Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR1986. 5 Vegna versnandi samningsstöðu Alusuisse, svissneska álfélagsins, og fyrirsjáanlegs verðhruns hluta- bréfa í fyrirtœkinu hefur gætt taugatitrings í æðstu stjóm þess. Þessar upplýsingar má lesa í hinu virta svissneska blaði, „Neue Zuricher Zeitung", hinn 16. jan. síðastliðinn. í blaðinu er ítarleg frdaásögn af mannabreytingunum hjá Alusuisse. Skipt hefur verið um menn í æðstu stöðum. Emanuel Meyers stjómarformaður var látinn fara. Hann var fyrst þvingaður, rétt fyrir jólin, til þess að koma á sérstaklega boðaðan stjórnarfund og ræða op- inskátt um stjórn og stjómarmenn fyrirtækisins. Engu mátti hann leyna. Það varð að finna nýjan eftirmann. En framburður Meyers leysti ekki vandann. Það varð uppi fótur og fit í fyrirtækinu. Þá kora til sögunnar dr. Nello Fyrrum aðalframkvæmdastjóri Alusuisse, Bruno Sorato, glaður á íslandi meðan allt lék i lyndi. Nú eru aðrir tímar. Bruno Sorato hefur verið rekinn frá fyrirtækinu, rekstur fyrirtækisins hefur gengið mjög illa að undanförnu. Ema.nuel R. Meyers stjórnarfor- maður var líka rekinn. Erfitt hefur reynst að finna verðugan eftir- mann. -KB Celio, gamall þingmaður og fyn-um Vegna mikils þrýstings bauðst stjómarformaður fyrirtækisins. hann til að leysa vandann og gegna störfum stjórnarformanns á meðan leitin að forystusauð Alusuisse stendur. Aðalframkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, Bruno Sorato, varð líka að fara. 1 stað hans var ráðinn 58 ára gamall efna- og eðlisfræðingur, dr. Hans Junker. Junker hefur starfað hjá Alusuisse síðan 1969 sem yfir- maður nýbyggingarannsókna. Hagur fyrirtækisins hefur versn- að svo að það er í svipaðri stöðu nú og það var 1983. Tapið á síðasta ári var um 90 milljónir franka eða um 1,8 milljarðar ísl. króna. Þessa slæma staða Alusuisse þarf ekki að koma á óvart þar sem heimsmarkaðsverð á áli er mjög breytilegt og álframleiðsla þess vegna ekki traustvekjandi fjárfest- ing. Samkvæmt „Neue Zuricher Zeitung" eru flestöll álframleiðslu- fyrirtæki i heiminum á hausnum. -KB Ríkis- sjóður í rusli Að undanförnu hefur allt gengið á afturfótunum hjá ríkissjóði. Afkom- an í fyrra var sú versta á þessum áratug og versnaði um 3.163 milljónir milli áramóta. Greiðslur námu 29.270 milljónum en tekjur 26.889 milljón- um króna. Gjöldin urðu þannig 2.381 milljón umfram tekjurnar en 1984 urðu tekjur umfram gjöld hins vegar 783 milljónir króna. Á síðasta ári hækkaði framfærslu- vísitala um 32,5%; þetta var verð- bólgan. Tekjur ríkissjóðs hækkuðu hins vegar ekki nema um 29,6% á meðan gjöldin hækkuðu um 46,6%. Þessi mikla gjaldahækkun er rakin aðallega til 167% hækkunar í hús- næðismálum, 109% hækkunar til Lánasjóðs námsmanna, 107% hækk- unar vaxtagreiðslna og 44% hækk- unar launaútgjalda en bein laun eru fjórðungur gjaldanna. Þá tók ríkissjóður á sig á árinu 600 milljóna lækkun tekjuskatts og 521 milljónar endurgreiðslu á söluskatti sjávarútvegsfyrirtækja. - HERB Lögreglumenn: VIUA VÍKINGA- SVEITARMENN í SERSTAKAN BÚNING —þar sem þeir bera vélbyssur á Kef lavíkurf lugvelli Lögreglumenn eru ekki ánægðir með að þeir lögreglumenn, sem bera vélbyssur í flughöfninni á Keflavík- urflugveO, skuli klæðast venjulegum einkennisbúningi er þeir ganga vopnaðir innan um almenna borg- ara. Þeir vilja að þeir sem bera vopn séu klæddir sérstökum búningi. Lögreglumenn segja að það breyti ímynd lögreglubúningsins ef lög- reglumenn bera vélbyssur í honum á almannafæri. Þá telja lögreglumenn að það sé ekki rétt að láta lögreglumenn standa vopnaða vélbyssum inni í miðri flughöfninni á Keflavíkurflug- velli. Telja að réttara væri að hafa þá afsíðis og þá ekki í lögreglubún- ingi. „Þetta mál er í athugun. Við erum að skoða þá reynslu, sem við höfum, til að draga lærdóm af henni. Á meðan verður ástandið óbreytt,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri í Reykjavík, sem er yfirmaður þeirra víkingasveitarmanna sem eru við gæslu á Keflavíkurflugvelli, ásamt lögreglumönnum af flugvell- inum. -sos Hlutaf járaukning Arnarf lugs: FLUGLEIÐIR DRAGA ARNARFLUG Á SVARI Flugleiðamenn hafa ekki enn svar- að fyrirspum Arnarflugsmanna um hvort Flugleiðir séu reiðubúnar að selja 43 prósent hlut sinn í Arnar- flugi. Arnarflugsmenn lögðu fram þessa fyrirspurn á stjórnarfundi 4. desemb- er síðastliðinn, fyrir hálfum öðrum mánuði. Flugleiðamenn voru einnig spurðir hvort þeir myndu taka þátt í hugsanlegri hlutafjáraukningu i Amarflugi. Við þeirri spumingu hefur heldur ekki fengist svar. Arnarflugsmenn vilja losna við Flugleiðamenn úr stjóm. Telja þeir sig hafa tvo eða þrjá kaupendur að hlut Flugleiða. Meirihluti stjómar Amarflugs leggur ekki út í hlutafjáraukningu með Flugleiðir innanborðs. Vegna forkaupsréttar gæti hlutur Flugleiða vaxið við hlutafjáraukningu um nokkur prósent þar sem víst er að margir smærri hluthafar myndu ekki auka sinn hlut. Færi þá að styttast í að Flugleiðir næðu meirihluta. -KMU Víkingasveitarmaður við gæslu á Keflavíkurflugvelli. Loðnuveiðar: Norðmenn hafaréttá 70 þús- und lestum „Norðmenn hafa rétt á að veiða rúmlega 70 þúsund lestir. Þeir áæt- luðu hins vegar að veiða kannski 40-50 þúsund lestir,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, í framhaldi af fréttum DV um loðnuveiðar Norð- manna við ísland og grunsemdir ís- lenskra sjómanna um rangar aflatölur þeirra. Jón sagði að norsku loðnuskipin væru um 80 talsins. Hann sagði að burðargeta þeirra væri að jafnaði um 750 tonn en ekki yfir 1.000 tonn, eins og sagt hefði verið í blaðinu. Norsku sjómennirnir melda afla sinn daglega. Taldi Jón hugsanlegt að íslenskir sjómenn hefðu haldið þessar dagmeldingar vera lokameld- ingar. Hann sagði að norsk stjórnvöld yrðu að ábyrgjast að aflatölur norsku bátanna væru réttar. -KMU NÝKOMNIR - DRULLUT JAKKAR Lyftigeta 2700 - 3600 kg, eftir stærð. Verð frá kr. 5355. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Póstsendiim samdægurs. V A R AH LUTAVERSLUNIN Eigum einnig: dráttarbeisli á yfir 40 gerðir bíla, stýrisenda og hjöruliði í jeppa, tímahjól og keðjur. höggdeyfa. bremsu- klossa, kveikjuhluti. upphækkanir, öryggisbelti o.fl. S i D U M 0 L A 3-5 SIMAR. 34980 og BHMHMpHMHHBSHIIMHKMIIiHHHHMHBHI MASBBAiMifefliHÍi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.