Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Síða 19
DV. DAUGARDAGUK 21. SEPTEMBER1985.
lð
3
Dimmir júnídagar á Stöð varfirði
af völdum campylobacter jejuni:_
Gæs/r /egg/a
menn að velli
Hálfur Stöövarf jörtur með niðurgang:
Eins og að vera
með fæðingarhríðir
- segir héraðslsknirinn sem s jálfur er á s jöunda degi
VandraöaáAand Mur rikt » sjaVur er ég á sjóunda degii þesaari Hrjkjavikur og biA nú eftir j
Slöðrarfiröi a« undardómu. Hi*ir mðurxangspest.'' i»*6i BJóm lk«i sagAi hérömlrkmrinn Vatrnbótað a
tareinn befur na þegar lepó i témrm- Rjórmaon, héraAatrknr á t'áskruða- StóðvarfirAi er girt al en lyru
legri peat seni lýsir ói i mAurgangi, firði, en taann þjónar nnmg StóAv- jkiánrnu lét dýrataekrannn a
•Wtaótóanogalapplokaanskanar firAuigum. ,íg vek ekki enn hvaö BreiAdaLwik þau boA ul ganga aAþvi
.ta*A segja mér nmr aA taekt veldar þeasum Aakópum en ig hef jrrði ekki lengur unaA að atagamr
v*tu t
b*rhi
'« alleiAingamar urAiA þar jem aA
framan greuur A annaA hundraA
atagmr munu vera á StuAvarfirAi og
fara þ*r ferAa snna um taaonn Ikt
og mannfólkiA taegar peatin náAi há-
punkti munu gasimar á gotum
Fréttin um niðurganginn á Stöðvarfirði eins og hún birtist i DV 29. júni
1984: — Héraðslæknirinn sjálfur á sjöunda degi.
Það var dapurlegt um að litast á
Stöðvarfirði síðla júnímánaðar 1984.
Svæsin niðurgangspest herjaði á
bæjarbúa og náði hún hámarki 21,—
23. júní. Aöeins nokkrum dögum
síðar var pestin komin í blöðin og í
DV lýsti héraöslæknirinn henni með
þeim orðum að engu væri líkara en
fólk væri með fæöingarhríöir; sjálfur
væri hann á sjöunda degi.
I frétt DV sagði orðrétt: „Vand-
ræðaástand hefur ríkt á Stöðvarfirði
að undanförnu. Hálfur bærinn hefur
nú legið í ókennilegri pest sem lýsir
sér í niðurgangi, uppköstum og
slappleika alls konar.” Og síðar er
orðrétt haft eftir Birni Loga Björns-
syni lækni á Fáskrúðsfirði sem einn-
ig þjónaöi Stöðfirðingum: „Eg veit
ekki enn hvað veldur þessum ósköp-
um en ég hef látiö taka sýni úr vatns-
bólinu á Stöðvarfirði, sent þau suður
til Reykjavíkur og bíö nú eftir
svari.”
200 gæsir á vappi
Böndin bárust snemma aö aligæs-
um sem sést höfðu á vappi við vatns-
bólið á Stöðvarfirði en á þessum tíma
voru um 200 aligæsir í bænum og
næsta nágrenni. I DV-fréttinni var
frá því sagt að þær færu ferða sinna
um þæinn líkt og rnannfólkið og þvi
þætt við að þegar pestin náði
hámarki sínu hefðu gæsirnar á
götum bæjarins verið fleiri en fólkið
og voru heimamenn og sjúklingar
bornir fyrir þessari visku.
Málið var rannsakað og nýverið
birtust niðurstöðurnar í Læknablað-
inu. Þar höföu lagst á eitt læknir af
Landspítalanum, austfirskur heilsu-
gæslulæknir, sýklafræðingur og
maður frá Hollustuvernd ríkisins.
Niðurstöður þeirra voru í stuttu máli
þær að þarna hefði sjúkdómurinn
campylobacter jejuni verið á ferð og
mætti kenna um gæsum er komust í
opið vatnsból.
Mannréttindi og vatn
I greinargerð þeirra félaga er
vitnað í mannréttindasáttmála Sam-
einuðu þjóöanna þar sem kveðiö er á
um að þaö séu grundvallarmannrétt-
indi að eiga aðgang að ómenguðu
neysluvatni. Allir hljóti að gera sér
grein fyrir hvað í húfi sé þar sem
nánast allir neyti vatns í einhverjum
mæli. Komist sjúkdómsvaldandi
bakteríur í neysluvatn getur
afleiðingin orðiö útbreiddari farald-
ur en við nokkrar aörar aöstæður. Og
það sannaðist svo um munaði á Stöð-
firðingum. Þeir hrundu niður — í
niðurgangi.
Fuglar skotnir
Vísindamennirnir hófu rannsóknir
sínar með því að taka sýni úr vatns-
krönum, sundlaug, vatnsbólinu
sjálfu og litlum læk er rennur í vatns-
bólið. Sýnin voru rannsökuð á venju-
legan hátt með tilliti til mengunar af
kóligerlum. Þá voru sýni tekin til
ræktunar úr iðrum tveggja gæsa-
unga og tveggja máva sem skotnir
voru ekki alllangt frá vatnsbólinu og
úr gæsaskít við vatnsbólið. Saursýni
úr sex sjúklingum voru send á rann-
sóknarstofu og campylobacter jejuni
ræktaöur og greindur. Fannst hann í
f jórum sýnum af sex, í iðrum beggja
gæsaunganna en mávarnir sem
skotnir höfðu verið á flugi reyndust
hreinir og það sama má segja um
vatnssýnin úr krönunum og sund-
lauginni. Campylobacter jejuni
fannst hins vegar í litla bæjarlækn-
um sem rann í vatnsbólið og fyrr var
frá sagt.
Gæsirnar fjarlægðar
Um uppruna sýkingarinnar segir
svo í grein vísindamannanna:
„Þegar ljóst var að um faraldur var
aö ræða bárust böndin strax að
neysluvatni sem liklegri smitleiö.
Sjúklingarnir voru á ýmsum aldri og
ekkert tengdi þá annað en búseta á
Stöðvarfirði og að allir höföu neytt
vatns í einhverjum mæli. Það, hve
tilfellin komu upp á skömmum tíma,
virtist benda til að um skyndilega,
mikla mengun neysluvatnsins gæti
verið að ræða. Við athugun kom í ljós
aö skömmu áður höfðu aligæsir verið
reknar á slóðir þar sem vatnsbóliö er
og reyndist umhverfi þess mikið
mengað af gæsaskít... Gæsirnar voru
þegar fjarlægðar af vatnsbólinu og
eftir þær aðgerðir hætti að bera á
nýjumtilfellum.”
Feimni?
Ibúar á Stöðvarfirði náðu sér að
fullu eftir niöurganginn nema hvað
einn bæjarbúi varð að fara á sjúkra-
hús vegna fylgikvilla sjúkdómsins. I
grein vísindamannanna kemur fram
aö athyglisvert sé hversu fá saursýni
hafi verið send á rannsóknarstofu.
Engu sé líkara en íslenskir læknar
geri sér ekki fulla grein fyrir mikil-
vægi saurræktana viö greiningu á
niðurgangi. Er haft eftir starfsfólki á
heilsugæslustöðinni á Stöðvarfirði að
þaö hafi tekið eftir mjög eindreginni
andstöðu sjúklinga gegn því að skila
slíkumsýnum.
I lok greinarinnar í Læknablaöinu
segir orðrétt: „Faraldurinn á
Stöðvarfirði er þörf áminning til
allra þeirra sem vinna að málefnum
er varöa neysluvatn. Þeir staðir sem
búa illa að þessu leyti ættu að leggja
áherslu á að leita sér betra vatns og
vernda vatnsbólin þannig að slys af
því tagi sem varð á Stðvarfirði
endurtaki sig ekki. Ef ekki er unnt að
afla góðs vatns er nauðsynlegt að
eyöa sýklum úr vatninu með
klórmeðferð, útfjólubláum geislum
eða öðrum viðeigandiaðferðum.”
-EIR.
Á þessu línuriti sést vel hvernig campylobacter jejuni þróaðist ð
Stöðvarfirði. í byrjun mánaðarins fer að bera á tilfellum og þau aukast
verulega um miðjan mánuð. Hámarki nær pestin svo 21. og 23. júní.
DV-mynd s,
Gæsagangur og niðurgangur; gæsir og vatnsból fara ekki saman
FLUGLEIÐIR GERA ÞÉR
KLEIFT AD TAKA
ELSKUNA ÞÍNA MEÐ
JPt&A
V W mr r 1
MlMÍl
INNANLANDS
Ef þú ferðast mikið með Flugleiðum innanlands átt þú það á
„haettu" að fá einn daginn frímiða upþ í hendurnar, sem gildir
til hvaða áfangastaðar okkar sem er innanlands - fram og til
baka. Við gefum þér nefnilega punkta í hvert skipti sem þú
ferðast með okkur og þegar þú ert þúin/n að fljúga 13-17
sinnum á fjórum mánuðum finnst okkur tími til kominn að við
borgum farið — ekki þú. Fáðu safnkort hjá afgreiðslufólki
Flugleiða og láttu það kvitta fyrir þegar þú kaupir flugmiða. Við
munum sjá um það að skrá punktana og senda þér frímiðann
— og þá getur þú tekið elskuna með þér í flugið til tilbreytingar
— fritt...
FLUGLEIDIR