Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 27
DV. LAU G ARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
27
Aðspurður segist Þrándur Thor-
oddsen tvisvar hafa lent í partíi með
Polanski en í slíkum boðum gekk á
ýmsu. Þetta voru hálfgerðar orgíur
þar sem fólk sleppti fram af sér beisl-
inu eins og gengur og gerist.
- Ræddirðu aldrei við Roman Pol-
anski?
„Einhvern tímann átti ég við hann
tal í boði og man ekki annað af því,
nema hvað Polanski fannst ofsalega
fyndið að ég væri frá Islandi. Þeir
voru ekki vanir útlendingum þama í
Lodz enda var ég fyrsti vestantjalds-
maðurinn sem fékk inngöngu í þenn-
an k vikmy ndaskóla."
Þótt fátt hafi verið um vestantjalds-
menn í Póllandi átti Roman Polanski
þó eftir að vinna mest með slíkum og
þá utan ættjarðar sinnar. Þar voru
peningamir sem hann var að sækjast
eftir og atvinnumöguleikar sem hann
þurfti. Ein fyrsta kvikmyndin, er
hann gerði á Vesturlöndum og ein-
hverjir peningar vom settir í, var
Repulsion með Catherine Deneuve í
aðalhlutverki; hrollvekja sem bönn-
uð var innan 16. í ævisögu sinni lýsir
Polanski þeim vandræðum er hann
lenti í þegar Deneuve neitaði að koma
fram nakin undir gagnsæjum nátt-
kjól. Og ekki skánaði það þegar Pol-
anski fór fram á það við hana að hún
sæti fyrir á nektarmyndum sem birt-
ast áttu í Playboy og auglýsa mynd-
ina. Polanski tókst að tala leikkon-
una til á þeim forsendum að besti
vinur hans tæki myndimar, ljós-
myndari á heimsmælikvarða sem
hægt væri að treysta. Ljósmyndarinn
mætti, tók myndimar og kvæntist svo
Catherine Deneuve.
Ekki gekk minna á er upptökur á
Rosemarys Baby vom rétt hálfnaðar
í New York. Með aðalkvenhlutverk í
þeirri mynd fór Mia Farrow er þá
stundina var gift Frank Sinatra. Mia
Farrow var á þessum árum hálfgerð
hippastúlka, bjó í litlum húsvagni í
miðju kvikmyndaverinu. Á vagninn
hafði hún málað litlar rósir og innan-
d\'rn héneu burrkuð blórp niður úr
átti eftir að færa höfundi sínum ótal
tækifæri til frekari landvinninga í
kvikmyndaiðnaðinum.
„Þá stuttu stund sem ég fy lgdist með
upptökum þama virtist mér sem ein-
tómt sprell væri látið ráða ferðinni.
Þetta leit einna helst út fyrir að vera
klíka í sumarleyfi sem væri að gera
sér dagamun. En hvað sem því líður
þá hef ég vissu fyrir að Polanski var
harðduglegur verkmaður og vissi
hvað hann var að gera. En hann var
alltaf að grínast og líktist sprellikarli
sem aldrei ann sér hvíldar. Ég er á því
að það hafi verið gríma sem hann setti
upp til að láta fólk ekki koma of nærri
sér.“
Msð Jack Nicholson við gerð Chinatown. Nicholson reykti marijúana
eins og sigarettur en missti aldrei dag úr vinnu. Skömmu siðar hrökkl-
aðist Polanski frá Bandaríkjunum eftir að hafa verið gefið sök að eiga
kynferðislegt samneyti við stúlku undir lögaldri.
Þau höfðu kvaðst við skipshlið
nokkrum dögum áður og það
siðasta sem Sharon Tate sagði
við mann sinn var: ,,Þú ættir að
lesa þessa bók. Það gsati orðið
góð kvikmynd." Hún veifaði til
hans venjulegri pappirskilju sem
á stóð: „Tess of the d'Urbervill-
es". Sú kvikmynd hefur nú verið
gerð og heitir einfaldlega Tess.
Polanski og Nastassia Kinski við
upptökur.
Sharon Tate, eiginkona
Polanskis, var myrt í Kali-
forníu 1969. í sjálfsævisögu
sinni lýsir Poianski sorg
sinni vegna missis hennar
á átakanlegan hátt. Enn
þann dag í dag getur hann
ekki pakkað ofan i ferða-
tösku án þess að tárast.
Það verk var hún vön að
vinna.
loftinu. Frank Sinatra, eiginmaður
hennar, sat aftur á móti í svítu sinni
á 27. hæð í skýjakljúfi og stundaði
viðskipti. Eitthvað gekk hjónabandið
brösulega því dag einn mætti lög-
fræðingur með sólgleraugu í kvik-
myndaverið og bað um stuttan fund
með frú Sinatra. Það var auðsótt í
hippavagninum, fundurinn stóð í
tvær mínútur og skuggalegi lögfiræð-
ingurinn hvarf á brott. En Mia
Farrow sat sem fastast í litla hippa-
vagninum sínum og neitaði að koma
út. Þegar Roman Polanski loks
áræddi að ganga inn varð fyrir honum
lítil og uppburðarlaus, stuttklippt
stúlka, grátbólgin. Frank Sinatra
vildi skilja, og það á stundinni.
Nú voru góð ráð dýr: upptökur í
miðjum klíðum, langt á eftir áætlun,
og aðalleikonan illa á sig komin eftir
nýjustu hugdettu Frank Sinatra. í
sjálfsævisögu sinni segir Roman Pol-
anski svo frá: „Allt í einu stóð Mia á
fætur og sagði að við skyldum halda
áfram að vinna. Allt var sett í gang
og við mynduðum atriðið í Rosemarys
Baby þar sem haldið er mikið vinahóf
með glensi og gamni. Útkoman varð
góð. Það var ekki að sjá að Mia
Farrow væri nýskilin við Frank Sin-
atra.“
Löngu áður hafði Polanski lent í
öðrum vinafagnaði með skólafélög-
um sínum í Lodz og þar var Frank
Sinatra fjarri góðu gamni en Þrándur
A /4 + * oúlrv
„Þetta var skólaball og ég man að
það gekk mikið á hjá Polanski og
klíkunni hans. Skólinn var þannig að
þar var einnig rekið svínabú með
meiru. Það voru því hæg heimatökin
hjá Polanski og félögum þegar þeir
sóttu sér nokkur svín og riðu þeim
síðan berrassaðir um víðan völl. Þetta
vakti mikla athygli og einhverja
vanþóknun hjá skólayfirvöldum, ef
égmanrétt."
Nú býr Roman Polanski á megin-
landi Evrópu. Til Bandaríkjanna
getur hann ekki farið því þar bíða
réttarhöld og að öllum líkindum fang-
elsisvist. Óvarlegt kvennafar með
stúlku undir lögaldri kom honum í
klípu sem bandarískir dómarar hafa
ekki í hyggju að leysa hann úr. Þar
lúra einnig minningar frá sumar-
dögum árið 1969 þegar eiginkonahans
og bam undir belti voru myrt á hinn
hroðalegasta hátt í Kalifomíu og
einnig nokkrir bestu vina hans. Sjálf-
ur var Polanski staddur í London og
nýbúinn að senda eiginkonu sína,
Sharon Tate, yfir hafið til Ameríku
þar sem ógæfan beið hennar. Þau
höfðu kvaðst við skipshlið nokkrum
dögum áður og það síðasta sem Shar-
on Tate sagði við mann sinn var: „Þú
ættir að lesa þessa bók. Það gæti orðið
góð kvikmynd." Hún veifaði til hans
venjulegri pappírskilju sem á stóð
Tess of the d’Urbervilles.
Sú kvikmynd hefur nú verið gerð
T'occ - TTTR
ÚRVALS NOTAÐIR
Arg. Km Kr.
CH. Malibu sedan 1980 320.000
Izusu Trooper bensín 1982 38.000 610.000
CH. Citation, sjálfsk. 1981 50.000 370.000
Mazda 626 2000, sjálfsk. 1980 65.000 230.000
Pontiac Parisienne 1984 15.000 950.000
Lada Topas 1500 1977 35.000
Range Rover 1981 56.000 950.000
Opel Rekord 2,0 lúxus 1982 79.000 395.000
Peugeot 504, sjálfsk.. 1978 75.000 180.000
Daihatsu Charmant 1979 150.000
Chrysler Le Baron st. 1979 51.000 390.000
Opel Corsa luxus 1984 19.000 .'350.000
Opel Ascona 1983 22.000 440.000
Citroén CX 2400, st. 1983 57.000 650.000
Opel Ascona Berl. hatchb. 1982 44.000 400.000
Volkswagen Golf 1981 66.000 235.000
Ch. Nova, sjálfsk.. 1977 102.000 150.000
Aro 244 jeppi 1979 41.000 180.000
Ch.Chevy sportvan,11 manna 1979 400.000
Pontiac Grand Prix 1979 300.000
Ch. Caprice CLst.d. 1982 101.000 850.000
Opel Kadett, 4ra d.. 1984 8.000 360.000
Plymouth Volaré Prem. 1979 79.000 230.000
Honda Accord 4 d. 1980 42.000 255.000
Mazda 929 2 d., hardtop. 1982 42.000 450.000
Opel Kadett, 5 d.. 1981 210.000
Isuzu Gemini, 1981 43.000 220.000
Oldsm. Delta 88 Royal d., 2 d., 1982 60.000 850.000
Daihatsu 850 sendib., highroof,jg84 11.000 265.000
Saab 900 GLE 1984 35.000 700.000
Toyota Carinad. 1984 37.000 500.000
Opið virka daga kl. 9—18 (opiö i hádeginu).
Opið laugardaga kl. 13 — 17.
Simi 39810 (bein lina).
BILVANGUR sf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 68., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Kópavogsbraut 85 — hluta —, þingl. eign Helgu Karlsdóttur
o.fl., fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 25. september 1985 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 103. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 og 9. og 17.
tölublaöi þess 1985 á eigninni Engihjalla 8 — hluta —, þingl. eign Kaup-
garðs hf., fer fram aö kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Ölafs Gúst-
afssonar hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 25. september 1985 kl.
16.00.
Baejarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 103. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 9. og 17.
tölublaði þess 1985 á eigninni Hamraborg 16 — hluta —, þingl. eign
Þorgeröar Baldursdóttur, fer fram að kröfu Útvegsbanka Islands, Ólafs
Gústafssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri
fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 10.15.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Þverbrekku 6 — hluta —, þingl. eign Sigmars Sigurðssonar, fer
fram aö kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 25. september 1985 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 69., 79. og 83. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Engihjalla 1 — hluta —, þingl. eign Helgu Valdimarsdóttur, fer
fram að kröfu Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn
25. september 1985 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.