Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. - Hvaða boltaíþrótt er vinsælust í nektarnýlendum Ameríku? Leo Munro hristir hausinn eins og hann sé akki alveg viss um svarið. Er átt við Norður- Ameríku eða Suður-Ameríku? Eða alla Ameríku? Spurningin er ekki nógu nákvæm en svarið hinum megin á spjaldinu erákveðið: Blak! „Get orðið vondur“ Leo Munro er mikill áhugamaður um Trivial Pursuit, spilið sem farið hefur sigurför um heiminn eftir að það kom fyrst út fyrir 6 árum. Is- lendingar fengu sína eigin útgáfu um síðustu jól og Leo Munro er þegar búinn að finna rúmlega 60 spjöld með villum. Það er reyndar ekkert meira en gerist og gengur í erlendum útgáfum af spilinu en rétt er rétt. Eða eins og Leo segir: „Ég get orðið vondur þegar ég tapa en á ekki að tapa.“ Leo Munro hefur verið búsettur hér á landi frá árinu 1958, rak lengi enskuskóla í Reykjavík en starfar nú á Keflavíkurflugvelli við að fræða börn bandarískra hermanna um ísland. Hann hefur mikinn áhuga á spurningaleikjum, stendur meðal annars fyrir einum slíkum meðal Bandaríkjamanna í Keíla- vík. Trivial Pursuit hefur hann leikið lengur en flestir aðrir hér- lendis og á spilið í mismunandi útgáfum. Bandaríska útgáfan er full af villum og það sama má segja um þá ensku. Þá erú til sérstakar barnaútgáfur af spilinu, táningaút- gáfur og jafnvel útgáfur þar sem eingöngu er spurt um íþróttir eða kvikmyndir eða önnur sérhæfð efni. Æfing fyrir heilann „Annars þykir mér Trivial Pur-u- it ákaflega gott og skemmtilegt spil. Þetta er ágæt æfing fyrir fróð- leiksfúsa og heldur heilasellunum í æfingu," segir Leo og leggur á það áherslu að hann sé ekki að leita Leo Munro með spjaldabunkann sem er meira eða minna vitlaus: - Er ekki að ieita að villum til að ergja útgefendur. Ég vil bara að rétt sé rétt. Ofureinfalt mál. DV-mynd GVA. Leo Munro: - Hundrað ára stríð- ið stóð frá 1337-1453 eða í 116 ár. Á korti nr. 636 er spurt: Hve margir gíslar fórust í árásinni á Entebbeflugvöll? Svar: Þrír. Leo Munro: - Það fórst aðeins einn gísl, frú Dora Bloch, en ekki þrír. Á korti nr. 356 er spurt: Hver skrifaði skáldsöguna Gulleyjuna? Svar: Robert Louis Stevenson. Leo Munro: - Einar Kárason hefur einnig skrifað skáldsögu er heitir Gulleyjan. Á korti nr. 95 er spurt: Hvar bjó fólk síðast í helli á íslandi? Svar: Hjá Laugardalsvöllum. Leo Munro: Vellirnir heita Laug- aryatnsvellir. Á korti nr. 291 er spurt: Hver var fyrsti negrinn sem vann Óskars- verðlaun? Svar: Sidney Poitier. Leo Munro: - Hattie MacDaniel hét fyrsti svertinginn sem fékk Óskarsverðlaunin. Á korti nr. 313 er spurt: Hvaða alþjóðasamtök stofnaði Clara Bar- ton? Svar: Rauða krossinn. Leo Munro: - Henry Dunant stofnaði Rauða krossinn. Clara Barton stofnaði hins vegar banda- rísku deild samtakanna. Á korti nr. 3 er spurt: Hver skrif- aði leikritið Nashyrningarnir? Svar: UNESCO. Leo Munro: - Það var Ionesco sem skrifaði Nashyrningana. Unesco er stofnun innan Samein- uðu þjóðanna. Jón Baldvin og Indira Gandhi Þá er ekki úr vegi að geta nokk- urra korta þar sem spurningar og svör hafa ruglast. Leo Munro hefur þegar fundið þrjú slík og dæmi um þetta er kort nr. 964: Spurning: Hvað heitir Abessinía nú á dögum? Svar: Quitó. Spurning: Hvað hét fyrsta íslenska grafíska kvikmyndin? Svar: Sean Connery. RETT 0G RANGT - DV spilar Trivial Pursuit með Leo Munro eftir villum í spilinu til að ergja útgefendur. Hann vill bara að rétt sé rétt. Ofureinfalt mál. Reyndar hafa ýmsir aðilar fengið bréf frá Leo Munro þar sem þeir eru leiðréttir vegna staðreynda- rugls á prenti. Flestir vilja þjóna sannleikanum og hafa það sem sannara reynist og svara því bréf- um Leos og lofa bót og betrun í' framtíðinni. Þama er um að ræða aðila eins og Readers Digest og ýmsa almanaksútgefendur. Leo á heila möppu með bréfum sem hann hefur sent vegna þessa. „Nei, ég er ekki að leita uppi villur til þess eins að geta leiðrétt aðra. Ég les mikið og það er ótrú- lega margt sem ber fyrir augu sem einfaldlega stenst ekki. Það er allt og sumt.“ Hlátur sem breytist í rifrildi Þegar fólk er að kynnast Trivial Pursuit er tilhneigingin sú að hlæja góðlátlega að villunum og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Er fram líða stundir geta hins vegar upphafist heiftarleg rifr- ildi um hvað er rétt og þá fer gamanið að kárna. í bandarísku útgáfunni er til dæmis spurt á einu kortanna: - Hver sagði: Ég gleymdi að beygja mig? Ronald Reagan, stendur hinum megin á kortinu. Það er rétt svo langt sem það nær. Reagan við- hafði þessi ummæli við eiginkonu sína er honum var ekið á sjúkra- börum inn á skurðstofu eftir banat- ilræði sem frægt varð. En annað svar gæti verið eins rétt, ef ekki réttara. Reagan var nefnilega að vitna í Jack Dempsey, fyrrum heimsmeistara í hnefaleikum, en hann sagði þessa sömu setningu við seinni konu sína, Estelle Tayl- or, eftir að hafa tapað í keppni við Gene Tunney í Fíladelfíu árið 1926. Og þá er spurningin; hvort svarið á að gilda.? En höldum okkur við íslensku útgáfuna og lítum nánar á spjalda- bunkann hans Leo Munro sem hann staðhæfir að sé meira eða minna vitlaus. Víða er aðeins um prentvillur að ræða en oftar er staðreyndum ruglað. Villur í íslensku útgáfunni Á korti nr. 903 er spurt hvaða land hafi til forna verið nefnt Terra Australis Incongnita. Hinum meg- in á kortinu segir að það sé Austur- ríki. Leo Munro:- Rétt svar er Ástral- ía. Á korti nr. 823 er spurt um dýpsta gljúfur í heimi. Grand Canyon í Arizona er uppgefið rétt svar. Leo Munro: - Grand Canyon er 5700 fet en Hells Canyon í Idaho er 7900 fet að dýpt. Á korti nr. 794 er spurt: Hver lék frú Robinson í samnefndri kvik- mynd? Svar: Anne Bancroft. Leo Munro: - Kvikmyndin hét ekki frú Robinson heldur The Graduate. Á korti nr. 718 er spurt: Hvað heitir næsta þyrilvetrarbraut við okkar eigin? Svar: Andrómeda. Leo Munro: - Næsta þyrilvetrar- braut við okkar eigin heitir Macel- lenic Clouds en ekki Andrómeda. Á korti nr. 328 er spurt: Hvað heitir lengsta stöðuvatn á Bret- landi? Svar: Loch Ness. Leo Munro: - Loch Awe er 41 km en Loch Ness 36 km að lengd. Á korti nr. 31 er spurt: í hvaða landi var Lenín í útlegð þegar hann skrifaði Aprílgreinar sínar árið 1917? Svar: Finnlandi. Leo Munro: - Lenín skrifaði Aprílgreinar sínar í Sviss en ekki Finnlandi. Á korti nr. 5 er spurt: Hver tók við af Kurt Waldheim sem aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna? Svar: U Thant. Leo Munro: - Hann hét Perez de Cuellar. Waldheim tók hins vegar við af U Thant. Á korti nr. 702.er spurt: Hvað stóð hundrað ára stríðið lengi? Svar: Hundrað og fimmtán ár. Spurning: Hver lenti í öðru sæti þegar Jón Baldvin Hannibalsson varð formaður Alþýðuflokksins? Svar: Indira Gandhi. Spurning: Hverjir smíðuðu fundar- hamrana tvo sem Islendingar gáfu Sameinuðu þjóðunum? Svar: Ingibjörg Guðjónsdóttir. Spurning: Hver eftirtalinna lengd- areininga er lengst; ljósár, parsek eða stjarnfræðieining? Svar: Skjaldbökur. Spurning: Hver stofnaði íþrótta- skólann í Haukadal og var skóla- stjóri þar til ársins 1970? Svar: Johann Cryuff. En hvað á að gera við kortin með vitlausu svörunum? „Ég kasta þeim ekki, heldur breyti með blýanti," segir Leo Munro. „Reyndar hefði ég gaman af að heyra frá fólki sem hefði fundið fleiri villur þannig að hægt væri að lagfæra spilið á einu bretti.“ -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.