Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986. Spurningin Finnst þér of mikið um knatt- spyrnu í sjónvarpinu? Birgir Ólafsson, á leið í nám: Nei, mér finnst það nú ekki því ég er einn af þeim sem hafa áhuga á knatt- spymu. En mér finnst vanta aðrar íþróttir, knattspyman einokar íþróttaþáttinn. Lára Skærings nemi: Já, það er allt of mikið um knattspyrnu í sjón- varpinu og allt of mikið um íþróttir yfirhöfuð. Ég er t.d. alveg á móti þessum beinu útsendingum. Halldór Sveinbjörnsson verkamað- ur: Já, mér finnst það og svo er of lítið af bílaíþróttum. Einar Lárus Pétursson verkamað- ur: Nei, mér finnst gott að hafa fót- bolta í íþróttum en ég hef mikið verið í spretthlaupi. Ég fylgist nú alltaf vel með fótbolta. Drífa Björk nemi: Já, það er allt of mikill fótbolti. Mér finnst fótbolti' leiðinlegur. Reyndar vil ég bara hafa, minna af íþróttum. Rudiger Seidenfaden gleraugna- sérfræðingur: Nei, alls ekki, ég er nefiiilega frá V-Þýskalandi. En mér fyndist að ætti að sýna minna frá Énglandi og meira frá V-Þýskalandi af því þar eru svo margir íslendingar að leika en ekki í Englandi. Svo fyndist mér líka að ætti að sýna handbolta frá V-Þýskalandi því þar eru líka f slendingar. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Góðar eldvarnir á Skólavörðustíg Fyrrverandi fangi skrifar: Halló lesendur! Ég er mjög undr- andi á því að enginn reykskynjari skuli hafa verið í Kópavogshæli því þar sem ég hef lengi dvalið, á Skólavörðustíg 9, er reykskynjari í hverju einasta herbergi. Spurn- ingin er nefnilega hvort vistmenn Kópavogshælis séu ekki jafnmikils metnir og við á Skólavörðustíg, sem „notabene" erum ávallt mjög fáir, að vísu einvalalið. Ég vildi bara vekja athygli á þessu og varpa hér með þeirri spurningu til ykkar lesenda hvort ykkur þyki þetta ekki alveg forkastanlega skrítið. Þarna eru reykskynjarar í hveiju herbergi. Tvenns konar íþróttaþættir Helgi skrifar: Mig langar að koma með ábend- ingu til sjónvarpsins út af óánægju fólks með einokun knattspyrnunnar í íþróttaþáttunum. Mín tillaga er sú að tveir þættir verði, annar heiti Boltaþáttur og þar verði aðeins boltaíþróttir, hinn þátturinn verði svo fyrir aðrar íþróttir og þeim þætti myndi einhver annar en Bjarni Fel- ixson stjóma. Þannig geta allir feng- ið eitthvað fyrir sig og geta þá vænt- anlega hætt að rífast. Margir hafa látið í ljós óánægju með að fá ekki að sjá hinar ýmsu íþróttagreinar í sjónvarpinu. Gervihnettir eru mikið til umræðu þessa dagana og sýnist sitt hverj- um. Greitt fyrir það sem á að vera ókeypis Sjónvarpsnotandi skrifar: Mikið þykir mér óforskammað að Póstur og sími skuli selja okkur sjónvarpsnotendum það sem þeir eiga ekkert í. Ég er hér að tala um sifnot af breskum sjónvarpshnetti sem Bretar hafa nú samkvæmt frétt í DV þegar veitt okkur afnot af án greiðslukvaðar. Það væri gaman að sjá einhver viðbrögð Pósts og síma við þessari athugasemd ef þeir vilja eitthvað svara fyrir sig. Reyndar efa ég að þeir hafi nokkurt svar á tak- teinum. Lengi að fá línu Óánægður símnotandi skrifar: Ég vil koma með athugasemd vegna lélegrar þjónustu Póst-’ og símamálastofnunar. Hvers vegna er næstum ófært að hringja úr Breiðholtinu milli klukkan 19 og 20? Oft tekur milli 15 og 20 mínútur að £á línu niður í bæ. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að borga fleiri þúsundir í afiiotagjöld og þjónust- an ekki betri’en þetta. Vinsamleg- ast reynið að ráða bót á þessu! Breiðholtsbúar eru ekki í nógu góðu símsambandi viö bæinn milli klukkan 19 og 20 að sögn símnotanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.