Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1986, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur 7 ^ Til höfuðs Karíusi og Baktusi í dag, þriðjudaginn 4. febrúar, er tannverndardagur þar sem lögð er áhersla á fræðslu um tennur og tann- vernd. Á límmiðum sem úthlutað er í öllum grunnskólum landsins, og eiga að límast á skólabækur nem- enda, er fólk minnt á að viðhalda tönnum sínum svo hægt sé að halda þeim ævilangt. „Eigin tennur eiga að endast - varist eftirlíkingar“. Mikil áhersla er lögð á góða og reglulega hreinsun tannanna, hæði með bursta og með tannstönglum og tannþræði. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið hefður gefið út bækling í samvinnu við tannlækna- deild Hl og Tannlæknafélag íslands þar sem leiðbeiningar í máli og myndum eru um hvernig best sé að haga hirðingu tannanna. Annað atriði, sem mikið er gagn- rýnt í umræðunni um tannvemd, er át milli mála og sífellt nart sem stuðl- ar að því að tennur skemmast meira en ella. Sýklaskánin sem myndast á tönnunum breytir sykrinum í fæð- unni í sýrur sem leysa glerunginn upp og smám saman myndast holur. Félag aðstoðarfólks tannlækna kynnti tannhirðu, fæðuval og neysluvenjur í Hagkaupi, Miklagarði, Víði og Vörumark- aðinum sl. föstudag og laugardag. A myndinni eru Linda Ágústsdóttir, Bryndís Björnsdóttir og Auður Franklín að kynna tannvernd í Hagkaup í Skeifunni. Mynd PK Hafið tilbúið: '/Vafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer' og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. Sýnið nú fyrirhyggju og burstið tennurnar, eða eins og tannvemdar- fólk segir: „Eigin tennur eiga að endast - varist eftirlíkingar“. -S.Konn. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,- SYKURKLUKKA 1 sýnir reglulega mat- málstíma þarsem lítill sykur er í fæð- ... unni og því lítil V h,. hætta á tann- skemmdum. morgunverður kvöldmatur / hádegismatur síðdegiskaffi mjólkurglas og smábiti S YKURKL UKKA 2. Svona lítur dæmið hins vegar út, þegar oft er verið að fá sér citthvað sætt. * morgunverður © kvöldmatur hádegismatur Meðfylgjandi myndir af sykurklukk- um sýna vel hvað við er átt. í leiðbeiningum er sælgætisgrísum bent á að reyna að takmarka sykurát sitt við ákveðinn dag vikunnar og bursta þá vel á eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.