Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986.
V ondur fiskur
Ætla mætti að það ætti að vera
nægjanlegt úrval af nýjum og
góðum fiski hér hjá okkur. Svo er
þó ekki, hvernig sem á því stendur.
Nú er hægt að fá fisk í flestöllum
matvöruverslunum. Líklegast eru
það einhver fyrirtæki sem útvega
þessum verslunum fiskinn. Það er
staðreynd að töluvert magn af
þessum fiski er nokkurra daga
gamalt og sennilega er búið að
frysta hann og þíða. Enn er það
því svo að besti og dýrasti fiskurinn
fæst í gömlu góðu fiskbúðunum.
Þó ekki sé það algjör regla. Vitað
er að kaupmenn eru í hinum mestu
vandræðum með að útvega nýjan
og góðan fisk. Ef ekki tekst að leysa
þetta vandamál er líklegast eina
leiðin fyrir kaupmenn að selja
frystan fisk úr frystitogurunum en
sá fiskur er yfirleitt fyrsta flokks.
I dag er mikið magn af ferskum
fiski sent til útlanda í gámum, þar
fæst betra verð fyrir fiskinn. Vita-
skuld er það eðlilegt að fiskurinn
skuli seldur þar sem hæsta verð er
í boði. Það verður þó að segjast
eins og er að það er grátbroslegt
að ekki skuli vera nægjanlegt
magn af nýjum og góðum fiski á
íslenska markaðnum. Þetta ástand
lagast ekki fyrr en hér á höfuð-
borgarsvæðinu kemur fiskmarkað-
ur. Það er nauðsynlegt fyrir ís-
lensku þjóðina að nægjanlegt
magn sé af nýjum og góðum fiski
á markaðnum. Fiskur er bæði holl
og góð fæða. Þá er rétt að benda á
að erlendir ferðamenn sem hingað
koma snæða nær eingöngu fisk og
á þessu ári, 1986, er búist við að
um 100.000 erlendir ferðamenn
muni heimsækja ísland. Þessir
ferðamenn kynnast flestir hverjir í
fyrsta sinn kostum íslenska fisks-
ins. Það er því töluvert í húfi. Nú
er svo komið að þorri Islendinga
hefur vart efni á því að kaupa í
matinn en holl og góð fæða er
undirstaða góðrar heilsu. Það að
hafa ódýra og holla fæðu er því
fyrirbyggjandi heilsuvernd.
Höskulduf tekur við ÁTVR
Það fór eins og spáð hafði verið.
Höskuldur Jónsson, ráðuneytis-
stjóri i fjármálaráðuneytinu, verð-
ur næsti forstjóri ÁTVR. Sagt er
að nýir siðir fylgi nýjum herrum.
Höskuldur verður að fá tækifæri
til að kynna sér starfsemi fyrirtæk-
isins áður en hann ræðst í ein-
hverjar breytingar. Þó er einn
þáttur tengdur starfsemi ÁTVR
sem nauðsynlegt er að fá á hreint
og það er, á Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins að vera þjónustu-
stofnun eða „mjólkurkýr" fyrir
ríkisvaldið? í nútíma samfélagi
verður að gera þá kröfu til fyrir-
tækis sem er ríkiseinkasala að það
veiti þegnunum sömu þjónustu og
önnur þjónustufyrirtæki. Að vísu
hefur fyrirtæki eins og ÁTVR
nokkra sérstöðu en það er þó hægt
að krefjast lágmarksþjónustu. Það
hlýtur t.d. að teljast lágmarks-
þjónusta að starfsmenn verslana
fái einhverja menntun um þá vöru
sem þeir eru að selja. Sömuleiðis
verður það að teljast lágmarks-
þjónusta að algengustu víntegund-
ir séu hér á boðstólum. Vissulega
eru allmargar tegundir til í versl-
unum ÁTVR en samsetningin er
fyrir neðan allar hellur. Það verður
að endurskoða vínlistann. Þar
getur Höskuldur fengið góða að-
stoð hjá sænsku áfengiseinkasöl-
unum. Vissulega má fækka tegund-
um en það þurfa að vera á boðstól-
um víntegundir frá öllum helstu
vínræktarhéruðum heimsins.
Raunar er vínlistinn frá sænsku
áfengisversluninni til fyrirmyndar.
Skoðaðu hann, Höskuldur! Þá er
það stórskaðleg stefna að selja
aðeins tegundir sem „ganga“ eins
og það heitir. í meginatriðum er
þessi stefna þó skiljanleg en það
eru ávallt einhverjar tegundir sem
nauðsynlegt er að eiga til þó að þær
seljist ekki í miklu magni. Þá er
það verðlagningin - í þeim efnum
ættum við að fylgja sömu stefnu
og Svíar, þ.e.a.s. að hafa léttu vínin
eins ódýr og unnt er og þá á kostn-
að brenndu vínanna. Þess má geta
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR.
að í Svíþjóð hefur dregið úr áfeng-
isneyslu að undanförnu enda er
neysla léttra vína mun betri en
neysla brenndra. Að lokum vill
Sælkerasíðan óska Höskuldi til
hamingju með starfið og alls vel-
farnaðar.
Þorskhrogn
holl,
góð og ódýr
Nú eru hrogn og lifur, þessir ís-
lensku þjóðarréttir, á markaðnum.
Almennt virðist fólk í dag vera
meira fyrir hrognin en lifrina.
Flestir sjóða hrognin með soðinni
ýsu en það má matreiða hrogn á
ýmsa vegu, t.d. má búa til hrogna-
kæfu eða pate. í réttinn þarf:
400 g hrogn
11/2 dl mjólk
2 msk. kartöflumjöl
salt og pipar
þurrkaður pipar
Byrjið á því að hreinsa hrognin
vel og vandlega, fjarlægið svo
himnur og æðar. Hrærið hrognin
saman með gaffli. Blandið svo
saman við hrognin mjólk, kartöflu-
mjöli, salti og pipar og þurrkuðum
graslauk. Þessi blanda er svo
hrærð vel og vandlega saman og
ur sem er sérlega ljúffengur. Það
sem þarf er:
400 g soðin þorskhrogn
1 pakki (375 g) frosið spínat
SÓSA
11/2 msk. smjör
2 msk. hveiti
3dlmjólk
1 dl rifinn ostur
salt og pipar
Spínatið er sett i botninn á
smurðu eldföstu fati. Þá er það
sósan: Smjörið er brætt í potti og
hveitinu sáldrað yfir og mjólkinni
hrært varlega saman við og stöðugt
hrært í pottinum á meðan. Þegar
sósan er orðin hæfilega þykk er
hún krydduð með ostinum, salti og
pipar. Nú eru hrognin skorin í
sneiðar og þeim raðað á spínatið.
Sósunni er svo hellt yfir hrognin.
Ágætt er að strá nokkrum kornum
af raspi yfir sósuna. Þá er fatið
sett inn í 200 gráða heitan ofn og
rétturinn bakaður í 20 mínútur.
Með þessum 'oragðgóða rétti er
gott að hafa brauð og hrásalat.
hún sett í smurt eldfast form. For-
mið er svo sett inn í 175 gráða
heitan ofn og hrognakæfan bökuð
í 45 mínútur. Þennan rétt má bæði
hafa sem forrétt, smárétt eða ofan
á brauð. Hér kemur þá annar
hrognaréttur sem auðvelt er að
matbúa. Það sem þarf er:
400 g þorskhrogn
dill
salt ogpipar
300-400 g niðursoðnir tómatar
1 msk. smjör
Himnan utan um hrognin er fiar-
lægð og hrognin látin renna í vel
smurt eldfast form. Þau eru kryd-
duð með salti og pipar og þurrkuðu
dilli. Þá eru niðursoðnu tómatarnir
settir ofan á hrognin og ofan á þau
1 msk. smjör. Fatinu er svo stungið
inn i 220 gráða heitan ofn og réttur-
inn bakaður í 30 mínútur. Með
þessum rétti er gott að hafa ýmsar
tegundir af grænmeti og bakaða
kartöflu.
Að lokum kemur hér hrognarétt-
Eru
hamborgarar
óhollir?
í Frakklandi hefur að undan-
förnu verið mikið umræða um hina
svokölluðu hamborgara-menningu.
Til eru þeh sérfræðingar sem segja
að hamborgarar séu óhollir, fitandi
og auki á streitu. Aðrir segja að
þetta sé rugl, hamborgarar séu
hollir, góðir og næringarríkir. Hér
leitt drekka menn gosdrykki með
þessum réttum. Þá er ekki gott fyrir
heilsuna að innbyrða mat með
hraði. Það má því segja að það séu
ýmsir þættir samfara neyslu
skyndirétta sem ekki eru heppileg-
ir fyrir heilsuna. Þá er það miður
gott að vera að narta í eitthvað
í Reykjavík hefur fiöldi svokall-
aðra skyndibitastaða skotið upp
kollinum að undanfömu. Á þessum
stöðum em seldir margs konar
smárétth, hamborgarar, pylsur,
samlokur, kínverskar pönnukökur,
kjúklingabitar, pítur og djúpsteikt-
ur fiskur svo eitthvað sé nefnt.
Meginástæðan fyrir vinsældum
þessara smárétta er líklegast það
að þeir em ódýrir, þeir em af-
greiddir á stundinni. En hvað um
hollustuna? Ekki er hægt að full-
yrða að þessir smáréttir séu beint
óhollir og hættulegir heilsu manna.
Að vísu fylgja þessum réttum oft á
tíðum alls konar olíusósur og yfir-
allan daginn. Best er sem sagt að
snæða 2 máltíðir á dag og helst
ekkert þar á milli, ekki má þó
gleyma mikilvægi góðs morgun-
verðar. Nú er það svo að hér á landi
er framleiddur réttur sem kalla má
skyndirétt og er bæði hollur og
sérlega góður. Hvemig væri nú að
hinir svokölluðu skyndibitastaðir
fæm að bjóða gestum sínum skyr.
Mjólkursamsalan gæti mögulega
farið að pakka skyrinu í umbúðir
sem mundu henta skyndibitastöð-
unum því svo mætti bjóða skyr í
þessum umbúðum í öllum skólum
landsins.
Sælkerinn Sælkerinn » Sælkerinn Sælkerinn