Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 20
20 D V. MIÐVIKUD AGUR 22. JANÚAR1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþró Skyttan brást á örlagastundu Danski handknattleiksmaðurinn Keld Nielsen vakti mikla athygli á Baltic Cup keppninni í handknattleik sem fram fór í Danmörku i siðustu viku. Nielsen þessi tekur jafnan öl! vítaköst sem danska landsliðið fær i leikjum sínum og hefur hann sýnt feiknalegt öryggi á vitalínunni eins og islenskir handknattleiksunnend- ur muna eflaust eftir frá landsleikj- unum hér heima gegn Dönum rétt fyriráramótin. En svo bregðast krosstré sem önn- ur tré. í síðasta Ieik Dana á Baltic Cup, gegn A-Þjóðverjum var Nielsen búinn að skora úr fjórum vítaköstum þegar hann loks klikkaði og skaut langt framhjá. Næsta viti Dana tók Erik Veje Rasmusen og skoraði hann. Enn fengu Danir víti á loka- mínútunum og Leif Mikkelsen sagði Nielsen að reyna á ný. Skemmst er frá því að segja að Wieland Schmidt varði skot hans. Að undanförnu hef- ur Nielsen tekið 56 viti fyrir Dani og skorað úr 46 þeirra sem verður að teljastmjöggott. -SK. Enginn ísl. dómari £ LIU atiM — í Mexíkó í sumar FIFA, alþjóðaknattspyrnusam- bandið, tilkynnti í gær nöfn 36 dóm- ara, sem munu dæma leikina í úr- slitakeppni HM í knattspyrnu í Mex- íkó í sumar. 19 þeirra eru frá Evrópu, 6 frá Suður-Ameríku, 4 frá Mið- Ameríku og eyjum i Karíbahafinu, 3 frá Afríku og aðrir þrír frá Asíu. Einn frá Eyjaálfu. Enginn islenskur dómari dæmir á HM. Þeir 19, sem valdir voru frá Evrópu, skiptast á 19 lönd. Aðeins einn frá Norðurlöndunum, Sviinn Erik Fredriksson. Þrír eru frá Bret- landseyjum. George Courtney, Eng- landi, Alan Snoddy, Norður-írlandi, og Brian McGinlay, Skotlandi. Með- al þekktra dómara má nefna Bogdan Dotschev, Búlgaríu, Vojtech Christov, Tékkóslóvakiu, Volker Roth, Vestur-Þýskalandi, Jan Keis- er, Hollandi, Lajos Nenieth, Ungverj- alandi, og Valery Butenko, Sovétríkj- unum. -hsím 16 konur valdarí körfulandslið — semtekurþáttí NMíSvíþjóð Landslið kvenna i körfuknattleik mun taka þátt í Norðurlandamótinu í ár sem fram fer í Uppsölum i Svíþjóð í aprílmánuði nk. Sextán körfuknatt- leikskonur hafa verið valdar til æf- inga fyrir mótið og munu æfingar hefjast að afloknum úrslitaleikjum i bikarkeppninni um miðjan mars. Eftirtaldar stúlkur hafa verið valdar ilandsliðshópinn: Anna Björk Bjarnadóttir....ÍS Anna María Sveinsdóttir...ÍBK Björg Hafsteinsdóttir.....ÍBK FríöaTorfadóttir...........ÍR Guðlaug Sveinsdóttir......í BK Guðrun Gunnarsdóttir.......ÍR Hafdís Helgadóttir.........ÍS Helga Friðriksdóttir.......ÍS Hrafnhildur Pálsdóttir.Haukum Kolbrún Leifsdóttir María Jóhannsdóttir.... UMFN Sóley Indriðadóttir..........Haukum Sólveig Pálsdóttir.....Haukum Vala Ulfljótsdóttir........í R Þóra Gunnarsdóttir.........ÍR Þórunn Magnúsdóttir.....UMFN Eins og komið hefur fram i fréttum hafa körfuboltakonur úr KR ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna ágreinings við stjóm KKÍ. Landsliðs- þjálfari er Kolbrún Jónsdóttir. -SK. Ekkert vandamál hjá Valsmönnum Nú sigruðu þeir Framara örugglega með 92 stigum gegn 79 og eru komnir í undanúrslitin í bikamum í körf u Valsmenn áttu ekki í umtalsverð- um vandræðum með að tryggja sér réttinn til að lejka í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ er þeir mættu Fram í síðari leik liðanna í 8-Iiða úrslitun- um í Hagaskóla i gærkvöldi. Vals- menn sigruðu með 92 stigum gegn 79 eftir að staðan í leikhléi hafði verið Eins og við var búist unnu Haukar mjög öruggan sigur í gærkvöldi ó Stúdentum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ er liðin mættust í íþróttahúsi Hagaskóla. Haukunum tókst þó ekki að skora 100 stig. Lokatölur urðu 98-51 en staðan í leikhléi var 50-20 Haukum í vil. Það var aldrei spurning um hvort liðið væri betra og greinilegur klassamunur á úrvalsdeildarliðinu 39-35 Val í vil. Valur vann fyrri leik liðanna með tveggja stiga mun. Framarar byrjuðu vel og komust í 5-0 og höfðu frumkvæðið lengi fram- an af fyrri hálfleik og þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður var staðan 20-14 Fram í vil. Þeir bláklæddu gáfu síðan eilítið eftir á og 1. deildar liðinu. Leikurinn var aldrei spennandi en engu að síður var spennandi í síðari hálfleik að sjá hvort Stúdentum tækist að skora 50 stig eða meira. Ástæðan var sú að þjálfari Haukanna, Einar Bollason, sagði við sína menn í leikhléi að ef þeir fengju á sig 50 stig yrðu þeir látnir gjalda þess með auka þrekæf- ingu í kvöld (hlaupa 5 Síberíur). Og það verða leikmenn Hauka að gera í kvöld. -SK. lokamínútum hálfleiksins og Vals- menn höfðu fjögurra stiga forskot í leikhléi eins og áður sagði. Síðan jókst munurinn jafnt og þétt eftir að staðan hafði verið 56-53 Val í vil og Valsmenn komust í 76-59 og leiknum lauk síðan með öruggum sigri þeirra, 92-79. STIG VALS: Kristján Ágústsson 18, Leifur Gústafsson 18, Tómas Holton 18, Einar Ólafsson 14, Jón Stein- grímsson 10, Torfi Magnússon 7, Sigurður Bjarnason 4 og Sturla Ör- lygsson 2. STIG FRAM: Símon Ólafsson 21, Þorvaldur Geirsson 20, Ómar Þrá- insson 11, Lárus Thorlacius 7, Auð- unn Elísson 8, Bjöm Magnússon 4, Guðbrandur Lárusson 4 og Jóhann Bjarnason 4. Leikinn dæmdu Ómar Schewing og Kristbjöm Albertsson. ___________________^SK. Innanhússmót ífrjálsum • Fró leik ÍS og bikarmeistara Hauka sem lyktaöi meö öruggum sigri Hauka, 98-51. Innanhússmeistaramót Islands í frjálsum íþróttum í flokkum drengja, sveina, stúlkna og meyja verður haldið 1. og 2. febrúar nk. Laugardag- inn 1. febrúar hefst mótið í Baldurs- haga kl. 13.00 og verður síðan fram haldið í Ármannsheimilinu kl. 17.00. Sunnudaginn 2. febrúar hefst mótið kl. 11.30 í Ármannsheimilinu en verð- ur síðan fram haldið í Baldurshaga kl. 14.00. Á mótinu verður keppt í eftirtöld- um greinum: DRENGIR: 50 m hlaup, 50 m grinda- hlaup, langstökk, hástökk, stangar- stökk, kúluvarp, langstökk án at- rennu, þrístökk án atrennu og há- stökk án atrennu. SVEINAR: 50 m hlaup, 50 m grinda- hlaup, langstökk, hástökk, Iang- stökk án atrennu, þrístökk án at- rennu og hástökki án atrennu. STÚLKUR: 50 m hlaup, 50 m grinda- hlaup, langstökk, hástökk og lang- stökk án atrennu. MEYJAR: 50 m hlaup, 50 m grinda- hlaup, langstökk, hástökk og lang- stökk án atrennu. Þátttökutilkynningum skal skila á þar til gerðum þátttökuspjöldum til Stefáns Jóhannssonar fyrir mánu- daginn 27. janúar. Þátttökugjald er kr. 100 fyrir hverja grein. • Sigurjón Kristjánsson er hér iw klæðast næsta sumar. — segir Helgi Bentsso „Það er 100 % öruggt að ég mun spila með Víði frá Garði næsta sumar ef ég á annað borð kem heim frá Þýskalandi," sagði Helgi Bentsson knattspyrnumaður i samtali við DV í gærkvöldi. Helgi Bentsson hélt í morgun til Þýskalands þar sem hann mun leika með 4. deildar liði fram á vorið að minnsta kosti. „Ef vel gengur er aldrei að vita hvað maður gerir. En ef ég kem héim til Islands aftur þá er það alveg öruggt að ég leik með Víði frá Garði í 1. deildinni næsta sumar,“ sagði Helgi ennfremur. Vítaskot Jóns á lokasek- úndunni komu ÍBK áf ram —liðið vann tólf stiga sigur á ÍR, 91-79, og komst í undanúrslit í bikarkeppni KKÍ| Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara DV á Suðurnesjum: Þegar ein mínúta og sautjón sek- úndur voru eftir af leik ÍBK og Hauka í seinni viðureign liðanna í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ var staðan 82-77 og allt leit út fyrir að ÍR væri öruggt um sæti í undanúr- slitum. Liðið hafði sigrað fyrri leik- inn méð tólf stigum, 93-81. En heima- menn voru öllu taugasterkari á loka- mínútunum og liðið náði að vinna tólf stiga sigur, 91-79, og komast áfram á fleiri stigum skoruðum á útivelli. Það var Jón Kr. Gíslason sem tryggði Keflvíkingum saman- lagðan sigur með tveimur vítaskot- um er fóru rétta boðleið á lokasek- úndunni. Staðan í hálfleik var 49-46. Lengi vel leit út fyrir að ÍR-liðinu yrði ekki skotaskuld úr því að halda forskoti sínu frá fyrri leiknum. Fyrri hálfleikurinn var yfirleitt hnífjafn, ÍR-ingar náðu reyndar fjögurra stiga forskoti, 36-32. Þá varð liðið fyrir því óláni að missa sinn langbesta mann út af, Ragnar Torfason, eftir að hann hafði slasast á enni eftir samstuð við Jón Kr. Gislason. Það virtist virka hvetjandi á Keflvíkinga en letjandi á ÍR-inga sem ekki skor- uðu næstu fjórar mínútumar á eftir. Á meðan skoruðu Keflvíkingar þrettán stig og breyttu stöðunni í 45-36. ÍRringar minnkuðu muninn fyrirhléí þijústig. I seinni hálfleiknum leit lengst af út fyrir að nesti ÍR myndi duga. Að vísu munaði tólf stigum á liðunum, 67-55, er átta mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum en ÍR náði að minnka forskotið aftur. Það var síð- an ekki fyrr en á lokasekúndu leiks- ins að úrslitin réðust eins og áður sagði. Guðjón Skúlason og Jón Kr. Gísla- son voru bestu leikmenn Keflvík- inga. Sérstaklega vakti góður leikur Guðjóns athygli en þetta er líklega besti leikur hans með liðinu. Lið ÍR sem hvílir í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar lék oft á tíðum mjög vel. Liðið var mjög hreyfanlegt og leikur þeirra var mjög hraður. Ragnar Torfason stóð upp úr hjá liðinu. Geysilega sterkur bæði í vörn og sókn. Auk hans léku þeir Karl Guðlaugsson, Bjöm Steflfensen og Jón öm Guðmundsson vel en allir hafa þó sýnt betri frammistöðu en í gærkvöldi. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti og Jóhann Ðagur. Langt er síðan Jón Otti skipaði sér í röð úrvalsdómara en Jóhann Dagur virðist á góðri leið með það líka. Hann hefur verið rojög vaxandi og tekur framförum með hverjum leik. - Dómgæsla þeirra var afbragð. Stig ÍBK: Guðjón 29, Jón Kr. 16, Hreinn Þorkelsson og Sigurður Ingi- mundarson 13, ólafur Gottskálksson 9, Hrannar Hólm 7, Ingólfur Har- aldsson og Þorsteinn Bjamason 2. Stig IR: Ragnar 29, Jón öm 18, Karl 12, Bjöm S. 11, Vignir Hilmis- son 4, Jóhannes Sveinsson 3, Bjöm Leósson 2. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.