Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 28
28 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á hluta 1 Bollagötu 8, þingl. eign Guömundar Tómas- sonar, en tal. eign Guömundar Guönasonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., Arna Einarssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Bjarna Asgeirssonar hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 25. september 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Lokastíg 9, þingl. eign Guðbrands 1. Asgeirssonar og Erlu Guðmunds- dóttur, fer fram eftir kröfu Árna Guöjónssonar hrl., bæjarfógetans á Isa- firöi og Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miövikudaginn 25. september 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Laugavegi 82, þingl. eign Sigrúnar Vilbergs- dóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 25. september 1985 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Barónsstíg 19, þingl. eign Hafþórs Guömundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. september 1985 kl. 14.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Bergþórugötu 61, þingl. eign Loga Guömundssonar, ferfram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. september 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á Laugavegi 67, þingl. eign Ársæls Guðsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Skarphéöins Þórissonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. september 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta I Laugavegi 76, þingl. eign Halldóru Maríu Walderhaug, en tal. eign Reynis Lútherssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miövikudaginn 25. september 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á Grensás- vegi 12, þingl. eign Bakhússins hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. september 1985 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta I Krummahólum 6, þingl. eign Einars Torfa- sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Veðdeildar Landsbank- ans og Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri þriöjudaginn 24. september 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 40., 42. og 44. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Gimli v. Álftanesveg, Garöakaupstað, þingl. eign Guömundar Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Garðakaupstaö, Iðnaðarbanka Islands hf., innheimtu ríkissjóðs og Sveins H. Valdimars- sonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. september 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn I Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð annað og siöasta á eigninni Markarflöt 35, Garðakaupstað, þingl. eign Péturs Ó. Þorsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 24. september 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö. REYKJAVIK MINNIR MIG Á JERÚSALEM „Ástandiö var oröiö óþolandi, ég vissi aö ég varö að komast í burtu. Gyðingaofsóknirnar jukust stöðugt. Faöir minn var sendur til Buchenwald, hann sá ég aldrei aftur. Þaö voru fáir sem sluppu viö gasklefana í Buchen- wald,” sagöi viröuleg eldri kona er komiö hafði sér þægilega fyrir í djúp- um hægindastól í glæsilegri setustof- unni á Hótel Holti. Konan heitir Judith Huebner og er sendiherra Israels á Islandi meö aðsetri í Osló. Jafnframt stöðu sinni sem sendiherra á Islandi er hún sendi- herra Israels í Noregi. Judith Huebner var hér á landi nýverið í annarri för sinni til Islands eftir að hún tók viö stööu sinni sem sendiherra. ,,Ég kom hingað fyrst í febrúar 1984 og afhenti þá forseta Is- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, trúnaðarbréf mitt sem sendiherra Israels.” Skipun mína um sendiherra- stööu í Noregi og á Islandi fékk ég í nóvember 1983.” Heimsókn frú Huebner var ekki löng í þetta sinn, aðeins rúmir 4 dagar. Á meðan á dvöl hennar stóö hélt hún fyrirlestur um Israel þar sem hún sýndi litskyggnur og svaraði fyrir- spurnum á fundi á vegum vináttu- félags Islands og Israels er haldinn var á Hótel Esju. „Ég get því miður ekki stoppað lengur í þetta sinn, dóttir mín er aö koma frá Israel í næstu viku og ætlar að heimsækja mig í Osló. En ég kem örugglega aftur og helst vildi ég geta ferðast eitthvaö um ykkar fallega land,” sagöi sendiherrann. Á meðan á skammri dvöl frú Huebn- er stóð gafst blaðamanni DV tækifæri á að hitta hana og rabba við hana um hana sjálfa og merkan feril hennar, ástand mála í Israel og samskipti Is- lands og Israels í fortíö og framtíö. Fjölskyldan fórst í helförinni „Ég er fædd í Vínarborg og ólst þar upp ásamt fjölskyldu minni þar til árið 1939 að ég komst í skip er flutti 600 þjakaöa gyðinga frá gyðingaofsóknum Hitlers til landsins helga eða Palestínu er síðar varð Israel. Það var mikill léttir að komast burt en ferðalagið var erfitt, við vorum tvo mánuði á skipsf jöl áöur en við náðum landi í Palestínu. Faðir minn hafði verið sendur til Buchenwald. Ég varö að skilja móður mína og litlu systur eftir í Vínarborg,” sagði frú Huebner og röddin var klökk. „Þær voru báöar sendar til pólsku gettóanna og þær sá Sendiherra Israels á íslandi í DV viðtali: ég aldrei aftur. Eftir að ég komst til Palestínu varð það mitt fyrsta verk að reyna að fá móður mína og litlu systur til mín frá Vínarborg. Þær höfðu ekki verið sendar úr landi af Þjóðverjum ennþá en þrátt fyrir ítarlegar tilraunir fengu þær ekki að fara úr landi. Þjóðverjarnir leyfðu aðeins mjög takmörkuðum hópi gyðinga að fara úr landi til Palestínu. Ástandið fór hríð- versnandi. Eftir að stríðið braust út í september 1939 slitnuðu öll tengsl mín við fjölskyldu mína í Austurríki. Síðar voru allir gyðingar fluttir nauðungar- flutningum úr landi þar sem dauðinn beið milljóna í helförinni miklu í út- rýmingarbúðum nasistanna. Það sem var verst eftir komuna til Palestínu var að finna hvaö við vorum máttlaus, við vissum um örlög meðbræðra okkar í Evrópu nasismans en það var ekkert sem við gátum gert.” Palestína „Og baráttan hélt áfram. Eftir að gyðingar hvaðanæva úr heiminum höfðu komið sér fyrir í Palestínu, og sífellt komu fleiri og fleiri, hófst fyrir alvöru baráttan fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis gyöinga. Balfouryfirlýsingin frá 1917 gerði ráð fyrir stofnun gyðingaríkis á því landsvæði er þá kallaöist Palestína. En þrátt fyrir gefin fyrirheit urðu Isra- elsmenn að berjast fyrir tilverurétti sínum, og þá ekki síst við Breta. Við urðum að grípa til baráttu til að sýna stórveldum þess tíma að okkur væri alvara. Við vorum reiðubúin til að láta lífið í baráttu okkar fyrir stofnun Isra- elsríkis og það voru fjölmargir sem féllu. Barátta okkar bar svo loks árangur þann 15. maí árið 1948 að lýst er yfir stofnun Israelsríkis. Ómetanlegur hlutur íslands „Þú ert nú svo ungur að það er ekki víst að þú vitir það en það var Island sem veitti okkur ómetanlegan stuðning á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í þann mund er Israelsríki var stofnað. Það var hinn 29. nóvember 1947 að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu yfir- lýsingu þar sem fallist var á stofnun Israelsríkis eftir að sendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðunum hafði borið fram tillögu er varðaði stofnun hins nýja ríkis og var þessi tiUaga, sem Konungurínn leikur á klarínett og flautu - Bhumidol Thailandskóngur hefur lifað af 5 stjórnarbyltingar Mánudaginn 9. september var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Thailandi. Islenskir sjónvarpsáhorf- endur fóru ekki varhluta af þessari byltingartilraun því í fréttum næsta dag var sýnd mynd er bandarískur sjónvarpsfréttamaður hafði tekið þeg- ar byltingarmenn umkringdu thailenskar stjórnarráðsbyggingar. Byssukúlur flugu um loftin, skriðdrekar skutu í allar áttir og hæfðu meðal annars bandaríska sjónvarps- fréttamanninn. Myndavélin féll til jarðar en gekk áfram og festi á filmu þaö sem fyrir linsuna bar: Fólk á hlaupum, skríðandi eða liggjandi í blóði sínu og allt var þetta myndaö á hlið því enginn var til að halda mynda- vélinni í lóðréttri stöðu. Þarna létu þrír lífið og 59 særðust alvarlega. Hershöfðingi í Stokkhólmi Mannslífum var fómað til einskis þar sem byltingartilraunin rann út í sandinn þrátt fyrir að æðsti yfirmaður thailenska hersins væri staddur á Sheraton-hótelinu í Stokkhólmi. Ef trúa skal erlendum blöðum dvaldi hann í góðu yfirlæti á svítunni á Shera- ton með gleðikonu sér við hönd er hon- um bárust fréttir af byltingartil- rauninni. I konungshöllinni sat Bhumibol konungur ásamt Sirikit drottningu og varð þeim ekki meint af frekar en hershöfðingjanum í Stokkhólmi. Enda hafa þau lifað af 5 stjómarbyltingar og álíka margar misheppnaðar tilraunir í þá átt. Bhumibol konungur komst til valda árið 1946 er Ananda bróðir hans var Bhumidol og Sirikit í hásœtum sínum: — Fegursta drottning Austurlanda og eiginmaðurinn liðtækur á blásturshljóðfæri. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.