Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Olía
Olíufélögin, ríkisstjórnin, vinnuveitendasambandið og
aðrir hagsmunaaðilar munu reyna að gera lítið úr þeirri
lækkun olíuverðs, sem orðið hefur á síðustu þremur
mánuðum. Staðreyndin er þó sú, að lækkunin nemur
heilum þriðjungi hráolíuverðs, tíu dölum á tunnuna.
Hvort sem mælt er í verðlagi á Rotterdammarkaði eða
á bandarískum markaði, er niðurstaðan hin sama.
Hráolía, sem kostaði í byrjun nóvember rúmlega 30
dali tunnan, er nú komin niður fyrir 20 dali. Þetta er
ekkert venjulegt verðfall, heldur hreint verðhrun.
Jamani, olíuráðherra Saudi-Arabíu, hefur hótað félög-
um sínum í olíuframleiðslusamtökunum Opec, að verðið
geti lækkað niður í 15 dali á tunnuna.
Saudi-Arabía dró á undanförnum árum mjög úr olíu-
vinnslu og fór raunar langt niður úr kvótanum, sem
ríkinu bar samkvæmt samkomulagi olíuríkjanna. Ýmis
önnur ríki fóru híns vegar langt fram úr kvótanum í
trausti þess, að Saudi-Arabía sæi um samdráttinn.
í nokkur ár hefur verið offramboð á olíu. Iðnríki
Vesturlanda hafa náð góðum árangri í orkusparnaði
og mildir vetur hafa dregið úr húshitunarþörf. Afleið-
ingin er sú, að dagprísar á olíu á markaði í Rotterdam
hafa lengi verið lægri en uppsett verð Opec-ríkjanna.
Á sama tíma hefur orðið mikill samdráttur í. efnahag
Saudi-Arabíu. Þetta ríki, sem til skamms tíma óð í
peningum, getur nú tæpast staðið við íjárhagslegar
skuldbindingar sínar. Margir mánuðir eru síðan ríkið
fór að benda á, að þanþol þess væri þrotið.
Þessi breyting verður langvinn. Hún stendur að
minnsta kosti í nokkur ár. Hún mun hafa gífurleg áhrif
á efnahag orkukauparíkja, þar á meðal íslands. Hún
ætti að duga til að ná okkur upp úr kreppunni, sem
hefur hrjáð okkur í nokkur undanfarin ár.
Að vísu staðfestir verðhrun olíunnar, að íslenzkt foss-
afl er ekki samkeppnishæft á heimsmarkaði. Það var
raunar ekki söluhæft á tímum háa olíuverðsins, en nú
höfum við fengið tækifæri til að viðurkenna, að framtíð
okkar felst ekki í orkufrekum iðnaði.
Hagur okkar felst ekki aðeins í lækkun árlegs olíu-
kaupareiknings úr fimm og hálfum milljarði króna niður
í fjóra til fjóra og hálfan. Hagur okkar felst líka í, að
viðskiptaríki okkar, þar á meðal Bandaríkin, verða
ríkari. Þau hafa efni á að borga meira fyrir fiskinn.
Spámenn í fjármálum telja, að lækkun Bandaríkjadals
hafi stöðvazt og að líkur séu á nokkurri hækkun hans
á næstu mánuðum. Söluverð afurða okkar er að veru-
legu leyti reiknað í dölum, svo að við munum njóta til
fulls þessarar óbeinu afleiðingar verðhruns olíunnar.
Þetta mun auðvelda samninga um fiskverð og launa-
taxta. Ríkisstjórnin mun treystast í sessi og væntanleg
sitja út kjörtímabilið, þrátt fyrir ágreining á ýmsum
sviðum. Hún mun komast upp með að halda áfram að
falsa gengi krónunnar til að ná sér í vinnufrið.
Svo vel vill til, að á sama tíma hefur verðjöfnunar-
reikningur olíufélaganna verið jafnaður nokkurn veg-
inn að fullu. Þess vegna væri hægt að láta útgerð og
aðra orkukaupendur njóta verðhrunsins að fullu. Olíu-
félögin og ríkisstjórnin munu sjá um, að svo verði ekki.
Það breytir ekki því, að þjóðfélagið í heild mim spara
einn til einn og hálfan milljarð króna á hverju ári.
Þótt ríkisvaldið hirði mestan hluta kökunnar, kemur
verðhrunið öllum að gagni, því að það dregur úr sárri
skattahækkunarþörf vorrar eyðslusömu ríkisstjórnar.
Jónas Kristiánsson
Vanræktar
rannsóknir
rannsóknir sem gera þarf á haf-
svæðinu kringum landið eftir að
erlendar þjóðir hættu þeim rann-
sóknum. Ef vannýttar tegundir
finnast hér við land eiga aðrar
þjóðir kröfu á að veiða úr þeim
samkvæmt hafréttarsáttmálanum
sem við erum aðilar að. Rannsóknir
okkar verða því að vera trúverðug-
ar en þær verða það ekki ef við
höldum áfram að draga úr fjár-
magni til þeirra eins og gert hefur
verið síðustu árin.
Hvað skyldu Norðmenn, Danir og
fleiri segja þegar við tilkynnum
þeim, að á næsta ári getum við
ekki mælt loðnu vegna fjárskorts?
Ef vel á að standa að undirstöðuat-
vinnuvegi þjóðarinnar þarf að
veita til hans fjármagni sem nemur
aflaverðmæti tveggja frystitogara
eða 5-6 togara á ísfiskveiðum.
Sagt er að Svíar veiti hærri pró-
sentutölu af þjóðarframleiðslu en
við til fiskirannsókna og ekki
byggja þeir afkomu sína á fiskveið-
um.
Á síðasta ári voru veittar 160 millj-
ónir til fiskirannsókna en í ár er
gert ráð fyrir 170 milljónum á fjár-
lögunum.
Menn verða að hugleiða það að
peningamir vaxa ekki í Seðlabank-
Hafrannsókn í f jársvelti
Fyrir nokkrum árum rak Hafrann-
sókn fjögur skip og einnig eitthvað
af leiguskipum en í dag eru þessi
þrjú skip gerð svo lítið út að furðu
sætir. Á síðasta ári var fé veitt til
að gera út Bjarna Sæmundsson í 9
mánuði, Áma Friðriksson í 9
mánuði og Dröfn í 6 mánuði. Þetta
árið átti að gera skipin út svipaðan
tíma en þegar fjárlögin vom skoð-
uð kom í ljós að aðeins er hægt að
gera Bjama Sæmundsson út í 161
dag (5,3 mán.), Árna Friðriksson í
127 daga (4,2 mán.) og Dröfn í 142
daga (4,7 mán.).
Sem sagt: Nota þurfti hnífinn og
skera meira niður, ekki bara í
úthaldi skipa heldur líka í viðhaldi
þeirra. Þetta em gömul skip og því
óeðlilegt að skera niður í viðhaldi
þeirra, einnig það fé sem nota á til
að vinnu úr gögnum í landi.
Á sama tíma og þessi niðurskurður
á sér stað kaupir ríkið til viðbótar
rannsóknabát. Bátur þessi er 15
tonn, smíðaður á Skagaströnd og
við nánari athugun er ekki hægt
að sjá að bátur þessi sé byggður til
rannsókna heldur til fiskveiða.
Lestin nýtist ekki og engin aðstaða
til að búa í bátnum. Eitt af verkefn-
um hans á að vera að fara út á
land sem skólaskip og þá þurfa
þeir sem á honum em líklega að
búa á hóteli í landi ef þá hótel er
á staðnum.
Þetta er furðulegt fiumhlaup hjá
þingmönnum á sama tíma og Haf-
rannsókn er í fjársvelti. Er manni
næst að trúa að einhver þingmaður
hafi verið að bjarga atkvæðum í
sínu kjördæmi og fyrirtæki úr því
sama. Menn ættu að hugsa áður
en rokið er út í svona framkvæmdir
því fjármagn það sem í þetta fer
minnkar þann hlut sem hægt hefði
verið að leggja í þær rannsóknir
sem fyrir em.
Togaraverkefnið
Ef við skoðum það verkefni sem
kallað er togaraverkefni þá vom
teknir fimm togarar á leigu í mars
í fyrra og tóku þeir 600 stöðvar
allt í kringum landið. Þetta verk-
efni var gert í samvinnu við sjó-
menn og þótti takast vel. Verkefinið
þarf að standa í 5-6 ár svo það
geti skilað árangri og hlýtur að
eyða tortryggni milli sjómanna og
vísindamanna -um hver sé stofh-
stærð þorsks og annarra bolfiska
svo ekki þurfi að deila um það.
Áætlað var á síðasta ári að þessar
rannsóknir kostuðu um 10-11
„Fyrir nokkrum árum rak Hafrannsókn fjögur skip og einnig
eitthvað af leiguskipum en í dag eru þessi þrjú skip gerð svo lítið
út að furðu sætir.“
milljónir, þegar upp var staðið
kostaði þetta verkefni 16-17 millj-
ónir. Skýringin á mismuninum er
sú að lengri tími fór í verkefnið en
áætlað var, eins var miðað við afla
þeirra togara sem á veiðum vom
og var hann mjög góður þannig að
heildárkostnaðurinn hækkaði.
í ár var reiknað með að togara-
verkefnið kostaði 19,8 milljónir.
Þegar hins vegar fjárlögin lágu
fyrir kom í ljós að til þessa verkefn-
is var gert ráð fyrir 13,5 milljónum.
Sem sagt: Það náði ekki kostnaði
verkefnisins síðasta ár. Þetta er
allur skilningur ráðamanna á að
rannsaka botnfisk hér við land.
Það sem beðið var um em 10% af
aflaverðmæti frystitogara á síðasta
ári.
Ef sjómenn og útgerðarmenn
standa ekki við bakið á þeirri
stofhun sem rannsaka á þessa hluti
getum við ekki gert kröfur um hvað
má veiða og hver sé stofnstærð
ýmissa tegunda hér við land.
Rannsóknaskylda
Á það skal bent að aðrar þjóðir
gera kröfur um það að við stöndum
sem best að okkar rannsóknum þar
sem við höfum yfirtekið allar þær
anum, þeir koma af Selvogsbanka
og öðrum miðum hér við landið.
Þó þurfi að spara tel ég að við
höfum ekki efni á að spara á þessu
sviði. Sjávarútvegur er undirstaða
lífsafkomu okkar.
Það hlýtur því að vera krafa sjó-
manna að hluti af þeim peningum
sem þeir afla til þjóðarbúsins fari
í að treysta undirstöðu greinarinn-
ar en ekki beint í milliliði o.fl. í
landi.
Það er umhugsunarvert fyrir sjó-
menn að þegar ákveða átti síldar-
verð nú sl. haust og öll gögn lágu
á borðinu og ekki annað eftir en
að ákveða hlut sjómannsins og
útgerðarinnar, þá var ekkert eftir
- vantaði 1 kr. Sem betur fer voru
þau gögn ekki notuð því þá hefði
síldarverð ekkert hækkað í haust.
Þó allir aðrir séu búnir að fá lag-
færingu á launum sínum þá er
sjómaðurinn alltaf aftastur í röð-
inni og fyrirtæki þau sem starfa
við sjávarútveg.
Það er spuming hvort við sjómenn
þurfum að semja um þær upphæðir
sem fara eiga til Hafrannsókna-
stofnunar í næstu samningalotu
sem ekki er mjög langt í.
Ragnar G.D. Hermannsson.
Þegar skoðað er á hverju þetta land
byggir afkomu sína þá sést hvað
við eyðum skammarlega litlu af
þjóðartekjunum til haf- og fiski-
rannsókna. Upphæðin nær ekki
aflaverðmæti eins frystitogara sem
aflaði fyrir um 200 milljónir á síð-
asta ári, það rétt nær því að vera
1/3 af því sem Útvegsbankinn lán-
aði Hafskip og tapaði. Eins ef litið
er á blaðastyrki sem eru um 40
milljónir og styrk til Ríkisskipa
sem er ca 110 milljónir, þá sést
hvað við viljum lítið vita um þær
fisktegundir og sjávargróður sem í
kringum okkur eru.
I dag eigum við þrjú rannsóknar-
skip, Áma Friðriksson, Bjama
Sæmundsson og Dröfh. Hafþór,
sem rekinn hefur verið af Hafrann-
sóknastofnuninni, er ekki talinn
með þar sem hann hefur verið
leigður út vegna peningaskorts.
Kjallarinn
RAGNAR G. D.
HERMANNSSON
FORMAÐUR SKIPSTJÓRA- OG
STÝRIMANNAFÉLAGSINS
ÖLDUNNAR
a ,,Menn verða að hafa í huga að pen-
^ ingarnir vaxa ekki í Seðlabankanum,
þeir koma af Selvogsbanka og öðrum
miðum hér við landið.“