Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANUAR1986. 17 >ttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir tl. Geir Sveinsson kemur engum DV-myndBj.Bj. Alfreð skoraði 7 og Atli skoraði 6 Essen glopraði unninni stöðu niður í 16:16 jafntefli gegn Grosswaldstadt. Giinsburg tapaði, 19:17, og Dankersen tapaði einnig Frá Atla Hilmarssyni, frétta- manni DV í Þýskalandi: Alfreð Gíslason átti stórleik með liði sínu Essen í gærkvöldi þegar liðið fékk Grosswaldstadt í heimsókn. Leikmenn Essen voru með leikinn í hendi sér í lokin, staðan var 16-14 Essen í vil þegar tvær mínútur voru til leiksloka en liðinu tókst að glopra því niður á lokamínútunum og leiknum lyktaði með jafntefli, 16-16. Alfreð Gíslason lék mjög vel og skoraði 7 mörk, ekkert úr víti. Essen var undir í leikhléi, 6-8, en í síðari hálfleik náði liðið sér þokka- lega á strik en vendipunkturinn í leiknum var þegar landsliðsmaður- inn Fraatz misnotaði vítakast þegar leildar handboltans í gærkvöldi, 19:16. tR til að hljóta íslandsmeistaratitilinn Aðrir höfðu einfaldlega ekki nógu mikla burði í Víkingsliðið. Vörnin var skásti hluti liðsins í gærkvöldi. Þá munaði miklu um það að Víking- ar náðu að halda hraðaupphlaupun-. um alveg niðri í leiknum. Tvö fyrstu mörk liðsins voru reyndar úr hrað- , aupphlaupum en aðeins eitt eftir það. Dómgæsla Rögnvald Erlingssonar og Gunnars Kjartanssonar var nokkuð góð framan af leiknum. Þeir misstu nokkur tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Þegar á heildina er litið var dómgæslan þó góð og það er mér til efs að annað dómarapar hefði dæmt leik sem þennan betur. Tveir Víkingar fengu að sjá rauða spjaldið, Guðmundur Albertsson, sem þurfti að yfirgefa leikvöllinn eftir þrjár brottvísanir, og Páll Björgvinsson sem fékk rautt spjald á lokamínút- unni. Víkingar voru utan vallar í tólf mínútur, Valsmenn í tíu. Valur fékk þrjú vítaköst, nýtti tvö. Víking- ar fengu tvö, nýttu bæði. Mörk Víkings: Páll Björgvinsson 7/2, Steinar Birgisson 6, Siggeir Magnússon 3, Guðmundur Alberts- son, Bjarki Sigurðsson og Hilmar Sigurgíslason 1. Mörk Vals: Valdimar 4, Jón Pétur 4/2, Júlíus Jónasson 3, Geir Sveins- son og Jakob 2, Þorhjörn Jensson 1. fros Essen var yfir, 16-14, og tvær mínút- ur til leiksloka. Þarna- fór því gott tækifæri forgörðum hjá Essen í topp- baráttunni. • Atli Hilmarsson og félagar lögðu land undir fót og léku gegn Hofweier og Gúnsburg tapaði naumlega í frek- ar skrítnum leik, 19-17. Hofweier komst í 4-0 en Gúnsburg náði að minnka muninn í 3-5. En þá fór allt í hund og kött hjá Atla og félögum og næstu fimm mörk komu frá Hof- weier og staðan því orðin 10-3. Stað- an í leikhléi var 11-4. Það blés því ekki byrlega fyrir Gúnsburg í síðari hálfleik en leikmenn liðsins náðu þó að bjarga andlitinu og litlu munaði að liðinu tækist að komast inn í leik- inn á ný þegar staðan var 14-13. Þá hafði lið Atla boltann en mistókst að jafna og heimamenn komust í 15-13. Þá varð ekki við neitt ráðið og Hofweier sigraði nokkuð örugg- lega með 19 mörkum gegn 17. • Páll Ólafsson og félagar í Dank- ersen léku á heimavelli í gærkvöldi gegn Gummersbach og töpuðu naumlega 22-23. Af öðrum úrslitum má nefna að Berlin sigraði Lemgo, 19-17, Dússeldorf vann stóran sigur á Göppingen, 30-23, Weiche Handewitt tapaði á heimavelli fyrir Dortmund, 11-16, og loks vann Schwabing lið Jóhanns Inga Gunn- arssonar, Kiel, með 25 mörkum gegn 23. -SK. Breiðablik með 3ja stiga forustuí 2. deildinni Heil umferð var leikin í 2. deild karla á íslandsmótinu í hand- knattleik í gærkvöldi. Úrslit urðu þessi: Breiðablik-Ármann 32-25 Haukar-HK 22-17 Afturelding-Grótta 29-19 Þór-ÍR 28-26 Staðan er því þessi: Breiðablik Ármann HK ÍR Haukar Afturelding Þór Grótta ósk og þrátt fyrir að við værum I alltaf í forystu þá breyttu þeir Ialdrei leik sínum. Ég tel að leik- urinn í kvöld hafi verið góður á ■L. mb mmm mm mm mm mmm wmm i leikinn við Valí gærkvöldi. fros MQSTARAVON STJORNUNNAR SLÖKKNAÐI í DIGRANESI - er liðið tapaði fyrír FH, 31-29, í gærkvöldi 235-214 18 273-259 15 285-269 14 290-267 13 271-268 12 253-238 9 239-268 7 12 0 1 11 234-324 1 -fros. Alfreð Gislason. r „Léku eftir okkár ósk” 1 j — sagði Páll Björgvinsson I | „Þeir léku alveg eftir okkar handboltalegan mælikvarða en | vörnin var tvímælalaust grunn- ■ urinn að sigri okkar,“ sagði I Páll Björgvinsson, Víkingi, eftir | Sigmar Þröstur varði vel á Akur- eyri. Þróttur lítil hindrun fyrir KA á Akureyri — norðanmenn unnu tólf markasigur, 26:14 Frá Þráni Stefánssyni, fréttarit- ara DV á Akureyri: Þróttur varð KA lítil hindrun er liðin mættust í íþróttahöllinni hér i gærkvöldi. Tóíf marka sigur heimamanna, 26-14, var síst of stór gegn fámennum Þrótturum sem léku leikinn með aðeins ein- um varamanni. Þróttur skoraði fyrsta markið en það var líka í eina skiptið að liðið var í forystu. Eftir það svör- uðu KA-menn með sex mörkum og staðan í hálfleik var 14-5. Úrslit þegar ráðinn og KA jók aðeins við muninn í siðari hálf- leik. Sigmar Þröstur markvörður var besti leikmaður KA en hjá Þrótti stóð Gísli Óskarsson upp úr. í lið Þróttar vantaði meðal annars Konráð Jónsson og liðs- menn þess stóðu í símasmölun fyrir norðanferðina til að bjarga sér um mannskap. Þess má geta að leikurinn tafðist um tvær klukkustundir. Hófst ekki fyrr en klukkan tíu vegna þess að flugvél sú er liðsmenn Þróttar flugu með hlekktist á í flugtaki. Mörk KA: Jón Kristjánsson og Logi Einarsson 5, Erlingur Krist- jánsson og Axel Björnsson 3, Guðmundur Guðmundsson, Haf- þór Heimisson, Svanur Valgeirs- son og Anton Pétursson 2, Pétur Bjarnason og Sigurður Pálsson 1. Mörk Þróttar: Gísli Óskarsson 5, Nikulás Jónsson 3, Haukur Hafsteinsson og Brynjar Einars- son 2, Benedikt Ingvason 1. -fros STAÐAN „Við náðum aldrei að spila þá vörn er við erum vanir og það réði úrslitum. Markatalan segir alla söguna um vörn okkar og þá var dómgæslan fyrir neðan allar hellur. Við erum búnir að eiga möguleika á titlinum í allan vetur og við erum ákveðnir í að vinna Val á sunnudaginn. Annað sætið er það minnsta sem við getum gert okkur ánægða með,“ sagði Gylfi Birgisson, Stjörnunni, eftir að liðið hafði tapað fyrir FH í sextíu marka leik í íþróttahúsi Digranesskólans í gærkvöldi, 31-29. Fyrir leikinn átti Stjarnan enn möguleika á toppsæti með Val og Víking en úrslit gærkvöldsins reynd- ust Garðbæinguym ekki í vil. Tveggja marka sigur fráfarandi ís- landsmeistara. Það voru FH-ingar sem leiddu leik- inn lengst af þrátt fyrir að aldrei hefði munað miklu. Mestur varð munurinn fjögur mörk, 9-5, en Stjarnan sneri leiknum sér í vil, 12-11. Síðan skiptust liðin á að skora fram að hléi en þá var jafnt, 15-15. Jón Erling Ragnarsson fékk að sjá rauða spjaldið hjá slökum dómurum, Birni Jóhannssyni og Sigurði Bald- urssyni, fljótlega í hálfleiknum er hann hékk aftan í Gylfa Birgissyni í hraðaupphlaupi. Jón Erling brást hinn versti við spjölduninni, spark- aði í stóla og gerði sig líklegan til að þjarma að þeim Birni og Sigurði en ekkert varð þó af því. Stjörnurnar komu heldur ákveðn- ari til leiks í seinni hálfleiknum, náðu forystunni, 18-16, en þá tóku Hafnfirðingarnir við sér. Breyttu stöðunni sér í hag, 20-19, og smá- bættu síðan við forystuna. Höfðu fjögurra marka forskot, er örfáar mínútur voru til leiksloka, 29-25, en Stjarnan náði að rétta hlut sinn ofurlítið í lokin. Héðinn Gilsson átti bestan leik FH-liðsins í leiknum. Hann skoraði sex mörk flest með glæsilegum lang- skotum. Þorgils Óttar var að venju mjög iðinn í sóknarleiknum og skil- aði hlutverki sínu í vörninni vel. Gylfi var bestur Stjörnumanna. Mjög vaxandi leikmaður sem hefur tekið miklum framförum á þessu keppnistímabili. Þá lék Sigurjón Guðmundsson vel í fyrri hálfleik. Vörn og markvarsla liðsins var hins vegar alla tíð á núllpunkti og það verður liðið að bæta eigi það að geta veitt Valsmönnum keppni á sunnu- daginn. Þeir Bjöm Jóhannsson og Sigurð- ur Baldursson höfðu engin tök á leiknum. Hvorugt liðið hagnaðist á óteljandi vitlevsum. Mörk FH:Óskar Ármansson 9/3, Þorgils Óttar 7, Héðinn 6, Stefán Kristjánsson 3, Valgarður Valgarðs- son, Pétur Petersen og Jón Erling 2. Mörk Stjörnunnar:Hermundur Sigmundsson 11/8, Gylfi 9, Sigurjón 3, Einar Einarsson, Skúli Gunn- steinsson og Hannes Leifsson 2. -H/fros Staðan er nú þessi í 1. deildar keppninni í handknattleik þegar aðeins einni umferð er óiokið: Vikingur 13 11 0 2 316-247 22 Valur 13 10 0 3 304-260 20 Stjarnan 13 8 2 3 325-279 18 FH 13 7 0 6 320 310 14 KA 13 6 1 6 275-267 13 Fram 13 4 1 8 303-312 9 KR 13 3 2 8 278-309 8 Þróttur 13 0 0 13 253-374 0 „Þeirbörðust” — sagði Þorbjöm Jensson, Val „Það sem brást var það sem hefur verið best hjá okkur í vetur - vörnin og markvarslan. Það gefur augaleið að þegar þessir hlutir eru ekki í lagi hjá okkur þá vinnum við ekki leik,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, eftir leikinn við Víking. „Við vorum búnir að gera okk- ur grein fyrir því að Víkingamir væru gífurlega seigir en úrræði okkar dugðu ekki. Þeir börðust betur,“sagðiÞorbjöm. -fros 21 T 1 li í ,i '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.