Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1986, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986.
15
Menning
Menning
Menning
Menning
Menningarverðlaun í áttunda sinn
Keramíkskál, steinleir, 1979, höf.
Jónína Guðnadóttir
Þann 20. febrúar næstkomandi
verður Menningarverðlaunum DV
úthlutað í áttunda sinn. Að silfur-
lampanum frátöldum eru þessi verð-
laun orðin endingarbestu menning-
arviðurkenningar landsins og öfugt
við silfurhest og silfurlampa hefur
ævinlega ríkt um þau nokkur friður.
Eins og venjulega verða viður-
kenningar veittar fyrir afrek á sviði
bókmennta, leiklistar, myndlistar,
tónlistar, kvikmynda og byggingar-
listar á árinu 1985 og sjá sex þriggja
manna dómnefhdir um útnefning-
arnar.
Dómnefndir eru síðan skipaðar
gagnrýnendum DV í hinum ýmsu
greinum en auk þess gagnrýnendum
af öðrum-fjölmiðlum og sérfræðing-
um úti í bæ og á það að tryggja
óvilhalla afgreiðslu mála. Hafa
dómnefndir þegar hafið störf en úr-
slit verða ekki tilkynnt fyrr en á
afhendingardegi, eftir tæpan mánuð.
Blaðið heldur síðan uppteknum
hætti í öðrum meginatriðum. Verð-
launagripir eru sérstaklega hannaðir
fyrir hverja veitingu og hafa margir
helstu listhönnuðir landsins unnið
þá fyrir DV, eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum. Með því hefur
blaðið einnig viljað vekja athygli á
völundum í aðskiljanlegum list-
greinum. Að þessu sinni mun Jón
Snorri Sigurðsson gullsmiður gera
verðlaunagripi ársins. Munum við
fylgjast með vinnslu þeirra og kynna
Jón Snorra fyrir lesendum.
Listirnar, blásið gler, 1983, höf. Menningarskúlptúrar, stál, 1984,
Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören höf. Jens Guðjónsson.
Larsen.
Veggskjöldur (gríma), steinleir, Riddarakross (postulín),1981,
1980, höf. Haukur Dór Sturluson. höf. Kolbrún Björgólfsdóttir.
Byggingarlistin, leir, 1982, höf. Rúna.
Fjörudjásn, eir og gijót, 1985,
höf. Ófeigur Björnsson.
Menningarverðlaun DV eru síðan
afhent við málsverð í Þingholti,
Hótel Holti, þar sem sjöunda list-
greinin, matarlistin, kemur við sögu.
Á undanfömum árum hafa matsvein-
ar á Hótel Holti, í'samvinnu við
Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV,
kappkostað að reiða fram nýstárlega
fiskrétti við þetta tækifæri. Hafa dómnefndir, verðlaunahafa fyrri ára
sumir þessara málsverða komist í og fylgjast með undirbúningi verð-
tölu þjóðsagna. launaveitingarinnar.
Á næstu vikum munum við kynna -ai
ByltingíVideomálum
Splunkunýjar myndir (framleiddar 1985) eru komnar á myndbönd. Erum ávallt í fararbroddi.
WARBUS
„WARBUS" er geysispennandi striðsmynd sem
fjallar um hóp fólks: nokkrar konur, tvo óbreytta
borgara og þrjá vel þjálfaða landgönguliða.
Hundelt af óvininum reyna þau að bjarga Iffinu
með því að fara í gegnum svæði óvinanna á
skólabíl.
Þau eiga í baráttu upp á líf og dauða við ofur-
efli liðs og þurfa að yfirstíga ótrúlega erfiðleika.
FOXTRAP
Thomas Fox (Fred Williamson), einkaspæjari frá
Los Angeles, fær það verkefni hjá Stewarthjónun-
um að finna frænku þeirra, Susan, sem hvarf eftir
ferðtil Rómar.
Fox tekur verkið að sér og rekur slóð hennar til
Cannes og Monte Carlo.
Hörkuspennandi atburðarás hefst þar sem Fox
þarf að berjast fyrir lífi Susan og sínu eigin.
MARBELLA
Marbella er lúxusbær á suður-
strönd Spánar og þangað koma
milljónarar, kvikmyndastjörnur,
olíufurstar og ævintýramenn til
að njóta lífsins.
Nótt eina, þegar Anderson er
að dorga á snekkju sinni, verður
hann vitni að því er ung kona
fellur fyrir borð á öðru skipi.
Hann bjargar lífi hennar.
Skipstjórinn á hinu skipinu
siglir Anderson í kaf. Anderson
kærir hann fyrir vikið en fær
engar miskabætur. Hann einset-
ur sér þá að láta ósvífna ríkis-
bubbann hljóta makleg mála-
gjöld.
Myndbandaleigur, pantanir í síma
671613
ATH. Stór, litrík plaköt fylgja hverri
mynd.
IVHDNIGHT ™
OISJO
M&rcetúne
nBiBiBasmaiB