Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 40
40 DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Kambaseli 77, þingl. eign Sigurðar G. Símonarsonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. febrúar 1986 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Engja- seli 17, þingl. eign Halldóru Þ. Ólafsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudag 5. febrúar 1986 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Ferjubakka 10, þingl. eign Svanhildar Páls- dóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Búnaðarbanka ís- lands og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. febrúar 1986 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Tunguseli 8, þingl. eign Steingríms S. Björns- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Landsbanka ís- lands, Tryggva Agnarssonar hrl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. febrúar 1986 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 120., 124. og 127. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Jörfabakka 22, tal. eign Þórðar Magnússonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. febrúar 1986 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1105. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 og 10. og 13. tbl. þess 1986 á hluta í Bugðulæk 1, þingl. eign Braga Friðfinnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o.fl. á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 5. febrúar 1986 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Völvufelli 50, þingl. eign Arnórs Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Útvegsbanka islands á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 4. febrúar 1986 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 20., 31. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Holtagerði 34, hluta, þingl. eign Kristjáns Páls Gestssonar og Sigrúnar Þorsteinsdóttur, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópa- vogi á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. febrúar 1986 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 23., 26. og 29. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1983 á eigninni Kársnesbraut 90, hluta, þingl. eign Árna Helga- sonar, fer fram að kröfu Róberts Árna Hreiðarssonar hdl. og Ólafs Thor- oddsen hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. febrúar 1986 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 20., 31. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Engihjalla 17, hluta, þingl. eign Nínu Hrólfsdóttur, fer fram að kröfu Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. febrúar 1986 kl. 11.30. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 20., 31. og 33. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Neðstutröð 8, hluta, þingl. eign Torfa Guð- björnssonar, fer fram að kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri þriðju- daginn 4. febrúar 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 18., 20. og 22. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Reynigrund 71, þingl. eign Sigríðar Rögnu Júlíusdóttur, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Ara ísþerg hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. febrúar 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 20., 31. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Víðihvammi 25, þingl. eign Sigmars Björnssonar og Unnar Krist- insdóttur, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Ásgeirs Thoroddsen hdl, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. feþrúar 1986 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135. og 139. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 og 3. tölublaði 1984 á eigninni Kjarrhólma 34, hluta, þingl. eign Kjartans Arnar Sigurðssonar, fer fram að kröfu Arnar G. Hinrikssonar hdl. á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 4. febrúar 1986 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Afmæli 50 ára eru í dag, 1. febrúar, tvíbur- amir Rannveig Erna Þóroddsdóttir, Smyrlahrauni 23, Hafnarfirði og Gissur Grétar Þóroddsson, Keldu- hvammi 9, Hafnarfirði. Rannveig er stödd erlendis en Gissur tekur á móti gestum kl. 14-18 í dag í veit- ingahúsinu Gafl-inn, Dalshrauni 13, Hafharfirði. Tapað-Fundið Svört mappa tapaðist Svört mappa með gulri teyju er töpuð og er hennar sárt saknað. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Margréti Adólfs í síma 72211. Tilkynningar Ráðstefna um fjölmiðlun í fram- tíðinni Þar sem ný útvarpslög hafa nú tekið gildi er tímabært að fjalla nánar um fjölmiðlun í framtíðinni og þá mögu- leika sem fjarskiptatæknin býður upp á. Af því tilefhi efnir Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, til ráðstefnu um þessi mál í dag, laugardaginn 1. febrúar, og hefst hún kl. 14 og er öílum opin. Áhugamenn um þessi málefni eru sérstaklega hvattir til að mæta. Ársrit Útivistar 1985 er komið út Ársrit Útivistar fyrir árið 1985 er nýkomið út og er það hið ellefta í röðinni. Sem fyrr er ritið hið vand- aðasta, með fjölbreyttu ferðaefni og prýtt fjölda ljósmynda. Stærsta grein ritsins er afmælisgrein rituð af Sig- urþóri Þorgilssyni í tilefni 10 ára afmælis Útivistar sem var á liðnu ári. Er þar rakin saga félagsins frá upphafi. Jón Jónsson jarðfræðingur heldur áfram þáttaröð sinni Eyja- fjallapistlar og ritar auk þess grein um Mýrdalsfjöllin. Nanna Kaaber segir frá ferð á Hornstrendur, sem er eftirsótt sumarleyflssvæði í Úti- vistarferðum. Leifur Jónsson segir frá eftirminnilegri landmælingaferð í Kerlingarfjöll árið 1956 og Einar Haukur Kristjánsson ritar skemmti- legar hugleiðingar um örnefni í landslagi og kallar greinina Dægra- dvöl á ferðalögum. Þá eru í ritinu tvö kvæði eftir Hallgrím Jónasson og ársskýrsla Útivistar fyrir árið 1984. Ritstjóri þess rits var Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Félagsmenn Útivistar fá ritið gegn greiðslu árgjalds sem er 750 kr. Félagið er opið öllum almenningi og eru nýir félagar vel- komnir. Ársritið fæst á skrifstofu félagsins að Lækjargötu 6a, Reykja- vík. Auk þess að fá ársritið greiða félagsmenn lægra fargjald í ferðir félagsins. Ársrit 1986 er væntanlegt í maí og hefur Sighvatur Blöndahl tekið að sér ritstjóm þess. Félagsfundur JC Nes Sjötti félagsfundur hjá JC Nes Seltjamamesi verður haldinn í fé- lagsheimili JC Borgar að Nýlendu- götu 10 mánudagskvöldið 3. febrúar og hefst hann kl. 20.30 stundvíslega. Á þessum fundi fer fram ræðukeppni milli JC Nes og JC Víkur. Umræðu- efnið er hvort banna rigi auglýsingar á milli dagskrárliða í útvarpi. Allir JC félagar og gestir þeirra em vel- komnir. Prestar Hádegisverðarfundur presta verð- ur mánudaginn 3. febrúar í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. íslensk fyrirtæki í nýjum búningi Frjálst framtak hf. hefur nú sent frá sér bókina „íslensk fyrirtæki 1986“. Er þetta í sextánda sinn sem Frjálst framtak gefur út slíka fyrir- tækjaskrá en í bókinni er að finna ítarlegar upplýsingar um starfandi íslensk fyrirtæki. Hefur frá fyrstu tíð verið lögð mikil áhersla á að hafa upplýsingar bókarinnar sem ná- kvæmastar auk þess sem upplýsingar bókarinnar hafa verið auknar ár frá ári. Bókin Islensk fyrirtæki skiptist í fimm meginkafla. Fyrsti kaflinn fjallar um íslensk útflutningsfyrir- tæki, annar kaflinn er vöru- og þjón- ustuskrá, þriðji kaflinn er umboða- skrá, fjórði kaflinn er fyrirtækjaskrá og fimmti kaflinn er skipaskrá. Rit- stjóri bókarinnar er Erla Einars- dóttir og er þetta þriðja árið sem hún ritstýrir bókinni. Bókin er 1.184 blað- síður. Hún er prentunnin hjá Prent- stofu G. Benediktssonar í Kópavogi og bundin hjá Bókfelli hf. Kápu- hönnun annaðist Auglýsingastofa Emst Bachmanns. Félagsvist Húnvetningafélags- ins verður spilvjð laugardaginn 1. febrú- ar kl. 14 í Skeifunni 17. Fjögra laug- ardaga keppni. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kvenfélag Háteigssóknar heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20.30 í Sjómannaskól- anum. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel. Boðberi æsi- og váfrétta geysist fram á ritvöllinn í blaði yðar í gær undir viðeigandi nafni, SOS. SOS þessi veltir sér ábyrgðarlaust upp úr bamalegri grein sem ungur og óná- kvæmur blm. Morgunblaðsins, Jó- hanna Ingvarsdóttir, skrifar 29.1. sl. um áramótadansleik sjónvarpsins. Þar er m.a. haft rangt eftir fjármála- stjóra útvarpsins, Herði Vilhjálms- syni, og honum lögð í munn orð um óeðlilega háa greiðslu til Stuðmanna fyrir leik sinn. Umsamið verð fyrir tónlistarflutn- ing í beinni útsendingu sl. nýársnótt var kr. 200.000 fyrir sjö manna hljóm- sveit, hljóðmann og tvo aðstoðar- og tæknimenn. Inni í þessu verði var ótakmarkaður endursýningarréttur, höfundalaun, tækjaleiga, flutningar, búningar, uppsetning o.fl. Forvinna vegna umræddrar dag- skrár nam alls tíu dögum við kvik- myndatöku víðs vegar innan bæjar og utan, hljóðvinnslu, æfingar með öðrum listamönnum og undirbúning atriða sem birt voru sem innslög. Fast umsamið verð fyrir þessa vinnu var kr. 150.000 fyrir 7 manna sveit auk hljóðmanns og innifelur það einnig hljóðverskostnað, en undirbúningur þessi varð allur mun tímafrekari en nokkurn hafði órað fyrir og lenti á mörgum helgidögum, iðulega fram eftir nóttum án þess að um nokkra uppbót eða tekjuálag væri að ræða. Auk þess varð hljóm- sveitin að neita öðrum atvinnutil- boðum meðan á undirbúningi stóð og þegar upp er staðið hefur nætur- og helgidagataxti Stuðmanna og hjálparkokka þeirra varla slefað upp í tvö hundruð kallinn enda sennilega flestir heldur kosið að geta verið heima með fjölskyldum sínum yfir hátíðamar. Þá má geta þess að hinn ótakmark- aði endursýningarréttur stendur iðulega fyrir allt að 40% af kaupverði einnar dagskrár og þegar hefur verið rætt um sýningar á einstökum atrið- um þessarar dagskrár á Norðurlönd- Aðalfundur kvenfélags Bú- staðasóknar verður haldinn mánudaginn 10. febrúar kl. 20.30 í safnaðarheimil- inu. Venjuleg aðalfundarstörf. Grétar Reynisson opnar sýn- ingu Grétar Reynisson myndlistarmað- ur opnaði sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstig, föstudaginn 31. jan- úar. Á sýningunni eru á annað hundrað myndir unnar í olíu og akríl. Áður hefur Grétar eingöngu sýnt skúlptúrverk á einkasýningu og samsýningum, auk þess sem hann hefur unnið við leikmyndagerð. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Henni lýkur 9. febrúar. um án frekari greiðslu til sveitarinn- ar. Óhætt er því að segja að frá pen- ingalegu sjónarmiði hefði umrædd- um tíma hljómsveitarinnar verið mun betur varið annars staðar en í ríkisfjölmiðlinum en við sáum ástæðu til að ljá þessari nýbreytnni sjónvarpsins fulltingi okkar þó það fæli í sér umtalsverða áhættu og tekjumissi. Draugasögur og æsifréttir hafa löngum sprottið upp í skammdeginu þegar litið er við að vera, en það er aumt að innan ritstjóma blaða sem almennt vilja ekki telja sig til æsi- fregna-, klám- eða sorprita skuli þrífast óábyrgir galgopar eins og SOS sem í fásinninu reyna að gera Stuðmenn að ræningjum með því að vitna í afdankaða umboðsmenn gömludansahljómsveita eða vafa- sama eigendur öldurhúsa. Heiðarlegur blaðmaður hefði gert það að frétt í gúrkutíðinni að Stuð- menn fengu í sinn hlut aðeins tæpan fjórðung af kostnaði við umrætt hóf, hafandi lagt af mörkum a.m.k. fjórum sinnum meiri vinnu en nokkur annar sem nálægt því kom! - Virðingarfyllst, f.h. Stuðmanna, Jakob Magnússon. Svar blaðamanns: Það er leitt að vita til þess að umræður um kostnað áramótadans- leiks sjónvarpsins, á mannamótum, í fjölmiðlum og á Alþingi, hafi raskað svo ró Stuðmanna, að þeir hafa þurft að fóma dýrmætum tíma sínum til að senda frá sér greinargerð þar sem þeir gera tilraun til að sýna fram á hvað þeir tóku litla peningaupphæð fyrir þátttöku i dansleiknum. í þess- ari greinargerð nota þeir tækifærið til að senda mönnum, sem em ekki á sama máli og þeir, tóninn. Það er auðvitað ekki skemmtilegt að vita til þess að Stuðmenn hafi þurft að leggja á sig vinnu til að ná inn 350 þús. krónum. Þá er leitt að heyra að þeir hafi fómað því að fá að vera heima með fjölskyldum sín- um til að afla þessara tekna. Getur það verið vegna þess hvað gjaldskrá Stuðmanna var lág að þeir fóm ekki beint heim eftir dansleik- inn í sjónvarpssal? Heim í faðm Qöl- skyldunnar? Eftir hinn illa launaða dansleik í sjónvarpssal lá leið þeirra í Laugar- dalshöllina þar sem unglingar og böm borguðu um eina milljón króna í aðgangseyri „til að fá að vera með“ á Stuðmannadansleik. -SOS Þakkarávarp Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu mér vinarhug á áttrœðisafmœlinu 24.janúar sl. Ragnar Þorvaldsson, Safamýri 17, Reykjavík. ATHUGASEMD FRÁ STUÐMÖNNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.