Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Andrew er hinn hressasti en ef treysta má breskum fjölmiðlum er það einungis leikaraskapur - sviðsett til að dylja blendnar til- finningar og mikla togstreitu. Drauma- • • pnnsrnn fundinn! „Minn draumaprins er háleggjaður, stóreygur, snögghærður og einstak- lega kvikur í hreyfingum!" Þriggja ára ástralíumærin Monica Crauss með sinn heittelskaða í fanginu. Þau eru óía ævintýrin sem greina frá því er froskur á fömum vegi sníkir koss af nærstaddri kvenvem og breyt- ist umsvifalaust í prinsinn eina. Fram- undan er svo eilif sæla í sérdeilis far- sælli sambúð. Yngri sagnir herma þó oftar að eftir kossinn umhverfist draumaprinsinn í frosk af ferlegasta tagi sem reynist óalandi og ófeijandi áflestavegu. Monica Crauss í Ástraliu er þama með draumafroskinn í fanginu og spumingin er bara þessi - er myndin tekin fyrir eða eftir kossinn eina? Þegar björgunarmennirnir komu til þess að taka enn eitt fórnarlambið úr eldgosinu reis „líkið“ upp oghljóðaði: „Mamma, mamma ...!“ Úr leðjunni tíl lífsins Náttúruhamfarirnar sem fylgdu í kjölfar eldgossins í kólombíska bænum Armero kostuðu fjölda manns lífið og þegar bamslíkami kom í ljós í leðjunni tveimur dögum eftir slysið kom ekki nokkrum manni til hugar að þar leyndist eitthvert lífsmark. En hinn fjög- urra ára gamli Guillermo Paez reis upp grátandi þegar hann varð mannaferða var og með aðstoð þyrlu tókst að ná honum upp úr moldarfljótinu. Daginn eftir af- hentu svo starfsmenn Rauða kross- ins móður Guillermo soninn sem hún hafði gefið upp alla von um að sjá framar í þessu lífi. Hann hefur varla verið bráðfeigur, sá stutti! Tveimur dögum eftir hamfarirnar - hreyfingarlaus barnslíkami finnst i leðj unni. Drengurinn var dreginn á þurrt af fjölda hjálparhanda - kraftaverkið vakti einlæga gleði björgunarsveitarfólksins. Guillermo Paez var fengin gulrót að naga til þess að! koma einhverri fæðu í líkamann. Orlagaríknr atburður Bifreið Kennedys dregin upp við Chappaquiddickbrúna árið 1969. Voru þetta endalokin fyrir Ted Kennedy - óyfirstíganleg hindrun á leiðinni í Hvíta húsið? Slysið við Chappaquiddick árið 1969, þar sem einkaritarinn Mary Jo lét lífið en Edward Kennedy slapp með skrekkinn, er af mörgum talið aðalhindnmin á leið þessa þriðja Kennedybróður-í forsetastólinn í Bandaríkjunum. Enn einu sinni hef- ur Ted lýst því yfir eftir mikla um- hugsun að hann gefi ekki kost á sér til embættis í næstu kosningum. Meðfylgjandi mynd birtist í blaði þar vestra eftir að orðrómur um að Ted myndi freista þess að hljóta útnefii- ingu fékk byr undir báða vængi og sýnir hún þegar bifreiðin er dregin upp við Chappaquiddick. Lík ungu stúlkunnar fannst í aftursæti bifreið- arinnnar og ýmislegt í framburði öldungadeildarþingmannsins þótti síst traustvekjandi. Óþægilegt mál sem dregið er fram í dagsljósið af andstæðingum í hvert skipti sem þessi yngsti Kennedybóðir gerir sig líklegan til að samþykkja framboð sitt til forseta Bandaríkjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.