Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 18
PERSÓNU- LEIKA- PRÓF DV. LAUGARDAGUR fí FEBRÚAR1986. Guðfinna Eydal - sálfræðingar hafa um hríð haft meðalgöngu um persónuleikapróf fyrir þá sem leita að vinnu eða þá sem vantar vinnukraft. fyrir atvinnulíf og einstaklinga Ráðningarstjórar nokkura stórra fyrirtækja á ís- landi tjáðu blaðamanni að nú færðist það mjög í vöxt að þau sem sæktu um svokaUaðar ábyrgðar- stöður hjá fyrirtækjum, stöður yfirmanna eða önnur sjálfstæð störf, væru látin gangast undir sérstök persónuleikapróf. Persónuleikapróf hafa lengi viðgengist úti í hinum stóra heimi. í Bandaríkjunum hafa þau einkum þótt nauðsynleg - eða lengi verið í notkun. Og sama mun óhætt að segja um flest lönd V-Evrópu. " Einn ráðningarstjóranna, sem DV ræddi við, sagði að sér vitanlega væri það bandarískt persónuleika- próf sem hvað lengst hefði verið notað hér á landi - og þá af einum ákveðnum sálfræðingi, en nú væri annað slíkt próf komið í notkun, norskrar ættar. Við sendum sérstakt tilraunadýr í prófið í þeim tilgangi að kanna hvort útkoman úr því kæmi heim og saman við þær hugmyndir sem við höfðum gert okkur um við- komandi mann. Prófið, sem okkar maður var látinn taka, nefnist prófílprófið og er notað við ráðningar í V-Evrópu, m.a. hjá Elkem í Noregi. „Margar persónur í einni“ Þær Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, báðar sálfræðingar hjá Sálfræðistöðinni, sem hafa einkaleyfi á prófinu á íslandi, tóku að sér að setja okkar mann í persónu- leikaprófið. Þær tóku fram að prófíl- prófið væri ekki eingöngu ætlað umsækjendum um ábyrgðarstöður, heldur ætti það að þjóna „háum sem lágum“. Einstaklingum býðst þannig að taka prófið hjá Sálfræðistöðinni - ef þeir vilja átta sig betur á hæfni sinni. Slíkt próf gæti verið undir- búningur að nýjum tækifærum í atvinnulífinu. Guðfinna og Álfheiður fullyrtu fyrirfram að erfitt myndi reynast fyrir tilraunadýrið að leika á prófdómarann, því að hann hefði sjálfur búið til prófið. Og spurning- amar allar, sem tilraunadýrið þyrfti að svara, væru svo snilldarlega út- hugsaðar að ekki væri hægt að svindla. Og rétt að taka það fram í þessu samhengi að sá sem við sendum (vel menntaður maður á besta aldri, brennandi af ófullnægðri metorða- gimd og löngun til að „vinna sig upp á við í samfélaginu", eins og einn starfsbræðra hans sagði um hann) hafði fullan hug á að snúa niður- stöðu þessa prófs sjálfum sér í hag - og sagðist einskis skirrast - ljúga þegar honum þætti svo henta og segja því aðeins sannleikann að hann kæmi honum til góða. Þegar niðurstaða prófsins lá fyrir gat útsendari vor ekki annað en undrast útkomuna - hversu svipuð hún var þeim hugmyndum sem hann sjálfur hafði gert sér um sjálfan sig. „Það er margt sem bendir til að próftakinn hafi ekki verið alveg sjálfum sér samkvæmur í prófinu," sagði dómarinn eftir að hafa farið yfir úrlausnina. „Það er eins og hann hafi látið óskhyggjuna stýra sér um of...en það er ljóst að þessum manni er ekki auðvelt að skáka á bás. Trúlega er hann „margar persónur í einni“.“ Orkan vel nýtt Prófdómarinn þóttist komast að raun um það að tilraunadýr DV væri ekki „spriklandi" af ónotuðum krafti eða orku - „en hann nýtir sér aftur á móti vel þann kraft sem hann býr yfir. Þegar viðfangsefnið nær tökum á honum getur hann orðið mjög ákveðinn og starfssamur. Maðurinn er laginn við að koma sér hjá ónauð- synlegum árekstrum - en sé um þýðingarmikil málefni að ræða þá hefur hann greinilega tilhneigingu til að takast á við þau óþægindi sem því fylgja að komast út úr stöðunni!" - segir prófdómarinn. Hugmyndaauðgi og hæfileiki til að endurnýja sig Hér er DV-maðurinn í essinu sínu, segir dómarinn. Hann er stöðugt á höttunum eftir nýrri reynslu og nýj- um áhrifum. Hann hugsar meira „frjálst og óháð“ (það fannst okkur hér koma vel á vondan!) heldur en rökrétt. „Hann vill mesta hugsan- lega frelsi í starfi - og bjargar sér Profíl — persónuleikapróf _____• DlQYu 19^5. Tilraunadýrið, sem DV sendi í prófið, stóð sig bara vel eins og sjá má á meðfylgjandi linuriti. DV-maðurinn veröur án efa kominn í vel launaða ábyrgðarstööu áður en langt líður - hafi hann áhuga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.