Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 17 þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ■ mm Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni DV á Suðurnesjum: „Leon Brown skrifaði okkur í ÍBK og sagðist hafa hug á þvi að reyna sig á íslandi. Hann er velkominn í okkar raðir til að æfa og keppa,“ sagði Kristján Ingi Helgason, for- maður knattspyrnuráðs IBK, í sam- tali við DV í gærkvöldi. Talsverðar líkur eru á því að Eng- lendingurinn Leon Brown leiki með 1. deildar liði IBK í sumar. Hér er um að ræða 21 árs gamlan Birming- hambúa en hann æfði og lék á sínum tíma með unglingaliði Arsenal en síðan hefur leið hans legið um Sví- þjóð og Danmörku þar sem hann hefur leikið með þarlendum liðum. Leon kostar sig sjálfur hingað til lands og mun dvelja hér í 10 daga í Keflavík og æfa með ÍBK. Reynt Lék með unglingaliði Arsenal verður að koma á leik milli a og b-liðs ÍBK á morgun ef veður leyfir og þar fær Leon Brown að spreyta sig. Ef Brown leikur með IBK í sumar, eins og allt bendir til, verður hann þriðji útlendingurinn sem leik- ur í 1. deildinni. Hinir tveir eru auðvitað argentínsku bræðurnir hjá KR. Það er því allt útlit fyrir að knattspyman næsta sumar verði með nokkuð óvenjulegu sniði og vonandi hleypa útlendingarnir nýju lífi i Is- landsmótið. emm/SK. Danir eru nú á fullri ferð í loka- undirbúningi sínum fyrir HM t Sviss. Um helgina léku þeir tvo leiki gegn Norðmönnum í Osló og unnu báða. Fyrri leikinn unnu Danir með aðeins eins marks mun, 24-25, en þeim gekk betur í þeim síðari sem þeir unnu, 18-25. Norðmenn koma Wm BH bHH hh hbh bi hingað til lands um miðjan febrúar. og leika tvo leiki gegn ísiandi íli Laugardalshöll. Það verða síðustu leikir islenska liðsins fyrir átökin í | Sviss. Siðustu leikir Dana fyrir HM ■ verða i Danmörku gegn Rússuui. — Englendingurinn Leon Brown æf ir nú með Kef Ivíkingum og leikur að öllum líkindum með liðinu í sumar. • Englendingurinn Leon Brown ásamt Hólmbert Friðjónssyni, þjálfara Kefl- víkinga. Brown þessi lék með unglingaliði Arsenal. DV-myndemm. Tobbi heill— skoraði átta — Saabíefstasæti Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni DV íSvíþjóð. „Þetta gekk prýðilega hjá okkur í SAAB og ég gat leikið með, hef náð mér af meiðslunum sem ég hlaut í leiknum á undan. SAAB sigraði Tumba á heimavelli 32-15 eftir 15-8 í hálfleik og er nú eitt í efsta sæti austurriðils 1. deildar,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson þegar ég ræddi við hann í Linköping í gær. Þorbergur var tekinn úr umferð allan leikinn en skoraði þó átta mörk. Ekkert þeirra úr vítaköstum. Úrslit í öðrum leikj- um í riðlinum voru SAAB hagstæð, til dæmis vann Cliff Borlange sem var með jafnmörg stig fyrir 13. umférðina og SAAB. Staða efstu liða er nú þannig að SAAB hefur 19 stig og langbestu markatöluna. Cliff og Irsta hafa 18 stig, Polizien og Borlange 17 stig. SAAB á léttustu leikina eftir af þessum liðum, á aðeins tvo inn- byrðisleiki við þau eftir, báða á heima- velli, gegn Polizien og Borlange. Litlu munaði að Olympia tapaði sínum fyrsta leik um helgina í 2. deiíd. Lék þd við Farmen á útivelli. Þegar 10 mín. voru til leiksloka hafði heimaliðið sex mörk yfir. Oiympia tókst hefur nú skorað 109 mörk i deildakeppninni. LUGiTAPAÐI Ég hortöi á leik Lugi og GUIF í Allsvenskan hér í Lundi um helgina en þá var síðaata umfcrðin fyrir HM í Allsvenskan. Með sigri hetöi Lugi nokkum veginn tryggt aér sæti í keppni fiögurra liða um sænska meistaratitil- inn. En það fór á aðra leið. GUIF sigraði 25-22 og þar sá ég cinhverja beatu, ef ekki bestu markvörslu sem ég hef séð í handknattleik. Hinn 17 ára Thomas Svensson hjá GUIF fór beinlínis á kostum i markinu. Hælt mjög í blöðum og aænskir eru nú á því að hann sé besti markvöröur Svíþjóðar. Telja slæmt að hann skuli ekki hafa verið valinn í HM-lið Svía. Ég ræddi við Þorberg í gær um mark- vörslu stráksins. Hann sagðist einu sinni hafa séð hann í leik og markvarsla hans þá verið undraverð. Það cr greinilegt að HM-leikmenn Svía - að minnsta kosti í þeim liðum sem eru nokkuð örugg i úrslitakeppnina - hafa misst áhugann á keppninni í Allsvenskan, Icggja sig lítið fram og forðast meiðsli. Þannig tapaði Redbergslid öðrum leik sínum í röð, 25 19, fyrir Hellas. Drott vann H 43, 20-17, Warta vann Ystad, 25-21, Kristiansand vann Kroppakultur, 27-22, en Karlskrona tapaði á heimavelli fyrir Frö- lunda, 23-24. Redbergslid er í efsta sætinu með 27 stig. Warta og Drott hafa 23 stig, GUIF og Lugi 20 stig. GUIF í ijórða sætinu þýðingar- mifcla vegna betri markatölu. hsím "1 II ll |l II I I I I I I I I I I I I I ■ I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I „Gætum leikið gegn ís- landi um sjötta sætið” - segir Stefan Wrzesiniewski, þjálfari pólska landsliðsins íhandknattleik „Þetta var mjög slakur leikur hjá íslenska liðinu og ég átti svo sannar- lega von á því mun betra,“ sagði Stefan Wrzesiniewski, þjálfari pólska landsliðsins í handknattleik, í sam- tali við DV eftir landsleik íslendinga og Pólverja í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Þegar Stefan var spurður á hvaða stigi undirbúningsins fyrir HM pólska liðið væri núna sagði hann: „Þetta eru síðustu landsleikir okkar fyrir heimsmeistarakeppnina í Sviss. Eftir fjóra daga förum við í æfinga- búðir í Póllandi og ég vona að ég verði þá búinn að fá þá þrjá leikmenn sem mig vantar enn í liðið.“ I hvaða sæti átt þú von á að pólska liðið lendi á HM í Sviss? Það er mjög erfitt að segja til um það. Ég er að gera mér góðar vonir um að við getum lent í 6. sæti þegar upp verður staðið. Við ættum að vera með nægilega gott lið til þess.“ En í hvaða sæti heldur þú að islenska landsliðið lendi? Það er líka erfitt að segja til um það. I íslenska liðinu eru margir mjög snjallir leikmenn og liðið á að geta náð langt á HM í Sviss. Það gæti hæglega farið svo að pólska landsliðið léki við það íslenska um 6. sætið. Það kæmi mér ekkert á óvart," sagði Stefan Wrzesiniewski. -SK. • Stefan, þjálfari Pólveija, ásamt þeim Bogdan Kowalczyk til vinstri og Guðjóni Guðmundssyni liðsstjóra eftir leikinn í Höllinni í gærkvöldi. DV-mynd EJ. „Ég er svartsýnn —á að Þorgils Óttar og Siggi Sveins verði búnir að ná sér fyrir HM í Sviss,” segir Gunnar Þór Jónsson, læknir isl. liðsins „Ég verð að segja að ég er svart- sýnn á að Þorgils Óttar verði orðinn góður fyrir HM í Sviss. Ég held að hann þurfi lengri tíma til að jafna sig,“ sagði Gunnar Þör Jónsson, læknir íslenska liðsins í handknatt- leik, í samtali við DV i gærkvöldi. Þorgils Óttar meiddist sem kunn- ugt er í leiknum gegn Pólveijum á Baltic Cup í Danmörku og í ljós er komið að krossband í hné slitnaði. „Það væri sjálfsagt það eina rétta að skera þetta strax. Annars verður maður bara að vona það besta,“ sagði Þorgils Óttar í samtali við DV í gærkvöldi. Sigurður Sveinsson er einnig í meira lagi tæpur fyrir HM. „Ég fór á æfingu og var að drepast eftir hana. Þetta lítur ekki vel út,“ sagði Sigurð- ur í gærkvöldi. „Sár Sigurðar eru svo til fullgróin en þetta tekur allt sinn tíma. Eg er ekki bjartsýnn á að Siggi verði búinn að ná sér fyrir HM í Sviss,“ sagði Gunnar Þór Jónsson, læknir landsliðsins, ennfremur í gærkvöldi. Nú er það svart Margir landsliðsmenn eiga nú við meiðsli að stríða og gætu þau hæg- lega gert það að verkum að árangur landsliðsins yrði ekki eins glæsilegur og menn vona. Auk þeirra Þorgils Óttars og Sigurðar Sveinssonar eiga þeir Þorbjörn Jensson og Bjarni Guðmundsson við meiðsli að stríða en þau eru frekar smávægileg. Báðir eru með marinn vöðva. Bjarni verður frá æfingum í fjóra daga en Þorbjörn þarf líklega að hvíla eitthvað skem- ur. Og eins og allir vita er Einar Þorvarðarson markvörður að stíga upp úr meiðslum en er á góðri leið með að ná sér. Það yrði hroðalegt áfall ef Þorgils Óttar kæmist ekki til Sviss. Það kom vel í ljós á Flugleiðamótinu hversu mikilvægur hlekkur hann er í liðinu og sem stendur virðumst við ekki eiga jafnsnjallan línumann. -SK r* mma r m r .ia. r I I I FjóriráNMíi Stokkhólmi j i i — SigurdurT. keppir íMadríd Stjórn Fijálsiþróttasambands íslands hefur valið 4 keppendur á I fyrsta Norðurlandameistara-1 Imótið í frjálsum íþróttum innan-1 húss sem fram fer i Stokkhólmi ! 115. og 16. febrúar. ■ Svanhildur Kristjónsdóttir, . | UMK, Kópavogi, keppir í 60 m og | I m hlaupi. Jóhann Jóhanns- son, ÍR, 60 m og 200 m hlaupi. Hjörtur Gíslason, KR, keppir í 60 | m grindahlaupi. Egill Eiðsson, UÍA, keppir i 400 m hlaupi. I Evrópumeistaramótið í Madrid Sigurður T. Sigurðsson, FH. íslandsmethafi í stangarstökki I innanhúss, 5,30 m, keppir á Evr- J I ópumeistaramótinu í Madrid I 1“ innanhúss 23. febrúar. Sigurður ! stökk nýlega 5,05 m í Vestur-1 ^Þýskalandi. Ó.Uj | I «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (04.02.1986)
https://timarit.is/issue/190517

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (04.02.1986)

Aðgerðir: