Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 11 Viðtalið Meira ævintýri en margt annað Sigmar Sigurðsson, forstöðumaður farmiðasöludeilclar Flugleiða „Við erum rétt að koma okkur fyrir í hreiðrinu eftir sjö ára dvöld erlendis. Ég vann í sjö ár hjá Car- golux og við bjuggum fyrst í tvö ár í Lúxemborg og síðan fimm ár í Hong Kong,“ sagði Sigmar Sig- urðsson, forstöðumaður farmsölu- deildar Flugleiða. Sigmar er að koma aftur til starfa hjá Flugleið- um. Hann hóf störf þar eða reyndar hjá Loftleiðum fyrir sameiningu 1972 í farmsöludeild. í Hong Kong var hann fram- kvæmdastjóri Asíu- og Kyrrahafs- svæðisins fyrir Cargolux. Sigmar er Suðumesjamaður, fæddur og uppalinn í Keflavík. Á unglingsárum tóku skátastörf mikinn tíma og vinna að æskulýðs- málum. Hann var um tíma fram- kvæmdastjóri og erindreki fyrir Bandalag íslenskra skáta. Órói í Hong Kong „Það sem aðallega situr eftir í huganum vegna starfa minna í Hong Kong eru kynni af Austur- landabúum, bæði í viðskiptum og sem einstaklingum. Mikil ólga var í Hong Kong á þeim tíma sem mest var rætt um að afhenda Kínverjum Hong Kong. Mikill órói var ríkj- andi og margir ruku í burtu með fjármuni og fyrirtæki. Málin eru komin í betra horf nú. Persónulega fannst mér ánægjulegt að vera þama. Og það er meira ævintýri en margt annað að dvelja svo fjarri heimahögum og fá einhverja al- þjóðareynslu," segir Sigmar. En fjölskyldan ákvað að tími væri kominn til að halda heim og nýtt starf bauðst hér heima. Eiginkona Sigmars er Edda Hjálmarsdóttir. Bömin em tvö, 13 og 15 ára gömul. Viðmælandi okkar kvaðst stunda sund í tómstundum og hafa stund- að tennis í Austurlöndum. Sigmar Sigurðsson lauk verslunarskóla- prófi í Bretlandi. -ÞG Sigmar Sigurðsson, forstöðumaður farmsöludeildar Flugleiða. DV-mynd PK. Þarftu að se/ja bíl? . Vantar þig bíi? SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. SMÁAUGLÝSINGADEILD - ÞVERHOLT111 - SÍMI27022. Bílar til sölu M f i 1 X Feröafólk athugiö! HmQI I AVfl Notaleg gisting í HVIvi I vi V hjarta borgarinnar Skólavöröixstíg 13A. Sími 62-17-39. p--------Stór----------■* ■ skó-útsala ■ Margs konar skófatnaður Stóra skóútsalan, Hverfisgötu 89. HAPPDRÆTTISBÍLL TIL SÖLU Höfum til sölu nýjan, ókeyrðan Subaru Justy, árg. 1986, fjórhjóladrifinn, hvítan að lit og 5 dyra. Láns- kjör að hluta gegn góðu veði eða staðgreiðsluaf- sláttur. Bíllinn er til sölu og sýnis hjá Ingvari Helgasyni, sími 33560. Ennfremur veitir Byggðaverk hf. upplýsingar, sími 54959. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Yfirsjúkraþjálfari óskast við Kópavogshæli. Um- sóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórn- arnefnd ríkisspítala fyrir 3. mars. Upplýsingar veitir yfirlæknir Kópavogshælis í síma 41500. Aðstoðardeildarstjóri við bæklunar- og barnaskurð- lækningar óskast á skurðstofu Landspítalans. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Starfsmaður óskast í býtibúr á dagheimili ríkisspítala við Vífilsstaði. Um rúmlega hálft starf er að ræða. Upplýsingar gefur forstöðumaður dagheimilisins í síma 42800. Starfsfólk óskast til vinnu við þvottahús ríkisspítal- anna, Tunguhálsi 2. Boðið er upp á akstur til og frá vinnustaðað Hlemmi. Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahúss í síma 671677. Starfsfólk óskasttil ræstinga og í býtibúrá Landspít- ala í fullt starf og í hlutastarf. Upplýsingar veita ræstingastjórar Landspítalans í síma 29000. Starfsfólk óskast til vinnu á deildum Kópavogs- hælis. Vaktavinna. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kópavogs- hælis í síma 41500. Starfsfólk óskast til ræstinga við Kópavogshæli. Hlutastarf eða fulltstarf. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 41500. Aðstoðarmaður óskast í hálft starf eftir hádegi við vinnustofur Kópavogshælis. Upplýsingar veitir forstöðumaður Kópavogshælis í síma 41500. Reykjavik, 3. febrúar 1986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.