Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhaldið fyrir árið 1986 Heimilisbókhaldið fyrir 1986 er nú komið út. Það fylgir DV í dag til fastra áskrifenda. Á morgun fá einn- ig fastir áskrifendur Vikunnar plaggið. Þetta er með sama formi og undan- farin ár, tveir dálkar fyrir hvern dag ársins og síðan samantekt fyrir báða árshelminga. Þetta er ágætt fyrirkomulag, svo langt sem það nær. Það er heppilegt að eiga stílabók eða litla blokk til þess að skrifa daglegu útgjöldin niður áður en þau eru færð inn á bókhaldsplaggið. , Nú í vetur hafa heilmargir bæst við tölu þeirra sem senda okkur upplýsingaseðla í hverjum mánuði. Við hvetjum sem flesta að halda með okkur búreikningana. Nú um þessar mundir er fólk að fá launaseðlana sína. Ekki er óalgengt að menn fái taugaáfall við að sjá hvað þeir hafa haft miklar tekjur og muna ekki eftir í hvað þeim hefur verið varið að stórum hluta til. Þá er gott að hafa haldið búreikninga, þá veit maður í það minnsta í hvað peningamir hafa farið og hvar er möguleiki á spamaði í framtíðinni. -A.Bj. Raddir neytenda Raddir neytenda Ekki ástæða til bjartsýni: Hækkun í heimilisbókhaldinu 51,4% milli ára „Nú hef ég aftur safnað saman flórum miðum úr heimilisbókhaldinu en vona að það komi ekki að sök segir í bréfi frá neytanda. „Þegar ég lít yfir bókhald ársins get ég alls ekki verið bjartsýn. Hækkanimar em alltof miklar til þess. Ég bar saman desembermánuðina 1984 og 1985 vitandi að sá mánuðuð- ur er kostnaðarsamastur. Hækkunin milli ára var 51,4%. Hækkunin á liðnum „annað“ frá desember 1984 til desember 1985 var hvorki meiri né minni en 112%! Ég bíð spennt eftir niðurstöðum ykkar. Óska ykkur alls hins besta, kær kveðja Kolbrún." Þessi fjölskylda er með meðaltals- kostnað í mat og hreinlætisvörum upp á rúml. 4 þúsund kr. í desember, en liðurinn „annað“ er upp á 47 þúsund kr. Það verður fróðlegt að sjá hver hækkunin verður í heimilisbókhald- inu hjá okkur en upplýsingaseðlana drifur nú inn til okkar. -A.Bj. MEGRUNARHEILRÆÐI * Reyndu að koma öllu í sem best lag áður en þú byrjar í megmn. Fjárhagurinn þarf helst að vera í þokkalegu lagi en reyndu samt ekki að finna þér afsakanir fyrir því að byrja ekki strax. * Ef þú átt maka þá talið þið vel saman og skipuleggið slaginn. - En vertu samt einn í megmn og reyndu ekki að taka heimilið og umhverfið með þér. * Lestu þér til í næringarfræði svo þú vitir hvað þú ert að láta ofan í þig. Þetta auðveldar þér að velja hollan og næringarríkan mat, en ekki síður að forðast „krafta- verkakúra" sem einungis tefja þig í að ná raunvemlegum árangri. * Láttu fólk í friði þótt þú sjáir það úða í sig stórsteikum. * Vigtaðu þig kvölds og morgna, helst í votta viðurvist. Vigtaðu allan mat sem þú ætlar að borða með tilliti til hitaeininga og borð- aðu hægt. -S.Konn. Góðarupp- lýsingaren lítill sparnaður „Ég ætla að senda í fyrsta sinn upplýsingaseðil um heimiliskostnað til DV. Ég hef haldið allnákvæmt bókhald frá september í fyrra og finnst það gefa góðar upplýsingar en spamaðinn læt ég liggja milli hluta. Ég flokka t.d. matvælakaup í 12 mismunandi flokka en mér hefur ekki tekist að draga neins staðar úr neyslu. Heimilisfólkið á þessum bæ er við hjónin og þrír drengir á aldrin- um þriggja til níu ára. Læt ég þessu nú lokið að sinni en mun framvegis senda upplýsinga- seðla, a.m.k. svo lengi sem úthaldið við bókhaldið endist. Kær kveðja, Sigrún." Velkomin í hópinn Við bjóðum Sigrúnu velkomna í hópinn okkar. Það væri fróðlegt að heyra meira um hvernig hún flokkar innkaupin i þessa tólf mismunandi flokka. Við höfum áður haldið því fram hér á síðunni að það sé sparnaður fólginn í því að skrá alltaf verðið. Smám saman situr þetta í manni og maður verður síður fyrir því að „kaupa köttinn í sekknum" en auðvitað verður að kaupa ýmsar vörur þótt okkur þyki verðið á þeim alltof hátt. Það er til mikils hagræðis fyrir bú- reikningshaldara að fá sundurliðaða kassakvittun. Því miður er það ekki nema í fáum matvöruverslunum hér á landi sem hún fæst. Við minnum fólk á að senda okkur upplýsingaseðlana fyrir desember sem allra fyrst. -A.Bj. Otgjöldin mörg mánaðarlaun „Við leyfum okkur að rita nokkrar línur með upplýsingaseðli heimilis- kostnaðar fyrir desember 1985. Það lé við hjartaáfalli þegar við höfðum lagt saman útgjöld þessa voðalega mánaðar. Svo sem sjá má er samtala vel yfir 80 þúsund og þar með mörg mánaðar- laun fokin undir venjulegum kring- umstæðum. En í þessu eru afborganir upp á 49 þúsund þannig að útgjöldin, að frádregnum þessum stóra lið, verða nálægt 35 þúsundum. I matarlið eru tvö lömb sem við keyptum rétt fyrir jól sem hækkuðu eðlilega þennan nauðsynlega út- gjaldalið næst á eftir afborgunar- brjálæðinu sem nýtur algjörs for- gangs í húshaldsmyndinni okkar. í þá hít er sparað af öllum möguleg- um mætti allt árið og guði sé lof að svona afborgunarmánuðir eru ekki margir," segir í bréfi frá hjónum í Mosfellssveit. Þau eru með meðaltalskostnað upp á 6.700 á mann í mat og hreinlætis- vörum í desembermánuði. Liðurinn „annað“ er upp á kr. 64.234 kr. og deilist niður á eftirtalda liði: Afborgun 49.309,- Áskriftir , bækur og menning 2.179,- Fatnaður 1.020,- Farmiðar og annar samgöngukostn. 4.356,- Leikskóli og gæsla bams 1.960,- Rafmagn 1.571,- Póstburðargjöld 519,- Annað (aðallega bamagull) 3.320,-.“ Þeir em sennilega margir sem hafa fengið „nærri hjartaáfall“ þegar desembermánuður var gerður upp. En það má altént hugga sig við að janúar er alltaf ódýrari mánuður, þá er gjaman lifað á einhverju sem keypt var í desember. Myndmennt - mónóþrykk Mónóþrykk er einföld en skemmtileg gerð af grafík, sem flestir geta náð valdi á. Tækin, sem notuð eru við myndgerðina, eru glerplata, sem málað er á, litir, penslar og pappír. Handþrykkt er af glerplöt- unni. Tíu vikna námskeið í mónóþrykki verður haldið í Miðbæjarskóla á miðvikudögum kl. 19.30-21.30. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Námsflokka Reykja- víkur í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, fyrir 28. þessa mánaðar. ... .... _ .. Namsflokkar Reykjavikur, Miðbæjarskóla, s. 14106-12992. A ðeins það besta fyrir ykkur. SKÍMSHAOnil Hveradölum. Sími 99-4414 og 10024. Árshátíðir,, þorrablót, fundaþjónusta, einkasamkvœmi, brúðkaupsveislur. Sjáum um flutninga á fólki til ogfrá Hveradölum. Höfundur: Claire Luckham. Þýöendur: Páll Baldvin Baldvinsson og Magnús Þór Jónsson. Glímuþjálfun: Clifford Twemlow og Brian Vete. Dansar: Sóley Jóhannsdóttir. Búningar: Dóra Einarsdóttir. Föröun og hár: Ragna Fossberg. Tónlistarútsetningar: Jakob Magnússon. Leikendur: Edda Heiörún Bachman — Guöjón Pedersen — Edda Björgvinsdóttir — Leifur Hauksson — Kristín Kristjáns- dóttir — Andri Örn Clausen. Leikstjórn og yfirumsjón: Páll Baldvin Baldvinsson. Frumsýning föstudag 24. jan. kl. 21. Uppselt. 2. sýning sun'nudag 26. jan. kl. 20.30. Uppselt. 3. sýning fimmtudag 30. jan. kl. 20.30. 4. sýning föstudag 31. jan. kl. 20.30. Miðasala í Gamla Bíói kl. 15—19. Sími 11475. Minnum á símsöluna með Visa. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.