Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 23
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
23
i£»
u
tillit til allra þessara hagsmuna. Ef
við afneitum nokkrum þessara
hagsmuna þá mun aldrei verða frið-
ur í Kampútseu. Þetta er þjóðstjórn
sem ég er að leggj a til.“
En jafnvel í þessu máli opinberast
veik staða Sihanouks. Hann verður
að taka skýrt fram við okkur að
hann sé ekki að leggja þetta til sem
leiðtogi andspyrnuhreyfinganna.
Hann sé bara að segja þetta prívat.
Hann segir það líka prívat að hann
vilji fá friðargæslusveitir Samein-
uðu þjóðanna til að gæta friðarins
í Kampútseu. Enginn annar aðili
að Kampútseudeilunni er sammála
honumíþví.
En Sihanouk sýnir engin merki
biturleika. Þrátt fyrir að ofbeldi og
ógnir hafi fylgt honum eftir hefur
hann engan áhuga á að nota að-
ferðir óvina sinna. Hann hefur að
vísu fimm þúsund manna herlið í
bardögunum í Kampútseu en það
skiptir afskaplega litlu máli í sam-
anburði við heri rauðu kmeranna,
Hengs Samrin og V íetnama.
Réttmætbarátta
„Við heyjum ekki stríð bara til að
heyja stríð. Við berjumst réttmætri
baráttu. Við erum friðsæl þjóð. En
fyrst Víetnamar nota vopn eigum
við engra annarra kosta völ en
svara í sömu mynt til að veikja þá.
En það sem við viljum er alþjóða-
ráðstefna um málið.
Bandaríkjamenn voru fyrst í stað
smeykir við að blanda sér nokkuð
inn í okkar málefni. Þeir höfðu
fengið nóg af að blanda sér í deilur
okkar í Suðaustur-Asíu. En á þessu
ári höfum við séð breytingu á. Nú
hafa þeir fengið áhuga á frelsun
Kampútseu.
Ég er hins vegar ekki að biðja um
vopn. Ég vil stjórnmálalega lausn.
Son Sann vill að vísu vopn. En ekki
ég. Ég er ekki stríðsmangari. Ég bið
Fórnarlamb
sprengjuárása
sem Bandarikja-
menn gerðu fyrir
slysni á Neak Lu-
ong i Kampútseu.
Bandaríkjamenn bara um að setja
þrýsting á Kínverja til að sam-
þykkja alþjóðlega ráðstefhu um
málið. Ég hef tekið við fimm millj-
ónum dollara frá Bandaríkjamönn-
um en ég er ekki að biðja um meira.
Sovétmenn gefa Víetnömum tvær
milljónir dollara á dag svo fimm
milljónir á ári til okkar skipta litlu
til eða frá. Það er ekki mikill jöfnuð-
urþarna.
100 þúsund skæruliðar
En hernaðaraðgerðirnar fara
vonandi að ganga betur. Samtals
hafa andspyrnumenn nú um 75
þúsund manns undir vopnum. Á
næsta ári er ég sannfærður um að
við munum hafa 100 þúsund manns.
Þennan fjölda skæruliða geta Víet-
namar ekki þurrkað út. Þeir verða
að semja. Þettaerstríðánsigurveg-
ara.
Ég er hræddur um að smábatn-
andi samband Kínverja og Sovét-
manna skipti litlu fyrir Kampútseu.
Ráðamenn í Kína hafa sagt mér að
þeir hafi komið á alls kyns menning-
arsamskiptum og viðskiptatengsl-
um við Sovétmenn. En hvað varðar
Suðaustur-Asíu skiptirþessi slökun
engu máli. Sovétmenn eru algerlega
óhagganlegir. Svar Sovétmanna
var mjög, mjög neikvætt þegar
Kínverjar báðu Sovétmenn um að
hætta vopnasendingum til Víet-
nams. Svo málið er í sjálfheldu. Það
er engin lausn í sjónmáli."
Viðvaranir
á rökum reistar
Þegar hér var komið hafði frétta-
mannafundurinn staðið í rúman
klukkutíma. Við blaðamennirnir
höfðum rétt náð að koma inn svo
sem fjórum eða fimm spumingum.
Sihanouk var svo mikið niðri fyrir
að hann talaði og talaði. Magnús
Guðmundsson, fréttamaður Nor-
rænu fréttastofanna, var löngu bú-
inn að sannreyna viðvaranir starfs-
bræðra sinna í Danmörku sem
höfðu sagt honum að Sihanouk
gæti talað í það óendanlega. En við
gátum ekki annað en lagt við hlust-
; ir. Bak við hvert orð og hverja setn-
ingu, bak við hverja handarhreyf-
ingu, mátti finna fyrir örum þeim
sem hörmungasaga þjóðar hans
hafði markað litla feita manninn
sem sat þarna í stólnum.
Þá byrjaði hann að tala um Pol
Pot, manninn sem var leiðtogi
rauðu kmeranna og er talinn hafa
átt sökina á fjöldaútrýmingunum í
Kampútseu fyrir innrás Víetnama.
Ég hugsamitt
„Nú á Pol Pot að hafa verið ýtt til
hliðar. Það eru margir sem trúa því
að þetta sé satt. Þeir mega trúa því,
en ég hugsa mitt. Pol Pot er eini
leiðtogi rauðu kmeranna sem hefur
einhverja persónutöfi-a. Ég hitti
hann árið 1973 og 5. janúar 1979,
tveimur dögum áður en Víetnamar
hertóku Phnom Penh. Pol Pot er
mjög grimmur en ef þú hittir hann
þá virðist hann vera mjög vingjarn-
legur maður. Hann lítur út fyrir að
vera mjög mjúkhentur. Ég get vel
skilið hvers vegna rauðu kmeramir
létu hann glepja sig. Árið 1979
hlustaði ég á fjögurra tíma ræðu
sem hann hélt. Ég vissi að það sem
hann sagði var vitleysa þegar hann
hélt því fram að hann myndi þurrka
út heri Víetnama á þremur mánuð-
um. En hann kann að tala. Hann
var aldrei leiðinlegur. Ég gat auð-
veldlega hlustað á alla ræðuna og
það er auðvelt að hrífast af honum."
Mun aldrei hitta hann
Nú spurði ég hvað hann myndi
segja við Pol Pot ef hann ætti að
funda með honum á morgun.
Nú hrópaði Sihanouk upp yfir sig
og augu hans skutu gneistum: „Ég
mun aldrei hitta hann. Ég vil það.
ekki. Ég mun neita því algerlega að
hitta hann. Ef ég gerði það myndu
stuðningsmenn mínir afneita mér.
Pol Pot er nógu skynsamur til að
reyna ekki að hitta mig. Ég mun
ekkihittahann.“
Þetta var eina svarið sem tók
minnaentværmínútur. - ÞóG