Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 26
26
DV. LAUGARDAGUR21. SEPTEMBER1985.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Sléttahrauni 26, 2.h.t.v., Hafnarfirði, þingl.
eign Guðmundar Bergþórssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudag-
inn 25. september 1985 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Norðurvangi 32 (að hálfu), Hafnarfirði, tal.
eign Þórodds Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 25.
september 1985 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 95., 98. og 99. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á
eigninni Strandgötu 75, Hafnarfirði, þingl. eign Skipasmiðastöðvarinn-
ar Dröfn hf., fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Sig-
ríöar Thorlacius hdl. og Gjaldheimtunnar I Hafnarfirði á eigninni sjálfri
miðvikudaginn25. september 1985kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Suðurgötu 52, efri hæð, Hafnarfirði, þingl.
eign Guöbjarts Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25.
september 1985 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Hegranesi 17 (lóð), Garðakaupstað, þingl.
eign Viðars Olsen, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september
1985 kl. 17.00.
Bæjarfógetinn I Garðakupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 98. og 99. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á
eigninni Ljósamýri 1, Garðakaupstað, þingl. eign Hinriks Morthens, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og innheimtu ríkissjóðs á
eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1985 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 40., 42. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á
eigninni Hverfisgötu 6, Hafnarfiröi, þingl. eign Katrínar Óskarsdóttur og
Kolbeins Andréssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnar-
firði og innheimtu ríkissjóðs, á eigninni sjálfri mánudaginn 23. septemb-
er 1985 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 60., 62. og 66. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á
eigninni Smárahvammi 1, Hafnarfiröi, þingl. eign Olafs Gislasonar, fer
fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Gjaldheimtunnar i Reykja-
vik og Veðdeiidar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri mánudaginn 23.
september 1985 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Hellisgötu 21, 2. hæð, Hafnarfirði, tal. eign
Emilíu Einarsdóttur og Jóns Brynjars Jónssonar, fer fram á eignirlni
sjálfri mánudaginn 23. september 1985 kl. 17.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Skógarlundi 6, Garðakaupstað, þingl. eign
Ragnhildar Jóhannsdóttur, fer fram á eighinni sjálfri þriöjuðaginn 24.
september 1985 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn I Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 98. og 99. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á
eigninni Dalsbyggð 2, efri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Katrínar L.
Óskarsdóttur og Garðars Smára Vestfjörð, fer fram eftir kröfu Trygg-
ingastofnunar ríkisins og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðju-
daginn24. september 1985 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Á eldrauðum
Mercedes Benz
—af Polanski og Thoroddsen
Roman Polanski sem barn: — Ungur sá hann á eftir móður sinni i gas-
klefa Þjóðverja.
„Ég sá hann fyrst á eldrauðum
Mercedes Benz. Hann brunaði um
strætin ásamt félögum sínum, þeir
sátu uppi á sætunum og stýrðu með
tánum,“ sagði Þrándur Thoroddsen
kvikmyndagerðarmaður um Roman
Polanski. Kvikmyndaleikstjórinn
frægi og Þrándur voru samtíða í kvik-
myndaskólanum í Lodz í Póllandi
snemma á sjöunda áratugnum. „En
ég kynntist honum aldrei neitt að
ráði,“ sagði Þrándur.
Þó hjólin á rauða Bensinum hafi
snúist hratt og örugglega, er Polanski
brunaði um strætin og Þrándur leit
hann fyrst augum, verður það sama
ekki sagt um hamingjuhjól kvik-
myndaleikstjórans. Ungur sá hann á
eftirmóðursinni í gasklefaÞjóðverja,
löngu síðar var eiginkona hans myrt
á hinn hroðalegasta hátt ásamt barni
er hún bar undir belti og nú býr Pol-
anski í útlegð; á flótta undan banda-
rískri réttvísi sem hyggst dæma hann
við fyrsta tækifæri fyrir að hafa haft
kynmök við stúlku undir lögaldri.
Um allt þetta og fleira til má lesa í
sjálfsævisögu kvikmyndaleikstjór-
ans er hann nefnir einfaldlega RO-
MAN eftir Polanski. í lífi Polanskis,
er nú stendur á fimmtugu, rúmast
margt: hálf heimsstyrjöld, fegurstu
konur heims, peningar, fátækt,
drykkjuskapur, eiturlyf en síðast en
ekki síst einstök sköpunargáfa sem
fyrir löngu hefur gert hann heims-
frægan.
„Þegar ég kom fyrst til Lodz 1960
var Polanski kominn á flakk; hafði
fengið einhver verðlaun í Brussel og
hegðaði sér eftir því. í pólsku þjóðlífi
voru Polanski og félagar hans nokk-
urs konar glaumgosar þess tíma,“
sagði Þrándur Thoroddsen. „Eitt sinn
man ég eftir því að Polanski birtist
allt í einu á skólaganginum hjá okkur
en það heyrði til tíðinda að hann léti
sjá sig þar. Ætlaði hann sér að hitta
rektor sem var víst upptekinn þá
stundina. Polanski beið rólegur þar
til rektorinn loks birtist í hinum enda
gangsins en þá henti hann sér á fjóra
fætur, skreið á fleygiferð geltandi
eftir ganginum og flaðraði upp um
rektorinn eins og hundur. Sérstak-
lega man ég eftir að hann dinglaði
einum putta aftur undan sér eins og
væri skott. Rektorinn, sem annars var
vandur að virðingu sinni, tók þessu
vel, klappaði Polanski á höfuðið og
sagði að honum væri fyrirgefið. Þetta
sýnir best hversu frægur Polanski var
þá þegar orðinn."
Roman Polanski var lítið gefinn
fyrir skólanám. Hann lauk náminu í
Lodz reyndar aldrei á hefðbundinn
hátt þótt kvikmynd hans, Hnífur í
vatni, hafi síðar verið tekin gild sem
lokaverkefni. Sú mynd fór víða og er
enn sýnd fyrir fúllu húsi hvar sem er.
Þrándur Thoroddsen var eitt sinn á
vettvangi er Polanski vann við upp-
tökur á þessari kvikmynd sem síðar
Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður: — Það voru hæg heimatökin hjá Poianski og félögum
þegar þeir sóttu sér nokkur svin og riðu þeim siðan berrassaðir um viðan völl. DV-mynd GVA