Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 37
DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. 37 —1 skákinni og eftir 32. -Dd8 á hvítur einnig rakta vinningsleið: 33. Hxh6 + ! Rxh6 34. Hxh6+ Kg8 35. f6 Rf5 36. Dg4+ Hg7 37. fxg7 Rxh6 (ef 37. -Hxg7 38. Hg6 með manni meira) 38. Rf6+! Dxf6 39. Dxc8 + Kxg7 40. Dxb7 + og vinnur létt. Sokolov vann Vaganjan Nú sitja Jusupov hinn sovéski og Hollendingurinn Timman að tafli í Tilburg í Hollandi og berjast um áframhaldandi setu í heims- meistarakeppninni. Timman vann fyrstu skákina eftir nokkrar svipt- ingar, síðan urðu þrjú jafntefli en þá gerði Jusupov sér lítið fyrir og vann tvær skákir í röð. Að loknum sex skákum var staðan 3 1/2-2 1/2 Jusupov í vil. Þeir tefla tíu skákir og sigrar sá sem fyrr hlýtur 51/2 v. Sigurvegarinn í Tilburg mætir síðan Sovétmanninum Sokolov í einvígi um réttinn til þess að skora á þann sem bíður lægri hlut í heimsmeistaraeinvígi Karpovs og Kasparovs sem haldið verður í sumar í London og/eða Leningrad. Sigurvegarinn í því einvígi teflir svo gegn heimsmeistaranum. Flók- ið er það, en Campomanes setti heimsmeistarakeppnina úr skorð- um á sínum tíma er hann frestaði einvíginu endalausa. Sokolov komst áfram er hann sigraði landa sinn, Vaganjan, létti- lega í einvígi í Monsk í Hvíta- Rússlandi. Eftir jafntefli í 1. skák- inni vann Sokolov þrjár í röð, síðan þrjú jafntefli, og Sokolov klykkti síðan út með sigri i 8. skákinni, sem jafnframt varð sú síðasta. Lokatöl- ur 6-2 Sokolov í vil, sem er jafn- aldri Kasparovs, 22ja ára gamall. Lítum á eina skák úr þessu ein- vígi. Fyrir valinu verður 2. skákin þar sem sóknarskákmaðurinn Sokolov spinnur smekklegt net í endatafli. Hvítt: Andrei Sokolov Svart: Rafael Vaganjan Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Ba5 Þetta áhættuafbrigði teflir Vag- anjan að staðaldri svo varla hefur hann komið að tómum kofunum hjá andstæðingnum. Þrátt fyrir góðan undirbúningstíma treystir Sokolov sér ekki út í flækjurnar sem upp koma eftir 6. b4 cxd4 7. Dg4 o.s.frv. en velur fáfama leið. 6. Bd2!? Rc6 7. Rb5 Rxd4 8. Rxd4 Bxd2+ 9. Dxd2 cxd4 10. Dxd4 Re7 11. Rf3 0-012. Bd3 Rc613. De3 Db6 Vaganjan freistar gæfunnar í endatafli sem þó er greinilega þægilegra fyrir hvítan. Er hér var komið sögu hafði hann notað yfír klukkustund af umhugsunartíma sínum en Sokolov aðeins stundar- fjórðung. 14. Dxb6 axb6 15. 0-0 Hd8 16. Hfel Kf8 17. h4 h6 18. Rd2 Ha4 19. g3 Bd7 20. f4 Rd4 21. c3 Bb5?! Hér er Vaganjan rétt lýst en það er einkenni á skákstíl hans hvað hann teflir vömina virkt. Hér var betra að hörfa með riddarann strax. 22. Bbl Rc6 23. Bc2 H4a8 24. a4 Ba6 25. b4b526.Hebl Tuttugasti og fyrsti leikur svarts hafði þær afleiðingar að nú er bisk- up hans grafínn lifandi. Hvítur stendur mun betur að vígi. 26. -Hac8 27. Bd3 Ra7 28. Ha3 Hc7 29. a5 d4! 30. cxd4 Hxd4 31. Rf3 Hd8 32. Kf2 Rc8 33. Be4 f5! 34. exf6 gxfB Enn er hvítur með tögl og hagldir en svartur hefur þó rétt töluvert úr kútnum. Nú hillir undir að hann geti leikið b7-b6 og losað um bisk- upinn sinn. Jón og Simon ásamt forseta Bridgesambandsins, Birni Theodórssyni. Með veittum aukaverðlaunum fyr- ir tvö fyrri stórmót nemur heildar- upphæð verðlauna alls 350.000 kr. sem gerir þetta að veglegasta bridge- móti sem haldið hefur verið til þessa. Samvinnuferðir/Landsýn eiga þakkir skildar fyrir þann stórhug sem ríkir hjá þeim í garð bridgehreyf- ingarinnar. Spilað er um gullstig í öllum stór- mótunum. Verð fyrir hvem spilara í þetta þriðja mót verður það sama og gilti fyrir fyrsta mótið. Frá Reykja- vík á föstudegi er pakkinn, flug, hótel í 2 nætur m/morgunverði, keppnisgjald, á kr. 4.600 fyrir spilara. Frá Akureyri, Húsavík og nágr., án gistingar, er gjaldið kr. 1.000 fyrir spilara. Með gistingu í 1 nótt er gjaldið kr. 1.600 fyrir spilara og m/gistingu í 2 nætur er gjaldið kr. 2.400 fyrir spilara. Neðar er ekki komist í verðlagningu og gefur auga leið að ekki em taxtarnir háir. Bridgesamband Islands skorar á spilara að fjölmenna á þetta ein- stæða stórmót norðan heiða. Verði útkoman góð í heildina er ekkert því til fyrirstöðu að efnt verði til slíks mótshalds hvar sem er á landinu, Akureyri, Isafirði, Egilsstöðum, Hornafirði, Vestmannaeyjum eða Blönduósi. Stórhugurinn er það sem gildir. Hægt er að skrá væntanlega kepp- endur hjá skrifstofu Bridgesambands Islands, Ólafur Lárusson, s. 91-18350, hjá Frímanrii Frímannssyni á Akur- eyri eða Gunnari Berg á Akureyri og Amari Björnssyni á Húsavík fyrir fimmtudaginn 13. febrúar nk. Frá Bridgefélagi Akureyrar Eftir 31 umferð af 39 í Akureyrar- mótinu i tvímenningskeppni, sem er barometer með 3 spilum milli para, er staða efstu para þessi: 1. Dísa Pétursdóttir- Soffía Guðmundsdóttir 2. Gunnlaugur Guðmundsson- 338 Magnús Aðalbjörnsson 3. Árni Bjamason- 288 Örn Einarsson 4. Kristján Guðjónsson- 232 Stefán Ragnarsson 5. Kristinn Kristinsson- 207 Þormóður Einarsson 6. JóhannGauti- 196 Sveinbjörn Jónsson 7. Ólafur Ágústssom- 184 Pétur Guðjónsson 8. Frímann Frímannsson- 176 Páll Pálsson ' 9. MániLaxdal- 157 Stefán Sveinbjörnsson 146 Síðustu 3 umferðirnar verða spil- aðar næsta þriðjudag í Félagsborg. Annan þriðjudag hefst svo Sjóvá- sveitahraðkeppni. Skráning í þá keppni er hafin hjá stjórn B.A. I gærkvöldi (föstudag) hófst svæða- 35. Hel Hc4 36. Hb3 b6 37. Bbl Hd6 38. Hb2 bxa5 39. bxa5 Ha4? 40. Ba2 Hxa5 41. Bxe6 Bb7 42. h5 Bxf3?! Einkennilegur leikur því að bisk- upinn hvíti verður nú greinilega sterkari en svarti riddarinn. En ekki verður á allt kosið. Svartur varð einnig að gæta sín á mögu- leikanum Rh4-g6 eða f5. Peðastað- an er slæm. 43. Kxf3 Re7 44. Kg4 Hb6 45. Hd2 Ha7 46. Hd8+ Kg7 47. Bb3 H6b7 48. He8 b4 49. Kh3 Hc7? Hann varð að reyna 49. -f5. abcdefgh 50. f5!!Kh7 Hvítur hótaði einfaldlega 51. He4! ásamt Hg4+ og síðan He8-f8. Ekki gekk 50. -Rxf5 51. Hg8+ Kh7 52. Hle8 (hótar máti) Re7 53. Hgf8! og vinnur. Svartur er í mátneti. 51. Hf8 Hc3 52. Hf7+ Kh8 53. Hf8 + Kg7 54. Hf7+ Kh8 55. Hdl! Ha8 56. Hxe7 Hxb3 57. Hld7 Tveir hrókar á sjöundu reitaröð. Svartur er glataður. 57. -Hbl 58. Hh7+ Kg8 59. Hdg7 + Kf8 60. Hb7 Kg8 61. Hxh6 Hf8 62. H6h7 Hb8 63. Hbg7 + Kf8 64. Ha7 Kg8 65. h6 Og svartur gaf. Hvítur mátar með 66. Hag7 + Kf8 67. Hh8 mát. JLÁ keppni Norðurlands eystra í sveita- keppni. Keppt er um rétt til þátttöku í fslandsmótinu í sveitakeppni. 18 sveitir spila en aðeins 1 sveit ávinnur sér áframhaldandi rétt. Spilað er í Félagsborg og eru 12 spil milli sveita, allir v/alla. Bikarkeppni norðan heiða Dregið hefur verið í 3. umferð bik- arkeppni Norðurlands (eystra og vestra). Eftirtaldar sveitir eigast við: Stefán Sveinbj./Helgi Steinsson gegn Ásgrími Sigurbjörnssyni. Zarioh Hamadi gegn sveit Sjóvá, Akureyri. Gunnar Berg gegn Gunnlaugi Guð- mundssyni. Pétur Guðjónss./Halldór Tryggvason gegn Hauki Harðarsyni. Framhaldsskólamótið Bridgesamband íslands minnir á að skráning í framhaldsskólamótið í sveitakeppni, sem haldið verður helgina 14.-16. febrúar nk. í Ármúla- skóla í Reykjavík, er hafin. Bréf hefur veri sent til allra fram- haldsskóla á landinu með kynningu á fyrirkomulagi og tímasetningu. Aðeins er skráð í mótið á skrifstofu bridgesambandsins. Ólafur Lárusson mun veita þar frekari upplýsingar. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Bridgefélag Hafnarfjarðar Sveitakeppninni er nú lokið að undanteknum einum leik sem varð að fresta. Úrslit liggja þvi ekki fyrir en ljóst er þó að sveit Bjarna Jó- hannssonar sigraði með nokkrum yfirburðum. Næstu tvö spilakvöld, 3. og 10. febrúar, verður spilaður einmenn- ingur. Barómeter Bridsdeildar Breiðfirðinga Stðan eftir 25 umferðir: 1. Jón Stefánsson- Magnús Oddsson 439 2. Guðmundur Aronsson- Sigurður Amundason 427 3. Sveinn Þorvaldsson- Hjálmar Pálsson 419 4. Sveinn Sigm-geirsson- Baldur Ámason 331 5. Albert Þorsteinsson- Sigurður Emilsson 326 6. Jóhann Jóhannsson- Kristján Sigurgeirsson 317 7. Helgi Nielsen- Alison Dorosh 295 8. Ingibjörg Halldórsdóttir- Sigvaldi Þorsteinsson 279 9. Halldór Jóhannesson- Ingvi Guðjónsson 250 10. Óskar Karlsson- Birgir Sigurðsson 187 Útboó Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í Vegskála á Steinsófærugil í Óshlíð Helstu magntölur: Sand og grjótfyIiing ...-.................... 12000 m3 Mótafletir ................................. 3500 m3 Steypustyrktarjárn ......................... 100tonn Steypa ..................................... 1100 m3 Verkinu skal að fullu lokið 1. okt. 1 386. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík, og Dagverðardal við Vesturlandsveg, 400 Isafjörður, frá og með þriðju- deginum 4. febrúar 1 986. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 hinn 24. febrúar 1 986. Vegamálastjóri. Höfundur: Claire Luckham. Leikendur: Edda Heiðrún Bachman — Guðjón Pedersen — Edda Björgvinsdóttir — Leifur Hauksson — Kristín Kristjánsdóttir — Andri Örn Clausen. Leikstjórn og yfirumsjón: Páll Baldvin Baldvinsson. . . . sjónræn, hröð og snörp frá upphafi til enda. Áhorfendur á frumsýningunni létu óspart til sín heyra undir viðureigninni... (Gunnar Stefánsson, Tímanum) Krassj, Búmm og hahaha. Ýktar týpur, kröftug söngtónlist, fyndinn texti. Útkoman er pott- þétt skemmtun. Áhorfendur geta bara einbeitt sér að því að skemmta sér og það gera þeir svo sannarlega. (Sveinbjörn I. Baldvinsson Morgunblaðinu) „Algjört dúndur" Hér hefur verið fagmannlega að verki staöið og hvergi slakað á kröftum. Þetta er sýning sem að mínu viti mun laða að alla aldurs- hópa, sem öðru jöfnu fara ekki mikið í leikhús. (Auður Eydal D.V.) Hugmyndin er sniðug vegna þess að hún býður uppá langa runu af æsilegum sýningaratriðum sem hægt er að búa til úr fjöl- bragðaglímunni og skemmta þannig áhorfendum sem hafa gaman af að sjá vel útfærð og sviðsett glímutök. Sýningin er vönduð og vel unnin á marga lund — glímuatriðin útfærð af snilld og leikararnlr ótrúlega óragir við að láta sig detta í gólfið og kastast á kaðlana. (Sverrir Hólmarsson, Þjóðviljanum) 6. SÝNING 6. FEB. KL. 20.30. 7. SÝNING 7. FEB. KL. 20.30. 8. SÝNING 8. FEB. KL. 20.30. 9. SÝNING 9. FEB. KL. 20.30. Miðasala í Gamla Bíói kl. 15—19. Sími 11475. Minnum á símsöluna með Visa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.