Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Síða 11
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. 11 Viðtalið „Hægt að auka útflutning á hugviti 77 — segir Ingvar B. Fríðleifsson, sem tekur við nýju starfi hjá Norræna fjárfestingabankanum „Ég kem til með að veita forstöðu verkefnamatsdeildinni sem er ný deild,“ sagði Ingvar B. Friðleifsson jarðfræðingur í viðtali við DV. Ing- var tekur við starfi aðstoðarbanka- stjóra hjá Norræna íjárfestingar- bankanum í Helsinki 1. júní nk. Hann starfar hjá Orkustofnun og heíúr verið forstöðumaður Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á íslandi fi-á stofnun, 1979. Ingvar hefur starfað að orkumálum hjá Norræna fjárfestingarbankan- um, Sameinuðu þjóðunum og Al- þjóðabankanum. Jarðfræðiprófi lauk hann frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi 1970 og doktorsprófi frá Oxford 1973. Þá þegar hóf hann störf sem sérfræð- ingur í jarðhitadeild Orkustofnunar. Ingvar hefur verið stundakennari við Háskóla íslands. „Starf mitt verður fólgið í því að athuga bakgrunninn að þeim verk- eínum sem til athugunar eru, meta tækni- og fjárhagshliðar verkefn- anna,“ sagði Ingvar. Hann sagði að NF væri að styrkja þennan þátt í rekstri sínum með stofnun verkefna- matsdeildarinnar. Deildin mun eiga að styðja frekar við bakið á norrænu þjóðunum til verkefnaöflunar utan Norðurlandanna. „Það eru umtalsverðir hagsmunir þarna í húfi,“ sagði Ingvar um um- fang jarðhitaverkefna í þróunar- löndunum. „Það verða athugaðir markaðir fyrir þekkingu Norðurlandanna. Það er fyrirhuguð mikil vinnsla á jarð- hita og víða góðir markaðir. Um tíma hefur hægt á orkuverkefnum vegna lækkunar olíuverðs en það breytist aftur. Ef rétt er á málum haldið er hægt að auka mikið útflutning á hugviti bæði héðan og frá öðrum Norðurlöndum,“ svaraði Ingvar að- spurður um m.a. markaðsmöguleika okkar í þróunarlöndunum. Ingvar hefur átt þátt í jarðhita- rannsóknum víða um heim, m.a. í Kína, Tyrklandi og Sýrlandi. Hann hefur undanfarin ár ferðast um á annan tug landa til fyrirlestrahalds og rannsóknarstarfa. Ingvar er kvæntur Þórdísi Árna- dóttur blaðamanni. Þau eiga þrjár dætur sem allar munu stunda nám í sænskumælandi skóla í Helsinki næsta skólaár. Jarðfræðingurinn sagðist hafa mikinn áhuga á ferða- lögum og klassískri músík auk jarð- fræðinnar. Hann taldi breytingar á sínum högum og fjölskyldunnar með flutningum til Helsinki vera mjög jákvæðar. „Það er öllum nauðsyn- Innlendirannist skuttogarana Miðstjóm Málm- og skipasmiða- sambands Islands skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að breytingar og endurbætur á tíu skuttogurum fari fram innanlands. Komið hefur fram að í bígerð sé að verulegar breytingar verði fram- kvæmdar á tíu skuttogurum sem smíðaðir voru í Japan. Bæði er ráð- gert að stækka skipin og endurnýja véla- og tækjabúnað þeirra. Ákveðið hefur verið að eitt skip- anna fari til útlanda til breytinga. Áætlað kostnaðarverð á þeirri fram- kvæmd erlendis er um 115 milljónir króna. Miðstjórn MSl bendir á að dýrmætur gjaldeyrir sparist verði af þessum framkvæmdum innanlands og þær stuðli að aukinni atvinnu. Heildarkostnaður við breytingar þessara tíu skipa mun vera rúmur milljarður. Skortur hefur verið á verkefnum hjá járniðnaðarfyrirtækj- um og skipasmíðastöðvum. En tæknilega eru þessi fyrirtæki vel í stakk búin til að sinna fyrirhuguðum breytingum á japönsku skuttogurun- um. . ÞG legt að skipta aðeins um umhverfi öðru hvoru,“ sagði hinn nýskipaði aðstoðarbankastjóri Norræna fjár- festingarbankans - -ÞG ■■BHHI • • co rn O f —r~~ ^ ^|i 'Z.~m Co nrj VOiámk to * ■ I inez KJÖRBÓK KJORBOKINA SEMUR ÞÚ SJÁLFUR SÉRSTÖK VIÐBÓTARHÖFUNDARLAUN FYRIR ÁRIÐ 1985 LÖGÐUST VIÐ UM ÁRAMÓT. JF7 /;_J rið 1985 var óvenjulegagott bókaár,-og ekki síst Kjörbókarár. Kjör- bókareigendur vissu að Kjörbókin var góður kostur til þess að ávaxta sparifé: Peir vissu að hún bar háa vexti. Þeir vissu að samanburður við vísitölutryggða reikn- inga var trygging gagnvart verðbólgu. Peir vissu að innstæðan var algjörlega óbundin. Þeir voru vissir um að þeir fjárfestu varla í betri bók. En þeir vissu samt ekki um vaxtaviðbótina sem lagðist við um áramótin. Svona er Kjörbókin einmitt: Spenn- andi bók sem endar vel. Við bjóðum nýja sparifjár- eigendur velkomna í Kjör- bókarklúbbinn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ^ANDSBANKI ÁUSl'l TTSTR/H TI ÍSLANDS n' KEYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.