siðasti í áður fjölmennri handverks-
mannastótt. Rannajárvi býr og starfar við götu sem heitir Hnifameist-
aragata. (III)
Kutinn, einnig nefndur „jungi". Maður grípur
hann þegar skera skal flís úr sauðarlæri,
smyrja með smjöri, tálga úr pipu og siða
börnin. Dálkinn, veisluhnífinn, grípur maður
þegar vanda skal til veislu, skírnar, bónorðs,
og auðvitað grípur maður hann þegar karl-
menn þurfa að gera upp sin mál.
tveimur hnífum, og hann hoppar
áfram með sérkennilegu bugti og
beygingum eins og hani í tilhugalíf-
inu.
Fólkið stendur þögult álengdar og
bíður. Það veit að dansinn er áskor-
unardans sem er beint gegn einhverj-
um sem enn hefur ekki verið til-
greindur.
Og svo gerist það sem allir vissu
fyrir að myndi gerast. Annar víkingur
stekkur upp á borðið og dansar á
svipaðan máta og áskorandinn.
Dauöadans
Eftir stundarkom hoppa báðir
„dansaramir" til jarðar og halda þar
áfram sínum sérkennilega en form-
fasta dansi. Svo hrópar húsmóðirin á
bænum skyndilega: Komið ykkur út
fyrir og gerið út um þetta, í guðanna
bænum!
Frammi á hlaðinu draga þeir fram
hnífenn ncr hvria höggdans sinn sem
lýkur ekki fyrr en annar hvor fellur
blæðandi, deyjandi til jarðar. At-
burðir eins og þessi voru algengir í
Suðausturbotni á síðustu öld. „Hinir
illu“ herjuðu þar eða voru fyrirferð-
armiklir á tímabilinu frá 1790 til 1885.
Á þessu árabili féllu 1500 Austur-
botningar í valinn og miklu fleiri
hlutu var anleg örkuml.
/
Vítisenglar fortíðarlnnar
Þjóðfélagsleg skýring á framferði
og tilkomu „hinna illu“ er of löng og
flókin til að tilgreina hér og nú en ein
skýring er sú að ó þessum tíma var
mikið ríkidæmi í Austurbotni. Það
landsvæði hafði meira en nægilega
atvinnu fyrir íbúa sína, enginn al-
þýðumaður þurfti að koma sér í mjúk-
inn hjó vinnuveitendum eða hús-
bændum. Það mynduðust hópar efn-
aðara iðjuleysingja, kannski í líkingu
við „vítisengla" okkar daga eða
„raggara“ í Svíþjóð.