Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 8
8
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Versta vetrar-
veður i Evrópu
Á fyrsta degi Indlandsheimsóknar páfa söfnuðust þúsundir hindúa saman í
höfuðborginni Nýju Delhi og mótmæltu komu hans. í borginni Kalkútta og
Norðurríkjunum hefur lítið farið fyrir mótmælaaðgerðum gegn páfa, þar
hafa hundruð þúsunda safnast saman og fagnað Jóhannesi Páli páfa.
Hundruð þúsunda við
messu páfa í Ranchi
Jóhannes Páll páfi annar heimsótti
Maríu Teresu, nunnuna er barist
hefur gegn örbirgð í fátækrahverfum
Kalkútta síðastliðin fjörutíu ár.
Páfi virtist auðsjáanlega snortinn
yfir heimsókninni til Maríu Teresu
og þeirri fátækt og þeim skorti er
fyrir augu hans bar í þessari ind-
versku stórborg.
I Kalkútta minnti páfinn þróaðri
ríki veraldar á skyldu þeirra gagn-
vart fátækum og mannmörgum ríkj-
um þriðja heimsins og skoraði á þau
að draga úr fjárframlögum til her-
mála og auka í stað þess þróunar-
hjálp.
í borginni Ranchi, annarri stærstu
borg hins fjölmenna og fátæka Bihar
ríkis, söfnuðust yfir 400 þúsund
manns saman og heyrðu páfann
afneita atvinnuleysi og iágum laun-
um.
Jóhannes Páll flýgur í dag til norð-
urhluta Indlands þar sem höfð verð-
ur sex stunda viðkoma í ríkjunum
Assam og Meghalaya, sem eru
þekktust fyrir mikla terækt, en held-
ur síðan aftur til Kalkútta í kvöld.
Páfi syngur í dag messu á golfvelli
í bænum Shillong í Assam, sem ligg-
ur í afskekktu fjallahéraði umluktu
Kínverska alþýðulýðveldinu, Burma
og Bangladesh, og hefur löngum
Undarlegt
bankarán
Frá Ketilbirni Tryggvasyni, frétta-
ritara DV í Vestur-Berlín:
Undarlegur atburður átti sér stað
í bænum Blieskastel hér í Vestur-
Þýskalandi nýverið. Maður einn,
sem nýlokið hafði við að opna banka-
bók í bankaútibúi þar í bæ, dró
skyndilega upp byssu og heimtaði
peninga af gjaldkera bankans. Eftir
að vera kominn með góða fúlgu í
hendumar hafði maðurinn sig á
brott.
Lögreglan kom stuttu síðar á stað-
inn og átti ekkil neinum vandræðum
með að hafa upp á ræníngjanum.
Ástæðan var einföld, hann hafði
gefið upp rétt nafn og heimilisfang
við opnun bankabókarinnar!
Útibússtjóri bankans lét síðar láta
hafa það eftir sér í viðtali að ekkert
annað hefði vantað upp á vitleysuna
en að ræninginn hefði lagt ránsféð
strax inn á nýju bókina sína.
verið kunnur fyrir strangtrúaða
kaþólikka.
Ferðalagið til Indlands er 29. opin-
bera heimsókn páfans í útlöndum frá
því hann tók við embætti.
Versta vetrarveður gekk yfir meg-
inlandið um helgina en mesta veður-
hæðin gekk niður aftur í gær þótt
fjöldi bæja í Frakklandi, Spáni,
Austurríki og á Italíu væri vegasam-
bandslaus vegna ófærðar. - Alls hafa
29 manns farist í þessu veðri, sem
stóð nokkra daga, þar af sautján til
sjós.
í suðurhluta Frakklands, þar sem
síma- og rafmagnslínur slitnuðu í
ofsaroki og stórhríð, urðu herþyrlur
að flytja hjálpargögn til þorpa við
landamæri Spánar þar sem allt hafði
fennt í kaf og ekkert varð komist
landveginn vegna ófærðar. Þar ríkti
hálfgildings neyðarástand í þrjá
daga og 110 þúsund heimili eru enn
rafmagnslaus.
Spánarmegin við Pyreneafjöll eru
um 100 bæir einangraðir vegna
ófærðar og snjóþyngsla. La Jun-
queraskarðið er lokað en það er
aðalfjallvegurinn úr Katalóníu til
Frakklands.
I Austurríki voru yfir 800 manns
innifennt í skíðadvalarstöðum og þar
hefur verið mikil snjóflóðahætta.
Á Ítalíu var mikil fannkoma nyrst
í landinu en úrhellisrigningar þegar
sunnar dró og hvorutveggja svo að
til vandræða horfði. í Róm hafa til
dæmis ekki komið aðrar eins rign-
ingar í 86 ár og höfðu menn áhyggjur
af því hve vatnið stóð hátt í ánni
Tiber.
í Sviss tepptist vegasamband sums
staðar og rafmagnslaust varð á stöku
stað. Sums staðar, eins og í Ticino-
héraði, flúði fólk heimili sín vegna
snjóflóðahættu.
Mikið kuldakast hefur gengið yfir
Evrópu að undanförnu. Snjóstorm-
ur í Norður-Evrópu og mikil úr-
koma og slydda í Suður-Evrópu.
Mestu fangaskipti eftir
stríð á Glienecke-brúnni
Ásgeir Eggertsson, fréttaritari DV
í Múnchen:
Um leið og Bandarísk yfirvöld
staðfesta að mestu njósnaraskipti
eftirstríðsáranna muni nú fara fram
þegja embættismenn í Bonn. Ríkis-
stjórn Vestur-Þýskalands vildi, eins
og málum var háttað, ekki taka af-
stöðu til málsins.
Hins vegar er það haft eftir örugg-
um bandarískum heimildum í Was-
hington að fangaskiptin muni fara
fram þann 11. febrúar næstkomandi
á Glienecke brúnni er liggur á milli
Austur og Vestur-Berlínar.
Kona andófsmannsins Andrei
Shcharansky, er fluttist frá Sovét-
ríkjurium árið 1974, mun nú bíða
manns síns einhvers staðar í Vestur-
Þýskalandi.
Auk sovéska andófsmannsins
verða þrír eða fjórir bandarískir
njósnarar leystir úr haldi en nýjustu
fréttir herma að enn hafi ekki náðst
endanlega samkomulag um hverjir
það verða.
Fyrrverandi starfsmaður vestur-
þýska vamarmálaráðuneytisins,
Erwin Lutze, mun vera einn af þeim
vestrænu föngum er leystir verða úr
haldi og komast mun austur fyrir
jámtjald.
Hann ljóstraði upp um olíu-
m
Joseph P. Kennedy annar, sonur Roberts F. Kennedy, fyrrum öldungadeildarþingmanns og forsetaframbjóð-
anda, hefur nýverið gefið kost á sér í framboð til bandarísku fulltrúadeildarinnar. Kjördæmið er í heimaríkinu
Massachussetts. Brátt losnar staða fulltrúadeildarþingmanns í ríkinu eftir Thomas Ó Neil, forseta fulltrúadeild-
arinnar, er verið hefur á þingi í 33 ár. Með Kennedy á myndinni er kona hans Sheila og synirnir Matthew og Joseph.
leiðsluáætlanir Atlantshafsbanda-
lagsins á sínum tíma og var dæmdur
í tólf ára fangelsi í Vestur-Þýska-
landi árið 1976.
Umfangsmestu njósnaraskipti sem
farið hafa fram hingað til áttu sér
stað í júnímánuði í fyrra.
Þá voru 25 starfsmenn bandarísku
leyniþjónustunnar leystir úr haldi
gegn fjórum njósnurum austan-
tjaldsríkja er sátu í haldi í Banda-
ríkjunum.
Grunadauda-
sveitirum El
Salvadormorð
Illa útleikin lík fjögurra íbúa bæj-
arins San Jorge fundust í gær í út-
jaðri höfuðborgar E1 Salvador, San
Salvador.
Höfðu fjórmenningarnir auðsjáan-
lega verið teknir af lífi eftir harðar
pyntingar.
Minnir aðkoman á handbragð
hinna illræmdu dauðasveita í E1
Salvador er tekið hafa hundruð
manna af lífi án dóms og laga.
Bóndi einn, er slapp undan morð-
ingjunum á síðustu mínútu, segir
óþekkta byssumenn hafa ráðist inn
í San Jorge á laugardag og dregið á
brott með sér fjórmenningana er
síðar fundust my rtir.
Enn hafa engin samtök lýst ábyrgð
á hendur sér fyrir morðin en yfirvöld
hafa gefið í skyn að dauðasveitir
hægri manna beri ábyrgð á illverk-
unum.
Síðastliðinn sunnudag fundust lík
þriggja ungra manna skammt frá San
Salvador.
Voru hendur þeirra bundnar fyrir
aftan bak og höfðu morðingjamir
skorið höfuðið af fórnarlömbunum.
Utlönd UUönd Uttönd UUönd Uttönd