Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórn?rformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglysingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HIlMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Hvalveiði- Gerpla Frá því fyrir daga Þorgeirs Hávarssonar hafa íslend- ingar verið garpar miklir. Enn hanga menn þögulir í hvönn bjargsins og láta sig meira skipta heiður en björgun. Skemmtilegasta dæmið um þetta er hugsjón hinna vísindalegu hvalveiða, sem nýtur almennrar hylli. Þjóðin var aldrei sátt við þá niðurstöðu Alþingis fyrir tveimur árum, að ekki skyldi mótmælt hinu alþjóðlega hvalveiðibanni. í skoðanakönnun DV voru sex af hverj- mn tíu andvígir afstöðu Alþingis og aðeins fjórir á móti. Meirihlutinn vildi ekki láta deigan síga. Raunar hafði Alþingi tekið hina óvinsælu afstöðu með einungis eins atkvæðis mun. Fjöldi alþingismanna og meirihluti þjóðarinnar vildi ekki, að við létum svokall- aðar bandarískar kerlingar í samtökum grænfriðunga knýja okkur til að víkja frá réttri hugsjón og stefnu. Forustugarpur okkar í máli þessu er Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra. Með stuðningi hæfra sér- fræðinga tókst honum að finna út, að vísindalega nauð- synlegt væri að veiða hundrað hvali árlega hér við land. Þetta er ein merkasta uppgötvun síðustu ára. Sjávarútvegsráðherra hefur ekki látið við þetta afrek sitja. Hann hefur einnig bitið í skjaldarrendur og farið í víking út um allan heim til að sýna fram á, hve réttur hinn vísindalegi málstaður íslendinga væri. Enda veit þjóðin, að vísindin efla alla dáð. Skömmu fyrir áramótin var staðan orðin sú í huga þjóðarinnar, að í skoðanakönnun DV reyndust rúmlega átta af hverjum tíu fylgjandi fyrirhuguðum hvalveiðum okkar, en aðeins tveir af hverjum tíu á móti. Þjóðin fylkir sér um nýju hvalvísindin. Meðan við höfum hangið í hvönninni í hetjuskap okkar á undangengnum tveimur árum, höfum við sótt styrk í ögrun útlendinga, sem skilja ekki vísindahugsjón okkar og hóta alls konar vandræðum. Það er ekki í okkar anda að láta aðra og allra sízt grænfriðunga segja okkur fyrir verkum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er drjúgur liðsmaður í framvarðarsveit íslenzkra garpa. Hann sagði í viðtali við DV í fyrradag: "Eg tel það vera hina mestu fjarstæðu að hætta hvalveiðum." Síðan bætti hann við: "Mín skoðun er sú, að það eigi að NÝTA hvalastofninn undir eftirliti.“ Þar með hefur fengizt ný staðfesting á því, að bókvitið verður í askana látið. Ekki er nóg með, að við höfum sóma af því að halda fast við vísindastefnu sjávarútvegs- ráðherra, heldur höfum við einnig not af því, að mati forsætisráðherra. Að vísu eru einhverjir fisksölumenn í sífellu að væla um, að hundrað sinnum verðmætari fiskmarkaðshags- munir séu í húfi. Þá skortir hugsjónina og þeir liggja í hugarfari búðarlokunnar, sem görpum hefur jafnan þótt heigulslegt. Þeir vilja taka mark á kerlingum, í von um að geta haldið áfram að selja þeim fisk. Tímamót urðu í málinu um áramótin. Þá tók formlega gildi ákvörðun íslenzkra stjómvalda um hvalveiðar í vísindaskyni. Andstæðingar okkar höfðu fram að því vonað, að við mundum láta kúgast. Nú er komið í ljós, að svo er ekki. Aðgerðir gegn okkur hefjast því að nýju. Á erfiðum tímum þjóðarhags er gott til þess að vita, að forustumenn þjóðarinnar láta slíkar sorgir ekki aftra sér frá garpskap. Mestu máli skiptir að hanga í hvönn, hvort sem fiskur selst útlenzkum kerlingum eða ekki. Jónas Kristjánsson DV Kosningaár hafið Árið 1986 verður kosningaár. f maílok gengur íslenska þjóðin að kjörborði og velur sér fulltrúa í sveitarstjórnir. Sumir spá því raun- ar að kosið verði tvisvar á árinu, alþingiskosningar verði þá vænt- anlega á haustmánuðum, en ég hygg að of fljótt sé að slá nokkru föstu um það. Þar mun miklu valda hvernig til tekst með stjóm efna- hagsmála og einnig geta úrslit sveitarstjórnarkosninganna haft þar veruleg áhrif, auk þess sem átök innan flokka geta skipt máli. í sveitarstjórnarkosningum eigi kjósendur fyrst og fremst að velja sér fulltrúa til þess að ráða fyrir sig í málefhum sveitarfélagsins. Þá á að dæma verk þeirra og meta stefnu þeirra. Engu að síður sanna dæmin að í sveitarstjórnarkosning- unum endurspeglast mikið al- mennir pólitískir straumar. Raun- Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON herra virðist fara nokkuð vaxandi, bæði í þingflokki og meðal yngri manna. Hún er samt forystulaus, því þeir sem helst hafa sig í frammi hafa litla sem enga tiltrú. Engu að síður kann hún að reynast flokkn- um hættuleg, enda á hann greini- lega verulega í vök að verjast. Nýjustu fréttir af blaðútgáfu flokksins munu heldur ekki efla tiltrú á hann. Flokkurinn mun mjög eiga undir högg að sækja á höfuðborgarsvæðinu, hvað sem gerist úti á landsbyggðinni, þar sem sveitarstjórnarkosningar eru persónulegri. Framboðsmálin kunna að reyn- ast Alþýðubandalaginu erfið. Svo virðist sem meiriháttar stríð sé í uppsiglingu í höfuðborginni, þar sem nýkjörinn varaformaður virð- ist staðráðinn í að velta Sigurjóni Péturssyni úr sessi. Þar verður hart barist og mun einhver sár þegar upp verður staðið. Kunnugir telja að Ólafur Ragnar, formaður framkvæmdastjórnar, muni styðja varaformann flokksins og ritstjóra Þjóðviljans í baráttunni um borg- arstjórnarsæti í von um stuðning frá þeim þegar kemur til uppstill- ingar til alþingiskosninga. En þar verður þá líka að ganga gegn rót- grónum þingmönnum og jafnvel „Sumir spá því raunar að kosið verði ™ tvisvar á árinu, alþingiskosningar verði þá væntanlega á haustmánuðum, en ég hygg að of fljótt sé að slá nokkru föstu umþað.“ „Andstaða gegn formanni flokksins og forsætisráðherra virðist fara nokkuð vaxandi, bæði í þingfiokki og meðal yngri manna.“ ar þeim mun meira sem sveitarfé- lögin eru stærri og minna persónu- legt samband milli sveitarstjórnar- manna og hinn almennu kjósenda, og einnig fremur nær höfuðborg- inni en fjær. Fyrir þetta gjalda sveitarstjórnarmálefni nokkuð, en við þessu er samt ekkert að segja, almennt pólitískt viðhorf kjósenda hlýtur ávallt að nokkru leyti að koma í ljós þegar kosningar eru pólitískar. Hvernig standa flokkarnir? Hvtr er staða hinna pólitísku flokka í upphafi kosningaárs? Hvemig endurspeglast hún í sveit- arstjórnarkosningunum? Um þetta er ekki gott að segja en ýmis teikn eru á lofti sem veita vísbendingar. Nærtækustu ábendingarnar eru skoðanakannanir. Þar verður þó að hafa í huga að skoðanakannanir og kosningaúrslit eru sitt hvað. í skoðanakönnunum kemur gjarna skýrt fram óánægja eða hrifning kjósenda á þeim augnablikum sem þær eru gerðar. Þau hughrif endast alls ekki ávallt út kosningaslag og að kjörborði. Um það höfum við skýr og ákveðin dæmi úr stuttri sögu skoðanakannana hérlendis. Það er viðurhlutaminna að segja einhverjum spyrli í skoðanakönn- un hvað maður myndi kjósa en breyta samkvæmt því í kjörklefa. Að segja skilið við sinn gamla flokk í skoðanakönnun er ákveðin ábending til hans um að bæta ráð sitt, en að kjósa annan í kjörklefa er á stundum að skipta um sann- færingu. Þar að auki herðir hið harða gjömingaveður, sem fylgir kosningum oft á tíðum, þá í trú sinni sem veikst hafa. Þeim rennur blóðið til skyldunnar þegar skammimar dynja á þeim mönnum sem þeir hafa stutt til forystu í gegnum árin. Auk þessa heyrast í kosningabaráttunni ýmis rök, sem ekki hafa náð til fjöldans áður, ekki síst í þjóðfélögum þar sem jafnmikið hallast á í pólitískri umfjöllum og hérlendis. Engu að síður em skoðanakann- anir mikilsverð ábending um það hvemig pólitískir straumar liggja og þær verða þeim mun marktæk- ari eftir því sem líður að kosning- um, og fleiri og fleiri gera upp hug sinn. En fleira kemur til en enn er komið upp á yfirborðið. Víðast hvar eiga flokkarnir eftir að stilla listum sínum upp. I kringum það verða oft miklar sviptingar. Hags- munahópar fara í fýlu og stundum er um raunverulegan pólitískan ágreining að ræða innan flokk- anna. Um margar undanfarnar kosn- ingar hafa menn litið í spurn til Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur ekki alltaf ríkt eining, eins og menn vita, og að því hefur gjama verið spurt hvort óeining flokksins komi til með að hafa veruleg áhrif á úrslit kosninga. Nú virðist tæplega verða um það spurt, í það minnsta ekki í höfuð- borginni. Þar er borgarstjórinn svo óumdeildur leiðtogi að jafnvel óánægja sumra fylgismann Álberts Guðmundssonar mun varla valda neinum vemlegum breytingum. Staðbundin óánægja getur svo vissulega komið upp innan þessa flokks eins og allra annarra og verður ekki sérstaklega um það fjallað hér, enda allt of snemmt. Hvernig er ástandið á öðrum bæjum? í Framsóknarflokknum hefur verið sæmilegur friður í langan tíma, en margt bendir til þess að honum sé að ljúka. Andstaða gegn formanni flokksins og forsætisráð- formanni flokksins. Olíklegt er að hann sitji aðgerðalaus hjá í þeim átökum sem nú eiga sér stað. Enn er ekki komið f ljós hvort átökin í Reykjavík endurspeglast í uppstill- ingum annars staðar. Lítið heyrist til krata ennþá. Því er ekki íjóst hvort formaðurinn grípur til einhverra hreinsana í framboðsmálum. Þær em tvíeggj- aðar. Þær geta vissulega vakið athygli á flokknum og gefið tæki- færi til þess að auglýsa nýjar hala- stjömur, en þá um leið einnig fælt eitthvað af eldra fylgi burt. Flokk- urinn virðist í nokkurri stöðnun um þessar mundir og því ekki gott að segja hvor kosturinn verður valinn. Líklega býður Bandalag jafnað- armanna hvergi fram í sveitar- stjórnarkosningum, nema ef vera kynni í Reykjavík. Flokkurinn hefur ekki náð sér enn eftir átökin milli einstaklinga og þar að auki er hann fyrst og fremst landsmála- flokkur. Vafalaust bjóða konur fram, í það minnsta þar sem þær hafa átt full- trúa, og ekki hefi ég trú á því að fylgi þeirra minnki. En allt em þetta vangaveltur sem kunna að reynast tilgangslausar, í það minnsta ef kosið verður til alþingis fyrr, vegna yfirvofandi átaka á kjaramarkaði. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.