Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 32
>» FR ÉTTASKOTIÐ (68) - (78) ■ (58) Ritstjóm, auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022 Hafir þú ábendingu' eða vitneskju um frétt — hringdu þá ij síma 68-78-58. Fyrir j hvert fréttaskot, i sem birtist eða er j notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i j hverri viku, Fullrar nafnleyndar j er gætt. Við tökum j við fréttaskotum j allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1 986. Okurmálið á lokastigi ~ hjáRLR „Þetta hefur verið mjög viðamik- ið mál. Rannsóknin hefur gengið vonum ffamar og ég sé ekki annað en við getum sent.málið til ríkissaksóknara nú um miðjan mánuðinn,“ sagði Þórir Odds- son, vararannsóknarlögreglu- stjóri þegar hann var spurður um okurmálið svokallaða. Þórir sagði að málið hefði verið mjög tímafrekt. „Margir menn hafa unnið við málið í langan tíma og margir hafa verið yfir- heyrðir vegna málsins,“ sagði Þórir. -SOS * Öllum HM- leikjum íslands íSviss sjónvarpað beint Sjónvarpað verður beint frá öll- um landsleikjum Islands í HM-keppninni i handknattleik, sem verður í Sviss í febrúar og mars. „Við höfum nú pantað afnot af gervihnetti fyrir beinar sendingar frá fyrstu þremur leikjum íslands, gegn S-Kóreu, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu, í riðlakeppninni,“ sagði Bjami Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarpsins. fslenska landsliðið verður að vinna sigur í einum leik í riðla- jptv keppninni til að komast áfram í milliriðil. „Þegar ljóst verður að það takist munum við panta afnot af gervihnetti fyrir beinar sendingar úr milliriðli. Það stefnir allt i að það verði sjö leik- ir, sem við munum sýna beint,“ sagði Bjami Felixson. - SOS íij'iii'iliHi_■íiiilVi'i'i'if LOKl Kannski kratarnir fresti því iíka að bjóða fram! Próf kjöri Alþýðuf lokksins frestað: Of stuttur tími til að fínna færa menn Arni Gunnarsson hef ur neitað að fara í próf kjörið Raddir eru nú uppi innan Al- þýðuflokksins að fresta prófkjöri innan flokksins til borgarstiórnar- kosninga. Ástæður fyrir því eru m.a. þær að prófkjörið er um sömu helgi- og prófkjör Alþýðubanda- lagsins. Einnig þykir mönnum of skammur tími til stefnu til að finna hæfa menn í prófkjörsslaginn. Framboðsfrestur fyrir .prófkjörið rennur út 14. janúar og prófkjörið sjálft á að fara fram fyrstu helgina í febrúar. Sigurður E. Guðmunds- son er eini fulltrúi flokksins í borg- arstjórn núna. Ljóst er að flokkur- inn þarf að berjast hart til að koma manni inn, ekki síst vegna þess að nú fækkar borgarfulltrúum. Þegar hefur verið skorað á Bjarna P. Magnússon að taka þátt í prófkjörinu. Hann var í þriðja sæti flokksins í síðustu kosningum. Þá hefur einnig verið gengið hart að Árna Gunnarssyni, ritstjóra Alþýðublaðsins, að taka þátt í prófkjörinu. Hann segist hins veg- ar hafa vísað þeim beiðnum frá sér og sé ekki tilbúinn til að taka þátt í slagnum. Margir aðrir hafa verið orðaðir við prófkjörið. Þeirra á meðal eru Bryndís Schram, Helgi Skúli Kjartansson, Halldór Halldórsson, Maríanna Friðjónsdóttir og Jón Baldur Lórens. Þá er einnig búist við því að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, sem var í öðru sæti í síðustu kosn- ingum, taki þátt í prófkjörinu. APH Deilan í f lugtuminum harðnar enn: „Vonska og heift” Deila flugmálastjóra við undir- menn sína, flugumferðarstjóra, harðnar með degi hverjum. „Vonska og heift er hlaupin í mannskapinn. Deilan fer stöðugt harðnandi,“ sagði Hjálmar Diego Arnórsson, formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra, í morgun. Stefnt er að félagsfundi í kvöld þar sem ræða á aðgerðir. „Flugmálastjóri lýsti því yfir í gærkvöldi að hann væri reiðubú- inn til samninga. En þegar farið var að ræða málin vildi hann í engu breyta því sem flugumferðar- stjórum þykir mestu skipta, það er óréttlæti með stöðuveitingar þegar tveir menn voru teknir fram yfir 20-30 reyndari í vaktstjórastöður og þrír yfirmenn settir út af sakra- mentinu," sagði Kári Guðbjörns- son, talsmaður flugumferðarstjóra. Þeir segja Pétur Einarsson hafa ráðið tvo „gæðinga sína“ í vakt- stjórastöðurnar, þá Leif Hákonar- son og Hallgrím Sigurðsson, flokksbróður Péturs. „Það er álit mál manna að Pétur sé að launa Hallgrími stóran greiða þegar Pétur var ráðinn flugmála- stjóri. Þegar Steingrímur Her- mannsson var að afsaka ráðningu Péturs nefndi hann að þáverandi formaður Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, Hallgrímur Sigurðs- son, hefði mælt með Pétri. Það gerði Hallgrímur í óþökk félags- ins,“ sagði Jón Árni Þórisson flug- umferðarstjóri. -KMU. ; Vinnuslys varð við Ármúla 31 í gær. 39 ára maður féll niður á steingólf ofan af 2,40 m háum vinnu- palli. Maðurinn hlaut áverka á höfði og var vankaður þegar lögreglan kom á staðinn. Hann var flutt- ur á slysadeild Borgarspítalans. Meiðsli mannsins eru ekki talin alvarleg. Hér á myndinni sjást lög- reglumenn við vinnu á slysstað. DV-mynd: S Samúel upptækur? — þesserkrafist vegna mynda af sígarettupökum „Við munum ekki verða við þessum tilmælum,“ sagði Ólafur Hauksson, ritstjóri Samúels, í viðtali við DV í morgun. Ólafi barst í fyrradag bréf frá heil- brigðiseftirliti Reykjavikur- svæðis. Þar er skorað á hann að innkaila síðasta tölublað Samú- els fyrir lokun verslana í gær. „Þetta er ekki auglýsing heldur ritstjórnarlegt efni, sem segir frá nýrri sigarettutegund á mark- aðnum,“ sagði ritstjórinn. í bréfinu er bent á að grein í viðkomandi tölublaði sé brot á lögum um tóbaksvarnir frá 1984. Samkvæmt sömu lögum er eft- irlit með auglýsingabanni í höndum heilbrigðisnefnda. Ritstjórinn mun ekki innkalla Samúehirverslunum. - ÞG Kolbeinsey seldídag? Kaupsamningur milli Fisk- veiðasjóðs og Otgerðarfélags Norður-Þingeyinga um togarann Kolbeinsey, sem Húsvíkingar áttu áður, verður lagður fyrir stjórnarfund Fiskveiðasjóðs klukkan 14,30 ídag. Fulltrúar ÚNÞ hafa undan- farna tvo daga setið fundi með ráðamönnum Fiskveiðasjóðs og skýrt tilboð sitt og tryggingar. Tilboð ÚNÞ, sem Þórshafnar- og Raufarhafnarbúar standa að, var það hæsta sem barst i Kolbein- sey, um 180 milljónir króna. Á bak við tjöldin hafa miklar hræringar verið í málinu. Hús- víkingar þrýsta á um að fá að ganga inn í tilboð ÚNÞ. Innan stjómar Fiskveiðasjóðs er and- istaða gegn því að ÚNÞ fái togar- ann. Allt gæti því gerst á stjóm- arfundinum í dag. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.