Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 27
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. 27 Bridge Pakistaninn Masood er meðal þeirra sem á spil sem sérfræðingar eru nú að kynna sér vegna Bolsverð- launanna 1984. Það kom fyrir á Asíumeistaramótinu í Karachi. Vestur spilaði út tíguldrottningu í fjórum spöðum suðurs. Vestur Norður A K6 V G74 0 10532 * Á1092 ÁU8TUR * 9 ♦ D432 V D8652 103 0 DG96 0 ÁK4 * D76 + G543 SUÐUR * ÁG10875 ^ ÁK9 0 87 * K8 Austur tók tvo hæstu í tígli og spilaði síðan litlu hjarta. Masood drap á ás, tók laufkóng. Spilaði síðan laufi á ás blinds og trompaði tígul með spaðasjöinu! Svolítill varnagli sem reyndist vel því þegar hann spil- aði spaða á kóng blinds kom nían frá vestri. Masood spilaði þá spaðasexi blinds og þegar þristurinn kom frá austri lét hann sjálfur fimmið!! - Hann átti því slaginn í blindum þegar vestur átti ekki spaðadrottningu. Pakistan- inn gat því í stöðunni trompað lauf heim, tekið hjartakóng og spilað meira hjarta. Sama hvor mótherjinn átti slaginn. Masood fékk tvo síðustu slagina á gosa og ás í spaða. Hann fékk því sex slagi á tromp, tvo hæstu í hjarta og tvo hæstu í laufi. Tíu slagir. Vandvirkni i úrspilinu gaf þarna góða uppskeru. Ef tígull er trompaður með spaðafimmi - ekki sjöinu - er ekki hægt að vinna spilið. Skák Viktor Kortsnoj, sem nú er 54 ára, náði sér vel á strik í heimsmeistara- keppni landsliða í Luzern í haust eftir heldur dapra frammistöðu fyrr á árinu, einkum þó á svæðamótinu i Montpellier. í Luzern hlaut hann hins vegar flesta vinninga á 1. borð- inu. Hlaut 7,5 vinninga af tiu mögu- legum þar fyrir Sviss. í keppninni kom þessi staða upp í skák hans og Parma. Kortsnoj hafði hvítt og átti leik. Parma Kortsjnoj 1. Bxd4 +!! - Kxd4 2. h6! - Rb2 + 3. Ke2 - Rd3 4. Bh5 - Rf4+ 5. Kdl - Kd3 6. h7 - Rf7 7. b7! og Parma gafst upp. Slökkvilið Lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 18455, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarijörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 3333, slökkvi- lið sími 2222 og sjúkrabifreið sími 3333 og í símum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slökkvilið 2222, sjúkrahúsið 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkra-bifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld- og helgarþjónusta apó- tekanna i Reykjavík 3.-9. janúar 1986 er í Holtsapóteki og Lauga- vegsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnu- dögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfells apótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga - föstudaga kl. 9-19 og laugardaga kl. 11 14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðarapótek og Apótek Norðurbæjar eru opin virka daga frá kl. 9-19 og á laugardögum frá kl. 10-14. Apótekin eru opin til skiptis annan hvern sunnudag frá kl. 11-15. Upplýsingar urn opnunartíma og vakt- þjónustu apóteka eru gefnar i símsvara Hafnaríjarðarapóteks. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á opnunartíma búða. Ápótek- i'n skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsing- ar eru gefnar í síma 22445. Nei, þetta var ekki hádegismaturinn minn, ég æði ekki um og .leita vandræða. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 81200. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 1110, Vestmannaeyjar, sími 1955, Akureyri, sími 22222. Tannlæknavakt er í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg, alla laugardaga og helgidaga kl. 10-11, sími 22411. Læknar Reykjavík - Kópavogur: Kvöld- og næturvakt kl. 17-8, mánudaga-fimmtu- daga, sími 21230. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 81200) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími 81200). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 27011. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Dagvakt. Ef ekki næst í heim- ilislækni: Upplýsingar hjá heilsugæslu- stöðinni í síma 3360. Símsvari í sama húsi með upplýsingum um vaktir kl. 17. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Læk- namiðstöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkvilið- inu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19-19.30. Barnadeild kl. 14-18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam- komulagi. Borgarspítalinn: Mánud. föstud. kl. 18.30 19.30. Laugard. sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00 Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla- daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15 16 og 18.30 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Landakotsspitali. Alla daga frá kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Barnadeild kl. 14-18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam- komulagi. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud. laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðrahelgidagakl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Vistheimilið Vifilsstöðum: Mánud.- laugardaga frá kl. 20-21. Sunnudaga frá kl. 14-15. SQömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 10. janúar. Vatnsberinn (21. jan.-19. febr.): Þú hittir gamlan vin og þér finnst þú hafa misst af ein- hverju. En hafðu ekki áhyggjur af því sem þér er sagt, það eru að mestu skröksögur og þú þarft engan að öfunda. Fiskarnir (20. febr.-20. mars): Leggðu mesta áherslu á heimilið í dag en minni á starf utan heimilisins. Það lítur út fyrir ágætt kvöld með fjöl- skyldunni. Hrúturinn (21. mars-20. apríl): Dagurinn hentar vel til þess að leysa fjárhagsvanda. Hugsanlegt er að þú lendir í vanda vegna ungs manns en það leysist af sjálfu sér þegar tímar líða. Nautið (21. apríl-20. apríl): Það er skoðanaágreiningur milli þín og vinar þíns. Sumu getur þú ekki breytt svo þú skalt hliðra til, líklegt er að þú þurfir að eyða talsverðu af peningum. Tvíburarnir (22. júní-23. júlí): Þú snýrð þér að listrænum áhugamálum svo sem eins og tónlist og málaralist. Láttu ekki hugfallast, þú hefur meiri hæfileika en þú heldur. Sitthvað er að gerast í ástarmálum. Krabbinn (22. júni-23. júlí): Þig langar að létta á hjarta þínu við aðra en um stundar- sakir er betra að bíða með það og halda persónulegum málum fyrir sjálfan sig. Þú átt von á óvæntri sendingu með póstinum og þér gengur vel í félagslífinu. Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Hugaðu að smáatriðunum í því sem þú ert að gera og þá máttu búast við góðri útkomu. Hætt er við að góða skapið misskiljist. Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Taktu ekki afstöðu í deilumáli því að annars lendirðu í miðjum átökunum. Veldu þér vini með varúð. Vogin (24. sept.-23. okt.): Ef þú ætlar að breyta hlutunum skaltu vera viss um af hverju þú vilt breyta. Það lítur út. fyrir góða kvöldstund heima fyrir. Sporðdrekinn (24. okt.-,22. nóv.): Utlitið er betra í fjármálúnum og þú getur veitt þér meira en venjulega. Þú færð góðar fréttir af nánum vini þínum. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.): Vandamál, sem þú átt við að stríða, leysist farsællega og það gerist fyrr en þú áttir von á. Þú gætir lent í nýju ástarsambandi fljótlega. Steingeitin (21. des.-20. jan.): Þér finnst að þú hafir verið svikinn, láttu það ekki hafa áhrif á þig. Þú færð langþráð bréf. Félagslífið er gott. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 22445. Keflavík sími 2039. Hafnar- fjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjarnarnes sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Selt- jarnarnes, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar sími 41575, Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 1515, eftir lokun 1552. Vestmanna- eyjar, símar 1088 og 1533. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum til- fellum, sem borgabúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Söfnin Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn: Útlánsdeild, bingholtsstræti 29a, sími 27155. Opið mánud. föstud. kl. 9- 21. Frá sept. apríl er einnig opið á laugard. kl. 13-16. Sögustund fyrir 3ja-6 ára börn á þriðjud. kl. 10-11. Sögustundir í aðalsafni: Þriðjud. kl. 10- 11. Aðalsafn: Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27, sími 27029. Opið mánud. föstud. kl. 13-19. Sept.-apríl er einnig opið á laug- ard. 13-19. Aðalsafn: Sérútlán, Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Bækur lánaðar skipum ogstofnunum. Sólheimasafn: Sólheimum 27, simi 36814. Opið mánud.-föstud. kl. 9-21. Sept. apríl er einnig opið á laugard. kl. 13-16. Sögustund fyrir 3ja 6 ára börn á miðvikud. kl. 10-11. Sögustundir í Sólheimas: miðvikud. kl. 10-11. Bókin heim: Sólheimum 27, sími 83780. Heimsendingarþjónusta fyrir fatlaða og aldraða. Símatími mánud. og fimmtud. kl. 10 12. Hofsvallasafn: Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opið mánud,- föstud. kl. 16-19. Bústaðasafn: Bústaðakirkju, sími 36270. Opið mánud.-föstud. kl. 9-21. Sept.-apríl er einnig Opið á laugard. kl. 13-16. Sögustund fyrir 3ja-6 ára börn á miðvikud. kl. 10-11. Bústaðasafn: Bókabílar, sími 36270. Við- komustaðir víðs vegar um borgina. Ameríska bókasafnið: Opið virka daga kl. 13-17.30. Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Safnið verður opið í vetur sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opnunartími safnsins er alla daga frá kl. 13.30-18 nema mánudaga. Strætisvagn 10 frá Hlemmi. Listasafn íslands við Hringbraut: Opið daglega frá kl. 13.30-16. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Opið daglega frá kl. 9-18 og sunnudaga frá kl. 13-18. / z 3 H- sJ n 7 2 /0 1 L • ’Z 7T /+ )S T? !(, w Zö zr 1 íi Lárétt: 1 sæg, 8 uppistöðu, 9 risa, 10 sómann, 11 eyða, 12 hrædd, 14 endast, 16 slagar, 19 aukast, 20 dýr, 21 hækkun, 22 reifar. Lóðrétt: 1 fláttskapur, 2 hestur, 3 stirðlyndan, 4 uppspretta, 5 vofur, 6 vesöl, 7 litla, 13 vaði, 15 góna, 17 op, 18 eyri, 19 þegar. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 gerðist, 7 rós, 9 lár, 10 snilli, 12 urð, 14 ausu, 16 makka, 18 óð, 19 snautt, 20 áin, 21 rita. Lóðrétt: 1 gosum, 2 ern, 3 ró, 4 illu, 5 saí, 6 trauðla, 8 slakur, 11 iðka, 13 rani. 15 sótt. 17 ati, 19 sá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.