Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Side 13
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986.
13
Hálfopið bréf til
menntamálaráðherra
íslendingar hafa gjarnan stært sig
af því að vera menntuð þjóð og
bókmenntahneigð og vissulega má
færa fyrir því margvísleg rök. En
þó við séum menntuð þjóð í dag
er ekki sjálfgefið að við verðum það
á morgun. Það er ekki sjálfgefið
að íslenska þjóðin standi alltaf í
fremstu röð hvað varðar menntun
þjóðanna. En, íhugum nú aðeins
hvað er menntuð þjóð. Er hægt að
einskorða skilgreininguna við það
að ólæsi sé í lágmarki og allir
þegnarnir hafi samlagningu og
frádrátt nokkurn veginn á taktein-
um? Eða er það menntuð þjóð sem
hefur tileinkað sér viðsýni og hefur
skilning á því að menntun þjóðar-
innarí heild er afl til framfara?
Sá hugmyndaheimur, sem hver
þjóð og einstaklingur lifir í, er
nátengdur menntunarstigi þeirra.
Þannig er t.d. sá hugmyndaheimur
sem skilaði íslensku þjóðinni frá
kotungsskap inn í iðnvæðingu ekki
alveg gjaldgengur á tölvuöld. Við
lifum nú í flóknari heimi sem krefst
nýrra viðhorfa ætli menn að ná því
að fylgjast með. Þau eru t.d. varla
mörg nútímafyrirtækin sem myndu
ráða Sverri Hermannsson mennta-
málaráðherra í vinnu með þá
menntun sem hann lýsti yfir í sjón-
varpi að hann hefði. Þar er ráð-
herrann ekkert einsdæmi, svo er
með fjölda fólks i þjóðfélaginu.
Menntunarstefna
I íslenska lýðveldinu hefur aldrei
verið neinn aðall eða aðalsstétt.
Sú hugmynd hefur því ekki náð að
skjóta rótum hér að einhver ein
stétt sé hæfari en önnur og eigi að
njóta forréttinda, t.d. til náms. Á
þessum grundvelli var Lánasjóður
íslenskra námsmanna stofnaður á
sínum tíma, í þeim tilgangi að
stuðla að jafnrétti til náms, til þess
að hinir efnaminni hefðu jöfn
tækifæri á við hina efnameiri til
að verða sér úti um menntun. Á
tímum óðaverðbólgu og óverð-
tryggðra lána hét sú fjárhæð, sem
námsmenn fengu, lán, þó þau hafi
að mestu leyti brunnið upp í verð-
bólgubálinu. Nú, þegar lánin eru
orðin verðtryggð, heita þau aftur á
móti aðstoð við námsmenn. Þessi
nafnbreyting átti sér stað í tíð
þessarar ríkisstjórnar og lýsir þeim
hverja upp á móti annarri. Mál-
flutningur ráðherrans varðandi
námsmenn hefur allur verið í þá
átt að námsmenn hafi það of gott
og njóti réttinda fram yfir aðrar
stéttir hvað varðar ráðstöfunarfé.
Þessi málflutningur hefur stuðlað
að óvild verkalýðsstéttarinnar út í
námsmenn og sú hugmynd verður
Kjallarinn
a „Ef menntamálaráðherra framkvæm-
^ ir þessar miðaldahugmyndir sínar þá
er hann að hrinda í framkvæmd algerlega
nýrri stefnu í menntamálum, nefnilega að
skapa forréttindastétt eða aðal sem einn
hafi möguleika á háskólamenntun í krafti
efnahags síns.“
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
NÁMSMAÐUR
hugmyndaheimi sem meðlimir
hennar lifa í.
Lánasjóðurinn hefur frá stofnun
hans vafalítið auðveldað hinum
efnaminni að verða sér úti um
menntun og þar af leiðandi gegnt
mikilvægu hlutverki. Hann hefur
hjálpað einstaklingum úr efha-
minni fjölskyldum og þá ekki síst
þeim sem koma utan af landi. Því
eins og allir vita sem vilja vita þá
hýsir heimavist Háskóla íslands
ekki nema örlítið brot af þeim
einstaklingum sem koma utan af
landi. Þeir hafa því þurft að leigja
sér húsnæði á hinum almenna
markaði og verðlagið á þeim mark-
aði þekkja einnig allir sem vilja
þekkjaþað.
Menntamálaráðherra úr flokki
með slagorðið: stétt með stétt og
jafnrétti til náms, í stjórn með
flokki sem hefur sagst bera hags-
muni landsbyggðarinnar sérstak-
lega fyrir brjósti, hefur nú verið
duglegur við að egna stéttirnar
æ algengari að menntamenn séu
að mergsjúga þjóðfélagið.
Þetta er náttúrlega alrangt í ljósi
þeirrar verðtryggingar á námslán-
um sem áður er nefnd og vegna
hennar er því ekki óeðlilegt að sú
upphæð, sem námsmenn fá, sé vísi-
tölutryggð. Námsmenn hafa líka
enga möguleika á að auka tekjur
sínar með yfirvinnu. Þeir verða að
skila ákveðnum einingum í námi
sem eru lágmark 10. Sú vinna, sem
liggur að baki þessum 10 einingum,
er breytileg eftir námsgreinum, ég
hygg þó að ekki sé vanáætlað að
vinnuvika námsmannsins sé á bil-
inu 50-70 klukkustundir. Kjósi
námsmaður að vinna með skólan-
um þá lækkar lánið hans að sama
skapi. Þeim námsmönnum, sem
komast i þokkalega launaða sum-
arvinnu, er svo refsað fyrir að
vinna með því að lækka til þeirra
lánin. Það er því alveg Ijóst að
nemandi, sem kemur úr fjölskyldu
sem getur ekki veitt honum neina
fjárhagslega aðstoð og kemur í
þokkabót utan af landi, veður ekki
í peningum og hefur varla meira
fé á milli handanna en rétt til að
skrimta. Hugmyndir menntamála-
ráðherra um að lækka lán til
námsmanna um 30% á komandi
hausti er því svívirðileg árás á
efnaminni fjölskyldurí landinu.
Gegn þeim efnaminni
Það er rangt hjá ráðherra að með
því að lækka lánin til námsmanna
sé verið að láta jafnt yfir alla ganga
i þjóðfélaginu, námsmenn verði að
taka út kjaraskerðinguna eins og
aðrir í þjóðfélaginu. Námsmenn,
sem þurfa á þessum lánum að
halda, hafa þegar tekið út þessa
skerðingu í formi skerðingar sum-
arlauna og fátækari foreldra. Þess-
ar hugmyndir um lækkun eru því
grófleg árás á fátækari fjölskyldur
í landinu, sérstaklega þær sem búa
úti á landsbyggðinni. Verði þessar
hugmyndir framkvæmdar verða
!þær enn frekari kjaraskerðing fyrir
hina efnaminni en skipta engu
máli fyrir þá efnameiri og minna
máli fyrir þá nemendur sem eru svo
heppnir að geta búið hjá foreldrum
sínum í Reykjavík frítt. Ef mennta-
málaráðherra framkvæmir þessar
miðaldahugmyndir sínar þá er
hann að hrinda í framkvæmd alger-
lega nýrri stefnu í menntamálum,
nefnilega að skapa forréttindastétt
eða aðal sem einn hafi möguleika
á háskólamenntun í krafti efna-
hags síns. Þá býr ekki lengur
menntuð þjóð í þessu landi heldur
aðeins menntað þjóðarbrot. Með
þessu er ég ekki að segja að há-
skólamenntun ein sé menntun,
heldur að þegar sú hugmynd verð-
ur ríkjandi í þjóðfélaginu að aðeins
hluti þjóðarinnar eigi rétt á mennt-
un þá ber það ekki vitni um víðsýni
heldur ákaflega mikla þröngsýni.
Hvert sá hugmyndaheimur leiðir
íslensku þjóðina er svo hryllilegra
um að hugsa en að maður komi því
á prent.
Ég vil enda þetta spjall mitt á
tilvitnun í einn mesta menntaskör-
ung Islendinga, Guðmund Finn-
bogason: „Hinn skynsami er eins
og hljóðfæri með ótal strengjum,
er endurkveða alla hljóma. Hinn
skynsljói er sem bumba, er berja
verður með hörðum hömrum og
gefur þó frá sér aðeins fáa og
dimma tóna“ (Lýðmenntun, G.F.).
Ég skora á menntamálaráðherra
að endurskoða hug sinn varðandi
Lánasjóð íslenskra námsmanna og
vona að hann vilji frekar telja sig
til hljóðfæris með ótal strengjum
en bumbunnar. Því með bumbu í
sæti menntamálaráðherra er ekki
von á góðu í hugmyndaheimi ís-
lensku þjóðarinnar. Hafðu þetta
sem góðlátlega áminningu, Sverrir,
frá Vestfirðingi til Vestfirðings.
Heimir Már Pétursson.
Manngildishugsjónir
stjórnmálamanna
Kjallarinn
Menningarleg fjölhæfni
Nýlega var reist stytta af Gunn-
ari Thoroddsen og einnig var viðtal
í sjónvarpinu við Gylfa Þ. Gíslason,
en þessir menn voru báðir leiðandi
í íslenskum stjórnmálum á síðustu
áratuguin. Þessir menn eru í mín-
um huga mikil glæsimenni, af teg-
und sem nú er að hverfa af sjónar-
sviðinu, fyrir það að þeir náðu
langt á fleiri en einu sviði; báðir
urðu þeir doktorar og ráðherrar
og að auki gátu þeir sér orð í listun-
um, annar í ræðumennsku, hinn í
tónsmíðum.
Þeir spönnuðu sem sagt þrjú ólík
svið: fræðimennsku, stjórnmál og
listir. Nefna mætti fleiri slíka úr
fortíðinni, svo sem þingmanninn,
skáldið og bókmenntafræðinginn
dr. Grím Thomsen, og ennþá sjást
dæmi um háskólakennara á Al-
þingi. Var dr. Ólafur Jóhannesson,
prófessor og ráðherra, nýlegt dæmi.
Það sem mér finnst fjölhæfni
Gunnars og Gylfa bera vott um er
sú húmaníska hugsjón að „láta sér
ekkert mannlegtóviðkomandi". En
slíkt á rætur að rekja til þess tíma
er vísindin voru svo skammt á leið
komin að einn maður gat enn til-
einkað sér það helsta i þeim öllum.
Fóm-Grikkinn Aristóteles er hvað
fyrsta dæmið um þetta og 18. aldar
skáldið, rithöfundurinn, náttúru-
menntun, embætti og listiðkun
væru í höndum fárra ætta. Þegar
kemur fram á 20. öld er slíkt orðið
almennara, en þó ekki meira en svo
að sumir á fyrri hluta aldarinnar
áttu varla fyrir mat, hvað þá
a „Ekki get ég ímyndað mér hvers
^ vegna sterku leiðtogarnir virðast vera
á útleið, get aðeins bent á að það sé í
samræmi við þá aukningu almenns jafn-
ræðis og lýðræðis sem nú er í þjóðfélaginu,
og að sérfræðingar alls konar mega sín
meira.“
fræðingurinn og stjórnmálamaður-
inn Wolfgang von Goethe eitt hið
síðasta (dó um 1830). Slík fjölhæfni
þótti löngum manngöfgandi og
skyldi það vera keppikefli hins
upplýsta, vel þroskaða manns.
Á Islandi var það löngum eðlilegt
vegna fámennis og fátæktar að
menntun, og allt framhaldsnám
þótti munaður eða forréttindi. Á
slíkum tímum hafa ótvíræðir hæfi-
leikamenn eins og Gunnar og Gylfi
borið enn meira af, þegar sældar-
eða menningarheimili voru ekki á
hverju strái, hvað þá stúdentar eða
doktorar.
Nú er fjölmenntahugsjónin orðin
útbreidd með auknu framhalds-
skólanámi, en æ erfiðar gerist
vegna samkeppni og sérhæfingar
að ná langt á fleiri en einu sviði.
Því fer eflaust fækkandi mönnum
sem verða bæði prófessorar og
ráðherrar, um leið og háskóla-
gengnum þingmönnum fer fjölg-
andi. Því hljóta menn eins og
Gunnar og Gylfi að lifa í huga
okkar seinni tíma manna sem af-
reksmenn hinnar almennu mann-
gildishugsjónar. En enn keppast
Islendingar við að „vera margt til
lista lagt“ og að „leggja gjörva
hönd á margt", ef dæma má af
minningargreinum.
Sterku leiötogarnir
að hverfa?
Ólafur Ragnar Grímsson velti
fyrir sér í einni stjórnmálafræði-
grein sinni hvort þeim færi fækk-
andi stjórnmálaleiðtogunum sem
væru svo aðsópsmiklir persónu-
leikar að þeir væru ótvíræðir for-
ingjar meðal sinna nánari starfs-
manna. Sem dæmi um slíka sterka
Tryggvi V. Líndal
skrifstofumaður
leiðtoga nefndi hann Ólaf Thors
og Bjarna Benediktsson. Honum
virtist að það færi í vöxt að valdir
væru til flokksforystu menn sem
væru öllu heldur málamiðlarar og
sáttasemjarar, fremstir í hópi jafn-
ingja.
Ekki get ég ímyndað mér hvers
vegna sterku leiðtogamir virðast
vera á útleið, get aðeins bent á að
það sé í samræmi við þá aukningu
almenns jafnræðis og lýðræðis sem
nú er í þjóðfélaginu og að sérfræð-
ingar alls konar mega sín meira.
Og ekki get ég bent á neina virki-
lega aðsópsmikla leiðtoga í is-
lensku stjórnmálalífi nú, en hins
vegar eru þeir margir sem haga sér
eins og þeir eigi sér slíka menn að
fyrirmynd.
Afburðamennirnir eru þó vænt-
anlega enn á meðal okkar. Þeir
munu hins vegar orðnir svo margir
og fjölbreyttir að erfitt er að koma
auga á þá.
Tryggvi V. Líndal
■HHF