Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 2
2
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Fréttir
Magnús Sigsteinsson, oddviti Mosfellshrepps, notar stórvirka skóflu til þess
að taka fyrstu skóflustunguna fyrir byggingu Mosfellsapóteks í nýja mið-
bænum í Mosfellssveit.
Vélvædd skóflustunga í Mosfellssveit:
FRAMKVÆMDIR
HAFNAR SAMKVÆMT
VERÐLAUNASKIPULAGI
NÝS MIÐBÆJAR
Fyrsta skóflustungan að nýjum
miðbæ í Mosfellssveit var tekin í
síðustu viku þegar Magnús Sig-
steinsson oddviti steig upp í stóreflis
vélgröfu og tók fyrstu „skóflustung-
una“. Þar með var hafin framkvæmd
að fyrsta húsinu sem byggt er sam-
kvæmt nýju verðlaunaskipulagi
miðbæjar í Mosfellssveit. Það voru
arkitektarnir Guðrún Jónsdóttir og
Knútur Jeppesen sem áttu verð-
launateikningarnar.
Það er Mosfellsapótek sem þarna
ætlar að byggja mjög myndarlega
yfir starfsemi sína, en það er rekið
af Helgu Vilhjálmsdóttur apótekara.
Starfsemi apóteksins verður á neðstu
hæðinni en á efri hæðunum tveimur
er gert ráð fyrir skrifstofuhúsnæði
en einnig má hafa íbúðarhúsnæði á
efstu hæðinni.
Mosfellsapótek rís fyrir vestan hús
Búnaðarbankans í útjaðri friðaðs
svæðis, þar sem eru skemmtilegar
klappir sem látnar verða halda sér.
Bak við húsaröðina, sem fyrirhugað
er að rísi þarna við Þverholtið, verð-
ur í framtíðinni göngugata sem veitir
skjól fyrir ríkjandi vindátt í Mos-
fellssveit. Þar verða einnig ein átta
parhús sem ráðgert er að hýsi ein-
hvers konar léttan iðnað.
Hið nýja hús Mosfellsapóteks verð-
ur tæpir 800 fermetrar að gólffleti.
Þar af er neðsta hæðin, þar sem
apótekið verður til húsa, tæpir 300
fermetrar. Ráðgert er að húsið verði
fokhelt 1. júlí en að apótekið geti
flutt inn um áramótin 1987. Höfund-
ar verðlaunaskipulagsins teiknuðu
húsið en Guðjón Haraldsson sér um
jarðvinnu, Finnur Jóhannsson um
steypuvinnu, verkfræðingarnir
Gunnar Pálsson og Úlfar Haralds-
son hjá Verkfræðistofunni Önn sjá
um verkfræðiteikningar en bygging-
arstjóri er Jónas Frímannsson, verk-
fræðingur hjá ístaki.
Tvær efstu hæðir nýja hússins
verða seldar. Athygli vekur turn
apóteksins sem sennilega á eftir að
verða eins konar kennileiti sveitar-
innar í framtíðinni.
„Það væri óneitanlega mjög að-
laðandi að fá hreppsskrifstofumar
héma á efri hæðina,“ sagði Helga
Vilhjálmsdóttir apótekari í samtali
viðDV.
„Borgarskrifstofumar í Reykjavík
hafa verið um árabil uppi yfir
Reykjavíkurapóteki. Það virðist
hafa farið vel um borgarstjórann í
turninum. Við getum líka boðið
sveitarstjóranum upp á tumskrif-
stofu,“ sagði Helga.
Á nýju byggingunni er skemmti-
legur turn þar sem er 40 fermetra
salur. Þess skal getið að lokum að
áætlað verð hússins, er það verður
fullbyggt, er um 22 milljónir kr.
-A.Bj.
KEA LEIGIR
KAUPFÉLAG
SVALBARDSEYRAR
Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, hefur
tekið rekstur Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar á leigu i 6 mánuði. Skrifað var
undir leigusamning í fyrradag. KEA
yfirtekur ekki eignir og skuldir
kaupfélagsins. Rekstur KEA á kaup-
félaginu er í tilraunaskyni, reynt
verður að renna frekari stoðum
undir reksturinn en óvíst hvað við
tekur eftir 6 mánuði. Verði hagnaður
á rekstrinum mun hann renna beint
til Kaupfélags Svalbarðseyrar en
verði tap tekur KEA það á sig.
„KEA tekur reksturinn að sér í
tilraunaskyni, það er ekki um það
að ræða að KEA yfirtaki eignir og
skuldir kaupfélagsisns," sagði Valur
Amþórsson, kaupfélagsstjóri KEA.
Valur sagði að forsaga þessa máls
væri sú að Kaupfélag Svalbarðs-
eyrar hefði átt í miklum greiðsluer-
fiðleikum og því hefðu forráðamenn
kaupfélagsins óskað eftir viðrvæðum
við KEA um sameiningu kaupfélag-
anna.
„Forráðamenn Kaupfélags Sval-
barðseyrar komu og báðu um við-
ræður um sameiningu kaupfélag-
anna. Þetta er niðurstaðan. Það
getur ekki orðið um sameiningu að
ræða að svo stöddu, það krefst meiri
undirbúnings, að minnsta kosti
tveggja ára,“ sagði Valur.
Komi til þess að selja þurfi eitthvað
af eignum Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar á leigutímanum hefur KEA
forkaupsrétt að eignunum.
- Var samstaða í stjóm KEA um
að yfirtaka rekstur Kaupfélags Sval-
barðseyrar?
„Já, stjóm KEA var sammála um
að fallast á að taka reksturinn á
leigu,“ sagði Valur Amþórsson.
Rétt er að ítreka að um leigu á
rekstrinum er að ræða. Kaupfélag
Svalbarðseyrar mun eftir sem áður
vinna að úrlausn á slæmri stöðu
félagsins, eins og að greiða af skuld-
um sem nú munu nema um 280 millj-
ónumkróna. - JGH/Akureyri
Fréttir
Fréttir
Húsamál kaupfélagsstjórans og gjaldkerans á Svalbarðseyri
Lánin skráð sem
skuld bænda
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
Úttekt kaupfélagsstjórans og fyrrum
gjaldkerans hjá Kaupfélagi Sval-
barðseyrar upp á milljónir króna var
að stómm hluta færð í síðustu árs-
skýrslu sem skuldir bænda við kaup-
félagið.
„Þó svo að árið hafi verið bændum
hagstætt hvað varðar framleiðslu er
staða þeirra gagnvart Kaupfélagi
Svalbarðseyrar almennt mun verri
nú en nokkra sinni fyrr.
Skuldir þeirra um liðin áramót
vora liðlega 20 milljónir og höfðu
aukist um 38% frá síðustu áramót-
um,“ segir kaupfélagsstjóri í inn-
gangsorðum sínum í ársskýrslu fyrir
1984.
Og síðar í inngangsorðunum:-
„Slæm staða viðskiptamanna, svo og
erfiðleikar við innheimtu hjá fyrir-
tækjum, kemur fram í versnandi
afkomu fyrirtækisins, m.a. í miklum
fiármagnskostnaði.“
Þegar bændur, eigendur kaupfé-
lagsins, fóra að kanna þessi mál
betur kom í ljós að lánin sem kaup-
félagsstjórinn og fyrrum gjaldkerinn
tóku sér voru að stórum hluta inni
í þessari upphæð.
Bændurnir urðu undrandi, þeir
höfðu ekki hugmynd um að kaup-
félagsstjórinn og fyrrum gjaldkeri
hefðu tekið sér lán hjá kaupfélaginu
til að byggja sér einbýlishús.
Þetta var um skuld einstakra
bænda við kaupfélagið. Á sama
tímna skuldaði kaupfélagið bændum,
„skuldir við viðskiptamenn", um 23
milljónir króna.
Dorgað á Norðurá í Borgarfirði um helgina og kíkt eftir fleiri fiskum, 6 bleikjur hafa veiðst.
DV-mynd G. Bender.
VeittíMývatniogNordurá:
„Veiðingóðog
fiskurinn feitur”
—segirÞorgrímurStam Björgvinssoní Garöi
Norðurárdalurinn blasir við og
Norðuráin er ísi lögð en að norð-
vestanverðu í dalnum era fiöll
sundurdeild, fiölbreytileg að form-
um og svip, svo sem Baula, eitt af
sérkennilegustu fiöllum landsins.
Fjallið er eins og vörður yfir daln-
um.
Það marrar í ísnum þegar veiði-
mennimir með færi í hendi, ísbor
og beitu í plastpoka ganga eftir
ísnum, beitan er rækja, síld og
skelfiskur.
Fjöldi veiðimanna stundar veiðar
gegnum ís og finnst þetta tilbreyt-
ing frá amstri dagsins enda hefur
veiði á ís verið stunduð frá alda
öðli og þetta styttir biðina eftir
fyrstu veiðidögum vorsins.
Einhver hefur komið á undan
okkur og hefur búið til nokkrar
vakir í ísinn, við dorgum í þeim og
prófum alla beitu sem við höfum,
nokkur laxaseiði sýna beitunni
áhuga en ekkert meira, við færum
okkur. Nýi ísborinn er reyndur og
hann reynist vet, en það er ekki
nóg, bleikjan er ekki við. Fleiri
veiðimenn koma en verða lítið
varir frekar en við.
Við hittum veiðimenn sem komu
snemma á laugardaginn og þeir era
búnir að fá 7 silunga. „Það er mikið
líf héma núna og getur ýmislegt
spilað inn í, við fengum 7 bleikjur
en þær era frekar smáar. En útiver-
an er góð og þetta hressir, best að
fá sér kaffisopa og reyna svo víð-
ar.“
Við búum til fleiri vakir á ísinn
en bleikjan er ekki við, veiðimenn-
irnir ofar á ánni draga eina bleikju
og renna aftur.
VEIÐIVON
GunnarBender
„Bleikjur, bleikjur," kallar veiði-
félaginn og beitir aftur en þær era
famar. „Þetta hafa verið 15-20
bleikjur en þær tóku ekki og eru
farnar." Ég kíki ofan í vökina hjá
mér en sé engar bleikjur, bara
laxaseiði sem einhvem tíma verða
stórir laxar.
Veiðimennimir era komnir úr
kaffinu og fara neðar og veiði-
mennimir upp frá koma til okkar.
Þeir höfðu fengið 5 bleikjur og
vora að fara heim, við dorguðum
um stund en bleikjan gaf sig ekki,
það var farið að þykkna upp og
spáð roki og rigningu með kvöld-
inu. Okkur er orðið kalt á fingran-
um og ákveðum að leggja af stað
heim, sumir veiða 80 bleikjur aðrir
15,10 og 5. Svo veit maður um einn
og einn sem veiðir ekki neitt, við
nefnum bara ekki nöfn.
Um helgina hófst dorgveiðin á
Mývatni og þar fá menn víst sil-
unginn. Við leituðum frétta af veið-
inni.
„Þetta gengur allvel og upp úr
áramótum fengu bændur að leggja
tvö net hver til að prófa,“ sagði
Þorgrímur Starri Björgvinsson
bóndi, Garði II, í samtali við DV í
gærdag. „Veiðin var góð, fiskurinn
er feitur og bragðgóður en smár.
Kornátan, sem hann nærist á, kom
í ágústlok og byrjun september.
Þetta er miklu betra og allt að
koma til en þetta hefur verið
steindautt síðan 1982.“
- En dorgveiðin?
„Dorgveiðin hófst á laugardag og
menn era því byrjaðir að veiða,
menn urðu varir og fengu fiska.
Rækjunni er mest beitt núna en
áður var það hvítmaðkurinn, verst
hvað rækjan tollir illa á.
Um helgar era seld veiðileyfi á
dorg og kostar dagurinn 400 kr. og
má veiða 15 fiska. Svo það má segja
að þetta sé allt annað núna en fyrir
nokkrum árum, feitur og bragðgóð-
urfiskur."
- G. Bender.