Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 23
Eirikur Hauksson malaði ekki gull á Gaggó Vest: - Úr malbiki upp á stjörnuhimininn. DV-mynd GVA. DV. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986, og Halldór Jónsson gjaldkeri. Lögðu þeir til að gullvinnslan yrði leigð hlutafélagi sem stofnað yrði til vinnslu gullsins. Þótti þeim eðlilegt að hver htutur hljóðaði upp á 50 krónur og bæjarmenn látnir sitja fyrir kaupum á þeim en erlendir aðilar ef nægilegt innlent fjármagn fengist ekki. Málmur hf. Tveim vikum eftir að gullsins varð vart var búið að stofha hlutafélag um gullvinnsluna og hlaut það naf- nið Málmur hf. Hlutafé var ákveðið 100 þúsund krónur en leyfilegt var að auka það í 250 þúsund. Stofnendur voru einir 9 menn en almenningi var frjálst að kaupa sér hlut í félaginu. Varð þátttakan mjög almenn og söfnuðust loforð um allt hlutaféð á skömmum tíma. Félagið réð þegar til sín erlendan mann, vanan gullgreftri og var honum ætlað að bora eftir gulli á 8-4 stöðum. Einnig voru keyptar borvélar en ekki kom til vinnslu að sinni. Loforð manna um hlutafjárkaup stóðust misjafhlega þegar áhuginn og gullvonin tóku að dofna. Mlstök? Líður nú og bíður og lítið gerist. Þá er það árið 1908 að hlutafélagið Málmur heldur aðalfund sinn og kemur þá á daginn að búið sé að verja 24 þúsund krónum til véla- kaupa og rannsókna og félagið komið i 4500 króna skuld. Leitað hafði verið álits sænsks félags og taldi það þurfa 250 þúsund krónur til gullvinnslunnar en það fé fékkst ekki í Svíþjóð. Einnig var leitað til Lundúna, en án árangurs. Sumir fundarmenn töldu aðferðina við gull- leitina hafa verið ranga. Betra hefði verið að grafa göng niður að gulllag- inu í stað þess að kaupa og nota dýr borunaráhöld. Nauöungaruppboð Árið 1910 var svo haldið nauðung- aruppboð í gullmýrinni á eignum Málms hf. Fram kom krafa frá Is- landsbanka þar sem eignir félagsins voru veðsettar fyrir 26 þúsund króna láni. Ekki fékkst þó hærra boð í eignir félagsins en 400 krónur og var uppboðinu hætt. Lá nú ekkert annað fyrir félaginu en gjaldþrot; gullæðið var á enda í Vatnsmýrinni. En er ekki gullævintýri Eiríks Haukssonar rétt að hefjast í íslensk- um skemmtanaiðnaði? „Ég bar nú ekki svo mikið úr býtum fyrir lögin tvö, Gull og Gaggó Vest. Nákvæmlega 30 þúsund krónur. En það er venjulegt verð fyrir svona vöru; maður veit aldrei hvort þetta verður vinsælt eða ekki.“ Þurfti þungarokkarinn með keðj- urnar um mittið ekki að hugsa sig um tvisvar áður en hann féllst á að syngja dægurflugur Gunnars Þórð- arsonar? „Ekki get ég sagt það. Bæði er að ég er orðinn þreyttur á að spila og syngja af hugsjón. Þungarokkið var mér hugsjón en gersamlega ómögu- legt að lifa af því. Markaðurinn er svo lítill. Og svo er nú hitt að ég fékk sjálfur að velja lögin sem ég söng á Borgarbragi og Gull og Gaggó Vest eru nú ekki neinar venjulegar dæg- urflugur. Það er rokk í þessu. Svo má ekki gleyma því að vinsældir laganna opna mér ýmsar leiðir á þessu sviði. Ég tek eftir að nýr hópur fólks er farinn að fylgjast með mér og nú get ég í fyrsta skipti lifað á tónlistinni. Það hlýtur að vera draumur allra tónlistarmanna." Malbik og Broadway Eiríkur Hauksson vann í malbiki hjá Reykjavíkurborg áður en hann sló í gegn á Reykjavíkurplötu Gunn- ars Þórðarsonar og nú er hann end- anlega hættur að malbika til að eiga fyrir brauði og mjólk. Hann syngur um þessar mundir í skemmtidagskrá Gunnars Þórðarsonar í Broadway og það hlýtur að vera betur borgað en malbiksvinnan hjá borginni. Eða hvað? „Ætli ég fái ekki góð mánaðarlaun verkamanns um hverja helgi en þetta stendur nú bara fram á vor,“ segir Eiríkur og það er augljóst að hann kann þessu nýja hlutskipti sínu vel. „Ég get ekki sagt að ég sakni þungarokksins; allavega ekki vinn- unnar sem fylgdi því að spila fyrir fólkið. Maður fór kannski út á land til að spila á balli þar sem mættu 200 manns en aðeins 20 voru að hlusta. Svo var komið í bæinn án þess að geta fært neitt í búið. Þetta verður ósköp tilgangslaust til lengdar. ! Broadway eru aftur á móti allir að hlusta og það gefur vissa fyllingu." Ekki töffari eins og Bubbi Morthens - Ertu ekkert hræddur við frægð- ina? „Nei, ég hef lag á því að láta fara lítið fyrir mér. Eg er engin töffara- týpa af guðs náð eins og Bubbi Morthens. Ég þykist bara vera töffari þegar ég er kominn upp á svið; það er hluti af leiknum. Hins vegar er ég viss um að það fylgja frægðinni vissar hættur, það eru freistingar víða. En væri ekki réttara að þú spyrðir mig að þessu eftir 2-3 mánuði - eða konuna mína!“ Eiríkur Hauksson er nú orðinn 26 ára gamall og hefur aldrei lært að syngja. Hann lærði hins vegar á fiðlu í 7 ár og þegar hann hætti því 14 ára gamall sagði móðir hans; „Þú átt r- eftir að sjá eftir þessu." Og það er rétt. Eiríkur Hauksson segist dauð- sjá eftir að hafa lagt fiðluna á hill- una. Nú langar hann að læra að syngja. „Ég finn hvað ég beiti röddinni vitlaust. Ef ég syng i þrjú kvöld í röð er ég alveg búinn að vera. Ef maður eyðileggur þetta líffæri sem barkinn er þá getur maður víst farið að snúa sér að einhverju öðru.“ Eirikur kennari Það gæti Eiríkur Hauksson reynd- ar gert hvenær sem er og þá er ekki verið að tala um malbikið. Eiríkur er nefnilega menntaður kennari frá Kennaraháskóla íslands og er jafn- vel að hugsa um að fara að kenna næsta haust þó svo kennarar fái ekki greitt í gulli. Og tæpast verður það Gaggó Vest. -EiR^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.