Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 44
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Albert setur
bráðabirgðalög:
BENSÍNIÐ
HÆKKAR
í 35
KRÓNUR
LÍTRINN
I gær gaf fjármálaráöherra, Albert
Guðmundsson, út bráöabirgöalög. Þau
kveða á um lækkun tolla á bifreiðum en
hækkun bensíngjalds og þungaskatts.
Þessar ráöstafanir eru geröar tU að
auka tekjur í rikiskassann en fé þaö
sem inn kemur vegna hækkunar
þungaskatts og bensíngjalds rennur til
vegamála á næsta ári.
Tollar á bílum lækka úr 90% í 70%.
Lækkunin leiðir til 10% lækkunar á út-
söluveröi nýrra bíla. Verö á
vélsleöum lækkar einnig en toUar af
þeim lækka í 70% úr 80%.
Bensíngjaldið hækkar 1. október.
Það fer úr 6,80 krónum í 9,54 krónur.
Þá mun verö á bensínUtranum veröa
35 krónur en er í dag 31,40 krónur.
Inn í þessar hækkanir hafa verið
felldar þær reglubundnu
vísitöluhækkanir bensíngjalds og
þungaskatts sem tU heföu komið aö
óbreyttu.
Áætlaö er aö þessar breytingar, sem
bráöabirgöalögin hafa í för með sér,
skUi rikissjóöi 400 mUljónum króna á
heilu ári. Áhrif þessara breytinga á
vísitölu framfærslukostnaöar eru
engin. -ÞG.
Vigdís dvelur
íKaup-
mannahöfn
Hinni opinberu heimsókn forseta Is-
lands til Hollands lauk í morgun. Vig-
dís Finnbogadóttir mun dvelja í Kaup-
mannahöfn til miðvikudags en þá held-
ur hún tU Björgvinjar í Noregi.
Vigdis mun flytja lokaræöu á mál-
þingi um menntir og menningu sem
haldið er í háskólanum í Björgvm. TU
tslands er forsetinn væntanlegur
sunnudaginn 29. september. -KMU.
EINANGRUNAR
GLER
666160
LOKK
Vill Albert að maður
mali þetta öræfagrjót á
tankinn?
Bráðabirgðarannsókn lokið á efninu sem fannst í Lónsöræfum:
TJORUKENND FROÐA
EITTHVAÐ SKYLD OLÍU
—f ullyrða má að ekki séu olfulindir á þessu svæði, segir
Sveinn Jakobsson jarðf ræðingur
„Samkvæmt bráðabirgðaniður-
stööum er þetta fljótandi efni, sem
fannst í Lónsöræfum, eins konar
tjörukennd froöa, eitthvað skyld oUu.
Það má fuUyrða aö það séu ekki nein-
ar oUulindir eða þess háttar á þessu
tiltekna svæði fyrir austan. ’ ’
Þetta sagöi Sveinn Jakobsson jarö-
fræðingur er DV ræddi viö hann í
gær. Sveinn var þá að koma úr rann-
sóknarleiðangri í Lónsöræfi.
Eins og komiö hefur fram í fréttum
fundu tveir menn, Kristbjöm Þor-
bjömsson og Bjöm Ingvarsson, um-
rædda oUukvoöu í hraunfyllingum í
bergi í Lónsöræfum. Voru þeir í skoö-
unarferð er þetta geröist. „Eg var
eitthvað að pikka meö ísöxi í bergiö
þegar þessi svarta drulla lak út,”
sagði Kristbjöm í viðtali viö DV.
Þeim félögum datt í hug að þarna
gæti veriö um olíu aö ræða. Sendu
þeir því lófafylli af efninu í rannsókn
til Náttúrufræðistofnunar. Það var
svo efnarannsókna- og verkfræöi-
stofan Fjölver sem annaöist rann-
sókn þá sem leiddi tU ofangreindrar
bráöabirgöaniöurstööu.
Sveinn Jakobsson skoöaöi svæöið í
Lónsöræfum í gær eins og áður sagöi.
Kvaö hann efnið vera mjög stað-
bundið, í þrem holufyllingum á litl-
um bletti. „Það er enga olíu aö sjá í
neinum sprungum né lögum svo
þarna eru engar oUulindir eöa þess
háttar,” sagöiSveinn.
„En þetta er engu að síöur mjög
forvitnilegt og veröur rannsakað
nánar. Ég tók sýni sem líklega verða
send út til frekari skoöunar.
En ég gæti trúaö aö þessi kvoöa
væri tengd tveim surtarbrandslög-
um sem eru þama á svæðinu,” sagöi
Sveinn. -JSS
mBM ft;í\
Bif reiðaeigendur of skattaðir:
„ERU EINS OG
í FANGELSI”
segir framkvæmdastjóri FIB
„Bifreiðaeigendur eru eins og
fangar í fangelsi því nú er svo komið
að þeir geta ekki ekið bifreiöum sín-
um nema brýn nauðsyn krefji,”
segir Jónas Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri FlB. Hann segir aö nú
sé svo komið að um algjöra ofsköttun
sé aö ræða á bifreiðaeigendur og því
stefni í óefni.
I samantekt um tekjur ríkisins
vegna bifreiöa kemur í ljós aö þær
hafa jafnt og þétt aukist frá árinu
1977 fram til 1984. Hins vegar hafa
útgjöld til vegamála hlutfallslega
minnkað að sama skapi. Árið 1977
voru þau 40 prósent af sköttum af bif-
reiðum en voru 1984 komin niður í 30
prósent. I þessari samantekt, sem
FlB hefur látið gera, eru lagöar sam-
an tekjur ríkisins vegna bifreiða-
kaupa, bensíns, hjólbarða, vara-
hluta, viögeröa og þungaskatts.
„Það er ljóst að bifreiöaeigendur
eru nú í auknum mæli farnir aö
standa undir annarri starfsemi á
vegum ríkisins,” segir Jónas. Hann
segir að nú stefni enn í hækkun þess-
ara skatta, eins og t.d. þungaskatts,
sem sýni best dugleysi stjómmála-
mannanna í að leysa f járhagsvanda
ríkisins.
Jónas segir aö vegna þessarar of-
sköttunar aki nú nær hver ökumaöur
á ódýrum, sóluöum hjólbörðum, eng-
inn geti látið gera við nema þaö
nauösynlegasta í bifreiöum en samt
sé bíll lífsnauösyn viö þær þjóö-
félagslegu aöstæöur sem við búum
viö núna. Hann bendir einnig á að
rekstrarkostnaður bifreiöa sé nú orð-
inn mun meiri en annar orkukostn-
aöur heimilanna. Þaö hafi ekki veriö
áður.
Olafur Steinar Valdimarsson,
ráöuneytisstjóri í samgönguráðu-
neytinu, segir að þessi samanburður
FlB á tekjum ríkisins af bifreiöum
og útgjöldum til vegamála sé ekki
raunhæfur. Ekki sé raunhæft að
reikna með almennum tollum því
þeir eigi ekki að renna til
takmarkaðra verkefna. Ekki sé
heldur rétt aö reikna með sköttum af
bílainnflutningi því hann sé ákaflega
breytilegur frá ári til árs.
APH
Ljómaralli var fram haldifl í
gær. Eftir annan keppnisdag eru
Finnarnir Saku og Tapio á Opel
Manta i fyrsta sæti. Þeim hefur
gengifl mjög vel og hefur afleins
sprungifl á einu dekki. Þeir eru
með tiu minútna forskot á Jón
Ragnarsson og Rúnar Jónsson á
Ford Escort. í þriflja sæti eru
Þorsteinn Ingason og Sighvatur
Sigurjónsson á Toyota Corolla.
Fimmtán bilar af 27, sem hófu
keppnina, eru eftir. í dag verflur
ekifl um Fjallabaksleið afl
Kirkjubæjarklaustri. Um kl. 19
verður farið í gegnum Fífu-
hvamm i Kópavogi. Keppninni
lýkur á morgun við Glæsibæ. Á
myndinni sjást Finnarnir á Opel-
bil sinum á Esjuleiðinni i gær.
ÓG/DV-mynd KAE
Skýrsla Hafrannsóknar:
LODNAN
ÍHÆTTU?
„Þessar niðurstööur eru ekki nei-
kvæöar nema hvaö nú fannst miklu
minna af ársgamalli loðnu á þeim
slóöum sem hún er vön aö halda sig á
þessum tíma. Þetta er áhyggjuefni og
gæti bent til mikilla sveiflna á loðnu-
stofninum eftir eitt eöa tvö ár,” sagði
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, viö DV um niður-
stööur rannsóknar fiskifræðinga á út-
breiðslu fiskseiöa viö Island, Austur-
Grænland og í Grænlandshafi sem
fram fór í ágústmánuði.
„Það jákvæða er aö útbreiðsla
þorskseiöa virtist vera með mesta
móti sem gefur tilefni til aö búast viö
sterkum þorskárgangi 1985,” sagði
Jakob. I skýrslu, sem Hjálmar Vil-
hjálmsson fiskifræðingur geröi, er
þessari niöurstööu jafnaö viö hina
stóru árganga þorskseiöa 1970, 1973,
1976 og 1984.
1 þessari könnun kom einnig í ljós aö
hlýr sjór umlukti landið í ríkara mæli
en 1984. Mest var af ýsuseiðum frá
Breiðafirði að Húnaflóa og var stærö
þeirra og fjöldi í góöu meðallagi. Þá
segja fiskifræðingar að leiöa megi
líkur aö því aö árgangur karfaseiöa
1985 sé meö besta móti frá því aö
rannsóknir hófust 1970.
Á þriðjudag munu fiskifræðingar
ganga á fund sjávarútvegsráðherra og
kynna honum horfurnar í stööu fiski-
stofnamia og hvað þeir telji ráölega
nýtingu þeirra næstu árin. APH