Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986. Opnum í dag nýtt hjólbarðaverkstæði í Borgartúni 36 (á bak við Klúbbinn). ÖLL ÞJÓNUSTA ÓKEYPIS í DAG Verið velkomin. Gúmmíkaríamír hf. Borgartúni 36, 104 Reykjavík. Sími 688220. Þingeyingamótið 1986 Þingeyingamótið verður haldið í Þórscafé laugar- daginn 8. febrúar nk. Húsið verður opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði verða með þjóðlegum hætti, meðal annars úr heimahéraði. Forsala aðgöngumiða verður í Þórscafé miðviku- daginn 5. og fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17.00 til 19.00. Miðar á skemmtiatriði og dans eftir borðhald verða seldir á sama tíma og sama stað. Stjórn Þingeyingafélagsins. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 20., 31. og 33. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Furugrund 66, hluta, þingl. eign Eggerts Berg- sveinssonar og Önnu Högnadóttur, fer fram að kröfu Búnaðarbanka Is- lands, Iðnaðarbanka Islands, Steingríms Eiríkssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka Islands, Bæjarsjóðs Kópavogs og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. febrúar 1986 kl. 11.15. ________________Bæjarfógetinn í Kópavogi. Ótrúlegt en satt; svona er Ugly Bugly drukkinn í Kaupmannahöfn; Snaps, bananlíkjör, fjólublár Bols, salt, laukur og tabasco. Svo klýfur pískurinn loftið í þrigang. - eins og reykt síld með súkku- laðihjúp og rassskellum I ábót Veitingahúsið Tannhauser í Hol- bergsgötu í Kaupmannahöfn á ekki sinn líka. Inni er rökkur, hús- gögnin eru þung með grænu, þykku plussáklæði og gluggatjöld eru úr sama efni. Inn í Tannhauser slepp- ur aldrei dagsbirta enda er staður- inn lokaður á meðan sólin skín. Tannhauser opnar þegar aðrir veit- ingastaðir loka og lokar þegar hinir opna aftur. Þama er margt öfugsnúið. BLANDAÐ Á STAÐNUM Veitingamaðurinn í Tannhauser, Sömod að nafni, hefur nú verið dæmdur í 1000 króna sekt fyrir að selja vínblöndu er hann kallar Ugly Bugly. Hugmyndina að drykknum fékk hann vorið 1984 þegar einn af viðskiptavinunum pantaði drykk sem átti að minna á reykta síld með súkkulaðihjúp. Veitingamaðurinn hugsaði sig um drjúga stund og fór svo að týna flöskur niður úr hillum sínum. Blöndun hófst á staðnum: Rauður Álaborgar-snaps Bananalíkjör Fjólublár Bols-líkjör Salt Laukur Tabasco RICHARD WAGNER Þetta var svo hrist saman og úr varð Ugly Bugly. Hann kostaði álíka mikið og fjórir góðir bjórar á veitingahúsi. Bjór er hins vegar ekki seldur á Tannhauser og þeir sem skjótast inn til að fá sér einn slíkan eru vinssimlega beðnir um að drífa sig eitthvað annað. Tann- hauser selur aðeins dýra drykki og þá helst hanastél alls konar. Úr hljómflutningstækjum staðarins drynur ekki dægurtónlist heldur hreinn og ómengaður Wagner eins og hann gerist háværastur. PÍSKURINN Ugly Bugly hefur aldrei verið seldur einn og sér, honum fylgja nefnilega þrjú högg og það með píski á beran bossann. Um leið og einhver pantar sér Ugly Bugly er honum - eða henni - gert ljóst að drykknum fylgja þrjú högg sem þjónustustúlka reiðir af hendi. Viðskiptavinurinn verður að gyrða niður um sig við barinn og svo klýfur pískurinn loftið í þrígang. Á meðan á því stendur er Inn- göngumars skylmingaþrælanna leikinn af plötu. Þetta kostar 60 krónur danskar. Allir sem hafa keypt sér Ugly Bugly hjá veitingamanninum í Holbergsgade skrá nafn sitt í sér- staka bók sem liggur frammi á staðnum. Á hálfu öðru ári hafa 60 manns notið drykkjarins og fleng- ingarinnar, þar af 6 prósent konur. Allt er þetta skjalfest. BANNAÐ AÐ BERJA Danskir dómstólar hafa nú kveð- ið upp úrskurð sinn. Ugly Bugly stríðir gegn lögum um almennt velsæmi. Veitingamaðurinn má að vísu halda áfram að blanda drykk- inn og selja þeim sem áhuga hafa en pískhöggin mega ekki fylgja með. Fréttir herma að enginn hafi pantað sér Ugly Bugly í Tann- hauser eftir að dómur féll. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.