Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR1986. Utlönd Utlönd Útlönd Utlönd AUGLÝSA KAFFI í LANDITFDRYKKJUNNAR Á sunnudagskvöldi í febrúar næstkomandi, rétt eftir aðalkvöld- fréttatíma sjónvarpsins, er búist við að yfir 300 milljónir íbúa Kín- verska alþýðulýðveldisins, eða um 40 prósent landsmanna, setjist við sjónvarp og fylgist með fyrsta þætti í nýrri röð heimildarmynda um veröldina í kring. Heimildaröðin kallast á frum- málinu „One World“, fyrsta sjón- varpsefni framleitt á Vesturlöndum og sérstaklega ætlað kínverskum áhorfendum. Yfirvöld í Kína og sérfræðingar í málefnum landsins eru ekki í neinum vafa um að allir, sem vettl- ingi geta valdið og hafa möguleika á að sjá sjónvarp, muni fylgjast með þáttunum. „Kínverjar eru hungraðir í svona sjónvarpsefni," segir Kenneth Liebertal, sérfræðingur í málefn- um Kína við Michigan háskóla í Bandaríkjunum, „ég efast ekki um að þetta hittir í mark.“ Fjölþjóðafyrirtæki, flest þeirra bandarísk, vilja um þessar mundir ólm og uppvæg komast inn á stærsta markað veraldar með vörur sínar. Nokkur þeirra hafa séð sér leik á borði og stutt framleiðendur myndaflokksins fjárhagslega Stuðningurinn hefur aftur á móti gefið fyrirtækjunum réttindi á auglýsingatíma í kínversku sjón- varpi kvöldið sem hinn nýi þáttur verður sendur út. Úrte í kaffi General Foods fyrirtækið er einn þessara aðila. Markmið þeirra er að fá Kín- verja, eina mestu tedrykkjuþjóð heims, til að auka kaffineyslu sína og hafa í því sambandi skipulagt auglýsingaherferð fyrir Maxwell House kaffið sitt fyrir kínverska áhorfendur. General Foods er ekki sér á báti. Á kínverska auglýsingamark- Yui Sai Kan, framleiðandi þátta- raðarinnar um heiminn, getur ekki kvartað yfir skorti á áhorf- endum. Boeing ætla sér að verða samheiti við orðið flug á meðal kínverskrar alþýðu og hafa lagt í mikla auglýsingaherferð i Kínverska alþýðulýð- veldinu. aðnum eru fyrir risar eins og Coca- Cola, IBM, Boeing, Kodak og Col- gate-Palmolive, daglegir gestir í auglýsingatímum kínverska ríkis- sjónvarpsins og heimilisvinir á kínverskum heimilum. „Við ætlum okkur að gera nafnið Boeing að samheiti yfir hugtakið flug í kínversku," segir Edward S. McLelan, auglýsingastjóri Boeing flugvélaverksmiðjanna, „ef okkur tekst það þá höfum við náð undir okkur alvörumarkaði." Nóg fjárráö, fáar vörur „Kína er um þessar mundir gós- enland fyrir sölumanninn," segir Charles J. Diodosio, varaforseti Beatrice fyrirtækisins, er rekið hefur gosdrykkjaverksmiðjur í Kínverska alþýðulýðveldinu síð- astliðið ár og hefur í hyggju að koma á laggimar ísverksmiðju og sölu á þurrkuðu spaghetti. „Fólk hefur peninga til eyðslu en ekkert til að eyða þeim í,“ segir Diodosio. f Ameríku og Vestur-Evrópu draga menn niður í auglýsingunum í sjónvEirpi eða einfaldlega hætta að fylgjast með. í Kína er þessu öðruvísi farið. Þar elska áhorfendur auglýsinga- tímana. „Þar fylgist fólk vel með auglýs- ingunum því fólk er ekki orðið gegnsýrt af þeim. Fólk fylgist með auglýsingum af því að það vill frek- ari upplýsingar," segir Scott D. Seligman, fulltrúi auglýsingafyrir- tækis eins er sérhæft hefur sig í auglýsingum á Kínamarkað. Á síðustu sjö árum hefur átt sér stað ör þróun í þessu fjölmennasta ríki heims hvað varðar viðskipta- og efhahagsmál. Stökkbreyting hefur átt sér stað í erlendri fjárfestingu og fjölmörg erlend fyrirtæki hafa reist verk- smiðjur í Kína þar sem nýtt er nóg og ódýrt vinnuafl. Bandarísk fyrirtæki hafa lagt í yfir einn milljarð dollara í beinni fjárfestingu í Kína, mest á síðustu tveim ánun. Bandaríkjamenn hafa einnig stöðugt aukið útflutning sinn til landsins. I fyrra nam hann alls 3,6 milljörðum dollara, 20 prósent aukning frá árinu á undan. Og enn er búist við aukinni fjár- festingu bandarískra fyrirtækja á þessu ári. Stærsti markaður heims virðist rétt aðeins kominn á bragðið. GONZALEZ LÆTUR /sPANlA^ SPÁNVERJA KJÓSA UM NATOAÐILDINA nat6?1 C/n herra Spánar, lét sprengjuna falla aðeins tveim mánuðum áður en gengið verður til þjóðaratkvæða- greiðslunnar um aðild Spánar að NATO: „Ef meirihluti þjóðarinnar snýst gegn aðild getur ríkisstjómin ekki annað en virt þjóðarviljann." Þetta sagði forsætisráðherrann á einum af blaðamannafundunum sem hann heldur tíðum í íbúð sinni í Madrid. Sjálfur framkvæmda- 8tjóri NATO, Carrington lávarður, sat við hlið Gonzalez þegar hinn síðamefhdi flutti löndum sínum þennan boðskap af sjónvarpsskján- um. Annars segir stjórnin af sér Þar með gat enginn í Atlants- hafsbandalaginu farið í neinar grafgötur um hver alvara var í málinu né heldur geta spænskir hvað í húfi er þegar þeir ganga að kjörkössunum í mars. Nær samtímis þessu gaf Adolfo Guerra, aðstoðarforsætisráðherra og sá sem gengur Gonzalez næst að áhrifum bæði í ríkisstjóminni og innan jafnaðarmannaflokksins, þá yfirlýsingu á leið heim úr orlofi í Mexíkó að ríkisstjómin mundi segja af sér og boða til nýrra þing- kosninga ef kjósendur höfhuðu áframhaldandi aðild að NATO. Skýrara gat það varla orðið. Segi þjóðin nei við NATO-aðild mun ríkisstjómin draga Spán út úr bandalaginu og sjálf segja af sér og boða til nýrra kosninga. Eini fyrirvarinn, sem Gonzalez setur, eftir að hafa verið vægast sagt loðinn í afstöðu til spumingarinn- ar um NATO undanfama fimmtán mánuði er sá að nægileg þátttaka til þess að ríkisstjórnin telji sig bundna af niðurstöðunni. Aðili en ekki i hernaðarsamstarfinu Það hefur ekki enn verið opin- berað hvert nákvæmlega verði orðalag spumingarinnar sem lögð verður undir þjóðaratkvæðið, en það gerist sjálfsagt næstu daga. Væntanlega verða kjósendur beðn- ir um að taka afetöðu til tillögu um það hvort Spánn skuli vera áfram í NATO án þátttöku í hem- aðarsamstarfinu, ef um leið verður fækkað í bandaríska vamarliðinu sem staðsett er á Spáni. Reyndur diplómat eins og Carr- ington lávarður varaðist eins og heitan eldinn að blanda sér í um- ræður heimamanna um NATO- aðildina þessa þrjá daga sem hann var í heimsókninni á Spáni. Hins sérstaklega að Spánn gæti nánast haft aðildina með þeim hætti sem Spánverjar vilja sjálfir ef þeir kjósa að vera áfram í bandalaginu. „Ef við skoðum sögu NATO sjáum við að fleiri löndum hefur fundist þau hafa sérstöðu, pólitíska eða land- fræðilega, og hin aðildarríkin hafa sýnt slíku fullan skilning,“ sagði framkvæmdastjórinn. Eitt af því sem NATO-andstæð- ingar á Spáni hafa helst haft á móti aðild er að þeim þykir Banda- ríkjamenn hafa öllu ráðið innan bandalagsins. Á því þykir þó hafa orðið breyting að undanfömu og er nú ekki lengur hreyft svo mikl- um athugasemdum í þá átt: Málió í undarlegri flækju Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur lent í innanríkisflækju. Hin hægri- sinna stjómarandstaða undir for- ystu Manuel Fraga er að sjálfsögðu meðmælt áframhaldandi aðild en er hins vegar andvíg því að efnt sé til þjóðaratkvæðis núna. Þeir vilja helst ekki stuðla að því að Gonz- alez fái sigur tæpu hálfu ári fyrir næstu þingkosningar. Því hafa þeir beðið kjósendur sína um að sitja heldur heima og skila ekki at- kvæði. Það er því kominn skrítinn bragur á málið. Hægri- og miðju- menn em beðnir um að greiða ekki atkvæði og þó em það þeir sem helst vilja áframhaldandi aðild. Kjósendur sósíalistaflokksins, sem helst hefur verið á móti NATO, eru beðnir að kjósa með áframhaldandi aðild til þess að bjarga ríkisstjóm- inni frá því að þurfa að segja af sér. Annars er svo sem enginn sem efast um að Gonzalez verði endur- kjörinn næsta haust. Sjálfur er hann þess fullviss og hefur miklar ástæður til þess. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hames Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.