Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1986, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1986 FRÍÐA FULBRIGHT Marcy Manes með Fulbright-barnið á Fæðingarheimili Reykjavikur. DV-mynd GVA, „Við ætlum að reyna að finna fallegt, íslenskt nafh á hana,“ sagði Marcy Manes, móðir fyrsta Fulbright-bamsins sem fæðist á Islandi. Fulbright-bam? Þannig er mál með vexti að síð- astliðinn miðvikudag eignaðist Marcy Manes lítið stúlkubam á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Faðirinn, Christopher Manes, er styrkþegi hjá Fulbright stofnun- inni og leggur stund á nám í fomíslensku við Háskóla ís- lands. Á meðan á fæðingunni stóð, eða svo gott sem, hélt ís- lenska Fulbright-nefndin 200. fund sinn hér á landi en hún hefur verið starfandi í 30 ár. Meðal þeirra sem tóku á móti baminu var Ingigerður Guð- bjömsdóttir hjúkmnamemi, eiginkona Róbert Berman, fram- kvæmdastjóra Fulbright stofn- unarinnar. Fulbright stofnunin styrkir ís- lendinga til náms í Bandaríkjun- um og tekur á móti bandarískum styrkþegum sem hyggja á nám hérlendis. „Það var dásamlegt að eiga harnið héma á Islandi; læknis- umönnunin sem ég hef fengið er á heimsmælikvarða," sagði Marcy og; bamið rak upp öskur eins og lítill víkingur. Ef til vill verður stúlkan skírð Fríða Fulbright? -EIR' Kosið um áfengi íGarðabæ Vegna (jölda tilmæla og áskorana um að fram fari koaningar um áfengisútsöfu í Garðabæ hefur bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt að fram fari kosningar um hvort heimila eigi áfengisútsölu í bænum. Kjönfagur verður 22. febrúar 1986 og kosningarétt hafa allir Garð- bæingar sem á kjördegi hafa náð 2o ára aidri. Kosið var um opnun útsölu ÁTVR í bænum 1982 og var opnun hafnað með naumum meiri- hluta þá. Bæjarbúar í Garðabæ eru nú 892 og hefur þeim fjölgað um 17.35% frá árinu 1981. Utankjör- staöakosning fer fram á bæjarskrif- stofu Garðabæjar frá 10. febrúar 1986 á venjulegum opnunartima skrifstofunnar. MS 7 RAUSTIR MENN 25050 sznDiBiLnsTöÐin LOKI Bara aö hún veröi ekki full-bright meö aldrinum. Rangri olíutegund dælt í Reykiafoss „Það hefðu getað orðið skemmdir á vélum skipsins ef olían hefði verið notuð. Sem betur fer gerðist það ekki. Þetta er leiðinlegt óhapp sem raskar þó ekki áætlun skipsins,“ sagði Þórður Sverrisson hjá Eim- skip. Það var unnið við það í gær í Horsens í Danmörku að dæla olíu upp úr olíutönkun Reykjafoss en hún var mun þykkari heldur en skipið brennir. Mistök áttu sér stað í Helsingborg í Svíþjóð, þar sem Reykjafoss tók olíu á fimmtudaginn. Rangri tegund af olíu var dælt um borð. Um talsvert magn var að ræða. Mistökin upp- götvuðust ekki fyrr en tveimur tím- um eftir að Reykjafoss fór frá Hels- ingborg. Þau komu í ljós þegar fyrir- tækið, sem Eimskip verslar við, framkvæmdi gæðakönnun á olíunni. Fyrirtækið lét skipstjórann á Reykjafossi strax vita. Það var ekki talin ástæða til að snúa skipinu við. Það hélt til Horsens. I gær var unnið við að dæla olíunni upp úr tönkum skipsins, jafnhliða því að lestaðar voru vörur. Reykjafoss fer frá Hors- ens til Moss í Noregi og er væntan- legur til Reykjavikur í næstu viku. -sos Veitingahús ganga kaupum og sölum: Nýir eigendur að Kvosinni El Sombrero verður kínverskur staður „Við munum ekki gera stórbreyt- ingar til að byija með. Það er ýmislegt á prjónunum hjá okkur,“ sagði Guðmundur Sigurhansson framreiðslumaður sem ásamt fé- laga 8Ínum, Vigni Guðmundssyni, hefur fest kaup á veitingastaðnum Kvosinni og Sælkeranum. Þeir fé- lagar hafa leigt Kvosina og rekið sl. tvö ár. Eins og hefur komið fram í DV þá eru margir matsölustaðir í Reykjavík til sölu og nú á næstu dögum eru fyrirsjáanleg eigenda- skipti á nokkrum stöðum. E1 Sombrero er til sölu. Á mánu- daginn verður væntanlega gengið frá kaupum á staðnum sem verður kínverskur matsölustaður. Það eru eigendur Mandarín í Kópavogi og Einar óskarsson og kona hans, Anna Peggy Friðriksdóttir, sem ætla að stofha nýtt hlutafélag og kaupa staðinn. Einar og Anna hafa rekið Sælkerann. Eigandi E1 Sombrero ætlar að snúa sér alfarið að pizzuframleiðslu til sölu til verslana. Hellirinn er til sölu. Nú í vikunni stefndi allt í að nýr eigandi tæki við en upp úr samningum slitnaði. Fógetinn hefur verið til sölu og helmingur hlutabréfa Lækjar- brekkuertilsölu. Fleiri staðir hafa verið nefiidir. Það er því ljóst að miklar hræring- ar eru í veitingahúsabransanum. -sos DV-mynd GVA. Þrenn prófkjör fara fram nú um helglna. Alþýöuflokkurinn f Reykjavfk heldur próf- kjör og sömuleiöis Al- þýöuflokkurinn í Hafn- arfiröi. Pá lýkur forvall Alþýöubandalagsíns f Reykjavfk f kvöld. Sva- var Gestsson, formaöur Alþýöubandalagsins, grelölr hér atkvæöi. Sjá „Hörkulegustu átök frá Tónabfósfundl“ á bls4—5.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.