Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 26
26
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 4. FEBRÚAR1986
Andlát
Súsanna Guðjónsdóttir, Stórholti 24,
lést í Landakotsspítala föstudaginn
31. janúar.
Kristbjörg Rögnvaldsdóttir, Kapla-
skjólsvegi 29, Reykjavík, lést i öld-
runardeild Landspítalans mánudag-
inn 3. febrúar.
Sóffía Sigríður Oddsdóttir, Álfhóls-
vegi 12, Kópavogi, lést í Landspítal-'
anum 2. febrúar.
Þórunn Jósefsdóttir, Furugerði 1,
Reykjavík, lést að heimili sínu
sunnudaginn 2. febrúar.
Ingibjörn Guðnason lést að Hvammi,
heimili aldraðra, sunnudaginn 2.
febrúar.
Kristleifur Jónsson, fyrrverandi
bankastjóri, Stekkjarflöt 23,
Garðabæ, andaðist í Landakotsspít-
ala sunnudaginn 2. febrúar.
Guðmundur K. Gislason, vélstjóri,
vistmaður Hrafnistu, lést í Landspít-
alanum 3i. janúar sl.
Haraldur Guðmundsson fasteigna-
sali, Mávahlíð 25, Reykjavik, lést í
Landspítalanum 2. febrúar.
Haraldur Ásgeirsson, lést af slys-
förum föstudaginn 31. janúar.
Ásta S. Jónsdóttir frá Lindarbrekku,
Akranesi, er lést 31. janúar sl. verður
jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 11. febrúarkl. 14.30.
Guðrún Þórarinsdóttir, er andaðist
í Landakotsspítala miðvikudaginn
_29. janúar sl., verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 5.
febrúarkl. 13.30.
Guðrún Guðmundsdóttir, Hrísateigi
22, Reykjavík, #em lést í hjúkruna-
rdeild Hrafnistu 31. janúarsl., verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju á
morgun, miðvikudag 5. febrúar, kl.
15.
Tilkynningar
Kvennadeild Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík
verður með félagsvist í Drangey,
Síðumúla 35, á morgun, miðvikudag-
inn 5. febrúar, kl. 20.30. Heimilt er
að taka með sér gesti.
Háskólatónleikar
Miðvikudaginn 5. febrúar verða
fyrstu háskólatónleikarnir á þessum
seinni hluta vetrar. Þeir verða í
Norræna húsinu kl. 12.30 og standa
u.þ.b. hálftíma. Kristinn Sigmunds-
son baríton, og Jónas Ingimundarson
píanóleikari munu flytja ítölsk lög,
einkum frá 17. öld. Háskólatónleikar
verða á hverjum miðvikudegi á sama
stað og tíma fram í miðjan apríl, þó
með hléum um páskana.
Aðalfundur kvenfélags Árbæj-
arsóknar
verður haldinn í dag, þriðjudaginn
4. febrúar, kl. 20.40 í Safnaðarheimil-
inu.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Aðalfundur félagsins verður haldinn
í safnaðarheimili kirkjunnar
fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf. Hljóð-
færaleikur ungt fólk spilar. Kaffi
og að.lokum hugvekja sem sr. Ragn-
ar Fjalar Lárusson flytur.
Snyrtistofan Doris, Hótel Esju
Nýlega var opnuð snyrtistofan Doris
á Hótel Esju. Snyrtistofan var áður
að Urriðakvísl 18, Ártúnsholti. Stof-
an býður upp á alla almenna snyrti-
þjónustu, auk nýjunga í augn-, háls-
og brjóstameðferð. Snyrtistofan
vinnur með franskar vörur, Doctor
g.m. collin. Lita- og make-up vörur
frá Stendhal. Á stofunni vinnur eig-
andi hennar, Þórunn *Jensen. Hún
býður viðskiptavinina velkomna í
notalegt umhverfí á Hótel Esju.
Síminn er 83055. Við Hótel Esju eru
næg bílastæði.
ÞAKKARÁVARP
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við
andlát
Bryndísar Sigurðardóttur,
Mávabraut 9d, Keflavík.
Haraldur Hinriksson,
Eyþór örn Haraldsson,
foreldrar, systkini
og tengdaforeldrar.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 119., 122 og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Hrafnhólum 2, þingl. eign Eyjólfs Sigurðssonar og Indiönu Eybergs- dóttur, fer fram ehir kröfu Gjaldheimttinnar i Reykjavík, Helga V. Jónsson- ar hrl., Skúla J. Pálmasonar hrl„ Veðdeildar Landsbankans, Jóns Halldórs- sonar hdl„ Ingólfs Friðjónssonar hdl. og Borgarsjóðs Reykjavíkur á eign- inni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 120., 124. og 127. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Kriuhólum 2, tal. eign Þóru S. Þorgeirsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Spóahólum 4, þingl. eign Kristínar G. Sigurð- ardóttur og Aðalsteins Þ. Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl„ Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Lands- bankans á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 120., 124. og 127. tbl. Lögbírtingablaðs 1985 á hluta i Ugluhólum 12, þingl. eign Rósu G. Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Baldvins Jónssonar hrl„ Veðdeildar Lands- bankans og Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 120., 124. og 127. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Spóahólum 8, þingl. eign Veigars M. Bóassonar og Jennýjar Péturs- dóttur, fer fram eftir kröfj Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Róberts Á. Hreiðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Orrahólum 7, þingl. eign Sigríðar Jónsdóttur og Páls Valgeirssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl„ Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Utvarp
Sjónvarp
Guðni Stefánsson
járnsmíðameistari
Annar
blær
Ég horfði svolítið á sjónvarpið
um helgina og mér fannst dagskrá-
in heldur góð. Fyrst vil ég nefna
Blikur á lofti, ég hef reynt að fylgj-
ast með þeim þætti því mér finnst
hann góður.
Á laugardag sá ég náttúrlega
íþróttaþáttinn, það er alltaf gott
að vera með beinar útsendingar.
Ég sá líka á laugardag fyrri bíó-
myndina og fannst hún jú nokkuð
góð. Þá sá ég og íslensku myndina
Á fálkaslóðum, mér sýnist það geta
orðið skemmtileg mynd fyrir
krakkana. Það er létt yfir þeirri
mynd.
Almennt finnst mér vera kominn
töluvert annar blær á sjónvarpið
en verið hefur, það má sjá það jafn-
vel í fréttum og veðurfféttum. Það
hefur allt breyst til hins betra, já
í það heila held ég að við séum að
fá miklu betra sjónvarp.
Ég get ekki sagt að ég hlusti
mikið á útvarp, er yfirleitt of upp-
tekinn eða gef mér allavega ekki
mikinn tíma til þess. Það eru helst
fféttir og svo reyni ég oftast að
hlusta á beinu útsendingu sinfón-
íunnar á fimmtudagskvöldum.
Annars held ég að dagskráin í
útvarpinu hafi verið nokkuð góð.
Ályktun frá Stúdentaráði
Háskóla íslands
Stúdentaráð Háskóla Islands
ályktaði eftirfarandi á fundi sínum
þann 30.1.1986. Samþykkt með 14
atkv. gegn 9.
Ólafur Arnarson:
Stúdentaráð (með 1000 undirskrift-
ir að baki sér) neitar að sitja undir
þeirri yfirlýsingu þinni að þú víkir
ekki úr stjóm LÍN fyrr en þú sjálfur
telur tíma til þess kominn. Með ólýð-
ræðislegu framferði þínu og með því
að hunsa meirihlutavilja stúdenta-
ráðs frá síðasta fundi telst þú ekki
lengur fulltrúi stúdenta.
Ráðið vísar á bug allri ábyrgð
stúdenta á embættistilfærslum innan
stjórnkerfisins og þeim samanburði
sem gerður hefur verið á setu Ragn-
ars Arnasonar í stjórn LÍN og setu
þinni þar.
Fulltrúi stúdenta á að vera fulltrúi
okkar en ekki pólitísks stjómkerfis.
„NoMilk Today“
Nemendamót Verzlunarskóla ís-
lands verður haldið 5. febrúar í
Háskólabíói (skemmtun um daginn)
og í Þórscafé (dansleikur um kvöld-
ið). Eins og fyrri daginn er vel vand-
að til sýningarinnar í Háskólabíói
en þar hefur verið æft stíft á næturn-
ar að undanförnu. Á sýningunni, sem
ber heitið „No Milk Today“, er boðið
Þeir létust
íflugslysinu
Mennimir, seríi fórust með flug-
vélinni TF-ZEN í Bláíjöllum,
voru Rúnar Brekkan, 44 ára vél-
virki, til heimilis að Stakkholti 3
í Reykjavík, og Haraldur Ás-
geirsson, 40 ára prentari, til
heimilis að írabakka 22 í Reykja-
vík.
-SOS
Eyjamenn og Eyjakvöld
Vestmannaeyinj’ar, húsettir á fastahmdim, xtla aó safnast saman í Naustinu hér i Reykjavik
laugardaginn S.fehrúar nk.
Rúðgert er aó rmeta snemma í Naustið (kl. 19.00) og neyta fordrykkjar á haóstofuloftinu og
undirhúa Eyjastemmninguna.
Ætlunin var að einungis kunningjahópur hittist þarna en þegar þaó spuróist út aó Eyjamenn
xttu þarna i hlut fóru hjóín aó sruiast og fleiri vildu meó.
Þeir, sem vilja tryggja sér steti og þorramat á Eyjakvöldi H.fchrúar nk., láii þessa vita (þó eigi
síóar en á þriójudagskvöld), Gunnar Helgason s. 43286, Ólaf Guómundsson s. 666595 og Guólaug
Sigurðssons. 73888.
Bræóumir Helgi og Hermann Ingi munu skemmta í Naustinu þetta kvöltL
upp á steppdans, skemmtiþátt, rokk-
dans og svo flytur kórinn lög frá
árunum ’62-’70.
Undirbúningur hefur staðið yfir í
allan vetur, t.d. hafa strákarnir safn-
að hári og gömlu fataskáparnir verið
tæmdir. Frægar hljómsveitir frá
þessum tíma, eins og The Beatles,
Beach Boys, Supremes og Rolling
Stones, verða leiknar á sviði.
Almenn sýning verður haldin laug-
ardaginn 8. febrúar kl. 13.30 í Há-
skólabíói.
Þakkar-
ávarp til
björgunar-
fólks
Foreldrar barnanna, sem bjargað
var eftir að þau týndust í Bláíjöllum,
hafa beðið um eftirfarandi þakkará-
varp: „Enn einu sinni hafa björgun-
arsveitir landsins unnið afreksverk.
Blómi æskulýðs og þaulreyndir
fjallamenn undir kunnáttusamlegri
stjóm flykktust að kvöldi laugardags
1. febrúar sl. um 2oo saman til leitar
þriggja barna við erfiðar aðstæður.
Þetta einvala lið hugprúðra kárTa
og kvenna stóðst gjörningaveður
íslenskra fialla. En það gerðu einnig
börnin þrjú sem villst höfðu á leið
milli tveggja lyfta og voru týnd í
hálfan sólarhring. Einnig þeim var í
brjóst blásið þrek og þor á þessari
örlagastundu af guðlegum mætti.
í kjölfar atburða af þessu tagi duga
orð skammt, en hér er samt af hálfu
foreldra barnanna, sem í háskanumn
lontu, gerð tilraun til að sýna þakk-
lætisvott öllum þeim fórnfúsu ein-
staklingum og samtökum frá Hellu
til Suðurnesja sem lögðu sig alla
fram og skiluðu árangri.”
Athugasemd:
Uppspuni og
ímyndanir
„Allt sem að mér snýr í þessari
DV-yfirheyrslu yfir Ólafi Arnarsyni
og málefnum Lánasjóðs íslenskra
námsmanna er uppspuni og ímynd-
anir,“ sagði Ragnar Árnason, lektor
og einn af fulltrúum ríkisins í stjórn
lánasjóðsins.
í yfirheyrslu DV yfir Ólafi Arnar-
syni kemur meðal annars fram að
Ragnar Árnason hafi bókað vítur á
Ólaf fyrir að hafa ekki staðið upp
fyrir nýjum nemendafulltrúa stúd-
entaráðs Háskóla íslands, Guðmundi
Auðunssyni.
„Ég hef aldrei látið bóka neitt í
þessa veruna, hef reyndar ekki setið
stjórnarfund í lánasjóðnum frá því
að Ólafur Amarson missti stuðning
stúdentaráðs," sagði Ragnar Áma-
son. „Ég hef meira að segja enga
skoðun á því hvort Ólafur Amarson
eigi að sitja í stjóm lánasjóðsins eða