Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. i. „Réttið út hægri handlegg og segir eftir mer: AHAHAHA. Þaðer ^ Ari okkspildan Rokkspildan Valgeír visnavinur Valgeir vísnavinur á Borginni Erekki sama hver svindlar? „Rinnnnng-Halló, vinsældalistirás- artvö. Já, má ég velja þrjú uppá- haldslögin mín? Gerðu svo vel... “ „SVONA EINFALT ER’ÐA,“ aug- íýsir Helgi Már á rásinni og klykkir út með áskorun: „Vertu nú með.“ Og hvað gera menn þegar slík boð bjóðast? Nú, auðvitað hringja. Einu sinni, eins og Guðmundur Hverjir skyldu ánnars vera þessir hlustendur rásar tvö? Eru það ekki allir sem hlusta daglega, vikulega, mánaðarlega og ársfjórðungslega? Eða heyrðu í stöðinni fyrsta útsend- ingardaginn eins og Guðmundur Jóns? Vitaskuld, og þar af leiðir að öllum þessum hlustendum er frjálst að hringja í vinsældalista hlust- enda rásar tvö. Þetta er þeirra listi. En héma stendur hnífurinn í kúnni. Sumir hlustenda hringja nefnilega oftar en aðrir, nokkrir mörgum sinnum sama fimmtudag- inn. Og alltaf halda viðkomandi fram sama uppáhaldslaginu. Hemm, hemm, eitthvað bogið við þetta. Það hafa margar bráðskemmtileg- ar sögur orðið til um þennan vin- sældalista hlustendanna. öllum er örugglega enn minnisstætt á árdög- um rásarinnar þegar Duran-aðdá- endur gerðu áhlaup og lögum hljóm- sveitarinnar snjóaði inn á listann. Þetta var snarlega stöðvað og í ljós kom að plötusnúður unglinga- skemmtistaðar hafði hvatt til þessar- ar múgæsingar. Duranaðdáendur reyndu svo annað áhlaup ekki alls fyrir löngu en það uppþot var kæft i fæðingu (að þessu sinni var plötu- snúðurinn saklaus). Samátak fjölskyldunnar Þessi afglöp duranista verða hins vegar að teljast minniháttar. Nú er liðið tímabil í sögu þessa vinsælda- lista sem minnst verður fyrir hreint ótrúleg átök. Og hér voru það hlust- endur í röðum útgefenda sem áttust við. Mikið var líka í húfi, hver platan af annarri kom út og samkeppnin gífurleg um hylli kaupenda. Margir sáu sér þvi þann kost vænstan að reyna að auglýsa í gegnum vinsælda- listann. En til að koma lagi hátt á lista þarf að hringja oft. Ymsar aðferðir voru notaðar: Hljómsveit lofaði öðr- um tónleikum í félagsmiðstöð ef viðstaddir vildu vera svo vænir að segja í síma rásarinnar að nýjasta lag hljómsveitarinnar væri þeim kært. Lagið náði efsta sæti. Annar aðili, sem gaf út plötu, virkj- aði hins vegar fjölskylduna og með sameiginlegu átaki var lagi af plöt- unni komið í efsta sæti. Það segir kannski alla söguna að þegar mest gekk á í síðari hluta desembermánaðar voru ekki færri en nítján íslensk lög á hlustendalistan- um. Hann hló, haha Og hvað með það? segi ég. Þetta kallast sjálfsbjargarviðleitni. Með því að koma lagi á listann er tryggt að það verði spilað, að minnsta kosti einu sinni í viku. Það ætti ekki að skemma fyrir sölunni. Hér ætla ég ekki að varpa fram þeirri spumingu hvað ræður þvi Vísnavinir verða tiu ára á þessu ári. Þessi félagsskapur hefur sannast sagna ekki verið mjög áberandi þennan áratug sem hann hefur starf- að. Það skiptir kannski heldur ekki máli. Markmið Vísnavina er ein- faldlega að koma saman og taka lagið í góðra vina hópi. Það sem kannski er mikilvægast á slíkum vísnakvöldum er að þar gefst einstaklingum eða hópum tækifæri á að flytja eigið efni. Sjálfur Bubbi Morthens hóf einmitt feril sinn á vísnakvöldi. Og hann vitjaði uppruna síns á vísnakvöldinu sem haldið var á Hótel Borg á mánu- dagskvöldið. Hvibandið og Steinn Þetta vísnakvöld var nokkuð vel auglýst, bæði í blöðum og útvarpi. Ég leyfi mér þó að fullyrða að heið- ursgestur kvöldsins hafi ráðið mestu um hve margir mættu. Valgeir Guð- jónsson er nefnilega býsna þekktur. Og vísnavinir notuðu sér vinsældir Valgeirs vel. Fjöldi tónlistarmanna fékk að spreyta sig fyrir fullum sal áður en hann steig á sviðið. Hópur, sem nefnir sig Hvíbandið, reið á vaðið. Hann flutti frumsamin lög og texta, jafnframmt því að syngja eigin lög við ljóð ýmissa góðskálda. Leikið var á þrjá gítara og var samæfingin ekki sem best. En flutningur hópsins fékk ágætar undirtektir hjá áheyrendum. Næstur var trúbadorinn Steinn Kárason. Steinn flutti eigin lög og ljóð og náði góðu sambandi við sal- inn. A milli laga skaut hann inn skemmtilegum kynningum og var greinilega ekki með öllu óvanur að koma fram. Steinn var bestur þeirra vísnavina sem komu fram þetta kvöld. Ljóðalestur og fjöldasöngur Þegar Steinn hafði lokið flutningi sínum bauð Gísli Helgason kynnir Hjört Pálsson, fyrrum dagskrár- stjóra útvarpsins, velkominn. Hjört- ur steig fram og las nokkur ljóð úr fjórðu ljóðabók sinni, Haust í Heið- mörk. Traustur flutningur. Að ljóðalestrinum loknum kom á sviðið sönghópurinn Samstilling. Mér skilst að þessi hópur komi saman í hverri viku og taki lagið. Ánægjan var hér í fyrirrúmi og flutti hópurinn ýmis þekkt sönglög. En nú voru margir gesta teknir að ókyrrast og eftir stutt hlé kynnti Gísli Valgeir. Honum var vel fagnað og hann tók strax til óspilltra mál- anna við að skemmta fólki. Og gestir voru svo sannarlega til í að bregða á leik. „Viltu í nefið?“ Á efnisskrá Valgeirs var bæði nýtt og gamalt efni. Lögin urðu aftur á móti ekkert sérlega mörg. Valgeir hafði svo margt að segja. Kynningar kappans eru auðvitað kapítuli út af fyrir sig. Hressari mann á sviði er ekki hægt að finna. En það var ekki laust við að mér þætti komið fullmik- ið af því góða þegar hann stoppaði lögin í tíma og ótíma til að segja gamansögur. En burtséð frá svona smáatriðum er ekki ofsögum sagt að Valgeir hafi verið maður kvöldsins. Hann var klappaður þrisvar upp og klykkti út með Uppboði. Þá bauð hann áhey- rendum að taka undir viðlagið og gestir létu ekki sitt eftir liggja. Val- geir: „Viltu í nefið vinur minn - ahaha,“ bergmálaði salurinn. Þetta er fyrsta vísnakvöldið sem ég fer á og sé ég ekki eftir þeirri för. Það er gott að fólk skuli hafa slíkan vettvang sem vísnakvöld til að stíga sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni. Ekki er það síður vel til fundið að fá þekktan tónlistarmann til að troða upp með þeim óreyndu. Það laðar að áheyrendur. Og Valgeir laðaði svo sannarlega að sér gesti Borgarinnar á mánudagskvöldið. Hann er sannur vísnavinur. -ÞJV „Halló, verra, hins almenna hli hversu oft/sjaldan heyrðist í hinum ýmsu flytjendum. Það sem fer fyrir brjóstið á mér er þegar dagskrár- gerðarmenn rásarinnar eru að gefa í skyn hverjir það séu sem svindli á vinsældalistanum. „Þið skuluð ekki hringja í þetta símanúmer milli fjög- ur og sjö á fimmtudögum. Það er alltaf á tali,“ sagði einn morgun- mannanna fyrir skemmstu og hló hæðnislega. svindlar? Er ekki sama hver „0, kemur þetta“ Það er ófært að einn skuli vera áminntur fyrir það sem annar kemst upp með. Það verða allir að fá að svindla jafnt enda ógerlegt að koma í veg fyrir að hlustendur hafi rangt við með núgildandi aðferð. Hitt er svo annað mál hvort menn vaði ekki reyk þegar þeir rembast við að koma lagi á þennan blessaða lista. Sömu lögin eru ósjaldan spiluð mörgum sinnum á dag og viðbrögðin gætu orðið: „0, kemur þetta einu sinni enn. Ekki dettur mér í hug að kaupa plötuna." -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.