Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGURI. FEBRÚAR1986. 27 „Jú, ætli ég verði ekki að gefa mér tíma í þetta. Annars er ég svona í þann veginn að fara að sofa. Maður verður að hvílast vel fyrir stórátök eins og þau sem eru fram- undan,“ sagði Þorbjörn Jensson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, þegar við slógum á þráðinn til hans á fimmtudags- kvöldið um klukkan tíu. Þrátt fyrir að kvöldi væri tekið að halla varð Þorbjöm við ósk okkar. Þorbjörn stendur í ströngu þessa dagana í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina í Sviss sem hefst þann 25. þessa mánaðar og hann verður í eldlín- unni ásamt félögum sínum í lands- liðinu um helgina á Flugleiðamót- inu í Laugardalshöll. En hér kemur hin hliðin á Þorbirni Jenssyni: FULLT NAFN: Þorbjörn Jón Jens- son FÆÐIN G ARST AÐUR: Reykjavík. EIGINKONA: Guðrún Kristins- dóttir. STARF: Rafvirki á Landspítalan- um. HÆÐ OG ÞYNGD: 194,4 cm og %,2 Bf)RN: Kristin Hrönn, 13 ára, og FannarÖrn,5ára. BIFREIÐ: Scout Traweler jeppi árgerð 1978. LAUN: Svo lág að það tekur því ekki að nefna það. ÁHUGAMÁL: Handbolti og jeppar. BESTIVINUR: Eiginkonan. HELSTI VEIKLEIKI ÞINN: Get ekki sagt nei við neinu sem ég er beðinn um. HELSTI KOSTUR ÞINN: Gefst aldrei upp við það sem ég fæst við hveiju sinni. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YRÐIR ÓSÝNILEGUR í EINN • Þorbjörn Jensson, fyrirliði landsliðsins i handknattleik, er með ólækn- andijeppadellu. „Kynntist kon- unni á dansleik á Dalvík” —Þorbjöm Jensson fy rirliöi landsliösins í handknattleik sínir á sér hina hliðina DAG? Fara í bankana og redda öll- um skuldunum í hvelli. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YNNIR MILLJÓN f HAPP- DRÆTTI? Svala jeppadellunni. HVAÐ FER MESTITAUGARNAR Á ÞÉR? Menn sem þarf að ganga mikið á eftir. UPPÁHALDSMATUR: Góðurham- borgarhryggur og kjúklingar. UPPÁHALDSDRYKKUR: ísköld mjólk. HVAÐA PERSÓNU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA? Bob Geldof HVAÐA DAGAR ERU LEIÐIN- LEGASTIR? Mánudagar. UPPÁHALDSLEIKARI ÍSLENSK- UR: Sigurður Siguijónsson. UPPÁHALDSLEIKARI ERLEND- UR: Jack Lemmon. UPPÁHALDSHLJÓMSVEIT: Daire Straits. UPPÁHALDSSTJÓRNMÁLA- MAÐUR: Albert Guðmundsson en Þorsteinn Pálsson sígur á. VIÐ HVAÐ ERT ÞÚ MEST HRÆDDUR? Ég óttast ekkert. HVER VAR FYRSTI BfLLINN SEM ÞÚ EIGNAÐIST OG HVAÐ KOST- AÐI HANN? Það var Ford Corsair GT og hann kostaði 35 þúsund gamlar krónur. UPPÁHALDSLITUR: Rautt. HLYNNTUR EÐA ANDVÍGUR RÍKISSTJÓRNINNI? Tiltölulega hlynntur henni en ekki alveg sáttur við hana. HVAR KYNNTIST ÞÚ EIGINKON- UNNI? Á dansleik á Dalvík. HVAÐ VILDIR ÞÚ HELST GETA GERT í ELLINNI? Verið heilsu- hraustur og stundað jeppana af krsfti. UPPÁHALDSSJÓNV ARPSÞÁTT- UR: Veðrið. UPPÁHALDSSJÓNVARPSMAÐ- UR: Ómar Ragnarsson. HEFUR ÞÉR EINHVERN TÍMA VERIÐ LfKT VIÐ AÐRA PER- SÓNU? Nei, aldrei. UPPÁHALDSFÉLAG f ÍÞRÓTT- UM: Valur. EF ÞÚ STARFAÐIR EKKI SEM RAFVIRKI, HVAÐ MYNDIR ÞÚ HELST VILJA GERA? Starfa sem tannlæknir vegna þess að þeir hafa svo gífurlega mikið kaup. UPPÁHALDSBLAÐ: DV. UPPÁHALDSTÍMARIT: Mannlif. EF ÞÚ YRÐIR HELSTI RÁÐA- MAÐUR ÞJÓÐARINNAR Á MORGUN HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK? Hjálpa fólkinu sem er með íbúðir sínar á nauðung- aruppboðum. ANNAÐ VERK: Bíða með það þar til ég sæi hvernig fyrsta verkinu reiddi af. EF ÞÚ ÆTTIR EKKI HEIMA Á ÍSLANDI HVAR VILDIR ÞÚ ÞÁ BÚA? í Noregi. VASKAR ÞÚ UPP FYRIR KON- UNA ÞÍNA? Já, alltaf þegar ég get. MYNDIR ÞÚ TELJA ÞIG GOÐAN EIGINMANN? Já, þegar ég er heima er ég ágætur. FALLEGASTI STAÐUR Á ÍS- LANDI: Þórsmörk. FALLEGASTIKVENMAÐUR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ: Eiginkonan (hafðu Hófi í öðru sæti). HVAÐ LÍKAR ÞÉR VERST í FARI KVENFÓLKS? Of mikil afskipta- semi. EF ÞÚ YRÐIR RÁÐHERRA Á MORGUN HVAÐA EMBÆTTI MYNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR? Fjár- málaráðherrann. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Á MORGUN? Vakna klukkan tíu um morguninn og fá mér góðan morg- unverð. Síðan fer ég út á Hótel Loftleiðir og borða þar klukkan eitt. Loks fer ég heim og hvíli mig vel fyrir landsleikinn gegn Pólveij- um. Umsjón: Stefán Kristjánsson 1 '~~wGarðyrkja - plöntukaup Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í sumarblóm og grænmetisplöntur. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. febrúar kl. 1 1 .00. Bæjarverkfræðingur. UNGTFÓLK Tryggjum ungum manni öruggt sæti í prófkjöri Al- þýðuflokksins í Reykjavík dagana 1. og 2. febrúar næstkomandi. Kjósum ViðarJ. Scheving Stuðningsmenn. Kosningaskrifstofan er i Glæsibæ (uppi). simi 688272. Daihatsu Charade XTE ðrg. 1982, ekinn 69.000 km, grásans, sjálf- skiptur.Verðkr. 260.000,- VW LS 4ra dyra. ðrg. 1981, ekinn 73.000 km, Ijósgrænn. Verð kr. 330.000,- MMC Pajero disil árg. 1983, ekinn 44.000 km, rauður. Verð kr. 670.000,- VW Double Cab áig. 1984, ekinn 26.000 km. hvitur, bensin. Verð kr. 550.000,- MMC L300 sendiferða-, árg. 1984, ekinn 44.000 km, beis. Verð kr. 370.000,- Gott úrval notaðra MMC Pajero-bíla á staðnum. RÚMGÓÐUR SÝNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.—föstud.kl. 9.00—19.00. Laugard. kl. 10.00—19.00. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.