Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 28
28 DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. Sviðsíjós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós „Ég er eiginlega að reyna að komast út aftur“ Rætt við Kristínu Knstjansdottur um Englandsdvöl Það verður sífellt algengara að íslendingar bæti tungumálakunn- áttu sína með dvöl í erlendum skólum í lengri og skemmri tíma. Kristín Kristjánsdóttir er ein þeirra, 17 ára nemi úr Hólabrekku- skóla, sem lagði fyrir sig enskunám í English Intemational í Bour- nemouth. Námið tók fimmtán vik- ur og Kristín var innt eftir hvers vegna hún ákvað að fara til Eng- lands. „Ja, eiginlega langaði mig til að breyta eitthvað til, var tiltölulega góð í ensku og vildi framast frekar í því tungumáli. Þegar leið á námið ákvað ég að taka próf í ensku sem er kallað Cambridge First Certific- ate in English og veitir réttindi til írekara náms við enska skóla.“ „Bjóstu hjá enskri fjölskyldu?" „Já, ég bjó hjá æðislega góðri fjöl- skyluu og held að þessi skóli hafi ' mjög góðar íjölskvldur í sinni þjón- ustu. Það voru allir nemendurnir ákaflega ánægðir. Ég kynntist líka mörgu fólki, bæði í skólanum og utan hans víðs vegar að úr heimin- um. Nemendurnir voru frá Araba- ríkjunum, Quatar, Yemen, Tyrkl- andi, Spáni, Frakkfandi og víðar. Og svo eignaðist ég fullt af vinum sem ég skrifast á við og er eiginlega að reyna að komast út aftur!“ „Til þess að fást við eitthvað ákveðið?" „Mig langar að halda áfram í skóla, komast í ljósmyndun eða bara að vinna þarna úti og skóla- stjórinn er að reyna að hjálpa mér. Ég myndi ráðleggja fólki að fara í svona skóla, bæði ungu og eldra, því allir aldurshópar höfðu jafn- gaman af náminu í skólanum. Þama voru engin kynslóðaskipti og litarháttur skiptir engu heldur.“ Krístín með einum kennaranum við skólann. ptKU REYR^I Gerist Áskriftarsíminn áskrifendur! á Akureyri er 25013 ATHUGIÐ! Afgreiðsla okkar Tekið er á móti smáauglýsingum Skipagötu 13 í síma 25013 og á afgreiðslunni. er opin virka daga kl. 13—19 Skipagötu 13. og laugardaga kl. 11 — 13. Blaðamaður á Akureyri, Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385. VIÐ FÆRUM YKKUR DAGLEGA r Afgreiðsla — auglýsingar Skipagötu 13 — Akureyri. Sími 25013. Jólarautt var litur kvöldsins og það fræga óperuhús Parísarborgar hýsti eins konar Öskubuskuævintýri. Hefðardúllur og fræga liðið við afhendingu Parísaróskarsins Helstu hefðardúllur heimsins og aðrir úr fræga liðinu mættu í París- aróperuna nú fyrir skömmu þegar franski óskarinn fyrir fatahönnun var veittur. Engum þarf að koma á óvart að heiðraðir voru Yves Saint Laurent, Pierre Cardin og Azzedine Alaía, hönnuðir sem skara svo sannarlega fram úr á sínu sviði. Hinn rauði litur jólanna setti svip sinn á samkomuna, gestimir mættu i sínu finasta pússi - sem að sjálfeögðu er allt sérhannað ef einhver skyldi ekki vita það. Þama vom sumsé kúnnamir mættir til að hylla meistara sína og engin tískusýn- ing hefúr ennþá náð fjölbreytninni sem gilti í klæðaburði þeirra sem mættu til að sýna sig og sjá aðra. Svo vom tískukóngamir þama líka til þess að skapa ákveðna stemmningu og Óperan virtist sem klippt út úr ævintýrabók. Að lokum tíndust menn svo til síns heima enda tími til kominn að fara að vinna fyrir næsta átfitti. Toppur hátískunnar, Yves Saint Laurent, mætti til að taka við viðurkenningunni með leikkon- una frægu og frönsku - Catherine Deneuve. Hún hefúr árum saman verið eins konar gangandi auglýs- ingaspjald fyrir YSL, ætíð íklædd fatnaði sem meistarinn hannar á hana sérstaklega. Grace Jones var á staðnum, að sjálfsögðu í jólaskapi og í jólakjóin- um. Hann var að þessu sinni fjólu- blár eins og sá litur skærastur gerist,. Þess skal getið að augn- skugginn reyndist hámákvæmt endurkast í sama litrófi og kjóllinn - varaliturinn einnig. Fjólubláar varimar virtust pottþétt umgjörð um einn sterklegasta tanngarðinn á staðnum. Eldri og ráðsettari kynslóðin úr röðum leikara átti sína fulltrúa, Audrey Hepbum og Anouk Aimee komu saman í Óperuna. Söng-og leikkonan Cher lét sig ekki vanta og með henni var söngvarinn Montana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.