Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. 3 Ávísanafalsari tekinn: Lesenda- bréfí DV handtöku Maður nokkur, sem á undan- fömum vikum hefur gefið út fjölda falsaðra ávísana, var handtekinn sl. mánudagskvöld. Það bar að með fremur óvenju- legum hætti því það var lesenda- bréf í DV sem varð til þess að hafðist uppi á honum. Eigandi Ijósmyndavöruversl- unar í Reykjavík hafði selt við- komandi dýr tæki og fengið borg- að með ávísun á fé í Lands- bankanum á ísafirði. En skömmu eftir að ávísunin var farin í banka fékk hann að vita að hún var fölsuð. Ljósmyndavörukaup- maðurinn hringdi þá vestur hið snarasta og sagði farir sínar ekki sléttar. ísfirsku bankastarfs- mennimir vom vel með á nótun- um og spurðu strax hvort hann hefði verið svo ólánsamur að taka við ávísun undirskrifaðri af Haldóri með einu elli. Jú, það stóð heima. En hann var ekki einn um það: Á undanförnum vikum höfðu bankanum borist allmargar ávísanir úr sama hefti. Það hafði glatast í rútubíl á leið til Bolungarvíkur í byrjun des- ember. Lj ósmyndavörukaupmannin- um þótti afleitt að ávísanafalsar- inn hefði stórfé út úr hverjum sem vera skyldi, svo hann hringdi í lesendasíðu DV, sagðist vildi vara fólk við honum og gaf upp lýsingu á manninum og síma- númersitt. Hálftíma eftir að blaðið kom út hringdi síminn. Það var kaup- maður sem hafði tekið við tug- þúsunda ávísun undirskrifaðri af Haldóri. Hann taldi sig fara nærri um hver ávísanafalsarinn væri en hafði ekki vissu fyrir því. Nú kom lýsingin hins vegar heim og saman, svo næst á dag- skrá var bara að hafa uppi á sökudólgnum. Og aftur hringir síminn: Það var líka kaupmaður sem haföi ákveðinn mann gmnaðan og hélt sig jafiivel vita hvar hann vann. Þeir fara þá tveir saman á vinnu- stað viðkomandi og taka mann- inn tali, biðja hann að gera sér greiða: Að skrifa fyrir sig nafnið Haldór. Hann gerir það möglun- arlaust og aðspurður segir hann það vera sitt nafn. En kaup- mennimir vom ekki alveg jafn- vissir um það og biðja um skilrík- in. Eins og þá grunaði var þar allt annað nafn. Skipti engum togum að þeir tóku manninn og leiddu hann á milli sín á næstu lögreglustöð. Sannarlega fremur óvenjuleg aðferð við að koma lögbrjótum bak við lás og slá. - JSÞ Á þessari lóð stóð húsið Elliði áður en Seltjarnarnesbær flutti það á áramótabrennu. Seltjarnamesbær tók hús í áramótabrennu: DV-mynd PK. Atferli bæjarstjórnar er nánast ref sivert segir Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður „Sonur minn iiringdi i mig og sagði mér að húsið mitt væri horf- ið,“ sagði Kristján Elíasson um húsið Elliða, sem var við Nesveg á Seltjarnarnesi, fyrir aftan Sæból. „Deilt hefur verið um þetta hús í mörg ár. En mér datt aldrei í hug að þetta færi svona,“ sagði Kristj- án. „Húsið fuðraði upp á gamlárs- kvöld. Það var fiarlægt og notað i brennu á Valhúsahæð," sagði Sig- urgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. - Hafði bærinn heimild til að fiarlægja húsið? „Að sjálfsögðu. Eigandinn var Seltjarnarnesbær. Kristján Elíasson hefur ekki átt húsið í eitt og hálft ár. Það fór fram eignarnámsmat á þessu húsi og við greiddum það út í hönd. Fógeti gaf afsal fyrir húsinu í desember 1984. Það var tekið eignarnámi vegna skipulags,“ sagði bæjarstjórinn. „Bæjarstjórinn fékk svokölluð umráð, ekki afsal. Hann fékk ráð- stöfunarheimild,“ sagði Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlög- maður, sem gætir hagsmuna Kristjáns Elíassonar í þessu máli. „Þegar eignarnemi, í þessu tilviki bæjarstjórn Seltjarnarness, hefur greitt matsfiárhæð hefur hann heimild til að fá umráð eignarinn- ar. Bæjarstjórnin greiddi inn á bók. Við samþykktum ekki þetta mat, sem matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði, upp á 510 þúsund krón- ur. 510 þúsund krónur voru bersýni- lega rangt mat. Þess vegna fengum við dómkvadda matsmenn. Þeirra mat hljóðaði upp á 1.345 þúsund krónur. Þeir næstum þrefölduðu fiárhæðina. Þessa fiárhæð hefur bæjarstjórn- in ekki viljað greiða. Um þetta hefur verið ágreiningur. Bæjarstjórnin hefur ekki fengið neina heimild til að fara með sín tól á húsið og eyðileggja. Þeir eyðilögðu meðal annars bækur og bókbandsefni sem voru í húsinu. Þetta er nánast refsivert atferli. Bæjarstjórnin tekur sér þarna vald sem hún hefur ekki. Það kom mér mjög á óvart að þessi leið skyldi hafa verið farin. Ef Sigurgeir heldur því fram að hann hafi afsal fyrir húsinu þá skal hann koma með það. Hann fékk umráð eignarinnar, sem er eins og kaupsamningur en ekki afsal. Á þessu tvennu er mikil munur,“ sagði Hilmar Ingimundarson lög- maður. Húsið var upphaflega reist á stríðsárunum af breska setuliðinu. Eftir að Kristjén Elíasson keypti það endurbyggði hann húsið. I úrskurði matsnefndar eignar- námsbóta, sem kveðinn var upp árið 1982, var húsið metið á 350 þúsund krónur en lóðin á 160 þús- und krónur. Það er einkum matið á lóðinni sem eigandi er ósáttur við enda um að ræða sjávarlóð á Seltjarnarnesi. iímit Gömul mynd af húsinu. Það var byggt á stríðsárunum. Okkar landsfræga ÚTSALA - ÚTSALA hefst á morgun Laugavegi 37

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.