Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 15 Nei, ráðherra lánasjóðurinn verður að lifa Enn á ný blæs Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra til atlögu við Lánasjóð íslenskra náms- manna. Nú hyggst ráðherrann versla með reglugerðarbreytingu sína frá 3. janúar og selja þá reglu- gerð fyrir grundvallarbreytingar á lögum um Lánasjóðinn. Að því er virðist ætlar ráðherrann að láta samþykkja tillögur Sambands ungra sjálfstæðismanna um vexti á námslán, lántökugjöld, innheimtu- gjöld, styrki fyrir afburðanemend- ur og þá sem stunda þjóðhagslega hagkvæmt nám, útreikning lána o.fl. Við skulum athuga ofangreind atriði eilítiðnánar. Vextir, lántökugjöld og inn- heimtugjöld. Námsmenn telja að óréttlátt sé að krefjast vaxta og annarra gjalda af námslánum. Hefur ráðherrann gleymt þeirri staðreynd að námslán eru ekki fjárfestingarlán heldur framfærslulán? Verið er að gera námsmönnum kleift að nýta sér væntanlegar tekjur til framfærslu á meðan á námi stendur. Náms- menn munu aldrei geta sætt sig við að greiða vexti af námslánum. Styrkir fyrir afburðanemendur og þá sem stunda þjóðhags- lega hagkvæmt nám. Hvernig ætlar ráðherrann eða hans menn að ákveða hverjir eru Kjallarinn GYLFI ÁSTBJARTSSON NEMANDI í HÁSKÓLA ÍSLANDS afburðanemendur? Ekki getur hann notað einkunnir því mat á hversu góðar einkunnir eru er mjög mismunandi milli deilda og skóla, í einni deild telst 7 til 8 mjög góð einkunn en í öðrum ekki nema í meðallagi góð. Og hvemig ætlar ráðherrann að ákveða hvað er þjóðhagslega hagkvæmt nám? Ég er hræddur um að þess konar styrkjakerfi muni einungis leiða til spillingar innan sjóðsins og að mat á því hverjir eigi að fá styrki komi til með að ráðast af einhverju öðru, t.d. stjórnmálalegum skoðun- um. Útreikningur lána. Ráðherrann ætlar sér að láta lán vera óháð sumartekjum nemenda og taka þá upphæð sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar hverju sinni og deila henni út meðal lántak- enda. Við skulum athuga það að Alþingi getur verið mismunandi hliðhollt námsmönnum og upphæð sú sem veitt er til LIN því mismun- andi há ár frá ári. Ef lántakendum fjölgar, sem búast má við, má telja það næsta víst að sú upphæð sem hver og einn fær nægi ekki til fram- færslu og hrökklast menn þá úr námi. Það verða því þeir sem ann- aðhvort fá góða sumarvinnu eða eiga efnameiri foreldra sem geta stundað nám. Þar með er hruninn grundvöllurinn fyrir starfsemi Lánasjóðsins, sem er að tryggja mönnum jafnrétti til náms óháð efnahag og búsetu. Ég tel að rétt sé að hvetja námsmenn til að vinna fyrir sér en að óréttlætanlegt sé að fella tekjuumreikning alveg niður. Tekjuumreikningur er í dag 25% en ég tel að 50% væri eðlilegt takmark. Að undanfömu hefur verið reynt að etja saman námsmönnum og launþegum í landinu með birtingu línurita sem gefa alranga mynd af ástandinu og með greinaskrifum um að námsmenn séu forréttinda- hópur í þjóðfélaginu. Þetta tel ég mjög slæmt. Ég tel að launafólk og námsmenn hafi sömu hagsmuna að gæta, þ.e. að tryggja afkomu sína. Ég vil því skora á samtök launþega í landinu, BHM, BSRB, ASÍ o.fl., að standa með náms- mönnum í þessari baráttu gegn niðurskurðarhugmyndum mennta- málaráðherra og bið menn að minnast þess að þeir námsmenn sem mest þurfa á aðstoð Lánasjóðs- ins að halda eru oft börn félaga í þessum samtökum. Og hvað með stjórnmálafélög og bæjar- og sveitarstjómir úti á landi? Telur þetta fólk að auðvelt verði fyrir fólk utan af landi að stunda nám við Háskóla íslands ef þessar hugmyndir ráðherrans ná fram að ganga? Hvers vegna mót- mælir þetta fólk ekki? Hvers vegna lætur það ekki í sér heyra? Mér er spurn. Standa námsmenn einir í baráttu sinni við mennta- málaráðherra? Hvar eru þeir stjórnmálaflokkar sem kenna sig við félagshyggju og jafnrétti? A ég fyrst og fremst við Alþýðuflokk- inn, Bandalag jafnaðarmanna og Alþýðubandalagið og jafnvel fé- lagslega sinnuð öfl innan Fram- sóknarflokksins. Hvar er fram- varðaþríeyki félagshyggjunnar, Jón Baldvin Hannibalsson, Guð- mundur Einarsson og Svavar Gestsson? Er ekki komið mál til að þeir fari að láta til sín heyra um þetta mál? Og hvað finnst Kvennaframboðinu? Teljið þið ekki að með góðu námslánakerfi hafi konur sömu möguleika til náms og karlar, í stað þess sem áður var algengt, þ.e. að karlmað- urinn gekk í skóla en konan vann fyrir heimilinu. Félagslega sinnaða framsóknar- menn vil ég spyrja: Hefur Sjálf- stæðisflokkurinn töglin og hagld- irnar í þessu stjómarsamstarfi? Má ekki mótmæla neinu sem „sam- starfsflokkurinn" gerir? Er ekki kominn tími til að mótmæla? Að lokum vil ég minna á það að „ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ og skora á alþingis- menn að fella allar tillögur sem fela í sér niðurskurð á Lánasjóði íslenskra námsmanna, forsendu jafnréttis til náms. Gylfi Ástbjartsson. a „Það verða því þeir sem annaðhvort ^ fá góða sumarvinnu eða eiga efna- meiri foreldra sem geta stundað nám.“ Hvers eiga bændur að gjalda? Þessa dagana er verið að taka til framkvæmda nýja löggjöf um fram- leiðslustjórnun og sölu landbúnað- arafurða. Sú löggjöf var samþykkt á Alþingi sl. vor eftir hraða sigl- ingu þar í gegn. Bændum landsins gafst nánast ekkert færi á að segja álit sitt á frumvarpi þessara nýju laga enda virðist vera farið með það sem hálfgert pukurmál. Stjórn Stéttarsambands bænda gafst þó ráðrúm til að kalla í skyndi saman fulltrúafund, sem kaus nefnd til að gera tillögur um breytingar á frum- varpinu, en forráðamenn bænda- samtakanna höfðu margt og mikið við þetta stjórnarfrumvarp að at- huga. Málið var stöðvað í þing- flokki Framsóknarfl. meðan nefnd- in vann að sínum breytingartillög- um en hafði áður runnið í gegn hjá þingflokki Sjálfstæðisfl. Tillögur nefndarinnar til breytinga á frum- varpinu náðu sumar fram að ganga en ekki allar. Einnig voru í með- forum Alþingis gerðar á því lag- færingar. Frumvarpið að framleiðslu- stjómunarlögunum var samið í sérstakri nefnd sem í voru tveir menn frá hvorum stiórnarflokk- anna og mun Birgir ísleifur hafa verið aðalhöfundur þess. Fleiri áttu hlut að máli, svo sem starfsmenn í ráðuneytinu. Segja má að áður hafi Stéttarsambandsfundur 1984 rétt fram litla fingur með samþykkt sem í frumvarpinu kom fram af- skræmd og teygð í ýmsar áttir. Niðurfelling og valdatilfærsla Meðal bænda og ýmissa annarra kom strax fram mikil óánægja með frumvarpið og er hún til staðar ennþá en viðurkennt er þó að sumt af ákvæðum þess er til bóta. Eink- um eru það stórlækkun útflutn- ingsbóta og valdatilfærslna frá Framleiðsluráði til landbúnaðar- ráðuneytis sem menn sætta sig ekki við. Viðurkennt er að of lítið samráð var haft við bændur. Snöggsoðið og umdeilt var frum- varpið samþykkt af öllum þing- mönnum stjórnarflokkanna nema Páli P. í lok þingsins sl. vor. Ein- hverjir varamenn voru í þeirra hópi, m.þ. Páll Dagbjartsson, en Pálmi sat þá heima að búi sínu. Stjórnarandstaðan sat hjá. Menn úr hópi dreifbýlisþingmanna segja að þess hafi eigi verið kostur að koma í gegnum þingið frekari breytingum til hagsbóta fyrir bændur. Aðdragandinn; áhrif Jónas- anna Hin nýju lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum áttu sér alllangan aðdraganda og margslunginn. Ber þar fyrst að nefna áhrif hins gífurlega og svæsna áróðurs gegn íslenskum landbúnaði og sölufélögum bænda, sem Jónas DV-ritstjóri hefur geng- ið manna harðast fram í. Þá má nefna áhrif óðaverðbólgunnar, er- fiðleika við markaðsöflun og sölu landbúnaðarvara erlendis o.fl. Stærsti markaður dilkakjötsins, Noregur, hefur tapast alveg. Er sagt að Norðmenn hafi orðið svo hræddir við riðuveikina, sem hér er, að þeir hafi ákveðið að auka sína framleiðslu og hætta að flytja inn kjöt. Innanlandssala á kindakjöti og fleiri búvörum hefur mikið dregist saman, aðallega vegna minnkandi niðurgreiðslna. Stofnuð hafa verið sérfélög hinna ýmsu búgreina og hefur það og fleira orðið til að veikja verulega heildarsamtök bænda. (Loks vil ég nefna nei- kvæða umræðu meðal bænda sjálfra, a.m.k. í sumum sveitum, og gagnrýni þeirra á forystumenn sína og forystu samvinnufélaga og ann- arra stofnana sem hafa með mál- efni bænda að gera. Hygg ég að það sé einmitt þessi neikvæða og óheil- brigða umræða sumra bænda og lítill stuðningur við forystumenn og starfsmenn landbúnaðarins sem mest hefur veikt samtök bænda og dregið úr áhrifum þeirra.) Uppgjöfin lögbundin Nýju lögin eru í raun staðfesting þess að ráðamenn þjóðfélagsins hafa gefist upp við að reyna að selja búvörur úr landi og vilja nú miða framleiðsluna við innanland- smarkaðinn næstum einan. (Þetta er atriði sem margir bændur hafa ekki sætt sig við.) Réttur til út- flutningsbóta vegna búvöru, sem lögbundinn var í fyrri lögum 10% af verðmæti heildarframleiðslu, hefur verið mikill þyrnir í augum höfuðborgarbúa og stórt númer í áróðrinum gegn landbúnaðinum. Hefur mjög verið óskapast yfir þeim milljónum sem ríkið greiðir með útfluttum landbúnaðarvörum. Sá áróður hefur gengið í fólkið. Leyfi ég mér að draga mjög í efa að fólk geri sér grein fyrir að þetta er ekki eins einfalt mál né eins óskaplegt og í fljótu bragði kann að virðast. Þessi útflutningsbótaréttur vegna mjólkur- og sauðfjárafurða skal nú lækkaður í áföngum á 5 árum niður í 4% af heildarverðgildi framleiðslu og gæti það svarað til 2-3% af núverandi verðmæti miðað við að samdráttur verði svipaður og ráðgert er. Vegna þessa ákvæðis verður nú að fækka enn verulega sauðfé og kúm. I nokkur undanfarin ár hefur verið rekinn áróður fyrir samdrætti RÓSMUNDUR G. INGVARSSON BÓNDI, HÓLI, TUNGUSVEIT, SKAGAFJARÐARSÝSLU. í framleiðslu mjólkur og kindakjöts og bændur margir hverjir brugðist vel við og fækkað skepnum. Tekjur þeirra hafa auðvitað rýrnað að sama skapi. Sumir bændur hafa þó aukið framleiðsluna í stað þess að draga úr henni. Nú veitist stjórn- völdum vald til að láta draga veru- lega úr framleiðslunni og er mér tjáð að í landbúnaðarráðuneytinu sé verið að skipta framleiðslukvót- anum milli héraðanna og sé það undir geðþótta manna þar á bæ komið hvort skiptin miðast við framleiðslumagn eins og það er í dag eða eins og það var þegar búmörk voru ákveðin fyrir nokkr- um árum. Með öðrum orðum ræður ráðuneytið hvort þeim hlýðnu, sem drógu úr framleiðslunni, verður refsað með því að lækka þeirra búmark og þeir óhlýðnu, sem hafh aukið framleiðsluna, verðlaunaðir, - eða öfugt. öfugstreymi í sveltandi heimi. Áhrifavaldur til hækkunar bú- vöru hefur verðbólgan verið svo og stórhækkun áburðarverðs um- fram verðbólgu. Þannig hefur hið sjúka efnahagslíf þjóðarinnar or- sakað óeðlilega háan framleiðslu- kostnað búvöru, til skaða fyrir bæði bændur og neytendur. Á þessu eiga bændur enga sök. Samkv. nýju löggjöfinni er bænd- um sama og bannað að framleiða umfram ákveðna stærð, sem fer minnkandi á næstu árum. Þetta er öfugstreymi í sveltandi heimi. Þetta dregur úr framleiðslu og minnkar þjóðartekjur. Þrátt fyrir ákvæði um að jafnvirði lækkunar útflutningsbóta verði fáein næstu ár varið til að byggja upp nýjar búgreinar - og það er þakkarvert - þá eru horfur um afleiðingar lagabreytingarinnar þær að kúm og sauðfé verði enn stórfækkað á örfáum árum og bændum fækki jafnframt gífurlega. Hafa heyrst tölur um áætlaða fækkun bænda úr 3750 í 2000 á næstu 2-5 árum. Margumtalaðar nýjar búgreinar, sem eru aðallega refa- og minka- rækt, standa á brauðfótum, m.a. vegna miklu hærri fóðurkostnaðar en í öðrum löndum, verðsveiflna á grávörum o.fl. Þótt þær e.t.v. kunni að draga úr byggðaröskun þá eru allar horfur á stórfelldri grisjun og eyðingu byggðar í sveitunum og það er nokkuð sem verður allri þjóðinni til stórkostlegs efnahags- legs tjóns og ævarandi skammar. Eins og horfir er stutt í að fjölmargt fólk úr sveitum neyðist til að leita til annarra atvinnugreina og bændur hverfi þá frá óseljanlegum eignum sínum slyppir og snauðir. Slík meðferð á vissum hópi þjóð- félagsins er fordæmanleg og ein- stök. Við trúum því ekki að þetta sé það sem meirihluti þjóðarinnar vill. Við megum ekki láta svona slys henda. Væntanlega er komið fram á sjónarsviðið afl, sem, ef því vex fiskur um hrygg, er líklegt til að geta haft áhrif á að byggðinni í sveitunum verði ekki eytt - en það verður þá að koma fljótt til áhrifa. Það eru landsbyggðarsamtökin - Samtök um jafhrétti milli lands- hluta. Rósmundur G. Ingvarsson. „Nýju lögin eru í raun staðfesting ^ þess að ráðamenn þjóðfélagsins hafa gefist upp við að reyna að selja búvörur úr landi og vilji nú miða framleiðsluna við innanlandsmarkaðinn næstum einan.“ I ;.-TSaai,v „fia.vv AÍV. J3L LáJíí. -k’h.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.