Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 24
24 DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. Íþróttir fyrir alla Trimmnefnd ISÍ heldur námskeið í íþróttum fyrir alla laugardaginn 11. janúar nk. - Kennari: Kent Finanger prófessor, USA. - Kennslustaður: Húsakynni ÍSÍ, Laugardal, Reykjavík. - Tími: Námskeiðið verður laugard. 11. jan. kl. 13.15-18.00. - Innritun: Skrifstofa ÍSÍ - sími 83377. - Þátttökugjald kr. 200,- TRIMMNEFND ÍSÍ aö 80-150 manna veisl- urnar og árshátiöirnar eru haldnar á Hótel Hoh • aö veislumaturinn, kaffiö, meðlætiö og þaö allt er til reiöu? aö þér er óhætt aö hringja eöa koma og fa upp lýsingar? _______ TTTacTviö^eigum þá von a þér. Seljum í dag Ijósblár, beinskiptur, 5 gíra, ekinn Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, blágrár, sjálfsk. + vökvastýri, 21 þús. km, sumar- + vetrardekk topplúga, litað gler, rafmagnslæs- -dekurbíll. ing o. fl. Saab 99 GL árg. 1982, 2ja dyra, Saab 900 GL árg. 1981, 5 dyra, hvítur, beinskiptur, 5 gíra, mjög Ijósblár, beinskiptur, 4ra gira, fallegur og góður bill. Skipti á ekinn aðeins 36 þús. km. Skipti ódýrari möguleg. möguleg á ódýrari. TÖGCUR HF. UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT BlLDSHÖFÐA 16, SlMAR 81530-83104 Menning Menning Menning Með þremur litlum spilurum Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju 2. janúar. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Einleikarar: Þóroddur Bjarnason, Lóa Björg Gestsdóttir, Kolbrún Berglind Grétarsdóttir. Efnisskrá: Gioacchino Rossini: Kvartett nr. 4 i B-dúr; Malcolm Arnold: Three Shanties; Jónas Tómasson: Concertino Trittico; Sigurður Ingvi Snorrason: Álf- hóll. Nýárstónleikar íslensku hljóm- sveitarinnar voru uppi bornir af blásaradeildinni. Eins og aðrir tónleikar hennar á þessum vetri voru þeir íyrst haldnir á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur áður en höfuðborgarbúum hlotnaðist að hlýða á þá. Þessi ráðstöfun íslensku hljóm- sveitarinnar, að færa hluta af starf- semi sinni út fyrir höfuðborgina, sem í músíkölskum skilningi er fordekruð samanborið við lands- byggðina, er góðra gjalda verð. Reyndar verður undirritaður að taka sér ærlegt tak og hlýða á einhverja af tónleikum hljómsveit- arinnar utan súlna í stað þess að skrifa jafnan um síðustu tónleika hverrar lotu eftir að búið er að prufukeyra þá á öðrum stöðum. Til að hnykkja á um ætlan sína að færa músíkina út úr einokunar- veldi höfuðborgarinnar sótti hún einleikara sina nú i raðir nemenda tónlistarskóla þeirra staða sem hún hefur haldið tónleika sína á í vetur. Að standa einstaklingsfram- laginu jafnfætis En það var Rossini sem fyrsta orðið átti þetta kvöldið. Hvort sem hann samdi nú sína fyrstu kvart- etta sem blásara- eða strengja- kvartetta skiptir ekki ýkjamiklu máli. Þennan sem hér var leikinn hef ég líka heyrt spilaðan af streng- um og verð að segja eins og er að mér finnst hann snöggtum skemmtilegri blásinn en strokinn. Að segja, með því skilyrði uppfylltu að blásararnir séu betur samspilað- ir en þeir voru þetta kvöldið. Þarna léku þrír nemar í framhaldsnámi, sinn úr hverri áttinni, ásamt Kol- beini Bjarnasyni flautuleikara, og þótt hver og einn stæði sig vel út Jónas Tómasson tónskáld - „kann þá kúnst að semja fyrir smáfólkið“. af fyrir sig vantaði töluvert upp á að samleikurinn stæði einstakl- ingsframlaginu jafnfætis. Enn skýrar kom það í ljós í leik Mal- colms Arnolds að sjóarasöngvun- um írsku. En tekið skal fram til að fyrirbyggja allan misskilning vegna kynningar á Malcolm Arn- old: Víst hlaut hann Óscarinn fyrir Tónlist EYJOLFUR MELSTED músíkina við „Brúna yfir Kwai ána“, en marsinn fræga sem blístr- aður var fékk hann að láni hjá náunga að nafni Alford, gömlum lúðrasveitajaxli. Svo hafði hann vit á að krefjast þess að Lúðrasveit írsku varðliða hennar hátignar spilaði og blístraði það sem við átti í myndinni. í framhjáhlaupi sakar kannski ekki að geta þess, svona rétt í tilefni þess að ótal músíkantar keppast um að leggja göfugu hjálparstarfi lið, að í fram- haldi af leik sínum í myndinni voru írsku varðliðarnir fengnir til að vera hin opinbera lúðrasveit heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnnu sem haldin var í Chile. Fyrir þóknun sína í þeirri keppni reistu þeir heimili íyrir nokkra tugi munaðarlausra barna sem enn er starfrækt og ber þeirra nafn, The Irish Guards Cottages. Svo voðalega óaðgengileg hlýturhún að vera Nóg af framhjáhlaupum í bili því að aðalefni tónleikanna var Con- certino Trittico, eða þrír litlir konsertþættir fyrir þrjá litla spil- ara, eftir Jónas Tómasson. Þess eru því miður of fá fordæmi að tónskáld okkar hafi sest niður og samið músík handa litlum músíköntum sem ekki væru komnir lengra en í fyrstu þrep þess óralanga stiga sem listabrautin er. Þó eigum við nokk- ur ágæt dæmi í íslenskri tónlistar- sögu og nægir þar'að nefna barnaó- peru Þorkels Sigurbjörnssonar og blásarakonsert Leifs Þórarinsson- ar sem dæmi. Jónas kann vel þá kúnst að semja vel hljómandi línur handa litlu einleikurunum sem falla vel að öllu flóknara mynstri vefsins sem ofinn er handa þeim sem meira kunna. Ekki þurfti Jónas þó að marki að víkja af þeirri línu sem hann hefur að mestu fylgt í sínum tónsmíðum. Sést kannski best af þessu hversu voðalega óað- gengilegar nútímatónsmíðar hljóta að vera. Einleikararnir þrír stóðu sig eins og hetjur og vonandi eigum við eftir að upplifa mörg atvik eins og þetta sem verði tónlistaræsku og atvinnumúsíköntum landsins hvatning til samstarfs. Endapunktur tónleikanna voru svo afar smekklegar útsetningar Sigurðar Ingva Snorrasonar á is- lenskum álfalögum, teknum saman í litla svítu undir heitinu Álfhóll. Handverkið er Sigurði Ingva býsna tamt og svítan hin áheyrilegasta en fyrir næsta sinn vildi ég biðja hann allra vinsamlegast að láta af hógværð sinni og leyfa mönnum að heyra frumsamda blásaramúsík í stað sinna einkar snotru útsetn- inga. - EM I landi fáránleikans Kalli kúluhattur Ole Lund Kirkegaard Þýðandi: Þórgunnur Skúladóttir Útgefandi: Iðunn, 1985. Ole Lund Kirkegaard var einn alskemmtilegasti barnabókahöf- undur sem Norðurlandabúar hafa átt á seinni árum. Þekkja flestir sögur hans um Gúmmí-Tarsan, Fúsa froskagleypi, Albert, Ottó nashyrning og fleiri hetjur. Að mig minnir lést höfundurinn árið 1979 og hefur Kalli kúluhattur skv. því komið út í Danmörku þremur árum eftir lát hans. Það sem einkenndi Ole Lund Kirkegaard sem höfund var skop- skyn hans og hæfileiki til að skrumskæla veruleikann á maka- lausan hátt. Hugmyndaflug hans var einstaklega auðugt og ekki má gleyma myndlistarhæfileikunum. Ole Lund myndskreytti allar sínar bækur sjálfur og er það albesta leiðin til að mynd og texti falli saman. Enda undirstrika myndirn- ar einstaklega vel fáránleikann og fyndnina í sögum hans. í kærustuleik Kalli kúluhattur er safn smá- sagna um mismunandi persónur. Fyrsta sagan, Ökuferðin hennar ömmu, er skelmisleg skrítlusaga af litla, mjóa, hægláta karlinum og feitu, freku kerlingarbrussunni sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þá er saga um Tarsan og Jane, eða öllu heldur Leó, sem vill leika Tarsan, og stelpu sem hann ætlar að setja í hlutverk Jane. Þau tvö fara í kærustuleik og gifta sig í kirkju. Þá er sagan Á leið í skóla sem er mjög ævintýraleg og endar úti í sveit þó Fróði og Mía hafi ætlað sér í heimsókn í skólann. Höllin bak við hæðirnar er skemmtileg saga um krakka sem liggja úti í grasinu í sumarsólinni Bókmenntir HILDUR HERMÓÐSDÓTTIR 1 og segja hvert öðru furðusögur af eigin reynslu. „Eg sá líka einu sinni fugl með gleraugu.“ - „Hvemig var hann á litinn?“ spurði Jakob. „Rauður,“ sagði Maja. „Með bláum röndum. Hann var með orm íhendinni." (bls. 58-59) Að búa til persónu Krakkarnir fá síðan smiðinn til að segja sér soguna um það þegar hann var einu sinni bakari hjá soldáninum, bakaði eitt brauð fyrir þúsund manns og fékk borgað í gulli sem hann geymir í húsinu bak við hæðina. Þessi saga er mjög vel gerð og sögð í dálítið öðrum tón en flestar sögur Ole Lund Kirke- gaards. Þetta er eina sagan í bók- inni sem ekki er myndskreytt. Lestina í þessu sögusafni rekur sagan Kalli kúluhattur. Þetta er líka sérkennileg saga sem íjallar um gamla skáldið sem langar til að búa til nýja sögu. Gallinn er bara sá að enginn vill vera með í nýju sögunni. Höfundurinn grípur þá til þess ráðs að búa sér til per- sónu „með hugmyndafluginu". Þetta er lítill náungi, Kalli kúlu- hattur, sem ekur á rauðum kapp- akstursbíl um lönd hins óþekkta. Ýmislegt ber fyrir augu hans, s.s. tindurinn sem er troðfullur af fólki sem er einmana, land drykkjurút- anna og land villidýranna. En Kalli lætur ekki fara með sig hvernig sem er og stelst loks út úr sögu skáldsins og fer að lifa eigin lífi. Glettnislegt mál Eins og sjá má vantar ekki hug- myndaflugið í þessar sögur. Spum- ingin er hvort þær hafa verið full- unnar af hendi höfundarins eða hvort sumar þeirra hafa kannski verið drög að lengri og betri sög- um? En óneitanlega sýna þær fjöl- hæfni hins látna höfundar. Bókin finnst mér mjög vel þýdd á fallegt og glettnislegt mál. Á frummálinu heitir hún Tippe top- hat og andre fortællinger. Hefði gjarnan mátt fylgja með nafninu í íslensku þýðingunni að bókin inni- héldi fleiri sögur en eina til að hægt sé að byrja lesturinn með réttum formerkjum. HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.