Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 19 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þjóðhagslegar umbætur í þremur liðum: „Niceland“ - þjóðsöngur og dollari Þjóðhollur skrifar: Einhver myndi nú segj a að ekki væri á það bætandi að koma með tillögur um úrbætur í þeim þjóðar- vanda, sem við íslendingar eigum sífellt við að glíma. Efnahagsvandi okkar er ávallt efst á blaði og verður æ umfángsmeiri með hverju ári sem líður. Og það er ekki nema eðlilegt því að stjórn- málamenn hafa engin ráð önnur en bæta á vandann með því að taka ný erlend lán til viðbótar þeim sem fyrir eru. Það eru ýmiss konar úrræði sem til eru og sem geta komið að gagni en á fæst þeirra má minnast vegna einstæðrar minnimáttarkenndar og smásálarskapar sem einkennir stjórnmálamenn og ráðamenn þess- arar þjóðar, jafnt og flesta lands- menn. það gengur t.d. illa að kynna landið erlendis, með tilliti til sölu á afurð- um, til að laða að ferðamenn og bjóða afurðir okkar vegna of hás verðs. Það er engin einhlít lausn á þessum málum öllum, en ýmislegt má gera, og það strax, til að liðka til og eiga betri aðgang að hinum erlendu mörkuðum á ýmsum sviðum erlendra samskipta. Eitt er það með öðru sem er mikill þrándur í götu í kynningu landsins og hefur verið lengi. Það er nafnið sjálft, ísland. Þetta nafn er hreint öfugmæli á landinu. Oft 'er líka spurt hvers vegna við höldum fast í þetta kalda og fráhrindandi nafn. Þegar það kemur fyrir að eitthvað sérstakt eða frábært er bendlað við land okkar er í gamni sagt erlendis „Niceland“ í stað Islands. Dæmi um þetta er frá keppni nýkjörinnar feg- urðardrottningar okkar. Og oft hefur verið ýjað að því að heppilegt væri að skipta um nafn á landinu. Hvað er t.d. á móti nýjum nöfnum, eins og þessu að ofan, eða heitinu „Sögueynni"? - „The Saga Island“ er oft tekið fram í bæklingum um ísland þegar mikið þykir liggja við. Enginn mótmælir þessari nafngift. Réttnefni og sann- leikanum samkvæmt. Nafnið laðar að og er mun hlýlegra en það sem sem við notum nú. Kannski eru fleiri hugmyndir um nafnbreytingu. Þetta hafa margar þjóðir gert, t.d. þær er hafa nýfengið sjálfstæði líkt og við. í öðru lagi er nauðsynlegt að skipta um þjóðsöng og taka upp annað lag sem er meðfærilegra og léttara, efsvo Fréttaskotið, símimisemaldrei sefur 68-78-58 * m * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í [ ! NYTT umboð á Islandi, Skeifunni 8 Sími 68-88-50 ★ ★ ★ ★ ★ ★ t ★ ★ ★ ★ ★ 1 má segja. Það hefur oftar en ekki valdið erfiðleikum að leika þjóðsöng okkar við hátíðleg tækifæri erlendis og lagið er drepleiðinlegt og ekki við hæfi semþjóðsöngur. Þá er það myntin, krónan, sem er til trafala og þyrfti að kasta henni fyrir róða sem fýrst. Ekkert af þessu sem hér er minnst á er slíkt haldreipi að eftirsjá sé að. Þetta eru umbætur í þremur liðum sem byrja má að framkvæma strax. i . í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjórn bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Þetta er tilboð sem allir peningamenn getamæltmeð. | «« Landsbanki íslands Banki allra landsmanna L >LTENA______ Sólfilmur * efst i framrúöur með tegundaheitum t.d. Volvo, Mazda, Jeep. 4x4, og 20 fleiri, einnig skrautfilmur á bilhúdd. VARAHLUTAVERSLUNIN ijttlLMÚLI II SÍÐUIV1ULA3 | ^^37273 Sendum um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.