Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. Erlend bóksjá Erlend bóksjá Tbe wvMOMtt ti»nlú4ci tntveí wrttmi W >»» tttje CAROUNE MOOREHEAD FREYA STARK. Höfundur: Caroline Moore- head. Penguin Books, 1985. Freya Stark, sem fæddist árið 1893, var afar sérstæður persónu- leiki: sjálfstæð, vel menntuð, ekki síst í tungumálum, og óþreytandi ferðagarpur sem ávallt ferðaðist einn síns liðs og skrifaði um ferðalög sín vinsælar bækur. Hún ferðaðist mest um land- svæði þar sem fágætt, ef ekki einstætt, var að sjá evrópskar konur einar á ferð: um Persíu, sem nú heitir tran, um Arabíu- skagann (þar sem nú er Sádí- Arabía og Jemen) og um lönd Mið-Asíu í fótspor Alexanders mikla. Um þessar ferðir sínar skrifaði hún tíu bækur auk sjálfsævisögu í mörgum bindum. En líf hennar var enginn dans á rósum. Hún átti við veikindi að stríða og hjónaband hennar fór út um þúfur. í persónulegu mótlæti gat hún leitað á vit fram- andi landa til að gefa lífi sínu fyllingu. Sú stutta ævisaga Freyu Stark, sem hér birtist, gefur nokkurt yfirlit um ævi hennar og störf. Hér er hins vegar aðeins stiklað á helstu atriðum eins og í öðrum' bindum ritraðarinnar Lives of Modem Women. 4t*ÖtCM..M«JNTrNr,. IHeSTOTF OF DKEAMS ThE PENGUINCoMPt.ETE FairyTÁles and Stories of Hans Andersen THE PENGUIN COMPLETE FAIRY TALES AND STORIES OF HANS ANDERSEN. 1985. Sögur og ævintýri danska skáldsins H. C. Andersens hafa verið þýdd á fjölda tungumála og njóta víða um lönd mikilla vinsælda jafnt hjá bömum sem fullorðnum. Heildarútgáfur á ævintýrum hans hafa einnig birst á nokkrum tungum. Penguin hefur hér gefið út í enskri þýðingu 156 ævintýri Andersens, og er valið byggt á dönsku heildarútgáfunni, sem Andersen ritstýrði sjálfur, með tveimur undantekningum. Þá eru einnig birtir formálar, sem Andersen skrifaði. Þar gerir höfundurinn grein fyrir tilurð ævintýranna. Á íslensku hefur einungis birst um þriðjungur ævintýra Ander- sens. Hér gefst því tækifæri til að kynnast þeim sögum danska ævintýraskáldsins, sem ekki hafa verið þýddar á íslensku, í ódýrri og handhæeri útgáfu. _________ Tár bjarnarins THE BEARS TEARS. Höfundur: CraigThomas. Sphere Books Limited, 1985. Ýmsir vinsælustu spennubókahöf- undar samtímans búa til æsilegan söguþráð sem ofinn er saman við fréttaatburði sem gert er ráð fyrir að lesendum sé að nokkru kunnur úr fjölmiðlum eða öðrum bókum. Craig Thomas fer þessa leið í ný- justu og lengstu spennusögu sinni, Tárum bjamarins. Þetta er æsileg njósnasaga þar sem örfáir einstakl- ingar berjast ekki aðeins við svika- myllu KGB heldur einnig við sové- skar moldvörpur á æðstu stöðum í bresku leyniþjónustunni. Ekki er ráðlegt að ljóstra of miklu upp um söguþráðinn. Þó skal þess getið að sá grunur berst í upphafi sögunnar að yfirmanni bresku leyni- þjónustunnar, SIS, að hann sé so- véskur njósnari og hafi verið það áratugum saman. Þetta er svo sem í samræmi við annað á þeim bæ, eins og þeir sem gjörla hafa fylgst með sífellt nýjum uppljóstrunum um hina gatslitnu bresku leyniþjónustu kannast vel við. f þessu tilviki telja þó örfáir vinir njósnaforingjans að hann sé saklaus af þessari ákæru. Þeir eru sannfærðir um að hér sé á ferðinni samsæri KGB gegn bresku leyniþjónustunni. Af þessu sprettur mikið kapphlaup milli þeirra sem vilja sanna sakleysi njósnaforingjans og hinna sem vilja hann út í ystu myrkur. Sá leikur berst um víðan völl svo sem gjarnan gerist í slíkum sögum, m.a. til stríðs- svæða í Afganistan. Tár bjamarins hafa til að bera ýmsa helstu kosti góðra spennu- sagna: atburðarásin er hröð og spennandi, söguhetjan á við mikið ofurefli að etja þar sem eru vondir kallar austan hafs sem vestan, ástin er með í spilinu, og svo sigra auðvit- að góðu gæjamir í lokin, á elleftu stundu. Sögur úr suðri THE PENGUIN BOOK OF SOUT- HERN AFRICAN STORIES. Ritstjóri: Stephen Gray. Penguin Books, 1985. Þegar hugsað er til bókmennta þeirra sem byggja suðurhluta Afriku koma fáeinir rithöfundar ósjálfrátt í hugann: Alan Paton, Nadine Gor- dimer, Peter Abrahams, Laureen van der Post, Doris Lessing, J. M. Coet- zee. Ritstjóri þessarar bókar, skáld- sagnahöfundurinn og prófessorinn Stephen Gray, hefur hins vegar haft mun víðari sjóndeildarhring fyrir augum er hann valdi sögur í þessa bók. Hér er blandað saman stuttum frásögnum úr gjörólíkum áttum. Sú ein forsenda er sameiginleg að höf- undamir eiga allir rætur sínar í mannfélögum suðurhluta Afríku. Sumir þeirra em hvítir, aðrir svartir eða „litaðir". Sumir skrifa á ensku, aðrir á afrísku, máli afkomenda BANDARÍKIN 1. Sidney Sheldon: IF TO- MORROW COMES. 2. Alice Walker: THE COL- ORPURPLE. 3. Mario Puzo: THE SCICIL- IAN. 4. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 5. Stephen King og Peter Straub: THE TALISMAN. 6. Stephen King: THE BACH- MAN BOOKS. 7. Arthur Hailey: STRONG MEDICINE. 8. Oana Fuller Ross: LOUIS- IANA! 9. Jean M. Auel: THE CLAN OFTHE CAVEBEAR. 10. John Jakes: LOVE AND WAR. Ritalmenns eðlis: 1. Isak Dinesen: OUT OF AFRICA og SHADOWS ONTHE GRASS. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Arkady N. Shevchenko: BREAKING WITH MOS- COW. Byggt á New York Times Book Review. SOUTHERN AFRICAN • sroRie®' L BXIED BV STEPHCN 6SWV Búanna og ráðandi afla í Suður- Afríku, og enn aðrir á ýmsum tungu- málum svertingja. Landfræðilega horfir ritstjórinn einnig um víðari völl en venja er til. Hann lítur ekki einungis til heima- lands síns, sem við köllum gjaman Suður-Afríku, heldur einnig til ná- grannaríkja svo sem Lesotho, Bots- wana, Svazilands, Namibiu, Zimbab- we og Malawi. Stjómmálaleg landa- mæri skipta hann ekki máli í þessu sambandi. Honum er mest í mun að sýna þá auðlegð og fjölbreytni í frá- sagnarstíl og efni, sem íbúar þessa víðáttumikla svæðis búa yfir. Um leið kemur hann á framfæri skáld- skap sem ella væri vestrænum les- endum óaðgengilegur. Hér má finna jafnt örstuttar dæmi- sögur sem hefðbundnar smásögur að vestrænni fyrirmynd og allt þar á milli. óneitanlega gerir framandleik- inn ýmsar frásögur afrískra manna að áhugaverðasta efrii bókarinnar. Gray skrifar stuttan formála þar sem hann gerir nokkra grein fyrir vali sínu. I bókarlok eru stuttlega talin upp helstu æviatriði höfund- anna sem eru 38 talsins. METSÖLUBÆKUR PAPPÍRSKILJUR BRETLAND DANMÖRK 1. Judith Krantz: MISTR- 1. Herman Wouk: OP MOD ALS DAUGHTER. (9). VINDEN (1). 2. Craig Thomas: THE BE- 2. Bjame Nielsen Brovst: ARS TEARS.(6). KAJ MUNK. (2). 3. Doris Stokes: WHISPER- 3. Klaus Rifbjerg: DEN ING VOICES. (7) KRONISKE USKYLD. (5). 4. Sue Townsend: THE 4. Kirsten Thorup: HIMMEL GROWING PAINS OF OG HELVEDE. (4). ADRIAN MOLE. (1). 5. Herman Wouk: PAMELA. 5. Arthur Hailey: STRONG (8). MEDECiNE. (5). 6. POLITIKENS SLANGORD- 6. Sue Townsend: THE BOG. (3). SECRET DIARY OF ADR- 7. Dorrit Willumsen: IAN MOLE, AGED 13 3/4. MARIE. (10). (2). 8. Rachel og Israel Rachlin: 7. Virginia Andrews: HEA- 16 AR1SIBIRIEN. (9). VEN. (3). 9. Poul Behrendt: BISSEN 8. George Gipe: BACK TO OG DULLEN. (-). THE FUTURE. (-). 10. C. G. Jung: DET 9. Len Deighton: MEXICO SET. (8). 10. Frederick Forsyth: FO- URTH PR0T0C0L. (10). UBEVIDSTE. (-). Tölur innan sviga tákna röð Tölur innan sviga tákna röð viðkomandi bókar vikuna á viðkomandi bókar á listanum undan. Byggt á The Sunday vikuna á undan. Byggt á Pol- Times. itiken Söndag. Umsjón: Elías Snæland Jónsson UNDER THíVOLCANO. Höfundur: Malcolm Lowry. Penguin Books, 1985. Sagan um drykkfellda konsúl- inn í Mexíkó er ein af þekktari skáldsögum aldarinnar. Sumir telja hana jafnframt meðal hinna merkustu. Það er ekki ofsagt að þessi skáldsaga hafi verið ævistarf höfrindarins. Þótt hann skrifaði aðrar skáldsögur, tók Under the Volcano stærsta hlutann úr starfsævi hans. Og í henni er að finna afar mikið af þrautaþungri persónulegri reynslu höfundar- ins af fátækt og ofdrykkju. En sögunni er ætlað annað og meira en að vera hefðbundin skáldsagnarfrásögn. Hún er hugsuð sem dæmisaga um lífið á þessari jörð. Uppbygging sög- unnar er mjög flókin en jafnframt skipulögð út í ystu æsar, eins og greinilega kemur fram í bréfi sem höfundurinn skrifaði útgefanda sínum til að koma í veg fyrir að sagan yrði stytt áður en hún var gefin út í fyrsta sinn. Þetta bréf fylgir hér skáldsögunni og auð- veldar það lesandanum að átta sig á markmiði höfundarins. Hvort sem lesendur eru sam- mála þeim sem telja söguna meistaraverk eða ekki er hún áhugaverð og stundum yfir- þyrmandi lesning. iMviTiöSaTvi GEOFFREY HILL COLÍEÍfÉÐ PÖEMS L Collected Poems. Höfundur: Geoffrey Hill. Penguin Books, 1985. Fá nútímaljóðskáld á Englandi hafa hlotið svo andstæða dóma sem Geoffrey Hill sem nú er á sextugsaldri. Hann á sér ákafa aðdáendur sem telja hann til bestu ljóðskálda á Bretlandseyj- um: meistaralegt skáld segja þeir. En aðrir telja ljóð hans tyrfin og óaðgengileg. Ljóðskáld, sem vekur slíkar deilur og tilfinningarót hjá gagn- rýnendum, hlýtur að vera þess virði að kynnast verkum hans nánar. Og hér gefst tækifæri til þess í nýju safni ljóða hans. Líklega munu flestir lesendur komast á þá skoðun að ljóð Hills séu misjöfn að gæðum. Hér er bæði að finna perlur og grágrýti. í safninu eru ljóð sem birst hafa á tímabilinu frá 1959 til ársins 1984, samtals 88 ljóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.