Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 25
I DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986. 25 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru íyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar em með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá- dráttar. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónur mikningar eru annaðhvort með 28% nafnvo.'tum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafhvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði 37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn- ist hún betri. V extir færast einu sinni á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreýfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 1.-10.1.1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjAsérlista i! x t* ll x -fe 1! íl 11H lllill INNLAN ÚVERÐTRYGGD SPARISJÓÐSBÆKU R Úbundin innstæða 22,0 22,0 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25,0 26,6 25,0 25.0 23.0 23.0 25.0 23,0 25.0 25.0 6 mán.uppsögn 31,0 33,4 30,0 28,0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mán.uppsögn 32,0 34,6 32,0 31.0 33.3 SPARNAÐUR - LANSRtTTUR Sparað 3 5 mán. 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 Sp. 6 mán. og m. 29,0 ~ 26.0 23.0 29.0 28.0 INNLÁNSSKÍRTEINI Til 6 mánaða 28,0 30,0 28,0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10,0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 INNIÁNVERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar * 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4,25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 30,0 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIDSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34,0 2) kge 34.0 kge 32,5 kge kge 34.0 ALMENN SKULDABRÉF 32,03) 32,0 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32,0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35,0 2) kgc 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31,5 31.5 31.5 31,5 31,5 31.5 31,5 31.5 31.5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF AÖ21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en21/2ár 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRANILEIDSLU SJANEÐANMALS1) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útOutnings, í SDR 9,75%, í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Haiharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskllalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og V erslunarbankanum. Sandkom Sandkorn Þau erui Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysaríleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftii? 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstóL við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfín eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4.^ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442- þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364 stig en var 1337 stig í des. 1985. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. Ingvi Hrafn Jónsson. Harka á frétta- stofu sjónvarps Fréttastofa sjónvarps virðist vera að tileinka sér nýja starfshætti eftir að Ingvi Hrafn Jónsson tók við stjórninni þar. Felast þeir einkum í harðari frétta- flutningi en áður hefur þekkst hjá sjónvarpinu. Má nefna sem dæmi frétt um Amarflug, en hún dró, sem kunnugt er, nokkurn dilk á eftir sér. Hefur hún komið til kasta útvarpsráðs og siðanefndar Blaðamanna- félags íslands. Næsta mál, sem frétta- menn sjónvarpsins tóku hörðum tökum, var svo meint skattsvikamál Þýsk-íslenska hf. en þar var ekkert verið að skafa utan af hlutunum, enda enginástæðatil. En nú hefur flogið fyrir að töluvert uppistand hafi orðið á fréttastofunni vegna umfjöllunarinnar um skattsvikamálið. Drógust menn í tvo dilka eftir því hvort þeir vildu beita „mjúkri“ eða „harðri" umfjöllun. Segir sagan að þrir hafi viljað halda áfram kröftugum og beinskeyttum fréttaflutn- ingi, þeir Ingvi Hrafn fréttastjóri, Páll Magnús- son og Edda Andrésdóttir. Mótfallin því voru Helgi H. Jónsson, Einar Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Helgi E. Helgason og Ólafur Sig- urðsson. Edda Andrésdóttir. um mánaðamótin febrúar-mars. íþróttafréttamenn út- varps eru að vonum svekktir vegna þessarar ákvörðunar. Hafa þeir Samúel Örn Erlingsson og Ingólfur Hannesson lagt mikla áherslu á að leiknum verði einnig lýst beint í útvarpi. En eins og allir sjá yrði það meiri háttar tví- verknaður með tilheyrandi kostnaði. Það stefnir því allt í að sjónvarpið sitji eitt að bcinu lýsingunni, enda horfa allir á það sem á annað borð vilja fylgjast með beinni lýsingu. Ingólfur Hannesson. Skjálfti hjá útvaipinu Talsverður skjálfti hefur gert vart við sig á íþrótta- fréttadeild útvarpsins að undanförnu. Ástæðan er sú að ákveðið hefur verið að sjónvarpa beint frá heims- meistarakeppninni í hand- bolta sem fram fer í Sviss Kóngulær geta veriö með ógeöslegri kvikindum, einkum ef þær eru stórar. Sprenglærðar ritgerðir Kennarar í líffræðideild Háskólans hafa lengi haft það fyrir sið að spauga svolítið með nemendur til að létta þeim og sjálfum sér róðurinn. Hafa nemendur ætíð verið sælir með þessi uppátæki, enda hafa þau stytt þeim stundir sem ella gætu reynst eilífðarlangar. Það var á dögunum að nemendur gengust undir verklegt próf í dýrafræði. Áttu próftakar að ætt- greina nokkur kvikindi sem ætluð voru til slíkra nota. Voru þau geymd í alkóhólblöndu, eins og tiðkast með svoleiðis til- raunagripi. Eitt kvikindanna var heljarmikil, svört kónguló. Áttu nemendurnir að veiða hana upp úr ilátinu, ætt- færa hana eftir flokkafræði og segja frá lifnaðarháttum hennar. Þegar til kom reyndust ekki nema tveir eða þrir nógu hugaðir til að fitla við ófreskjuna. Að lokinni at- hugun skrifuðu þeir síðan niður aUt sem þeir vissu um kóngulær og urðu þar af lærðarritgerðir. En svo fóru menn að taka eftir einhveijum herpingi í andliti kennarans, einkum þegar kóngulóin svarta var til umræðu. Greip því einn ofurhuginn kvikindið og skoðaði það nánar. Kom þá i ljós að á kvið kóngulóar- innar stóð skýrum stöfum: „Made in Taiwan". Mikill galdramaður Grannkonurnar sátu og ræddu saman um sjón- varpsdagskrá kvöldsins áður. „Sástu töframanninn?“ spurði önnur. „Hann var alveg stórkostlegur. Hann þurfti ekki annað en að segja „hókus, pókus“ og þá hvarf kaninan hans.“ „Mér þykir þetta nú ekk- ert merkilegt,“ sagði hin þá. „Eg þarf ekki að segja annað en „uppvask" og þá hverfa eiginmaðurinn og börnin.“ Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Menning Menning Menning T ryggvi í leik og starfi Baldur Hrafnkell Jónsson o.fl. — Bygging, jafnvægi, litur Mynd um Tryggva Ólafsson myndlistarmann Sýnd i sjónvarpinu 5. janúar 1986 Það er ekki oft sem einstaklingar með kvikmyndatökuvél taka að sér það vanþakkláta starf að búa til lifandi myndir um sprelllifandi myndlistarmenn. Þótt Baldur Hrafnkell hefði klúðrað mynd sinni um Tryggva Ólafsson algjörlega hefði hann samt átt skilið hrós fyrir atorkusemi sína. í stórum dráttum tókst honum að draga upp trúverðuga mynd af starfandi listamanni án þess að grípa til nokkurra sjón- eða tækni- brellna. Uppbygging myndarinnar var eðlileg, textinn gagnorður og skrumlaus. Rakinn var ferill Tryggva frá Neskaupstað til Stam- pesgade, þar sem hann nú býr. Gömlum landslagsmyndum hans var brugðið á skjáinn, síðan feng- um við að sjá afstraktmyndir, málaðar á Salthólmanum við Kaupmannahöfn á miðjum sjöunda áratugnum, sagt var frá listrænni kreppu Tryggva stuttu síðar, sem leysist við skoðunarferð á Pradó- safnið á Spáni. Loks koma popp-áhrifin og lang- varandi tilraunir listamannsins til að koma sér upp myndmáli í takt við hringiðu nútímalífs og fjölmiðl- unar. Þess á milli sáum við Tryggva að starfi, yfir glasi á góðri krá, í faðmi fjölskyldunnar „ude pá landet1' og í sýningarstússi. Viðræðugóður Þetta var sem sagt ágætlega ásjár- og heyrilegt allt saman. Þó hefði myndin grætt á ögn ítarlegri eftirgrennslan aðstandenda mynd- arinnar. T.d. skrifaði Tryggvi bráð- skemmtilega grein fyrir stuttu um kynni sín af Kjarval fyrir austan í Tryggvi Ólafsson. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson danska tímaritið Cras. Urðu þau kynni til að ýta honum út á lista- brautina? Og hvað var það sem Tryggvi sá í spænsku meisturunum, Goya og Velazquez, sem taldi honum hug- hvarf þegar hann hafði misst trúna á málaralistina? Um það var ekki spurt. Einnig hefði mátt inna Tryggva nánar eftir skoðunum hans á popp-listinni og gagnsemi hennar. Ekki hefði heldur verið ónýtt að fá hann til að ræða jass og pólitík, en hvort tveggja hefur átt greiða leið inn á striga hjá lista- manninum. Umfram allt hefði Tryggvi sjálfur átt að fá að tala meir fyrir list sinni, því eins og allir vita er maðurinn bæði viðræðugóður og hreinskilinn. Allt mn það stöndum við í þakk- arskuld við Baldur Hrafnkel & Co. Og þá er ekki annað eftir en að biðja valdhafa á sjónvarpi allran- áðarsamlegast að greiða fyrir gerð fleiri heimildarmynda um íslenska myndlistarmenn. X - rnÁlM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.