Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. Iþróttir • Pat Jennings sagði nei. Jennings sagði nei Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Markvörðurinn heimsfrægi, Pat Jenn- ings, fékk í gær tilboð frá 4. deildar iiði, Peterborough. Markvörður Peterboro- ugh slasaðist ilia i síðasta leik liðsins og er víst að hann getur ekki ieikið meira á þessu keppnistimabiii. En Jenn- ings sagði nei, takk og verður því áfram hjá Tottenham Hotspur. -SK. IV hverfaá 4-6 vikum” — segirAlfrei Þorsteinsson um mál Víkings Traustasonar „Ég hcf sitthvað að athuga við þær fullyrðingar sem komið hafa fram um sakleysi Víkings Traustasonar, kraft- lyftingamanns frá Akureyri, í lyijamáli hans. Lyfjaprófið sem Víkingur Traustason gekkst undir 7.-10. nóvemb- er sannar ekkert um það að hann hafi ekki verið á ólöglegum lyfjum nær tveimur mánuðum áður,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, formaður iyfjanefndar ÍSf, í samtaii við DV í gærkvöldi. „Lyijapróf' eru tvenns konar. Annars vegar er prófað hvort viðkomandi íþrótta- maður sé á örvandi lyfjum og hins vegar hormónalyfjum. Örvandi lyf, sem íþrótta- maður kann að nota, hverfa úr líkamanum á nokkrum kiukkutímum, þannig að það er út í hött að tala um að eitthvað sé hægt að sanna um sakleysi tveimur mánuðum síðar. Varðandi hormónalyfm, sem eru miklu lengur í líkamanum, er það að segja að það er læknisfræðilega sannað að íþróttamenn geta losað sig við þau úr líkamanum á 4-6 vikum en það er innan þess tíma sem leið frá þvi að Víkingur Traustason neitaðí að gangaat undir lyfjapróf og þar til hann gekkst undir lyíjapróf í Finnlandi," sagði Alfreð ennfremur. Ert þú með þessu að scgja að ekkert sé að marka lyfjaprófið í Kinniandi? „Já. Lyfjaprófið sem Víkingur gekkst undir í Fínnlandi sannar ekkert annað en' það að hann hafi verið gn lyfja þegar lyfja- prófið í Finnlandi fór fram og fráleitt er að draga nokkrar aðrar ályktanir af því. Það er augljóst mál að ef íþróttamenn geta komÍBt upp með að neita að gangast undir lyfjapróf á ákveðnum tíma, en segjast vera tilbúnir nokkrum vikum seinna, þá er lyfja- eftirlit gagnslaust. Það mætti líkja því við það að ef ökumaður sem lögregla vildi færa til blóðrannsóknar vegna gruns um ölvun við akstur neitaði að fara með lögreglunni en segðíst tilbúinn að gangast undir blóð- rannsókn einum eða tveimur dögum síðar. Sem betur fer eru kraftljdtingamenn farnir að átta sig á því að þeir verða að fylgja sömu reglum og aðrir íþróttamenn. Á al- þjóðaþingi þeirra, sem haldið var í Finnl- andi, var lögum sambandsins brcytt á þann veg að framvegís verða kraftlyftingamenn að hlíta því sem aðrir að mæta fyrirvara- laust í lyfjapróf," sagði Alfreð Þorsteinsson. -SK.i Allirfáfrítt Grunnskólanemar í Hafnarfirði fá rakið tækifæri tii að fyigjast mcð körfu- boltaleik í kvöld þcgar Haukar leika gegn ÍS í 8-Iiða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Allir nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar fá nefnilega frítt á leikinn sem hefst klukkan átta i Iþróttahúsi Hafnarfjarðar. -SK. 1 Fyrsta snókermótíð Fyrsta mót ársins hjá billiardmonnum fer fram um næstu helgi. Um cr að ræða opna Reykjavikurmótið í snóker og verður keppt á biUiardstofunni við Klapparstig. Vegleg verðlaun verða í hoöi og alUr bestu knattborðsleikarar landsins mæta tU leiks. Vitaö er að mikU þátttaka verður í mótinu og veröa þeir sem eiga eftir að tUkynna sig i mótið að gera það hið fy rsta í síma 13934. -SK. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrc KR-ingamir seinheppnir —gerðu jaf ntef li við Fram, 22:22 eftir að hafa haft yfir, 20:16, þegar skammt var til leiksloka Það gekk mikið á á lokamínút- unum í leik Fram og KR í 1. deild- inni í handknattleik í Laugardals- höll í gærkvöldi. Konráð Olafsson kom KR í 21-22 þegar 22 sekúndur voru eftir en það dugði KR-ingum ekki. Ragnar Hilmarsson náði að jafna metin fyrir Fram þegar aðeins 4 sekúndur voru til leiks- loka. KR-ingar voru einstakir klaufar að tapa stigi í leiknum gegn Fram í gærkvöldi. KR hafði yfir 16-20 þegar rúmar átta mínútur voru til leiks- loka. Framarar skoruðu síðan hvert markið á fætur öðru og þegar staðan var 21-21 voru Framarar með bolt- ann en misstu hann þegar 40 sekúnd- ur voru til leiksloka í hendur KR-inga sem skoruðu þegar 22 sek- úndur voru til leiksloka eins og áður sagði. Það leit því allt út fyrir KR-sigur. En þegar 4 sekúndur voru eftir skaut Ragnar Hilmarsson á KR- markið fyrir utan og i netinu lá boltinn. Enn einu sinni höfðu KR-ingar tapað niður miklu forskoti á lokamínútum. Það er eins og sá veikleiki loði við liðið. Annars léku KR-ingar lengst af vel í gærkvöldi og fyrstu tuttugu mín- úturnar lék liðið mjög vel og hefur ekki leikið betur í vetur. KR komst í 6-10 en í leikhléi var staðan hins vegar 11-12 KR í vil. Framarar komust í fyrsta skipti yfir þegar stað- an var 1EÚ12 og þá fór Jens Einars- son, markvörður Fram, á kostum og lokaði markinu í langan tíma. Fram komst síðan í 15-13 en KR jafnaði 16-16. í kjölfarið fylgdu íjögur mörk frá KR-ingum en það dugði þeim ekki til sigurs eins og áður sagði. Framarar þurfa því ekki að hafa nánari áhyggjur af falli í 2. deild en KR-ingar stefna í aukakeppnina um fallið. Mörk Fram: Egill Jóhannesson 5, Hermann Björnsson 5/3, Ragn- ar Hilmarsson 4, Dagur Jónasson 4, Hlynur Jónasson 2, Andrés Kristjánsson 1 og Jón Á. Rúnars- sonl. Mörk KR: Jóhannes Stefánsson 7/5, Stefán Arnarsson 7, Páll Ól- afsson 3, Konráð Ólafsson 2, Haukur Ottesen 2 og Haukur Geirmundsson 1. Sérstaka aathygli vakti mjög góður leikur Stefáns Arnarsson- ar hjá KR sem ver mark Vals í 1. deildinni í knattspyrnu. Leikinn dæmdu þeir Gunnlaug- ur Hjálmarsson og Oli Olsen. -SK. Stefán Arnarsson. Mark á 113. mín. kom Spurs áfram f bikamum Tottenham tryggði sér sæti í fjórðu umferð ensku bikar- keppninnar í gærkvöldi er liðið vann Oxford á heimavelli sín- um, 2-1, eftir framlengdan leík. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. John Aldridge náði forystunni fyrir Oxford eftir hálftíma leik cn Chris Waddle er liðið vann Oxford, 2:1 j útfærða aukaspyrnu Glen * Hoddle í síðari hálfeiknum. Það | var síðan ekki fyrr en á 113. mínútu að Clive Allen sem | komið hafði inn á sem varamað- . ur fyrir Oswaldo Ardiles skoraði | sigurmark Lundúnaliðsins sem ■ I ^náði að jafna metin eftir vel mun leika á útivelli gegn Stoke eða Notts County í næstu um-1 I ■ ■ ferð. -fros LANDSLIÐSÞJALFARI Knattspyrnusamband fslands auglýsir eftir þjálfara fyrir A—landsliöið í knattspyrnu. Fyrir utan aö stjórna A-landsliði er gert ráð fyrir að hann hafi umsjón með þjálfun unglinga- og kvenna- landsliða, jafnframt að hann verði ráðgefandi fyrir námskeið sem haldin eru á vegum sambandsins. Samningstímabil er frá 1. apríl 1986 til 30. nóvember 1987. Umsóknir sendist skrifstofu KSÍ, pósthólf 8511,128 Reykjavík, fyrir 1. febrúar, ásamt uppiýsingum um fyrrverandi þjálfunarstörf. Knattspyrnusamband íslands. Steinar Birgisson sést hér skora eitt af sex mörkum sínum gegn Va vörnum við —eftir sigur Víkings á Val í toppslag 1. c Víkingur þarf nú aðeins jaf ntef li gegn I „Við erum enn ekki orðnir Is- landsmeistarar. Einn leikur er eftir og fyrr getum við ekki fagn- að. Við munum koma mjög ákveðnir til leiks gegn KR-ingun- um,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, fyrirliði Víkings, eftir að liðið hafði lagt Val að velli í toppslag 1. deildar handboltans í gærkvöldi, 19-16, í Laugardals- höll. „Sigur okkar í kvöld byggðist fyrst og fremst á frábærri liðsheild. Varn- arleikurinn og markvarslan var mjög góð og sóknarleikurinn gekk vel. Þeim tókst að vísu að loka fyrir hornin hjá okkur en Steinar, Páll og Siggeir nutu sín betur í staðinn," sagði Guðmundur eftir leikinn í gærkvöldi. Með þessum úrslitum telja margir að Víkingar hafi tryggt John Hollins hjá Chelsea stjóri vikunnar Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DV í Englandi: John Hollins, framkvæmdastjóri Chelsea, var í vikunni kjörinn stjóri 1. deildar fyrir desembermánuð af Bells viskífyrirtækinu. Bells fyrirtækið hefur haft það fyrir sið að velja einn stjóra úr hverri deild og verðlaunin eru gallonflaska af viskíi. Alan Ball var kjörin fyrir 2. deild en hann stjómar liði Portsmouth. Arthur Cox, stjóri Der- by, var kjörinn í 3. deild og Lou Macari, stjóri Swindon, fékk í þeirri fjórðu. Þeir Ball og Macari hafa báðir unnið Bellsverðlaunin fyrr á þessu keppnistímabili. -fros sér íslandsbikarinn aftur í Hæðar- garðinn en liðið á enn eftir að leika viðKR. Leikurinn var í járnum framan af. Jafnt á öllum tölum til 5-5 og greini- legt var að taugaspenná þjakaði leik- menn úr báðum liðum. Víkingar náðu góðum leikkafla og breyttu stöðunni í 8-5 sér í hag. Valsmenn svöruðu með þremur mörkum, 8-8, en Páll Björgvinsson tryggði Víkingi forystuna í hléi, 9-8. Seinni hálfleikur náði aldrei að verða neitt spennandi. Valsmenn náðu að jafna, 10-10, en eftir það tóku bikarmeistararnir leikinn í sínar hendur, komust í 12-10 og síðan 15-12. í stöðunni 16-14 skoruðu þeir Steinar Birgisson og Siggeir Magnússon sitt markið hvor og það var meira en Valsmenn þoldu. Lokatölur urðu 19-16. Það var greinilegt að Víkingar komu mun ákveðnari til leiks í gærkvöldi. Vörn liðsins sterk og skot öguð. Sérstaklega virtist Páll Björg- vinsson fara á kostum í fyrri hálf- leiknum. Steinar og Siggeir áttu einnig mjög góðan leik. Siggeir lík- lega sinn besta á keppnistímabilinu, hann er mjög mikið efni en þarf örlít- ið meiri tíma til þess að sanna sig. í vörninni réðu þeir Árni Indriðason og Hilmar Sigurgíslason rikjum. Koma Hilmars til liðsins á ný er mjög mikill styrkur og ekki er ósennilegt að það hafi ráðið miklu um úrslit í gærkvöldi. Þáttur Krist- jáns Sigmundssonar var þó stærstur. Hann varði geipivel í markinu. Þetta íslandsmót hlýtur að hafa verið meiri háttar áfall fyrir Val. Liðið á reyndar enn möguleika á meistaratign en til þess að það verði þarf Víkingur að tapa fyrir KR. Það geta varla talist mjög góðir kostir fyrir liðið sem af flestum var talið líklegustu íslandsmeistararnir fyrir mótið. Homamennirnir Jakob Sig- urðsson og Valdimar Grímsson héldu merki liðsins uppi í þessum leik. Bgg|gÉ»Baa8aiÍggjSiÍSaBM íj ...n» . 11 "SMH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.