Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986.
9
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Stödugt
verdnrun
áolíu
Ekkert lát er enn eygjanlegt á
hruni olíuverðs á heimsmarkaðnum
að sögn sérfræðinga í New York en
þeir boða að þar hljóti að koma að
olíuframleiðendur taki til íhugunar
hvort framleiðslan borgi sig við svo
óhagstætt verð.
Olíuverð féll enn í gær þriðja dag-
inn í röð. Hráolían lækkaði um 60
til 75 sent tunnan á spotmarkaðnum
í New York. Lægsta olíuverð, sem
skráð var þar í gær, var 24,50 dollarar
tunnan.
Meðalverð á öðrum sportmörkuð-
Verðhrunið á olíunni er þegar
farið að segja til sín á mörkuð-
um erlendis.
um í heiminum var þá komið niður
i 20,30 dollara tunnan. Norðursjáv-
arolían komst í gær í fyrsta sinn í
sex ár niður fyrir 20 dollara tunnan.
Menn eru teknir að velta því fyrir
sér að framleiðendur hljóti áð draga
saman framleiðsluna vegna offram-
boðs til þess að stöðva verðhrunið,
en ekkert bólar þó á því enn. OPEC-
ríkin koma ekki saman til fundar
fyrr en í febrúarbyrjun til þess að
ákveða hvernig þau hyggjast tryggja
sér stærri hlut í heimsmarkaðnum
fyrir framleiðsu sína. Er ekki búist
við neinum olíuverðhækkunum aftur
fyrr en í fyrsta lagi eftir þann fund
ef þá yrðu einhver þau tíðindi boðuð
sem mundu leiða slíkt af sér.
Fólk af slóðum ís-
lendinga flutt í dag
Stöðugur flótti útlendinga frá lemen
Svo virðist sem ekkert dragi úr
átökum í Suður-Jemen.
Áreiðanlegar heimildir í Sanaa,
höfuðborg Norður-Jemen, herma að
átök milli fylkinga marxista, er berj-
ast um völdin í landinu, hafi ekki
dvínað þrátt fyrir fréttir í útvarpinu
í Aden, höfuðborg Suður-Jemen, er
skæruliðar ráða yfir segi að daglegt
líf sé að færast í eðlilegt horf í
landinu.
Erlendir ríkisborgarar, er skip frá
Bretlandi, Frakklandi og Sovétríkj-
unum hafa bjargað frá landinu, lýsa
líkum liggjandi á götum sem hráviði
í Aden. Nýjustu tölur um fjölda fall-
inna hljóða upp á yfir níu þúsund
manns.
Yfir fjögur þúsund útlendingar
hafa nú verið fluttir á brott ffá
Suður-Jemen og fleiri verða fluttir á
brott um leið og tækifæri gefst.
Fluttir frá Mukalla í dag
Fregnir í gær sem hermdu að
breska flutningaskipið Diamond
Princess hefði flutt á fjórða hundrað
útlendinga frá hafnarborginni Mu-
kalla reyndust á misskilningi byggð-
ar.
„Flutningaskipið er í viðbragðs-
stöðu og við vonumst til að það geti
tekið eitthvað af fólki á næstunni.
En það byggist á árangri viðræðna
er eiga sér stað á þessari stundu við
yfirvöld í Aden“ var haft eftir full-
trúa í breska varnarmálaráðuneyt-
inu í gærkvöldi.
Um tíu Islendingar eru í Mukalla
í verkefnum á vegum íslenskra og
danskra fyrirtækja.
k
Ali Khamenei, forseti frans, sem
nú er í opinberri heimsókn í Zimbab-
ve, neitaði að taka þátt í opinberri
veislu honum til heiðurs í gærkvöldi
af þeirri ástæðu að í samkvæminu
var til staðar kvenfólk og ótakmark-
að magn af áfengi.
I yfirlýsingu er Mangwende, utan-
ríkisráðherra Zimbabve, gaf út eftir
að ljóst var að forsetinn mundi
hundsa veisluhöld sagði að ekki
hefði verið hægt að koma á neinni
málamiðlan gesta og gestgjafa hvað
varðaði mismunandi veislusiði og því
hefði forsetinn ekki séð sér fært að
koma.
„Það sem sérstaklega fór fyrir
brjóstið á írönunum var áætluð
sætaskipan kvenna við veisluborðið
og vínveitingar," sagði utanríkisráð-
herrann.
Þrátt fyrir fjarveru hins íranska
tignarfólks fór veislan fram á glæsi-
legasta og nýjasta hótelinu í Harare,
höfuðborg Zimbabve, að viðstöddum
Mugabe, forseta landsins, og
skemmtu innfæddir sér konunglega.
Sluppu meira að segja við allar
hátíðarræður.
Finn Bergstrand, sænski sendiherrann í Suður-Jemen, lengst til
hægri, tekur á móti erlendum flóttamönnum í Djibouti er komu
þangað með bresku Qutningaskipi í fyrradag.
Vín og vífí veisl-
unni og forsetinn
mætti ekki
Ali Khamenei, forseti íran, til vinstri, boðinn velkominn af Samora
Machel, forseta Mozambique, í Afríkuför sinni. Síðar hélt Khamenei
til Zimbabve.
Bflsprengja grandar 27
öflug bílasprengja varð 27 manns
að bana og særði yfir 100 í kristnum
borgarhluta Beirút í Líbanon í gær.
Sprakk sprengjan steinsnar frá
skrifstofu Falangistaflokks Amins
Gemayel í Austur-Beirút.
Bílasprengjan skildi eftir sig stóran
fjögurra metra djúpan gíg og þrjá
metra í þvermál og fljúgandi gler
flaug allt að 400 metra.
Sprengingin kemur í kjölfar mik-
illa bardaga sveita kristinna og
múhameðstrúarmanna undanfama
viku. Talið er að yfir 400 manns hafi
fallið í þeim og að minnsta kosti 800
særst.
Norsktvidskipta-
bannáS-Afnku
Norska ríkisstjórnin lýsti því
yfir í gær að hún hygðist banna
allan innflutning ferskra ávaxta
og grænmetis frá Suður--
Afríku sem hluta af yfirlýstri
andstöðu stjómarinnar við kyn-
láttaaðskilnaðarstefnu stjóm-
valda. Tekur hannið gildi í næstu
viku.
Norska viðskiptaráðuneytið
gaf á sama tíma út upplýsingar
um viðskipti Noregs við Suður--
Afríku og kemur þar fram að
viðskipti landanna drógust sam-
an um þriðjung á síðasta ári.
Á næsta ári er búist við að
samdrátturinn verði allt að 80
prósent.
Dauðadómar í Kína
Yfir 20 manns hafa verið
dæmdir til dauða í kínversku
borgunum Peking og Shanghai
fyrir morð, rán, nauðganir og
svindl, samkvæmt fréttum í kín-
verskum blöðum í morgun.
Dagblað í Shanghai sagði að
hin svokallaða „Peninga
Búdda“, þekktur svindlari af
kvenkyni er talinn er hafa grætt
yfir hundrað þúsund dollara á
ólöglegri sölu á bifreiðum, hefði
verið dæmd til dauða ásamt
samstarfsmanni hennar af karl-
kyni.
Það vora 18 sakborningar er
fengu dauðadóma sína upplesna
á opinberri samkomu yfir 13
þúsund verkamanna á leikvangi
einum í Peking.
Fylgdi fréttinni að tveir sak-
borninga hefðu þegar verið tekn-
ir af lífi eftir uppkvaðningu
dómsins.
Endurbætt
útgáfa Concorde
Frönsku Aerospatiale flugvéla-
verksmiðjurnar, framleiðendur
Concorde farþegaþotnanna í
samvinnu við Breta, hafa lýst því
yfir að þær hyggi á framleiðslu á
annarri hljóðfrárri farþegaþotu.
Nýja vélin á að bera á milli tvö
og þrjú hundruð farþega í saman-
burði við aðeins 100 farþega
Concorde.
Flughraðinn verður 2,5 sinnum
hraði hljóðsins, en Concorde
flýgur á tvöföldum hraða hljóðs-
ins, auk þess sem flugþol hinnar
nýju vélar samrýmist vaxandi
markaði við Kyrrahafið og mikl-
um vegalengdum.
EB breytingartil-
lagan felld
Það var naumur meirihluti
danska þingsins er í gærkvöldi
hafnaði tillögum ríkisstjórnar-
innar um að samþykkja breyt-
ingar á skipulagi Evrópubanda-
lagsins.
80 þingmenn höfnuðu brey ting-
unum en 75 þingmenn studdu
þær.
Poul Schlúter forsætisráðherra
endurtók fyrri ummæli sín um
að boða til þjóðaratkvæða-
greiðslu í Danmörku um breyt-
ingarnar á skipulagi bandalags-
ins en enn er óljóst hvenær af
slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu
geturorðið.
Uffe Ellemann-Jensen utan-
ríkisráðherra heldur í dag í
þriggja daga ferð til sex borga
Evrópu þar sem afstaða Dana
'verður kynnt og skýrð viðkom-
landi stjómvöldum. Að lokinni
jþeiiri ferð verður málið að takast
lupp á þinginu á nýjan leik.
Umræðumar á danska þinginu
í gær tóku næstum því níu tíma
og var hluta þeirra sjónvarpað
beint til danskra áhorfenda.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
ogHannes Heimisson