Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Page 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. STOR ÚTSALA hófst í morgun Alltað 60% afsláttur. Kjólar Úlpur Kjólar Úlpu* ^Buxuí Útigallar Valborg Laugavegi 83, sími 11181. Röntgentæknar hættir störf um: „Ástandié að verða bölvað segir Ásmundur Brekkan yf irlæknir „Ástandið á deildinni fer að verða bölvað. Þetta getur ekki gengið nema örstuttan tíma,“ sagði As- mundur Brekkan, yfirlæknir á röntgendeild Landspítalans Röntgentæknar, sem voru í fullu starfi á röntgendeild spítalans, hættu störfum um áramót. Það eru átta einstaklingar. Stöðugildi rönt- gentækna á deildinni eru fjórtán, þeir sem eru eftir eru í hálfu starfi. „Þær sem hættu voru allar í lykilstöðum þannig að ástandið er slæmt,“ sagði yfirlæknirinn. „Ástæðan fyrir uppsögnunum er m.a. misræmi á launum milli hjúk- runarfræðinga og röntgentækna," sagði Ágústa Halldórsdóttir, for- maður Röntgentæknafélagsins. Uppsagnaraðilar sögðu upp með þriggja mánaða fyrirvara. Fyrir- hugað var, af hálfu þeirra flestra, að endurráða sig í hlutastarf. En sú ráðstöfun var ekki tekin gild. „Þetta er uppsögn á samningi," sagði Indriði H. Þorláksson hjá launadeild fjármálaráðuneytisins. „Við höfum hvorki vilja né getu til að gera breytingar á sérkjarasamn- ingum. Samningar eru lausir og við stöndum í samningaviðræðum við BSRB og aðildarfélögin," svaraði hann, spurður um viðræður við röntgentækna. „Ég býst við að stjórn spítalans ráði í þessar stöð- ur.“ - ÞG HNATTBARIR Verð kr. 8.980 Taflborð og stólar Borð kr. 7.900,- Stóllkr. 3.800,- Bar kr. 9.680,- pólsturgorðin GARÐSHORN Suðurhlíð, Fossvogi, símar 40500 & 16541 Franski utanríkisráðherrann kveður fyrir brottför á Reykjavíkurflug- velli. DV-mynd KAE. Franski varautanríkisráðherrann íReykjavík: „Mikill áhugi á aukinni samvinnu’7 Jean-Michel Baylet, franski vara- utanríkisráðherrann, gerði stuttan stans í Reykjavík í gær og fyrradag. Hitti hann íslenska frammámenn að máli, „svona til að bæta samvinnu landanna" eins og hann orðaði það síðdegis í gær er hann hélt af landi brott í einkaþotu. Þetta er í fyrsta skipti í fimmtán ár sem fulltrúi frönsku ríkisstjómar- innar kemur hingað til lands og sagði Baylet þetta eins konar vinnuheim- sókn. Hann hitti að máli utanríkis- ráðherra og ræddu þeir ástand og horfur í alþjóðamálum, aðild að NATO og vamarmál. Einnig hitti hann iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var þar rætt um nauðsyn þess að auka viðskiptatengslin, meðal ann- ars með útflutningi Islendinga á sjávarafurðum til Frakklands. Þá hitti hann og Vigdísi Finn- bogadóttur sem hann sagðist reyndar hafa hitt áður í heimsókn hennar til Frakklands 1983. Þá nefndi Baylet að í ár væru 50 ár liðin frá skipbroti Pourqua pas við íslandsstrendur. Sagði hann að þess yrði minnst í Frakklandi með mikilli sýningu í París. í tengslum við það kæmi skip úr franska flotan- um til íslands. Einnig nefndi Baylet að mikill áhugi væri á því í Frakklandi að auka menningartengsl landanna tveggja. KÞ Símon Önnu ekki í Duran Duran DV fræddi lesendur sína á kvenna- málum hins fræga söngvara Duran Duran, Simon LeBon, í fyrradag. Þar var stuðst við heimildir bresks blaðs sem m.a. greindi frá því að Anna Bjöms fyrirsæta hefði verið með Símoni þessum í hálft annað ár. Blaðið sagði Önnu raunar sænska en DV leiðrétti þann misskilning. Vegna þessa hafði Anna Bjöms samband við DV og upplýsti að þama hefði nágrönnum okkar enskum orðið á í messunni. Að sönnu ætti hún sér vin sem kallaði sig Símon, en ekki Símon LeBon heldur Símon LeBonbon. Sá er búktalari í New York og óskyldur nafna sínum. Anna sagði raunar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þessi ruglingur yrði. Þessu er hér með komið á framfæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.