Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 8
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. SÖLUMAÐUR Óskum eftir að ráða vanan sölumann. Uppl. á staðnum, ekki í síma. Bíla # bílasala höllin Lágmúla 7 Sími 688888 108 Reykjavík Matvöruverslun til sölu Góð staðsetning og örugg velta. Mánaðarsala ca 1.200.000,- Starfsmannafj. 2. Húsnæði og tæki leigtsaman (5 ára leiga). Söluverð ca 900.000,- kr. auk lagers 400.000,- kr. Ath.. Hentar hjónum mjög vel. Vinsamlega leggið nafn og símanúmer á afgreiðslu blaðsins fyrir 14. jan. '86, merkt „9977 - góð af- koma". Eik á næsta leik Glæsilegt úrval af eikarrúmum og antikhvítum. Mundu að við tökum greiðslukortin bæði sem staðgreiðslu með hæsta afslætti og sem útborgun á kaupsamningi. ■ ■ HVS6A6NAB0LL1N BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK® 91-81199 og 81410 Bob Geldof, poppari og hjálparsveitarmaður í baráttunni gegn hungri, hefur tilkynnt áframhald á ijársöfnun sinni fyrir hungraða í Afríku. Uttönd Uflönd Uflönd Bob Geldof gefst ekki upp Bob Geldof vill safna fé áfram Enn svelta fjórar milljónir í Súdan frski rokkarinn Bob Geldof ætlar að halda áfram Band Aid söfnuninni af fullum krafti. Hann hafði áður ákveðið að hætta við meirihlutann af hjálparstarfsemi sinni. En þegar hann heyrði að fjórar milljónir Súd- ana horfðust í augu við sultardauða á næstunni, ef engin hjálp bærist, hætti hann við að hætta söfnuninni. Bandaríski verðbréfamarkaðurinn fór kollhnís í gær með mesta tapi sem orðið hefur á einum degi og var þá slegið metið sem staðið hefur óhagg- að frá byrjun kreppunnar miklu, 1929. Þetta varð eftir að hagfræðingar kipptu stoðum undan þeirri bjartsýni flestra að bankar mundu lækka vexti. Dow Jones-vísitalan féll um 39,10 stig niður í 1.526,61 stig, en mesta hrap á henni á einum degi var 38,33 stig þann 28. október 1929jjegar hún komst niður í 222,31 stig. A eftir fylgdi „þriðjudagurinn svarti“ með öðru hrapi um 30,57 stig og reið það mörgum að fullu. Vísitalan stóð svo lágt 1929, þegar hrapið jafngilti 13% krakki, en í dag stendur hún svo hátt að þótt fallið Band Aid hefur alls safnað 85 millj- ón dollurum til þess að bjarga svelt- andi Afríkumönnum. Geldof segir að 4,5 milljónir dollara hafi nú þegar borist til stuðnings nýjasta verkefni þeirra. Þeim peningum á að verja, að hluta, til framtíðarverkefna í Afríku en einnig til skammtíma- hjálpar vegna neyðarástandsins sem að stigatölu sé hærra en þá nemur það aðeins 2,5% sigi. Reykingamenn eyða hitaeiningum 10% hraðar en hinir sem ekki reykja. Skýrir það að nokkru hvers vegna margir þyngjast ef þeir hætta að reykja. Það að reykja pakka á dag (eða ca 24 vindlinga á tólf stundum) örvar efnaskiptingu líkamans um 10%. Fjórir svissneskir vísindamenn, sem .skrifa í New England lækna- nú ríkir í Súdan. Margrét Thatcher og breska ríkis- stjórnin virðast ekki vera neitt yfir sig hrifin af hjálparstarfi Geldofs. Hann hefur verið útilokaður af lista ársins yfir þá sem geta fengið heið- ursverðlaun fyrir störf sín. Geldof segist hafa fengið mörg bréf þar sem fólk lýsir vanþóknun sinni á afstöðu Margrétar Thatcher í þessu máli. Vinurforsætis- ráðherrans myrtur Eitthvert viðkvæmasta morðmál, sem upp hefur komið í Frakklandi, er nú til rannsóknar. Náinn vinur Fabiusar forsætisráðherra var myrt- ur 27. desember. Sá var lögfræðingur, vel metinn og kvæntur frægustu reiðkonu Frakklands, Darie Bout- boul. Tengdamóðir hins myrta, Jacques Perrot, heldur því fram að hann hafi verið myrtur vegna rannsóknar hans á fjársvikamáli. En verksummerkin gefa til kynna að leigumorðingi hafi drýgt morðið. Meðal kunnugra, sem dregist hafa inn í fréttirnar af morðinu, er Laur- ent Fabius forsætisráðherra sem segir að hinn myrti hafi verið einn nánasti vinur sinn í aldarfjórðung. Strokufangar ennálausu Kristján Bernburg, fréttaritari DV í Belgíu: Nú eru þrír fangar fundnir af þeim fjórtán sem struku úr fangelsinu í Aarlen. Einn af þeim, sem fundust, var álitinn mjög hættulegur og sat hann inni fyrir morð. Á honum hvíldi 20 ára fangelsisdómur sem mun nú trúlega lengjast. Þeir ellefu, sem enn eru lausir, eru álitnir vera einhvers staðar í leynum í Belgíu, Lúxemborg eða Frakklandi. ritið, segja að maður sem reyki mikið brenni 200 hitaeiningum (kalóríum) aukalega á dag en það samsvarar einni súkkulaðistöng. Benda þeir á að stórreykingamenn geti átt von á því að þyngjast veru- lega þegar þeir hætti reykingum ef þeir minnki ekki við sig í mat. Byggja þeir niðurstöður sínar á rannsóknum við Lausanne-háskóla undir stjórn dr. Angela Hofstetter. Sækja knatt- spyrnudómara til skaðabóta AEK-knattspyrnufélagið í Aþenu hyggst sækja knatt- spyrnudómara einn til 14 milljón króna skaðabóta vegna tjóns sem hann hafi bakað félaginu með hlutdrægni í dómvörslu. Meletis Voutsaras, sem er al- þjóðadómari og hefur dæmt í knattspyrnuleikjum í 20 ár, dæmdi í leik AEK síðasta sunnu- dag gegn erki-keppinautunum Panathinaikos (einnig frá Aþenu) en hinir síðarnefndu unnu og eru nú efstir í deildinni. Leikurinn fór 2-1. Forsvarsmenn AEK-félagsins segjast auk skaðabótanna vilja að knattspyrnuhreyfingin hegni Voutsaras fyrir slælega dóm- gæslu og að íþróttaráðuneytið banni honum að dæma oftar leiki AEK. „Út af með hvern?“ Verðbréfa- hrun í N.Y. Reykingar megrandi ..... " ■Vdft .liti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.