Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 29 STAÐA STARFSMANNS MÓTA-, DÓMARA- OG AGANEFNDAR KSÍ I boöi Zi staða starfsmanns móta-, dómara- og aganefndar KSl sem er laus nú þegar. KSÍ leitar að starfsmanni sem hefur áhuga á að vinna fjölbreytt starf sem felur í sér mikil samskipti við fólk og krefst þess að viðkomandi sé úrræðagóður, rökfastur og hafi hæfileika til þess að leysa vandamál sem upp kunna að koma í mótahaldi sambandsins. I boði er skapandi starf sem býður upp á ákvarðanatöku, nokkuð frjálsan vinnutíma og laun í samræmi við hæfileika. Umsóknum skal skilað til skrifstofu KSl, Iþróttamiðstöðinni, Laugardal, Reykjavík, í síðasta lagi 7. febrúar næstkomandi. ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. LÁGMÚLI5 - REYKJAVÍK - tilkynnir nýtt símanúmer: 681644 Norrænir verkefnastyrkir til æskulýðsmála Norræna æskulýðsnefndin hefur ákveðið að veita takmarkaða styrki til svæðisbundins samstarfs meðal æskufólks á Norðurlöndum. Styrkirverða veittirtil: - staðbundinna æskulýðsverkefna, - samstarfs á ákveðnu svæði, einkum á vestursvæð- inu (Island, Færeyjar og Grænland) og á Norður- kollusvæðinu (Nordkalotten), - æskulýðsstarfsemi sem ekki hefur getað notið þeirra styrkja sem boðnir hafa verið til þessa af norrænu nefndinni. Æskulýðsfélög eða hópar í einstökum bæjar- eða sveitarfélögum, sem hafa hug á norrænu samstarfi, geta sótt um styrkina. Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á samstarfinu, ásamt fjárhagsáætlun um verkefnið. Einnig skal tekið fram hvort samstarfið sé styrkt af öðrum aðilum. Engin sérstök umsóknareyðublöð eru um styrki þessa. Umsóknarfrestur um styrkina rennur út 1. mars 1986 og skulu umsóknir sendast beint til: Nordisk Ungdomskomité, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbede, Snaregade 10, 1205 Köbenhavn K, Danmark. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Grettisgötu 94, þingl. eign Ástriðar Eyjólfsdóttur, fer fram eftir kröfu Gísla Gíslasonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Orrahólum 7, þingl. eign Sigurðar E. Svein- björnssonar og Heiðu B. Scheving, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans og Iðnaðarbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudag 6. febrúar 1986 kl. 15.30. ____________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Sandkorn Sandkorn Snarráður Keflvíkingur Hann bjargaði sér snyrti- lega fyrir horn, Keflvíking- urinn sem vildi taka video- myndir i útlandinu um jól- in. Að sögn Víkurfrétta fór hann ásamt kór Keflavík- urkirkju til Landsins helga um hátiðarnar. Ætlaði hann að taka tónleika kórs- ins upp á myndband. Eftir nokkra leit fann hann ákjósanlegan stað til töku myndarinnar. En þá viku sér að honum verðir sem vildu reka hann frá. Keflvíkingurinn dó ekki ráðalaus heldur ávarpaði verðina með myndugleik: „I am from Víkurfréttir television, Keflavík, Ice- land.“ Var þá ekki að sökum að spyrja, allir ruku upp til handa og fóta til að hjálpa honum við ætlunarverkið. Og því voru tónleikarnir filmaðir með pomp pg prakt. Aulabanda- lagið Mikil reiði ríkti meðal al- þýðubandalagsmanna á þorrablóti sem þeir héldu á iaugardagskvöldið. Þá hafði verið fyrirhugað að birta tölur úr nýafstöðnu prófkjöri flokksins fyrir borgarstj órnarkosningar. Því var það að fólk streymdi á þorrablótið til að hlýða á boðskapinn. En tölurnar voru ekki lesnar upp eins og gert hafði verið ráð fyrir. Mönn- um fór því að leiðast þófið. Endaði með því að Mörður Ámasom stökk í hljóðnem- ann og krafðist þess að úrslitin yrðu gerð kunn. Þessu var ekki ansað. Fleiri létu í ljós óánægju sína, þar Mörður Árnason var einn þeirra fjölmörgu sem þreyttust á að biða eftir kosningatölum Alþýðu- bandalagsins. á meðal einn frambjóðenda sem fannst þetta fyrir- komulag svo fáránlegt að hann talaði um „aula- bandalagið". En enda þótt hvini í nös- unum á þorrablótsgestum voru tölurnar ekki lesnar upp fyrr en um íjögurleytið um nóttina. Þá voru flestir farnir heim. Þykir fullvist að forráðamenn flokksins hafi ekki þorað að lesa upp hin óvæntu úrslit af ótta við óeirðir meðal veislugesta. Reiðugögn og óreiðugögn Hin ýmsu hugtök varðandi tölvur og tölvuvinnslu hafa þvælst nokkuð fyrir fólki. Hefur mikið verið á sig lagt til að snúa þeim yfir á ís- lensku, með misjöfnum árangri. En hvað sem því öllu líður þá ritaði Sigrún Helgadótt- ir, reiknifræðingur og for- maður orðanefndar Skýrslutæknifélags ís- lands, á dögunum efnis- mikla grein um tölvu- og gagnavinnsluorð í Tölvu- mál. Þar fiallaði hún meðal annars um fyrirbæri sem hún nefndi reiðugögn og óreiðugögn: „... Einnig er talað um „on-line data“. Þá er átt við gögn, tiltæk á seguldiski sem er á tölvutengdri stöð. Þau mætti kalla reiðugögn. „Off-line data“ mætti þá e.t. v. kalla óreiðugögn. Þau eru t.d. geymd á diskling- Liklega er barist við óreiðu- gögn á þessari ágætu mynd sem tekin var traustataki í SKÝRR-fréttum. um og segulböndum inni í skáp og eru ekki til reiðu. Ennfremur er oft mesta óreiða á disklinga- og segul- bandasafni ýmissa tölvu- notenda." Og þá hafið þið það! Grimmd hjá Gjaldheimt- unni Þeir geta verið býsna grimmir hjá Gjaldheimt- unni ef menn borga ekki skuldir sinar, jafnvel þótt litlar séu. Af einu fórnardýri frétt- um við sem hafði lent í vanskilum við báknið og ekki greitt skatta sína fyrir tilskilinn tima. í fyllingu tímans knúðu lögtaks- menn dyra hjá skuldaran- um. Skrifuðu þeir niður forláta trésmiðavél sem þeirfundu i fórum hans. Til þess að bjarga því sem bjargað varð skokkaði maðurinn niður í Gjald- % i' 1 • > J Þeir vildu sínar sextán krónur hjá Gjaldheimt- unni, ella yrði lögtakið gert að veruleika heimtu og greiddi skuld sina. Hélt hann að málinu væri þar með lokið. En svo var aldeilis ekki því nú fékk hann kröfu upp á skuld sem nam heilum 16 krónum. Með fyrri reynslu í huga hringdi hann strax í Gjald- heimtuna og spurði hvort kröfunni um lögtak yrði enn haldið til streitu. Var honum sagt að svo væri. Ekki kunnum vér þessa sögu öllu lengri en gera má ráð fyrir að sextán krón- urnar hafi verið greiddar til að forðast frekari aðgerðir. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Kvikmyndir Kvikm Austurbæjarbíó — Æsileg eftirför ★★ Spennumynd fyrir ökuþóra Nýsjálensk. Argerð 1985. Leikstjóri: Bruce Morrison sem er einnig höfundur handrits ásamt James Koutz og Henry Fownes. Myndataka: Kevin Hayward. Tónlist: Stephen McCurdy. Aðalhlutverk: Clifl Robertson, Leif Garrett og Lisa Harrow. Kvikmyndaáhugamenn hafa fylgst með skemmtilegri þróun sem hefur átt sér stað í kvikmyndagerð í Eyjaálfu. Þar hefur fjöldinn allur af athyglisverðum myndum verið gerður á undanförnum árum og hafa gæði þeirra vakið verðskul- daða athygli. Aðal þessara mynda hefur verið góð og frískleg leikstjórn og vel unnin handrit. Með þetta tvennt að vopni hefur þeim Eyjaálfu- mönnum tekist að skáka hinu ameríska fjármálaveldi í kvik- myndagerð. En svar Hollywood við þessu var einfaldlega að kaupa bestu leikstjórana til sín. Ekki veit ég hvort Bruce Morri- son, leikstjóri þessarar myndar, verður keyptur á stundinni, trúlega verður hann fyrst að sanna sig betur sem leikstjóri þó hann vinni þessa lipurlega. Æsileg eftirför er ein af hinum svokölluðu road- myndum sem svo mikið hefur verið gert af í Hollywo- od um dagana þó framleiðsla þeirra hafi dregist saman á síðustu árum. Aðalhlutverkið leikur þá vanalega mörg hundruð hestafla amerískt tryllitæki. Hér er það bleikur Trans Am sem er í aðalhlutverki og er ekki annað að sjá en að hann skili sínu hlutverki. Hér sést aðalleikarinn, bleikur Trans Am, á glæsilegu flugi en glæfraatriði myndarinnar eru vel úr garði gerð. Cliff Robertson leikur hér aldinn ökuþór sem má muna sinn fífil fegurri. Hann vinnur við áhættuat- riði og hefur sem vélvirkja ungan bróðurson sinn (Leif Garrett). Þeir bera ekki mikið úr bítum og taka því fegins hendi þegar kona ein biður þá um að skutla sér bæjarleið og greiðir vel fyrir þá þjónustu. Reynist farangur hennar innihalda einhvers konar eyðniveiru sem hún ætlar að forða úr höndum Ný - sjálenskra hernaðaryfirvalda sem samkvæmt myndinni eru herská í meira lagi. Ætlar hún að koma veirunni í hendur CIA sem virðist vera betur treystandi fyrir henni. Fjallar myndin síðan um æsilegan eltingarleik um Ný- sjálenska vegi. Það er oft gaman að fylgjast með bílaeltingarleiknum sem er aðal- uppistaða myndarinnar. Er hann fagmannlega unninn og gefur bestu Hollywood framleiðslu ekkert eftir. Það er hins vegar i handrits- gerðinni sem hlutirnir hafa farið úrskeiðis. Það er ekki nóg með að efnisþráðurinn sé afskaplega ófrumlegur heldur er hann einnig bamalegur. Og þegar kemur að því að fólk þarf að tala saman eru samtölin ósköp hjárænuleg. Það er leikarinn gamalkunni Clift Robertson sem fer með aðal- hlutverkið og kemur hann vel út með sínu þreytta „sjarmör" yfir- bragði. Svona menn bregðast aldr- ei. Um frammistöðu annarra er það helst að segja að enginn þeirra vinnur leiksigur. Sigurður Már Jónsson ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.