Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. 25 Verkafólk i Snjókorninu i Peking þarf oft að sitja með hönd undir kinn því ekki er hœgt að halda áfram vinnunni. Einhvern hlut vantar í keðjuna og fœribandið er stopp. Hægagangur íKína Viö sögöum frá kæliskápaverksmiðj- unni Snjókorniö í blaöinu fyrir skömmu. Þar var fjallað um vinnudag og starfskjör verkamanna — en DV þykir við hæfi aö geta þess að yfirmenn í Snjókorninu eru ekki sérlega ánægðir með verkalýðinn þessa dagana. „Aginn er slakur,” segir Kang Ruixiang, talsmaður verkalýðsfélags- ins í verksmiðjunni. „Þess vegna drög- um viö af launum ungu verkamann- anna og sendum þá á námskeið í iðni og ástundun.” Kang verkalýðsforingi segir að ástandið í agamálunum hafi verið slæmt, allt frá því menningarbyltingin náði tökum á hjörtum fólksins. Nú er svo komið að verksmiðjur í Kína fram- leiða ekki nema fjórða hluta þess sem sambærilegar verksmiðjur í vestræn- um iönaðarlöndum framleiöa. „En agi er ekki okkar stóra vanda- mál,” segir Kang, — „heldur þessi ró- legi vinnutaktur, lítil framleiðni. Þótt við hér i Snjókorninu séum að fram- leiöa nútimaiðnvarning, kæliskápa, hafa menn ekki tilfinningu fyrir því, að beita þarf hraöa og nákvæmum vinnu- brögðum.” Nýjung Verksmiöjuvinna er nýlunda í Kína. Snjókomið er einn fárra vinnustaða þar sem verkamenn verða að sameina tæknivinnu og gamaldags handverk. I Kína, þar sem búa 900 milljónir manna, eru aðeins 400 þúsund verk- smiðjuverkamenn. Og skortur er á raf- orku fyrir þær verksmiðjur sem reist- ar hafa verið eða eru í byggingu. „En þótt verksmiðja sé ný og full- komin eru verkamenn oft gamlaðir og áhugalitlir um tækninýjungar.” Eöa svo segir talsmaður verkalýðsfélags- ins, Kang Ruixiang. „Og það gengur illa aö fá verkafólk til aö vera stund- víst og vera á vinnustað þann tíma sem ætlast er til að það sé á vinnustaö. Það stafar m.a. af því hversu flókið það getur verið aö kaupa í matinn til heim- ilisins í Kína. Margir reyna að nota matar- og kaffitíma til aö standa í bið- röð einhvers staðar og koma svo of seint úr þeim leiðangri. Og kortér fyrir ellefu, kortéri áður en hádegisverðar- hléið hefst, er komin hreyfing á mann- skapinn í átt til mötuneytisins. Það er vegna þess að skárri réttir, sem inni- halda kjöt, eru svo fljótt uppurnir. Og mannskapurinn lætur skammta sér í box sem hann hefur með sér og er byr j- aður að gæða sér á dagskammtinum á leiðinni frá skenkinum fram í sal, því að mönnum liggur svo á, þurfa að gera svo margt í hádegishléinu.” Hænublundur Flestir verkamenn vilja ná því í mat- artímanum að geta lagt sig. Miðdegis- hvíldin, xiuxi, er eitt af því sem hverj- um Kínverja finnst hann eiga rétt á, en honum gengur illa að leggja sig þegar matartíminn er ekki nema klukku- stund. Aður fengu flestir tveggja tíma hlé um miðjan daginn. Og þá sofnuðu margir svo vært að þeir vöknuðu ekki fyrr en undir kvöld. Þessi þörf miðdegislúrs stafar m.a. af því að margir Kínverjar búa svo þröngt að þeir geta aldrei sofið al- mennilega heima hjá sér — sofa aldrei út. Kínver jar eru snemma á fótum dag hvern. Og svo tekur það langan tíma að melta kínverskt faéði, oft mjög ríkt af sterkjuogmjölva. Eftir hádegisverðinn er mjög frið- sælt í Snjókominu. Verkafólkið hring- ar sig niður hér og hvar þar sem líkur eru á að friður haldist. En það sofa ekki allir. Unga fólkið spilar póker — um sígarettur. Engan asa „Viö höfum aldrei litið svo á að tím- inn geti staöið í einhverju samhengi við efnahagsmál,” segir Tong Gang, sem skrifar reglulega í blaðið China Daily, „þess vegna höfum við sóað tím- anum gegndarlaust: við erum ótrúlega lengi að byggja hús, sitjum ótrúlega lengi á fundum og tölum ótrúlega mik- ið á hverjum degi. Þetta allt sýnir hve litla virðingu við berum fyrir tíman- um. (Engan asa, manman lai, er af- sökun sem við notum í sífellu).” En nú á að herða taktinn í Kína, beita auknum aga. Þeir sem hefja störf í Snjókorninu á næstunni verða að fara á mánaðarlangt námskeið. Og þeim verður kennt margt um gildi þess aö koma á réttum tíma og standa við færibandið þann tíma sem um hefur verið samið. Og þeir sem ekki bregðast við hinum nýja aga mega búast við refsingum. Kínverska ríkisstjómin tekur þátt í þessari andlitslyf tingu með stjóm verksmiðja, því nú eiga laun verkamanna að vera nokkuð breytileg eftir frammistöðu og verkefnum — og fjárhagslegri útkomu viðkomandi verksmiðju. Og svo á að vera mögulegt að segja fólki upp. Fyrirmyndarpiltar I kommúnistaríkjum hefur lengi gilt að útnefna þá verkamenn sem vel standa sig fyrirmyndarverkamenn og hengja upp myndir af þeim. Það kerfi verður nú endurskoðað í Kína. Menn hafa oft strítt þessum fyrirmyndar- mönnum. 1 daglegu tali eru fyrirmynd- armennimir ekki nefndar hetjur held- ur shangua sem merkir fífl. En vonandi tekst þeim vel upp í Snjó- korninu — kæliskápaskorturinn er mikill í Kína. (GG endursagði) SAUMANÁMSKEIÐ Viltu læra að sauma? Námskeið í fatasaumi fyrir byrjendur og lengra komna hefst ef næg þátttaka fæst. Morgun- og dagtímar. Klæðskerar aðstoða. Upplýsingar og innritun í simum 83069 og 46050. SELJUM NYJA OG NOTAÐA BÍLA Tegund Renault 9 TC 1983 Renault 9 GTL 1982 Renault 9 GTS 1982 Renault 9 TC 1982 Renault 11 GTL 1984 Renault 18 st. 1982 Renault 20 TS 1979 BMW 525 automatik 1981 BMW 520i automatik 1982 BMW 320 automatik 1982 BMW 320 1978 BMW518 1980 BMW316 1984 SELJUM N0TAÐA BÍLA ÚRVAL ANNARRA BÍLA Á SÖLUSKRÁ, ÝMISS KONAR SKIPTI HUGSANLEG. Opið laugardag 1—5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON Hi. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633.^^^ Seljum í dag Saab 99 GL, árg. 1981, 2ja dyra, hnotubrúnn, bein- m skiptur, 4 gíra, ekinn 70 þús. km. Bíll á mjög góðu verði. Saab 900 GLS, árg. 1982, 5 dyra, rauður, sjálfskiptur, ekinn 43 þús. km. Skipti möguleg á ódýrari. Saab 900 GLE, árg. 1982, 4ra dyra, hnotubrúnn, sjálfskiptur, vökvastýri, litað gler, topplúga, ekinn aðeins 33 þús. km, mjög fallegur bíll. Saab 900 GLS, árg. 1982, 5 dyra, Ijósblár, beinskipt- ur, 5 gíra, ekinn aðeins 34 þús. km. Sem nýr blll. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 13-17 TÖGGURHE UMBOÐ FYRIR SAAB OC SEAT BÍLDSHÖFEJA16, SÍMAR 81530-83104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.